Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Side 23
23LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020
þar sem hún hittir fleiri fagaðila. Þetta leiðir til þess að auknar líkur
eru á inngripum í fæðingarferlinu og verri útkomu fyrir móður og
barn (Kauffman, Souter, Katon og Sitcov, 2016; Mikolajczyk o.fl.,
2016; Neal o.fl., 2014; Wood o.fl., 2016). Í íslenskri rannsókn þar
sem tekin voru viðtöl við sjö erlendar konur kom í ljós að einstak-
lingsmiðuð og samfelld þjónusta var þeim mikilvæg og veitti þeim
öryggiskennd. Það hentaði hópnum vel að vera með sömu ljósmóður
á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegunni (Birna Gerður Jónsdóttir,
Sigrún Gunnarsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2011).
Mat mitt á þeirri fræðslu sem verðandi foreldrarnir fengu varð-
andi framköllun fæðingar var góð eins og áður hefur verið nefnt.
Þau fengu einnig gott fæðingarspjall og ég var dugleg að spyrja
hana hvort hún hefði einhverjar óskir varðandi sína fæðingu. Ég
hefði viljað veita henni betri ráðgjöf og reyndi það vissulega en hún
hafði fáar spurningar og því var það erfitt. Þegar ég horfi hins vegar
tilbaka og ígrunda hvort þau hafi fengið að velja og valið hafi verið
upplýst tel ég vinnubrögðin ekki hafa verið viðunandi, en síðar í
þessu verkefni verður farið yfir ástæður þess.
MAT
Erfitt er að meta hver upplifun allra aðila sem að þessu komu er.
Því ætla ég að tala út frá mínu mati af upplifun annarra en eins og
vitað er, getur enginn sagt nákvæmlega til um það nema einstak-
lingurinn sjálfur. Ég skynjaði að hjónunum fannst þjónustan vera
góð og þau vera í öruggum höndum. Ég taldi mig hafa myndað
gott og traust samband við þau og upplifði konuna ekki ósátta
með að fara á fæðingardeildina. Þau virkuðu bæði á mig sem
mjög hlýðið fólk og ég velti því fyrir mér hvort það gæti verið
menningartengd hegðun. Til að mynda fékk ég fáar spurningar
frá þeim og virtust þau vera sátt með þær ákvarðanir sem teknar
voru varðandi framhaldið. Því má segja að upplifun konunnar hafi
líklegast verið jákvæð.
Hvað varðar mína upplifun af þessari dæmisögu eru tilfinn-
ingarnar blendnar. Ég áttaði mig fljótlega í samskiptunum okkar
sérfræðilæknisins á því að við vorum ósammála en hins vegar
bæði með hag konunnar í fyrirrúmi. Tel ég það útskýrast af ólíkum
bakgrunni, hugmyndafræði og sýn á konuna. Það sem ég sá var
þokkalega vel upplýst hraust kona sem naut góðs stuðnings frá
eiginmanni sínum. Ég skynjaði hins vegar vantraust hjá sérfræði-
lækninum gagnvart þeim sem er áhugavert vegna þess að hann
hitti aldrei hjónin á vaktinni en kannaðist þó við hennar mál. Að
sama skapi skynjaði ég ákveðna forræðishyggju þar sem ég fann
að þetta átti ekki að vera val þeirra. Mín helstu mistök voru að
hafa einungis spurt þau hvort þau væru sátt með þessa ákvörðun.
Það sem ég hefði átt að gera var að spyrja hjónin hvað þau vildu.
Því tel ég þau ekki hafa fengið tækifæri á upplýstu val eins og áður
var nefnt. Við ígrundun þessarar dæmisögu tel ég nokkra þætti
hafa spilað inn í. Ákveðni sérfræðilæknisins í þessari ákvörðunar-
töku hafði áhrif á hvernig ég bar fram upplýsingarnar. Fyrirmælin
voru líkari skipunum en að það hefði verið réttast að byggja fyrir-
mælin á upplýstu vali konunnar og sameiginlegri niðurstöðu allra
aðila. Á engum tímapunkti staldraði fagaðili við til að velta fyrir
sér hvað þau vildu gera. Hvort það sé vinnustaðamenning veit ég
ei en var ég því miður þátttakandi í því. Mig skorti reynslu á þessu
tiltekna sviði og reynslu í að eiga samskipti um svona veigamikla
ákvörðun á ensku, sem krefst mikillar færni. Að lokum upplifði
ég konuna aldrei ósátta eða velta frekar fyrir sér afhverju þessi
ákvörðun var tekin sem ég tel hafa haft áhrif.
LÆRDÓMUR
Ljóst er að um flókna dæmisögu er að ræða. Hér eru ólíkar
fagstéttir sem vinna með sama hóp skjólstæðinga. Á meðan ljós-
mæðranemi lærir með áherslu á salutogenesis lærir læknanemi út
frá pathogenesis sjónarhorni. Eðlilega geta því verið ólík sjón-
armið og skoðanir um hvað er best fyrir skjólstæðinginn. Þrátt
fyrir að hafa reynt að standa fyrir því sem ég taldi réttast í þessari
stöðu lá endanleg ákvörðun hjá sérfræðilækninum og vægi mitt í
ákvörðunartökunni lítið. Réttast hefði verið að gefa foreldrunum
tækifæri á upplýstu vali og spyrja þau hvað þau vildu. Þar fann ég
minn veikleika og er hann helsti lærdómur af þessari dæmisögu
og mun ég reyna eftir bestu getu að hafa þessa reynslu að leiðar-
ljósi í gegnum minn starfsferil sem ljósmóðir.
Erfitt er að standa með sjálfum sér og sínum ákvörðunum sem
nemandi, sér í lagi þegar annar fagaðili er með andstæða skoðun.
Reynsla af skornum skammti fékk mig til að velta fyrir mér ýmsu,
eins og hvernig mér hefði liðið ef hún hefði farið heim og eitthvað
slæmt hefði komið upp hjá konunni og afkvæmi hennar. Á vakt-
inni gerði ég mér fljótlega grein fyrir þessu reynsluleysi og því
leitaði ég til ljósmæðra á deildinni til að fá álit og ráð. Það sem
mér fannst einkennandi var hversu lítinn áþreifanlegan stuðning
ég fékk. Vissulega voru ljósmæðurnar sammála mér en athöfðust
ekkert frekar. Velta má fyrir sér hvort vinnustaðamenning hafi
hér haft áhrif á það en tel ég mikilvægt að ljósmæður haldi í sitt
sjálfstæði í ákvörðunartöku og vinnubrögðum, ljósmæður eru
eftir allt helstu umönnunaraðilar kvenna í barneignarferlinu og
málsvarar þeirra. Í framhaldi af þessum vangaveltum er vert að
nefna að þessi dæmisaga á sér stað á stærstu stofnun landsins sem
hefur óneitanlega áhrif á hvernig meðhöndlun skjólstæðingar fá.
Samdar eru verklagsreglur til að vinna eftir og reglur Landspít-
alans kveða á um að það eigi að fara eftir þeim. Ég taldi ákveðna
forræðishyggju eiga sér stað í þessari dæmisögu og velti ég fyrir
mér hvort það sé rétt að eitt eigi að gilda um alla.
LOKAORÐ
Ákvörðunartaka er flókin og getur haft ævilöng áhrif á skjól-
stæðinga okkar, sem og á okkur sjálf sem fagaðila. Ég tel mikil-
vægt að ólíkar fagstéttir geti rætt ákvörðunartöku á jafningja-
grundvelli og komist að sameiginlegri niðurstöðu. Mikilvægast
þó af öllu er að veita skjólstæðingum okkar upplýst val svo þeir
geti tekið upplýsta ákvörðun og hafa skoðun þeirra að leiðarljósi.
Konur af erlendum uppruna eru viðkvæmur hópur og eru útkomur
verri fyrir þær í barneignarferlinu. Samfella í þjónustu hefur sýnt
fram á að bæta útkomur þeirra. Að sama skapi er einstakling-
smiðuð þjónusta þeim mikilvæg.
HEIMILDASKRÁ
Birna Gerður Jónsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir. (2011). Raddir
erlendra kvenna. Ljósmæðrablaðið, 89(1), 16-23.
Brynja Ragnarsdóttir, Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, Halla Ósk Halldórsdóttir og Margrét
O. Thorlacius. (2018). Úrlestur álagslausra fósturhjartsláttarrita. Gæðahandbók
Landspítalans.
Draper, E.S., Gallimore, I.D., Kurinczuk, J.J., Smith, P.W., Boby, T., Smith, L.K. og
Manktelow, B.N. (2018). Perinatal Mortality Surveillance Report, UK Perinatal
Deaths for Births from january to December 2016. Leicester: The Infant Mortality and
Morbidity Studies, Department of Health Sciences, University of Leicester
Gróa Margrét Jónsdóttir, Birna G. Jónsdóttir og Sigrún Arnardóttir. (2017). Framköllun
fæðingar –Angusta. Gæðahandbók Landspítalans.
Hollowell, J., Oakley, L., Kurinczuk, J.J., Brocklehurst, P. og Gray, R. (2011). The
effectiveness of antenatal care programes to reduce infant mortality and preterm birth
in socially disadvantaged and vulnerable women in high-income countries: a systematic
review. BMC Pregnancy Childbirth, 11(13).
Homer, C.S.E., Leap, N., Edwards, N. og Sandall, J. (2017). Midwifery continuity of carer
in an area of high socioeconimic disadvantage in London: a retrospective analysis of
Albany midwifery practive outcomes using routine data (1997-2009). Midwifery, 48(1),
1-10.
Homeyard, G. og Gaudion, A. (2017). Vulnerable women. Í Macdonald, S. og Johnson,
G. (ritstjórar), Mayes’ Midwifery (15. útgáfa)(bls. 344-355). London: Bailliére Tindall
Elsevier.
Kauffman, E., Souter, V.L., Katon, J.G. og Sitcov, K. (2016). Cervical dilation on admisson
in term spontaneous labor and maternal and newborn outcomes. Obstetric Gyneacology,
127(3), 481-488.
Mikolajczyk, R.T., Zhang, J., Grewal, J., Chan, L.C., Petersen, A. og Gross, M.M. (2016).
Early versus late admission to labor affects labor progression and risk of cesarean
section in nulliparous women. Frontiers in Medicine (Lausanne), 3(26).
Neal, J.L., Lamp, J.M., Buck, J.S., Lowe, N.K., Gillespie, S.L. og Ryan, S.L. (2014).
Outcomes of nulliparous women with spontaneous labor onset admitted to hospitals in
preactive versus active labor. Journal of Midwifery and Women‘s Health, 59(1), 28-34.
Wolfe, I., MacFarlene, A., Donkin, A., Marmot, M. og Viner, R. (2014). Why children die:
death in infants, children and young people in the UK, part A. London: Royal Collage
of Paediatrics and Child Health
Wood, A.M., Frey, H.A., Tuuli, M.G., Caughey, A.B., Odibo, A.O., Macones, G.A. og Cahill,
A.G. (2016). Optimal Admission Cervical Dilation in Spontaneously Laboring Women.
American Journal of Perinatology, 33(2), 188-194. doi: 10.1055/s-0035-1563711.