Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Side 24

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Side 24
24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020 Í janúar 2020 voru þrír styrkir veittir til rannsókna á fæðingarreynslu erlendra kvenna og áhrifum erfiðrar lífsreynslu á fæðingar. Þetta var í fimmta sinn sem styrkur er veittur úr Minningarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda og nam styrkupphæðin þremur milljónum króna. Sjóðurinn var stofnaður 22. desember 2008. Styrktarsjóðir Háskóla Íslands hafa umsjón með sjóðnum sem Háskóla Íslands var ánafnað samkvæmt fyrirmælum í erfðaskrá Soffíu Þuríðar Magn- úsdóttur til minningar um foreldra hennar. Stofnframlagið var 25 milljóna króna gjöf, andvirði íbúðar Soffíu í Drápuhlíð 41. Soffía starfaði lengst af sem fulltrúi og síðar deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu. Í tilefni dánargjafar hennar sagði frændi hennar um hana að hún hefði verið mikil öðlingskona, skarpgreind og afar hlý. Hún tranaði sér ekki fram en þegar hún mælti þá var hlustað, enda var hún fróð og kunni vel þá list að segja frá. Meginmarkmið Styrktarsjóða Háskóla Íslands er að úthluta reglu- lega styrkjum og fjármagni til rannsókna nemenda og fræðimanna við háskólann. Þeim er einnig ætlað að styrkja ýmis verkefni á ákveðnum fræðasviðum til hagsældar fyrir Háskóla Íslands, stúd- enta eða starfsfólk hans. Bjargarsjóðurinn starfar samkvæmt stað- festri skipulagsskrá og er stjórn sjóðsins skipuð af rektor Háskóla Íslands og háskólaráði. Í henni eru Ólöf Ásta Ólafsdóttir, formaður, Herdís Sveinsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir. Markmið Bjargarsjóðs hefur verið frá upphafi að styðja ljósmæður og hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi til doktorsgráðu. Skipulagsskrá Bjargarsjóðs var endurskoðuð og samþykkt í annað sinn í desember 2019 og féll þá úr gildi sú frá árinu 2008. Helstu breytingar voru að höfuðstóllinn var færður niður í upprunalega fjárhæð 25 milljónir sem gaf sjóðnum aukið ráðstöf- unarfé til að veita veglega styrki a.m.k. annað hvert ár næstu 10 árin í doktorsverkefni eða rannsóknir nýdoktora samkvæmt úthlutunar- reglum. Tekjur sjóðsins eru svo áfram vextir af stofnfé og gjafir sem kunna að berast sjóðnum. Gaman er að geta þess að árið 2018 fékk sjóðurinn 350 þús. kr. styrk frá hátíðinni Reykjavík Food Festival, en ágóði hennar fer til góðra verka og þetta árið var valið að styrkja Bjargarsjóð og þar með rannsóknir ljósmæðra í framhaldsnámi. Sýndi þessi ákvörðun hversu mikið almenningur studdi ljósmæður í kjarabaráttu sem var öflug og áberandi í fjölmiðlum þetta ár. HVER VORU BJÖRG OG MAGNÚS? Björg og Magnús bjuggu allan sinn búskap í Túngarði á Fellsströnd í Dölum en fluttu svo til Reykjavíkur eftir að Björg lauk störfum sem umdæmisljósmóðir árið 1951. Í ritinu Ljósmæður á Íslandi sem Sveinn Víkingur gaf út árið 1962, er í fyrsta bindi frásögn Bjargar um hennar ljósmóðurtíð, hversu samgöngur, húsakynni og aðstaða sængurkvenna gat verið bágborin „mörg var ferðin erfið og aðstaðan stundum ískyggi- leg. En oft gekk líka allt ágætlega“. Í maí árið 1910 segir Björg frá sinni fyrstu ljósmóðurferð á Fells- ströndinni nýkomin heim í hérað eftir 6 mánaða nám í Reykjavík. Hún hafði kviðið fyrir, búist við að kallið kæmi þá og þegar og sofið illa síðustu nætur. Vaknaði hún snögglega við mikil og þung högg á bæjarþilið og um leið var kallað hátt að verið væri að sækja ljósmóð- urina. Fylgdarmaðurinn var giftur konunni en „þau voru húshjón á dalbæ einum ekki langt frá“. Ófærð mikil, allar brekkur fullar af snjó og sökkvandi aurhlaup. Pabbi Bjargar mátti ekki heyra á það nefnt að hún færi fótgangandi og lánaði henni traustan og góðan hest. Þó var það kvíðvænlegt að komast með hann yfir alla ófærðina. Erfiðlega gekk að fara upp brekkurnar milli bæjanna og ekki tók betra við þegar upp á háhálsinn kom, þar sem var klakaíhlaup og þau og hesturinn í hálfu kafi. Þegar hún og verðandi faðir komu að ánni fyrir neðan bæinn, þar sem sængurkonan beið, var hún flóðmikil, straumþung og ófært yfir vaðið sem venjulega var farið. Þurftu þau því að ríða langt fram eftir dalnum til að finna stað til að fara yfir. Í ofurlitlu herbergi með örlitlum glugga í norðurhluta bæjarins fæddist lítill drengur. Þröngt var, rykugt og loftlaust í herberginu. Þiljað var að innan en moldargólf. Björg lýsir því svo að hún hafi verið með tvær þvottaskálar og undirskál sem hún þvoði úr lýsólblöndu og fékk svo að lokum heitt vatn til að hún gæti þvegið sér og konunni. Barnið kom í spretti, og allt fór vel, en næstu vikur svaf Björg varla væran blund af ótta við að konan fengi barnsfararsótt, en henni heilsaðist svo ágætlega. Á þessum bæ tók Björg á móti alls 14 börnum. Þegar Björg hætti ljósmóðurstöfum 41 ári síðar hafði nýr bær verið byggður eins og víða í sveitinni þar sem aðstæður höfðu verið svipaðar. Segir Björg svo frá að húsfreyjur hafi þó haft undragóð ráð til að hafa flest vel aðgengilegt. „En þegar rigningatíð gekk yfir, gat þó enginn sett undir lekann, svo það dygði, og fyrir kom, að ég varð rennblaut af lekavatni við rúmstokk fæðandi konu“. Björg var elskuð og dáð af sveitungum sínum fyrir sín farsælu ljós- móðurstörf sem ekki voru alltaf auðveld en boðin var hún og búin að sinna sængurkonum af alúð og metnaði. Hún er ein af formæðrum okkar ljósmæðra sem við getum verið stoltar af og þakklátar fyrir; ekki síst við styrkveitingar til ljósmæðra þegar Bjargar nýtur við og minningu hennar og bónda hennar er haldið á lofti. STYRKVEITINGAR TIL LJÓSMÆÐRA Á árabilinu 2012-2015 hafa fengið styrk ljósmæðurnar: Berglind Hálf- dánsdóttir, Emma Marie Swift, Ingibjörg Eiríksdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir og Valgerður Lísa Sigurðardóttir. Doktorsverkefni þeirra eru fjölbreytileg s.s. um eðlilegar fæðingar, sársauka í fæðingu, andlega vanlíðan á meðgöngu, brjóstagjöf, heima- fæðingar og stuðning við konur með erfiða fæðingarreynslu. Eins og á síðustu öld eru aðstæður barnshafandi kvenna misjafnar og við hæfi er að taka undir með Björgu þegar hún skrifar „ að í hljóð- látri kyrrð heimilanna eigi sér jafnan stað margvísleg átök, stór og smá, F R É T T I R Rannsóknastyrkir veittir - MINNINGARSJÓÐUR BJARGAR MAGNÚSDÓTTUR LJÓSMÓÐUR OG MAGNÚSAR JÓNASSONAR BÓNDA Emma Marie Swift tekur við styrkjum fyrir sína hönd, Edythe L. Mangindin og Valgerði L. Sigurðardóttur frá Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Ljósmynd Kristinn Ingvarsson

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.