Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 2

Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Útför Vilhjálms Einarssonar, frjáls- íþróttamanns og fyrrverandi skóla- meistara Menntaskólans á Egils- stöðum, var gerð frá Hallgríms- kirkju í gær. Hann lést á Land- spítalanum 28. desember, 85 ára að aldri. Fjölmennt var í útförinni en bein útsending var einnig frá henni í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útför- ina annaðist séra Sigurður Jónsson. Jónas Þórir lék á orgel í athöfninni og Valgerður Guðnadóttir, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson sáu um söng ásamt félögum úr Karla- kór Reykjavíkur. Var Vilhjálmur meðal annars þekktur fyrir að vera fyrsti verð- launahafi Íslands á Ólympíuleikum en hann var einnig handhafi Ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála. Vilhjálmur verður jarðsettur í Reykholti í Borgarfirði í dag. Sýnt var frá útför Vilhjálms í Valaskjálf á Egilsstöðum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hallgrímskirkja Líkmenn voru vinir, nemendur og fyrrverandi samstarfsmenn Vilhjálms Einarssonar. Frá vinstri eru Björn Ingimarsson, Þórir Jónsson, Lárus L. Blöndal og Júlíus Hafstein og frá hægri eru Olga L. Garðarsdóttir, Sveinn Víkingur Þórarinsson, Margrét Héðinsdóttir og Jón Þ. Ólafsson. Útför Vilhjálms Einars- sonar frá Hallgrímskirkju Útförin Bein útsending var frá útför Vilhjálms í Valaskjálf á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verð hlutabréfa fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréfin á NOTC-hlutabréfamarkaði kauphallarinnar í Osló um miðjan nóvember. Hækkun hlutabréfanna á þátt í því að greiningarfyrirtæki hækkar mat á hlutabréfum norska fiskeldisrisans SalMar, sem á meirihluta hlutabréfa í Arnarlaxi. SalMar greiddi 55,80 norskar krónur fyrir hluti í Arn- arlaxi í yfirtökutilboði sem fyrirtækið gerði í byrjun árs- ins. Samkvæmt því var heildarverðmæti hlutabréfa fé- lagsins rúmir 20 milljarðar íslenskra króna. Norsk greiningarfyrirtæki höfðu trú á hlutabréfum Arnarlax og mæltu með kaupum. Töldu þeir að verðmæti hvers hlutar væri um 100 krónur norskar. Viðskipti hófust 15. nóvember og síðan hefur leiðin aðeins legið upp á við. Í gær var verðið komið í 110 krónur norskar, eða tvöfalt það verð sem Salmar notaði í yfirtökutilboðinu. Heildarverðmælti hlutafjár er komið yfir 40 milljarða íslenskra króna og slagar upp í verðmæti hlutabréfa Icelandair sem í gær stóð í 45 milljörðum. Hluthafahópurinn stækkar „Við erum í sjálfu sér ekkert að velta þessu fyrir okk- ur, frá degi til dags. En vissulega er ánægjulegt að sjá hvað mikill áhugi er á félaginu,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Hann segir einnig jákvætt að hluthafahópurinn hafi stækkað verulega og eru hlut- hafnar nú að nálgast 90. Meðal þeirra eru fjárfestar í löndum Skandinavíu og einhverjir á Íslandi. Þá var tilkynnt um kaup Björns Hembre, forstjóra Arnarlax, á 2.900 hlutum, um miðjan desember þegar verðið var 80 krónur norskar á hlut. Fjárfesti hann því fyrir rúmar 3 milljónir íslenskra kr. Fyrir liggur að SalMar sem á rúm 59% hlutafjár hefur haldið sínum hlut, samkvæmt hluthafalista sem birtur var í byrjun vikunnar, sömuleiðis allir eða flestir af öðrum helstu hluthöfum félagsins. Viðskiptin hafa því verið á milli minni hluthafa. Hefur áhrif á móðurfélagið Í greiningu norska bankans DNB á SalMar er verð- mat fyrirtækisins hækkað og mælt með kaupum á bréf- um fyrirtækisins, þrátt fyrir að framleiðsla hafi verið aðeins undir spám á síðasta ári. Fram kemur að ástæð- an fyrir minni framleiðslu er að slátrun úr einhverjum stöðvum var frestað fram yfir áramót vegna óveðurs. Skýringar á hækkuðu verðmati eru jákvæð teikn í rekstri og sérstaklega nefnt að verðmæti hlutarins í Arnarlaxi hafi aukist. Verð hlutabréfa í Arnar- laxi hefur tvöfaldast  Hækkunin hefur áhrif á verðmæti SalMar í Noregi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bíldudalur Unnið að pökkun á laxi hjá Arnarlaxi. Tveir voru fluttir á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys á Vestur- landsvegi á tólfta tímanum í gær þar sem stór ruslagámur losnaði aftan úr vöruflutningabifreið og lenti á vörubíl og lítilli fólksflutningabif- reið. Annar þeirra slösuðu var sagður með alvarlega höfuðáverka en áverkar hins voru annars konar og ekki talin jafn alvarleg. Ökumennirnir tveir voru enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum mbl.is á tíunda tímanum í gær. Haft var eftir Valgarði Valgarðs- syni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í gærkvöldi að ekki væri hægt að staðfesta hvort líðan ökumannanna væri stöðug. Hvasst var í Kollafirði í gær og lík- ur á því að vindur hafi svipt gámnum af stað þegar vörubílarnir tveir mættust. Valgarður staðfesti í gær að rannsakað yrði hvað olli því að gámurinn losnaði. Tók það um það bil tvo klukkutíma að hreinsa veginn, enda gert í vonskuveðri og höfðu langar bílarað- ir myndast á Vesturlandsvegi beggja vegna við slysstað. rosa@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Slys Ökumenn sem urðu fyrir ruslagámi í gær voru fluttir á gjörgæslu. Á gjörgæslu eftir slys í Kollafirði  Óvíst hvort ástand þeirra er stöðugt Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Þegar rúta er á toppnum og tæp- lega 50 manns í bílnum gerir mað- ur ráð fyrir hinu versta. Það segir sig sjálft. Maður hafði mestar áhyggjur af því að einhver væri undir bílnum,“ segir Hilmar Hilm- arsson, varðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi vestra, en hann var einn af þeim fyrstu á vettvang al- varlegs rútuslyss skammt utan við Blönduós í gær. „Það var algjör tilviljun að í fyrsta bílnum sem kom á vettvang voru læknir og hjúkrunarfræð- ingur. Þau fóru beint í bráða- flokka og huguðu að fólkinu,“ seg- ir hann. Hann segir að mikil ringulreið og stress hafi verið á vettvangi en að allir hafi sinnt störfum sínum vel. Telur hann mestar líkur á að or- sök slyssins megi rekja til veðurs, en mikið rok, snarpar vindhviður og mikil hálka var á vettvangi. Hefði getað farið verr Vilhjálmur Karl Stefánsson rannsóknarlögreglumaður, sem einnig var á vettvangi, tekur undir með Hilmari. Aðstæður hafi litið mjög illa út og betur hafi farið en á horfðist. „Það hefði getað farið verr. Það fer frekari rannsókn fram á morg- un [í dag]. Þá kemur rannsókn- arnefnd samgönguslysa og það verða teknar betri myndir í björtu,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið seint í gær- kvöldi. Betur fór en á horfðist  Læknir var fyrstur á vettvang

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.