Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Ég er æskuvinur
Sigmars yngsta
sonar Vilhjálms og
Gerðar og var ég
því oft gestkomandi á heimili
þeirra hjóna og kynntist þeim
vel. Í fyrstu skiptin sem ég kom
inn á heimilið fylgdi því einhvers
konar lotning, að fá að koma inn
fyrir dyrnar hjá þessum afreks-
manni sem Vilhjálmur var. En
það var bara fyrsta skiptið, svo
varð það hversdagslegt. Vil-
hjálmur var einhver umburðar-
lyndasti fjölskyldufaðir Egils-
staða, held ég. Hvernig hann
hneykslaðist aldrei á vitleysunni
í okkur drengjunum, hvernig
hann hló oft með okkur og
reyndi að kenna og leiðbeina
frekar en að vera reiður og refs-
andi eins og alveg eins gat tíðk-
ast á þeim tíma.
Ég man vel eftir mörgum
stundum með Vilhjálmi þegar
við horfðum á íþróttir með hon-
um og því fylgdu oft fróðlegar
sögur. Einnig þegar hann fylgd-
ist með okkur tefla og ræða mál-
in og kom með leiðréttandi,
fræðandi og jafnvel þreytandi
innskot. Stundum þegar við
strákarnir spjölluðum í efri stof-
unni eða upp í herbergi mátti
heyra leiðréttandi hnuss í Vil-
hjálmi neðan úr neðri stofunni
eða innan úr vinnustofu ef hjal
okkar var orðið of ábyrgðar-
laust. Fyrir þessu hnussi bárum
við virðingu, en þau eru einu
ávirðingarnar sem ég man eftir
að Vilhjálmur hafi veitt okkur
drengjunum.
Þegar ég lít til baka þá veit ég
að Villi talaði vel um fólk og aldr-
ei í bakið á neinum og sá aldrei
ástæðu til að mikla sig af neinu,
þótt ærin væri ástæðan. Vil-
hjálms verður lengi minnst sem
eins helsta afreksmanns íþrótta í
Íslandssögunni, og einnig í mín-
um huga sem afreksmanns á svo
margan annan hátt.
Gerði og aðstandendum sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Hvíldu í friði Vilhjálmur.
Einar Ben Þorsteinsson.
Kveðja frá Íþrótta- og ól-
ympíusambandi Íslands
Það er með söknuði sem við
kveðjum Vilhjálm Einarsson,
heiðursfélaga ÍSÍ. Hans verður
minnst sem eins fræknasta
íþróttamanns Íslands, fyrr og
síðar. Vilhjálmur var fyrstur Ís-
lendinga til að vinna til verð-
launa á Ólympíuleikum er hann
vann silfurverðlaun á leikunum í
Melbourne árið 1956 og setti þar
ólympíumet sem hann átti í tvær
klukkustundir. Enginn annar Ís-
lendingur hefur sett ólympíu-
Vilhjálmur
Einarsson
✝ VilhjálmurEinarsson
fæddist 5. júní
1934. Hann lést 28.
desember 2019.
Útför Vilhjálms
fór fram 10. janúar
2020.
met, hvorki fyrr né
síðar. Vilhjálmur
var fimm sinnum
kjörinn íþróttamað-
ur ársins og er sá
Íslendingur sem
hefur oftast hlotið
þá nafnbót og hann
var einnig fyrstur
allra útnefndur í
Heiðurshöll ÍSÍ. Af-
rek hans verða ekki
öll tíunduð hér en
engum dylst að Vilhjálmur var
framúrskarandi íþróttamaður og
mikilvæg fyrirmynd fyrir
íþróttafólk á öllum aldri. Það er
með ólíkindum að Íslandsmet
sem Vilhjálmur setti árið 1960
standi enn og það vekur bæði
undrun og aðdáun að ganga fram
hjá vel heppnuðu listaverki við
Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum sem
sýnir lengd silfurstökksins frá
Ólympíuleikunum í Melbourne.
Með því listaverki og öðrum
heimildum sem gert hafa stökk-
inu og afrekum Vilhjálms góð
skil, mun silfurstökk Vilhjálms
halda áfram að veita íþróttafólki
framtíðarinnar innblástur.
Vilhjálmur var einnig farsæll
skólastjórnandi og lagði sitt af
mörkum til menntunar- og upp-
eldismála í landinu. Hann var
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu árið 2006 fyrir
framlag sitt í þágu íþrótta- og
uppeldismála.
Vilhjálmur var í góðu sam-
bandi við skrifstofu ÍSÍ og hann
var duglegur að mæta á viðburði
sem heiðursfélagar ÍSÍ taka þátt
í. Hann sýndi starfi sambandsins
og hreyfingarinnar allrar áhuga
og naut þess að hitta unga sem
aldna félaga í hreyfingunni við
hátíðleg tækifæri, rifja upp
gamla tíma og gefa góð ráð.
Hans var saknað á hófi íþrótta-
manns ársins í desember síðast-
liðinn þar sem hann lét sig yfir-
leitt ekki vanta. Má segja að það
hafi verið táknrænt að andlát
hans bar að sama kvöld og sú há-
tíð fór fram, í ljósi þess að hann
hafði hlotið titilinn íþróttamaður
ársins oftar en nokkur annar.
Stjórn og starfsfólk ÍSÍ sendir
innilegar samúðarkveðjur til
Gerðar, eiginkonu Vilhjálms, og
fjölskyldunnar allrar.
Minningin um Vilhjálm
Einarsson – silfurmanninn –
mun lifa.
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.
Mig langar að minnast Vil-
hjálms Einarssonar frjáls-
íþróttamanns og skólameistara
sem lést 28. desember sl. 85 ára
að aldri. Vilhjálmur var einn af
okkar merkustu íþróttamönn-
um. Afrek hans á Ólympíuleik-
unum í Melbourne í Ástralíu árið
1956 skapaði honum stöðu sem
þjóðhetju í augum Íslendinga og
þeirri stöðu hefur hann haldið
síðan. Stökk hans þar upp á
16,26 m var ólympíumet og skil-
aði honum silfurverðlaunum á
leikunum. Hann vann einnig
bronsverðlaun á Evrópumótinu í
Stokkhólmi árið 1958. Þýðing
þess fyrir ungt lýðveldi á þessum
tíma að eiga afreksfólk í íþrótt-
um á heimsmælikvarða var mikil
og áhrif Vilhjálms og annarra
íþróttamanna voru mikil og
veittu þjóðinni sjálfstraust og
andagift. Þýðing þessa er án
vafa meiri en margir hafa gert
sér grein fyrir. Vilhjálmur náði
snemma að skapa viðmið sem ís-
lenskt afreksfólk hefur horft til
allar götur síðan. Vilhjálmur var
fimm sinnum valinn íþróttamað-
ur ársins, árin 1956, 1957, 1958,
1960 og 1961. Árið 2006 var Vil-
hjálmur sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
framlag sitt í þágu íþrótta og
uppeldismála. Hann var fyrsti
íþróttamaðurinn sem var út-
nefndur í heiðurshöll ÍSÍ á 100
ára afmæli sambandsins árið
2012. Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á sögu Ólympíuleikanna.
Ég var alin upp við afrek Vil-
hjálms og því var það sannur
heiður að hitta hann við kjör á
Íþróttamanni ársins árið 2018.
Vilhjálmur var einnig mikill
brautryðjandi í fræðslu- og
æskulýðsmálum hér á landi.
Hann sýndi það svo ekki verður
um villst hversu mikilvægt það
er að sameina íþróttaiðkun og
menntun og má segja að hann
hafi verið fyrirmynd hvað þetta
varðar. Vilhjálmur sinnti
kennslustörfum frá 1957 áður en
hann var skipaður skólastjóri
Héraðsskólans í Reykholti frá
1965-1979. Frá 1979-2001 var
hann fyrsti skólameistari
Menntaskólans á Egilsstöðum,
þar sem hann bjó með eiginkonu
sinni til dánardags. Þótt margt
sé hægt að rita um afrek Vil-
hjálms er mest um vert að minn-
ast manneskjunnar sem hann
hafði að geyma. Afrek hans stigu
honum ekki til höfuðs heldur
veitti hann fjölskyldu sinni og
samferðafólki hvatningu, sýndi
umburðarlyndi og auðmýkt í
hverju því sem hann tók sér fyrir
hendur.
Með Vilhjálmi er genginn einn
merkasti Íslendingur samtím-
ans. Eftirlifandi eiginkonu Vil-
hjálms, Gerði Unndórsdóttur, og
sonum þeirra hjóna sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur og
megi minning um góðan mann
lifa.
Lilja Alfreðsdóttir,
mennta- og menningar-
málaráðherra.
Frændi Vilhjálms Einars-
sonar Valgeir Guðjónsson yrkir:
„Það sem þú gerir, það sem þú
ert, þín verður minnst fyrir það
sem er gert.“ Þessar ljóðlínur
koma mér í hug þegar kvaddur
er stórmerkur brautryðjandi og
ein af allra skærustu íþrótta-
stjörnum Íslendinga fyrr og
síðar. Hann fór ekki alltaf hefð-
bundnar leiðir; ruddi braut
nýrra kennsluhátta, var einn af
virtustu skólamönnum landsins
og listrænn heiðursmaður.
Þegar við eldumst og horfum
til baka veltum við fyrir okkur
hvað það er sem hefur haft áhrif
á líf okkar. Auðvitað er það fjöl-
margt. Enda eiga margar upplif-
anir gildi í sjóði minninganna.
Eftir hið glæsta þrístökk í
Melbourne hét Vilhjálmur ís-
lenskri æsku því að gera eitt-
hvað fyrir hana. Og á sjöunda
áratugnum rak hann um tíu ára
skeið sumaríþróttaskóla fyrir
drengi og stúlkur ásamt félaga
sínum Höskuldi Goða Karlssyni.
Ég var einn þeirra heppnu sem
fengu að fara í skólann. Það ríkti
eftirvænting og spenna hjá okk-
ur nokkrum ungum drengjum
frá Hvolsvelli þegar við lögðum
land undir fót á leið á íþrótta-
skólann. Vilhjálmur og Höskuld-
ur tóku á móti okkur af áhuga og
hlýju, þarna var jákvæður agi og
skipulag. Þetta var lífsreynsla og
manndómsvígsla fyrir ungan
sveitamann. Þarna var á fimmta
tug ungra drengja víðsvegar að
af landinu. Í íþróttaskólanum
hófst dagurinn á fánahyllingu og
að kveldi var fánakveðja. Þátt-
takendur fengu sérstaka bún-
inga. Við urðum menn að meiri
þegar komið var í búningana.
Hvers konar íþróttir kenndar,
leikgleðin og margs konar
fræðsla í fyrirrúmi, hlutverka-
leikurinn í algleymingi, skipt var
í lið; landslið annars vegar og
pressan hins vegar, og þvílík
stund og eftirvænting að komast
í annað hvort liðið. Helgi Dan.
kom í heimsókn og við fengum að
taka vítaspyrnu og hann stóð í
markinu. Gríðarleg taugaspenna
og sumir skoruðu, aðrir skutu yf-
ir eða framhjá en oftast varði
landsliðsmarkvörðurinn. Þetta
var svona svolítið eins og lífið
sjálft er boltinn fer ekki alltaf
rakleiðis í netið. Eftir kvöldsund
var kvöldhressing. Gerður og
Guðný, eiginkonur þeirra félaga,
stýrðu okkur í eldhúsverkum.
Sameiginleg þakkarkveðja var
eftir matinn. Þá var komið að
kvöldvökunni, þar var kvik-
myndasýning en við sáum um
skemmtiatriði. Vilhjálmur greip
gítarinn og við sungum: „Góðir
og glaðir drengir þeir gera sér
allt að leik.“ Hvílík stemning! Í
gegnum hátalarakerfi skólans
var lesin kvöldsaga og sumir
þurftu svolítið að sjúga upp í nef-
ið á koddanum áður en sofnað
var.
Íþróttaskólinn var nýlunda og
þarna urðu til afreksmenn eins
og Ásgeir Sigurvinsson og Einar
Vilhjálmsson svo dæmi séu tekin
og margir góðir leiðtogar á ýms-
um sviðum.
Ég rifja þessar minningar upp
nú þegar leiðir skilur. Þegar ég
horfði á útnefningu íþrótta-
manns ársins var ég ákveðinn í
að hringja í Vilhjálm daginn eftir
til að tjá honum enn og aftur
þakklæti mitt. Nú er það of seint
en minningin lifir hjá mér og
mörgum öðrum drengjum – sem
eru löngu orðnir karlar.
Gerði Unndórsdóttur og fjöl-
skyldu votta ég mína dýpstu
samúð og þakklæti.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Kveðja frá Samtökum
íþróttafréttamanna
Það var eiginlega ljóðrænt að
Vilhjálmur skyldi kveðja sama
kvöld og Íþróttamaður ársins
var krýndur. Þá útnefningu
hlaut Vilhjálmur fyrstur og oft-
ast allra eða fimm sinnum. Það
er í raun afreki hans á Ólympíu-
leikunum í Melbourne að þakka
að Samtök íþróttafréttamanna
sem voru stofnuð sama ár, 1956
komu á kjörinu um Íþróttamann
ársins. Það var okkur íþrótta-
fréttamönnum mikill heiður að
Vilhjálmur skyldi svo nánast
alltaf mæta á hófið og vera áfram
sú fyrirmynd sem hann var öðru
íþróttafólki.
Sjálfur fór ég tvær ferðir
austur á Egilsstaði til að vinna
sjónvarpsefni um Vilhjálm á síð-
ustu árum. Í seinna skiptið árið
2016 fyrir þáttinn Íþróttaafrek
Íslendinga þar sem mörg af
helstu íþróttaafrekum Íslend-
inga voru rifjuð upp. Þar rifjaði
Vilhjálmur enn einu sinni upp
sitt frægasta afrek, silfrið í
Melbourne 60 árum fyrr. Í bæði
skiptin sem ég sótti Vilhjálm og
Gerði heim fékk ég höfðinglega
móttökur. Villi kveikti upp í arn-
inum og Gerður bauð upp á
vöfflur.
Sjálfur sagðist Vilhjálmur þó
vera miklu stoltari af störfum
sínum sem skólastjóri en af
íþróttaafrekum sínum. Hlutverk
okkar íþróttafréttamanna verð-
ur þó að halda glæstum íþrótta-
afrekum Vilhjálms áfram á lofti.
Samtök íþróttafréttamanna
færa aðstandendum hans inni-
legar samúðarkveðjur.
F.h. Samtaka íþróttafrétta-
manna,
Þorkell Gunnar
Sigurbjörnsson.
Látinn er kær vinur til
margra ára. Það er alltaf sökn-
uður þegar vinir hverfa á braut.
Það er ótrúlegt hvað tíminn líður
hratt. Við kynntumst í Reykholti
1967 þegar við hjónin komum í
Reykholt og maðurinn minn
Snorri Þór ætlaði að verða kenn-
ari þar. Seinna kom svo í ljós að
ég átti líka að kenna. Þetta var
góður tími á meðan hann var í
Reykholti og margt gert sér til
gamans. Það var farið í Húsafell,
Munaðarnes og meira að segja
fórum við austur til Egilsstaða
með Gerði, Vilhjálmi og sonum
þeirra og lentum í ýmsum ævin-
týrum, sáum t.d. hafís fyrir landi
í Hrútafirði, þetta var sumarið
1968, og margt fleira. Þegar
austur var komið fórum við t.d. í
Mjóafjörð, sem er eftirminni-
legt. Einnig komu þau vestur á
Súgandafjörð með okkur að
heimsækja tengdaforeldra mína
og var það líka góð ferð. Eftir að
þau hjón fluttu úr Reykholti og
austur komu þau nokkrum sinn-
um og voru hjá okkur í nokkra
daga hverju sinni. Einnig fór ég
fyrir nokkrum árum austur til
þess að heimsækja Gerði og Vil-
hjálm og áttum við góða helgi
saman.
Vilhjálmur hafði gott lag á
unglingum og gat fengið þá til að
gera það sem hann taldi að væri
þeim fyrir bestu. Hann hafði
góða skipulagsgáfu. Það var
töluverður húsnæðisskortur í
Reykholti á fyrstu árum hans
sem skólastjóra þar. Málið var
leyst með því að skipuleggja alla
hluti í þaula áður en nemendur
komu í skólann. Það var stunduð
svokölluð skiptikennsla. Það var
bryddað upp á ýmsum nýjungum
eins t.d. hópvinnu nemenda, þó
var þess gætt að þeir skiluðu öllu
því námi sem til var ætlast.
Einnig var drengjum boðið upp á
bifvélavirkjun. Tómstundir not-
uðu nemendur til íþróttaiðkunar,
myndmenntar, ljósmyndagerðar
og að dansa. Þeim var leiðbeint í
öllum þessum greinum. Það var
haldið upp á afmæli þeirra nem-
enda sem áttu afmæli á meðan
skólinn starfaði. Það voru ýmsar
veislur og skemmtanir eins og
gengur í skólum.
Vilhjálmur var góður málari
og notaði bæði olíu- og vatnsliti
og var duglegur að mála í frí-
stundum sínum. Ég er svo hepp-
in að eiga nokkrar myndir eftir
hann. Einnig var hann tónelskur
í besta lagi og gítarinn aldrei
langt undan.
Undarlegt að þessi mikli
íþróttamaður skyldi falla frá
sama dag og kjör íþróttamanns
ársins fór fram, en þann titil
hlaut hann fimm sinnum.
Við höfum átt margar góðar
samverustundir í gegnum tíðina.
Starfsdagur hans hefur verið
langur. Synirnir sex allir upp-
komnir og hinir vænstu menn.
Barnabörnin og langafabörnin
voru honum mikils virði og hann
hefur verið duglegur að taka
þátt í lífi þeirra.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Vilhjálmi samfylgdina í lífinu.
Gerði og fjölskyldunni allri sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
mæts manns, sem verður sárt
saknað.
Sigríður Bjarnadóttir.
Brautskráning frá Bifröst 1.
maí 1964. Hópur ungs fólks hélt
út í lífið eftir athöfn í hátíðarsal
skólans þar sem skólastjórinn sr.
Guðmundur Sveinsson hafði
flutt okkur áhrifamikla hug-
vekju, hvatt okkur til dáða og
óskað velfarnaðar. Kennararnir
auðvitað ánægðir eins og við –
sumarið og sólin fram undan og
áreiðanlega góð tilhugsun hjá
þeim að hafa komið okkur til
nokkurs þroska. Þessi góði hóp-
ur kennara hefur síðan án efa
fylgst með okkur að nokkru í
lífsins ólgusjó, og við að sjálf-
sögðu með þeim.
En nú eru tímamót. Einn af
öðrum hafa þeir kvatt þennan
heim þessir ágætu menn, kenn-
ararnir sem sumir hverjir voru
tiltölulega lítið eldri en við, sá
síðasti úr hópnum, Vilhjálmur
okkar Einarsson, nú í lok desem-
ber. Táknrænt fyrir hann að
taka þrístökk sitt úr þessum
heimi sama kvöld og valinn var
íþróttamaður ársins, verðskuld-
aður titill frábærra íþrótta-
manna þjóðar okkar, titill sem
engum hafði hlotnast eins oft og
Vilhjálmi.
Þegar við hófum nám okkar í
Bifröst, haustið 1962, voru ekki
nema tæp sex ár síðan hann
vann eitt alstærsta afrek ís-
lenskrar íþróttasögu í Melbo-
urne, og við að sjálfsögðu afar
stolt af því að slíkur afreksmað-
ur skyldi vera með okkur í úti-
vist og tómstundastörfum í
Norðurárdalnum fagra. Villi,
eins og við kölluðum hann gjarn-
an, var áhugasamur um okkar
hag, vildi styrkja okkur líkam-
lega í hressandi útivist og íþrótt-
um, ásamt því að leiðbeina okkur
í klúbbastarfi og félagsstörfum.
Ég minnist þess m.a. að hafa
þótt merkilegt að taka þátt í þrí-
stökkskeppni sem hann stóð fyr-
ir, og reyndi að leiðbeina okkur
eins og aðstæður leyfðu. Árang-
ur minn ekki til þess að gorta af,
náði ef ég man rétt að stökkva
heilum fjórum og hálfum metra
styttra en hann náði lengst, hefði
líklega þurft fimm- jafnvel sex-
stökk til þess að ná jöfnuði við
hann.
En nú er hann horfinn á braut
þessi góði kennari okkar, sem ég
segi að hafi eins og við farið frá
Bifröst með frábært veganesti.
Vilhjálmur farsæll skólastjórn-
andi, m.a. í Reykholti og á Egils-
stöðum, við á ýmsum hillum í
margbrotnum hillusamstæðum
íslensks þjóðlífs, öll með það
markmið að gera okkar besta, þó
svo að ekkert okkar hafi náð
16,70.
Fyrir hönd skólasystkina
minna frá Bifröst 1962-1964
sendi ég Gerði, strákunum
þeirra öllum og stórfjölskyld-
unni einlægar samhryggðar-
kveðjur. Við minnumst Vil-
hjálms Einarssonar með
þakklæti og virðingu, eins og
kennaranna okkar allra sem
horfnir eru á braut.
Óli H. Þórðarson.
Við andlát Vilhjálms Einars-
sonar, kærs æfinga- og keppn-
isfélaga og vinar til um sex ára-
tuga, rifjast upp ljúfar
endurminningar. Kynni okkar
hófust austur í Laugardal árið
1957, ég þá nemandi við Héraðs-
skólann en hann nýráðinn kenn-
ari. Það var mikið lán fyrir mig
nýbyrjaðan að æfa frjálsar
íþróttir að njóta leiðsagnar slíks
afreksmanns sem Vilhjálmur var
og ekki lá hann á liði sínu við að
segja nýliðum og öðrum til og
gefa góð ráð. Segja má að stað-
urinn Laugarvatn hafi verið und-
irlagður af íþróttum af öllu tagi
og við lá að menn færu hoppandi
á milli húsa, annaðhvort á öðrum
fæti eða báðum. Árin liðu og ég
gekk í félag leiðbeinandans Vil-
hjálms, ÍR, og æfðum við Vil-
hjálmur meira og minna saman
þegar því varð við komið á vet-
urna í litla ÍR-húsinu við Tún-
götu (nú í Árbæ) eða á gamla
Melavellinum. Á þessum árum
var Guðmundur Þórarinsson
þjálfari ÍR en síðar kom til sög-
unnar Ungverjinn Simonyi Ga-
bor. Kom hann með ýmsar nýj-
ungar sem reyndust okkur vel.
Margs er að minnast frá þess-
um árum, bæði frá æfingum og
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann