Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Opið verður laugardag frá kl. 12 til 16 og sunnudag frá kl. 13 til 16 Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Lokadagar útsölunnar Verslunin hættir 30-70% afsláttur af allri vöru Teheran. AFP. | Írönsk flugmálayfir- völd höfnuðu því í gær að úkraínskri farþegaþotu, sem fórst skammt frá Teheran á miðvikudag, hefði verið grandað með flugskeyti. „Það er eitt sem er öruggt, þessi flugvél varð ekki fyrir flugskeyti,“ sagði Ali Abedzadeh flugmálastjóri á blaðamannafundi í Teheran. Fram hefur komið að leyniþjón- ustur Breta og Kanadamanna telja að fyrir mistök hafi írönsk eldflaug grandað farþegaþotunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segja allt benda til þess að þotan sem hrapaði hafi verið skotin niður með írönsku flugskeyti. Þeir segja brýnt að ítarleg rannsókn fari fram á málinu. Abedzadeh sagði að ásakanir í garð Írana ættu ekki við rök að styðjast og ekki væri hægt að full- yrða neitt með vissu fyrr en rann- sókn á flugritunum væri lokið. Yfirlýsingar Breta og Kanada- manna komu fram í kjölfar birtingar myndskeiðs sem á að sýna að far- þegaþotan hafi verið skotin niður. Myndskeiðið, sem New York Times segist hafa sannreynt, sýnir hrað- skreiðan hlut skjótast upp í himininn áður en blossi myndast og skömmu síðar heyrist sprenging. „Við höfum séð nokkur mynd- skeið. Við staðfestum að flugvélin var logandi í 60 til 70 sekúndur,“ segir Abedzadeh. „En að hún hafi verið hæfð af einhverju gengur ekki upp vísindalega séð,“ bætti hann við. Ali Abedzadeh sagði til skýringar að á sama tíma og úkraínska þotan var í átta þúsund feta hæð hefðu nokkrar aðrar flugvélar, bæði innlendar og erlendar, flogið í svipaðri hæð á sömu slóðum og því gengi einfald- lega ekki upp að hún hefði verið hæfð með flugskeyti. Upplýsingar um flug sýna að ein- hver flugumferð var um Mehrabad- flugvöllinn, sem er 35 km norðaust- ur af Imam Khomeini-alþjóðaflug- vellinum þaðan sem Boeing-þota úkraínska flugfélagsins var að koma. Íranski flugmálastjórinn, sagði að fulltrúum Bandaríkjanna, Kanada, Frakka, Úkraínumanna og Svía hefði verið boðið að fylgjast með rannsókn málsins til að sýna fram á að Íranar hefðu engu að leyna. Áður hafði íranska utanríkisráðuneytið tilkynnt að fulltrúum Boeing-flug- vélaframleiðendanna, hefði verið boðið að taka þátt í rannsókninni. Hreyflar flugvélarinnar voru að hluta til framleiddir í Frakklandi og hafa Frakkar boðið fram þarlenda sérfræðinga til að rannsaka upplýs- ingar sem flugriti vélarinnar skráði. Vadym Prystaiko, utanríkisráð- herra Úkraínu, sagði í gær að bandarískir embættismenn hefðu látið úkraínskum stjórnvöldum í té „mikilvægar upplýsingar“ um slysið. Þá sagði utanríkisráðuneyti Írans að kanadísk sendinefnd væri á leið til Írans „til að sjá um málefni kan- adískra fórnarlamba.“ Íran og Kan- ada slitu stjórnmálasambandi árið 2012. Hafna kenningu um flugskeyti  Íranar segja kenningu um að flugvél hafi verið skotin niður ekki ganga upp AFP Íran Farþegaflugvélin sem hrapaði var frá Úkraínu og voru 176 um borð. 3 km Imam Khomeini alþjóðaflugvöllurinn Heimild: FlightRadar24/stjórnvöld í Úkraínu/fréttir fjölmiðla Heimild korts: openstreetmap.org Flugtak 6.12 að staðartíma Enginn komst lífs af þegar flugvél skall til jarðar skömmu eftir flugtak í Teheran 8. janúar Úkraínsk farþegaflugvél fórst í Íran 6.15 Skráningu flug- upplýsinga lýkur Brak úr flugvél Ukraine International Airlines PS-752 Boeing 737-800, tekin í notkun 2016 176 farþegar og áhöfn um borð: 82 Íranar 63 Kanadamenn 11 Úkraínumenn Vestrænir leiðtogar og sérfræðingar segja að ýmsar upplýsingar bendi til flugskeytaárásar 10 Svíar 4 Afganar 3 Þjóðverjar 3 Bretar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.