Morgunblaðið - 15.01.2020, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 12. tölublað 108. árgangur
SJÓNRÆN
UPPLIFUN AF
SMÁBÆJUM
ÞÚSUND
ÍBÚÐIR VIÐ
KRINGLUNA
FORSTJÓRI
HEILSUGÆSLU
SEXTUGUR
VIÐSKIPTAMOGGINN SJÚKLINGAR Í ÖNDVEGI 24LJÓSMYNDASÝNING 28
Ragnhildur Þrastardóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Mikil snjóflóðahætta er á norðan-
verðum Vestfjörðum og utanverð-
um Tröllaskaga. Þá er töluverð
hætta á snjóflóðum á suðvestur-
horninu sem og á Austfjörðum.
Á norðanverðum Vestfjörðum er
farið að bera á vöruskorti vegna
ófærðar og óveðurs síðustu daga.
„Ástandið er ferlegt og langt síð-
an við höfum lent í svona ófærð
marga daga í röð,“ segir Hafþór
Halldórsson, svæðisstjóri Eim-
skips á Ísafirði.
Sjávarafurðir eru farnar að safn-
ast upp í fiskvinnslustöðvum á
svæðinu og er nú orðið aðkallandi
að koma þeim í flutning.
Útlit er fyrir að veður verði
betra í dag og fram á sunnudag, að
sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar,
veðurfræðings hjá Veðurstofu Ís-
lands.
Aðspurður segir hann því ekki
útlit fyrir að fleiri viðvaranir vegna
veðurs verði gefnar út á næstu
dögum, en gular og appelsínugular
viðvaranir hafa gilt á flestum stöð-
um landsins síðustu daga.
Víða hefur verið mjög hvasst en
hvassasta hviðan í undangengnu
óveðri mældist á Sandfelli í Öræf-
um í gærmorgun, 57,9 m/s.
Veður verður rólegt fram á
sunnudag, stöku él en hægur vind-
ur og úrkoma takmörkuð. Að-
spurður segir Eiríkur að þessa
daga verði því ágætis ferðaveður.
Mikil hætta á snjóflóðum
Íbúar á norðanverðum Vestfjörðum hafa þurft að sætta sig við vöruskort vegna
óveðurs Draga fer úr óveðrinu í dag en önnur lægð skellur á landinu á sunnudag
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Annasamt Snjómokstursmaður á Siglufirði brosti framan í heiminn þrátt fyrir allt þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom auga á hann við vinnu í gær.
Önnur lægð á sunnudag
» Á sunnudag fer aftur að
draga til tíðinda.
» Þá er von á lægð með
hvassri sunnan- og suðvestan-
átt og hlýindum.
» Henni mun fylgja rigning en
engin snjókoma nema til fjalla,
að sögn veðurfræðings.
MVöruskortur og vandi í … »4
„Maður er óneitanlega orðinn
pirraður. Við sitjum bara uppi með
snjóbolta sem stækkar og
stækkar,“ segir Berglind Krist-
insdóttir, framkvæmdastjóri Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Aukinnar óþolinmæði gætir nú
meðal sveitarstjórnarmanna á
Suðurnesjum með það afskiptaleysi
sem þeir telja sig mæta af hálfu
ríkisvaldsins. Íbúum á Suðurnesjum
hefur fjölgað um 30,8% síðan 2013.
Telja sveitarstjórnarmenn þar
óhæft að fjárveitingar til innviða
samfélagsins, til að mynda heilsu-
gæslu, hafi ekki verið auknar í sam-
ræmi við þetta. Á sama tíma fái aðr-
ir landshlutar hækkun framlaga
þótt fólki þar fækki. »14
Telja fordæmalausri
fjölgun ekki mætt
Baldvin Már Hermannsson, for-
stjóri flugfélagsins Atlanta, segir að
það hafi verið gríðarlegt högg fyrir
félagið að þurfa að greiða jafnvirði
næstum eins milljarðs króna í skatt
í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Þrátt
fyrir það hafi rekstur félagsins
gengið vel á síðasta ári. Atlanta
hefur starfað í Sádi-Arabíu í 25 ár
og allan þann tíma hafa engir skatt-
ar verið lagðir á.
„Við mættum ýmsum áskorunum
á árinu 2019 og ein sú stærsta var
að við borguðum í fyrsta skipti
vörsluskatta í Sádi-Arabíu, en þeir
hafa aldrei fyrirfundist þar áður og
enginn tvísköttunarsamningur. Það
er gríðarlegt högg fyrir okkur að
horfa nú á eftir fimm prósentum af
afkomunni verða eftir í konung-
dæminu en koma ekki inn í rekst-
urinn.“
Flugu umtalsvert meira
Hann segir að þrátt fyrir þetta
hafi félaginu tekist að fljúga um-
talsvert meira en gert var ráð fyrir
á síðasta ári. „Þannig að rekstrar-
niðurstaða ársins verður góð,“ segir
Baldvin í ViðskiptaMogganum.
Skattur í Sádi-Arabíu
högg fyrir Atlanta
Félagsmenn í Félagi flugumferðar-
stjóra samþykktu verkfallsaðgerðir
á fundi síðastliðinn sunnudag. Kári
Örn Óskarsson, formaður félagsins,
segir í samtali við Morgunblaðið að
144 hafi verið á kjörskrá og 122 hafi
greitt atkvæði. 96% þeirra sem
greiddu atkvæði kusu með verkfalls-
aðgerðum.
Samningar félagsins hafa verið
lausir síðan 31. desember 2018. Kári
segir að síðan þá hafi félagið fundað
með Isavia og átt fundi hjá ríkis-
sáttasemjara síðan í apríl á síðasta
ári. Kári segir að bókaður sé fundur
hjá ríkissáttasemja í dag, miðviku-
dag, og er vongóður um að árangur
náist þar. „Samningar eru á við-
kvæmu stigi og við viljum klára
þetta við samningaborðið.“
Morgunblaðið/Ernir
Deila Flugumferðarstjórar eiga
fund í dag hjá ríkissáttasemjara.
Verkfalls-
aðgerðir
samþykktar
Ísland mætir Ungverjalandi á EM
karla í handknattleik klukkan 17:15
í Malmö í dag. Ísland hefur þegar
tryggt sér sæti í milliriðli II, en enn
á eftir að koma í ljós hvort Ung-
verjaland eða Danmörk fylgir okk-
ar mönnum. Með sigri í dag tekur
Ísland tvö stig með sér í millirið-
ilinn og þá fara Danir áfram, takist
þeim að sigra Rússa.
Fyrir gærdaginn höfðu Noregur
og Portúgal þegar tryggt sér sæti í
milliriðli Íslands og Slóvenía og Sví-
þjóð bættust við í gær. Noregur og
Slóvenía taka tvö stig með sér í rið-
ilinn en Svíþjóð og Portúgal byrja
án stiga. Tvö efstu lið milliriðilsins
fara áfram í undanúrslit.
Línur eru því farnar að skýrast
og á aðeins eftir að koma í ljós
hversu mörg stig Ísland tekur með
sér í milliriðil og hvort Danir eða
Ungverjar koma með.
Milliriðill Íslands:
Noregur
Slóvenía
Ísland
Svíþjóð
Portúgal
Danmörk eða Ungverjaland.
Óvissa um stigin í milliriðlinum
Ísland mætir Noregi, Svíþjóð, Slóveníu og Portúgal
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Handbolti Strákarnir okkar leika
gegn Ungverjum í Malmö í dag.