Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
Mamma kenndi
okkur systkinunum
faðirvorið. Ég var lík-
lega of ungur til að
skilja bænina nógu vel
og hélt í fyrstu að það
hefði eitthvað með
árstíðirnar að gera;
kæmi líklega á undan
eða eftir hinu eigin-
lega vori. Velti líka
fyrir mér hvort einnig
væri til faðirsumar. Vitanlega tókst
mér að læra faðirvorið eins og öllum
öðrum en varla get ég sagt að ég
hafi skilið bænina almennilega þótt
ég gæti þulið hana reiprennandi.
Þetta var nú undirstaðan að krist-
inni uppfræðslu í þá daga í viðbót
við biblíusögurnar, sem þá voru
kenndar í barnaskólunum.
Trúmál og kirkjan hafa verið mik-
ið í umræðunni að undanförnu.
Þeim landsmönnum fjölgar sem
sagt hafa sig úr þjóðkirkjunni. Mik-
ið er talað um aðskilnað ríkis og
kirkju. Prestar eru ekki lengur
embættismenn ríkisins og verða að
sætta sig við að vera bara þjónar
kirkjunnar. Ýmis önnur trúarbrögð
hafa skotið upp koll-
inum og ýmsum nýjum
söfnuðum hefir fjölgað í
landinu. Þjóðkirkjan á í
vök að verjast.
Svipaða sögu má
segja frá öðrum lönd-
um. Alls kyns hneyksli,
aðallega kynferðisleg,
hafa hrjáð kirkjur hins
vestræna heims og því
fólki fækkar stöðugt
sem sækir messur og
aðrar trúarathafnir.
Sér í lagi er það unga
kynslóðin sem virðist hafa lítinn
áhuga á hinni hefðbundnu kristnu
trú. Það virðist vera svo margt ann-
að sem situr í fyrirrúmi. Tölvumál
og samfélagsmiðlar standa þar upp
úr.
Það er erfitt að spá í það hvort og
hvenær kirkjur heimsins rétti úr
kútnum og söfnuðir dafni á ný. Ef-
laust þarf að endurskoða kirkju-
málin og færa í nútímalegra horf.
Ekki er ég fær um að sjá fyrir hvað
gæti hjálpað til þess að styrkja
kirkjurnar og auka áhuga almenn-
ings á starfi þeirra en ég er með
pínulitla tillögu sem ef til vill gæti
hjálpað örlítið. Ég legg til að faðir-
vorið verði endurbætt og gert auð-
skiljanlegra, sér í lagi fyrir börnin,
sem eiga eftir að vaxa úr grasi og
verða safnaðarmeðlimir kirkna í
framtíðinni.
Þegar séra Halldór heitinn bróðir
minn gaf út bókina „Tákn og undur“
1990 var í henni heill kafli um faðir
vor, sem ég las með athygli. Halldór
kallaði bænina faðir vor, en ekki
faðirvor eins og tíðkast. Þegar um
það er hugsað, þá er það fáránlegt
að kalla þessa bæn faðirvorið og
ekki að undra að litlir krakkar haldi
að hún hafi eitthvað með árstíðirnar
að gera. Á ensku heitir bænin
„Lords prayer“ og Drottinn er þar
þéraður eins og vera ber.
„Faðir vor bænin er æðsta og
bezta bænin, sem kristin trú á ...“
segir Halldór í áðurnefndri bók, þar
sem hann rekur allar greinar henn-
ar og útskýrir. Meðal annars fettir
hann fingur út í kaflann um að fá
fyrirgefningu á skuldunum og að við
fyrirgefum okkar skuldunautum.
Segist hann hafa tekið eftir því að
börn og unglingar eigi erfitt með að
skilja þetta skuldatal. Hann segir
postulann Lúkas, í sinni útgáfu
bænarinnar, nota orðið synd í stað
skuldar og líkar honum það betur
og telur að því mætti breyta. Þá
yrði sagt: „Fyrirgefið syndir okkar
sem og við fyrirgefum þeim, sem
syndga gegn okkur.“
En Halldór finnur ekkert að því
að í faðirvorinu okkar sé Drottinn
þúaður en biðjandinn þéri sjálfan
sig. Það finnst mér aftur á móti
ótækt. Þéringar eru vissulega næst-
um horfnar á Íslandi, þótt við þér-
um enn embættismenn, biskupa,
ráðherra og þjóðarleiðtoga. Samt
þúum við Guð í faðirvorinu. Í flest-
um útgáfum bænarinnar úti í heimi
er Guð ávallt þéraður en biðjandinn
þúar sjálfan sig. Sá sem þýddi bæn-
ina á íslensku á 13. öld ákvað að
sýna Guði sínum minni virðingu en
sér sjálfum.
Ekki býst ég við að það verði auð-
velt mál að fá faðirvorinu breytt.
Það er í sinni núverandi mynd kom-
ið inn í haus flestra landsmanna og
líklega eru þeir ekki spenntir fyrir
því að þurfa að læra það upp á nýtt.
En ég verð að segja að ef skuld-
unum væri breytt í syndir og Guð
þéraður myndi bænin batna mikið
að mínu mati.
Þrátt fyrir minnkandi messu-
áhuga um heim allan er almenn
kirkjusókn töluvert meiri hér í Am-
eríku en á Fróni. Íslendingar flykkj-
ast þó í kirkjur á jólum og páskum
og svo náttúrlega við jarðarfarir.
En þá er verið að heiðra hinn fram-
liðna frekar en Drottin.
Fyrir nokkrum árum, þegar ég
var í heimsókn á ættlandinu, brá ég
mér í kirkju einn sunnudags-
morgun. Messugestir voru 16, ég
meðtalinn. Tveir prestar þjónuðu;
annar var í heimsókn utan af landi.
Svo voru 13 manns í kórnum og með
organleikaranum og prestunum
voru þau jafnmörg og messugest-
irnir. Eftir á var okkur boðið að
ganga til altaris. Tók ég því fegins
hendi og hugsaði að gott væri að fá
syndaaflausn ásamt sopa af messu-
víni en presturinn dýfði bara oblát-
unni í bikarinn áður en hann setti
hana á tungu mér. Síðan tóku prest-
arnir hvor annan til altaris með
pomp og prakt og kláruðu vínið úr
kaleiknum.
Eftir Þóri S.
Gröndal
Þórir S. Gröndal
»Ef við þérum í
hástert biskupa,
ráðherra og þjóðar-
leiðtoga, hví skyldum
við þá þúa Drottin?
Höfundur er fyrrverandi
sjávardýrasali í Ameríku.
Faðirvorið eða sumarið
Í Staksteinum
Morgunblaðsins 13.
janúar sl. var fjallað
um embætti umboðs-
manns skuldara og tel
ég nauðsynlegt að leið-
rétta ýmis atriði er
komu þar fram.
Í fyrsta lagi má telja
það eðlilega þróun að
færri leiti til embætt-
isins en áður. Má
benda á að á síðasta ári bárust emb-
ættinu 1125 umsóknir þar af 65%
yngri en 40 ára. Til samanburðar má
nefna að á árinu 2011 bárust 3.166
umsóknir. Embættið var stofnað ár-
ið 2010 en var byggt á grunni Ráð-
gjafarstofu um fjármál heimilanna
sem sett var á laggirnar árið 1996.
Margir leituðu aðstoðar í kjölfar
bankahrunsins en eins og áður hefur
komið fram í fjölmiðlum hefur sá
hópur sem leitar sér aðstoðar vegna
greiðsluerfiðleika breyst töluvert.
Færri fasteignaeigendur, yngra fólk
og oft vegna skyndilána.
Stofnunin ekki fjármögnuð af
skattgreiðendum
Í öðru lagi skal leiðrétt sú fullyrð-
ing að skattgreiðendur greiði kostn-
að af rekstri embættisins. Þetta er
beinlínis rangt þar sem gjaldskyldir
aðilar (fjármálafyr-
irtæki, Íbúðalánasjóð-
ur, lífeyrissjóðir og vá-
tryggingafélög) standa
straum af kostnaði en
ekki skattgreiðendur.
Hefur þetta fyrir-
komulag verið frá
stofnun embættisins.
Starfseminni hefur ver-
ið hagrætt eftir rekstri
og mikil áhersla verið
lögð á að fara vel með
það fé sem hefur verið
veitt til rekstrarins. Hefur fækkun
starfsmanna verið stór liður í því og
eru starfandi í dag 17 starfsmenn í
15,8 stöðugildum. Þegar embættið
var sem stærst árið 2012 voru 100
starfsmenn og kynjahlutfallið 77%
konur og 23% karlar.
Að lokum skal benda á þá stað-
reynd að mikilvægt er að í velferð-
arsamfélagi sé til staðar ókeypis að-
stoð fyrir einstaklinga og fjölskyldur
sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Sú
aðstoð hefur verið til á Íslandi í 24 ár
og tel ég mikilvægt að hún sé til
staðar.
Eftir Ástu S.
Helgadóttur
Ásta S. Helgadóttir
»… má telja það eðlilega
þróun að færri leiti til
embættisins en áður.
Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Rangfærslur um um-
boðsmann skuldara
6 rétta leyndarmáls
matseðill Matarkjallarans
7.990 kr. á mann með fordrykk
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
TILBOÐ
Sunnudaga – miðvikdaga í janúar
SMÁRALIND – KRINGLAN