Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 2

Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stórfjölgun læknismeðferða erlendis  Fjölgun umsókna og auknar endurgreiðslur vegna langra biðlista  43 milljónir fyrstu átta mánuðina á síðasta ári Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sífellt fleiri Íslendingar leita sér læknismeðferðar erlendis vegna langra biðlista eftir aðgerðum hér á landi og hafa greiðslur vegna þeirra stóraukist. Endurgreiðslur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á fyrstu átta mánuðum síðasta árs voru álíka miklar og á öllu árinu þar á undan. Fram kemur í svari SÍ til Morgunblaðsins um end- urgreiðslur vegna lækniskostnaðar erlendis að þær námu rúmum 43 milljónum á fyrstu átta mánuðum seinasta árs en voru 43,8 milljónir á árinu á undan. Árið 2017 voru greidd- ar út tæpar 26 milljónir króna til sjúk- linga sem þurftu að leita sér lækn- ismeðferðar erlendis í kjölfar þriggja mánaða biðar hér heima þar sem talið var að bið eftir nauðsynlegri meðferð væri óviðunandi af læknisfræðilegum ástæðum. 329 umsóknir frá 2015 Afgreidd voru alls 32 mál á tíma- bilinu janúar til ágústloka í fyrra en 26 mál á öllu árinu 2018. Aðeins voru fjögur slík mál afgreidd árið 2016 og þrjú 2015. Umsóknum hefur stórfjölgað. Frá 2015 hafa SÍ borist 329 umsóknir um endurgreiðslur vegna læknismeð- ferðar erlendis eftir langa bið á bið- listum hér. Þær voru 145 á fyrstu átta mánuðunum í fyrra, aldrei verið fleiri innan eins árs. Heilbrigðiskerfi Aðsetur Sjúkra- trygginga Íslands er í Grafarholti. Endurgreiðslur vegna lækniskostnaðar erlendis 50 40 30 20 10 0 150 120 90 60 30 0 Endurgreiðslur, m.kr. Fjöldi umsókna Fjöldi greiddra mála *Tölur fyrir 2019 eru frá jan. til ágúst Heimild: Sjúkratryggingar Íslands 2015 2016 2017 2018 2019* 7,8 6,0 26,0 43,9 43,2 Milljónir króna Fjöldi 145 32 jan.- ágúst Það var strekkingsvindur að norðan á Lauga- veginum í gærkvöldi þegar þessar ungu konur voru þar á ferð og eins gott að halda fast um höfuðfötin svo þau færu ekki á flug. Það er ekkert vorveður í kortunum enda janúar rétt hálfnaður og aðalvetrartíminn eftir. Áfram verður kalt í veðri næstu daga, frost 0-4 stig, og snýst í austanátt með nokkrum vindi. Enn er gul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu eins og víðar á landinu. Verst er veðrið á Norður- landi og Vestfjörðum og verður svo eitthvað áfram. Vetrarveður í höfuðborginni Morgunblaðið/Eggert Rok í Reykjavík Um 400 börn eru sótt eftir klukkan 16.30 úr leikskól- um borgarinnar á hverjum degi en það mun nú breytast. Meirihluti skóla- og frí- stundaráðs Reykjavíkur- borgar samþykkti í gær að stytta starfstíma leikskóla þannig að þeir verði opnaðir klukkan 7.30 og lokað klukkan 16.30. Þessi breyting á að taka gildi 1. apríl. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins mótmæltu þessari ákvörðun og lögðu fram tillögu um sveigjanlegri viðverutíma barna á leikskólum og starfsfólks leikskólanna. Marta Guðjónsdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki sé nóg með að breytingin komi niður á fjölda fólks heldur sé for- eldrum einnig gefinn of skammur tími til að gera aðrar ráðstafanir. „Ég held að þetta komi sérstaklega niður á þeim foreldrum sem hafa ekki sveigjanlegan vinnutíma eða geta ráðið sínum vinnutíma sjálfir. Sömu- leiðis er hætt við því að styttingin leiði til kynjahalla á kostnað kvenna.“ ragnhildur@mbl.is Stytting gæti valdið kynjahalla  Daglegur starfs- tími leikskóla styttur Marta Guðjónsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Heildstæð endurskoðun kosninga- laga, úrbætur í heilbrigðiskerfinu, samgönguáætlun, fjármálaáætlun og fleira eru á meðal þeirra stóru verkefna sem Alþingi stendur frammi fyrir á komandi vikum og mánuðum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði með þingflokks- formönnum í gær og segir að þing- menn virðist hafa komið vel undan jólum. Þinghald hefst að nýju næst- komandi mánudag. Samgönguáætlun og heilbrigðis- kerfið verða með stærstu málum þingsins, að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Það verður mikil umræða um heilbrigðiskerfið okkar og þann van- búnað sem það býr við,“ segir Logi. Hann segir að flokkana greini á um það hvernig fjármagna eigi sam- gönguáætlun og á þessu þingi sé einnig mikilvægt að taka sjávar- útvegsmálin og auðlindaákvæðið föstum tökum. Logi telur að umræðan á þessu þingi verði tengdari gildum flokk- anna en áður. „Nú fer að líða að kosningum og þá fara flokkarnir að sýna fyrir hvað þeir standa. Ríkisstjórnin mun ekki komast áfram upp með að tefla bara fram lægsta samnefnara, sem er af- leiðing þess að það eru ólíkir flokkar í stjórn, og mun þurfa að sýna sitt rétta andlit.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Miðflokksins, segir að mörg mál verði umdeild, helst þá heilbrigðis- og velferðarmál og fjár- málaáætlun. Gunnar segir að hún muni líklega ekki gera ráð fyrir skattalækkunum eða ívilnunum fyr- ir atvinnulífið. Hann telur einnig að lítill friður verði um stefnu umhverfisráðherra þar sem hann boði að „umhverfisvæn orka á Ís- landi verði ekki nýtt til fulls“ og einnig stefnu hans um miðhálend- isþjóðgarð. Ríkisstjórnin þurfi að „sýna sitt rétta andlit“ á Alþingi  Heilbrigðismál og samgöngumál líklega í brennidepli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.