Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 4

Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 Þó að samgöngur á landi hafi legið niðri hafa þær stundir komið vestra síðustu daga að hægt hefur verið að sækja sjó. Afli sem seldur var á markaði er því tilbúinn til flutnings suður og má ekki orðið tæpara standa með tilliti til geymsluþols. Þá eru afurðir farnar að safnast upp í fiskvinnslustöðvum á svæðinu og er nú orðið aðkallandi að koma þeim á flutning. Ísafjörður er miðpunkturinn á norðanverðum Vestfjörðum og voru leiðir þaðan til næstu bæjar ófærar í gær. Snjóflóð féll á Eyrarhlíð síð- degis og því lokaðist leiðin út í Hnífsdal og Bolungarvík. Sömuleiðis var lokað suður á bóginn, svo sem til Suðureyrar og Flateyrar. Fyrirtækjum lokað Vegna snjóflóðahættu var starfs- mönnum nokkurra fyrirtækja við Skutulsfjarðarbraut á Ísafjarðar ráðið frá því að vera á vinnustað í gær. Eins var sorpmóttakan í Engi- dal lokuð. „Við fylgjumst grannt með stöð- unni sem nú kallast óvissustig. Sam- kvæmt því má búast við snjó- flóðum,“ sagði Harpa Grímsdóttir á ofanflóðavakt veðurstofunnar á Ísa- firði. Hún segir mörg ár síðan lang- varandi óveðurskaflar eins og nú hafi verið fyrir vestan, en snjóflóð lítil sem stór komi á hverjum vetri. Vöruskortur og vandi í vetrarríkinu  Hryðjur og þræsingur á norðanverðum Vestfjörðum  Snjóflóð og óvissustig  Fylgjast grannt með stöðunni  Samgöngur hafa farið úr skorðum  Flutningabílarnir fara aftur af stað í dag Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mokstur Mikinn snjó hefur dregið í skafla á Ísafirði og síðdegis í gær var verið að moka bílastæðin fyrir framan hús framhaldsskólans á Torfnesi. Nettó Kristján verslunarstjóri með það litla sem eftir er af kjötinu. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þræsingur af norðaustri með nokk- urri snjókomu gekk yfir á norðan- verðum Vestfjörður í gær. Hryðjur gengu yfir og vegir voru víðast ófærir. Landleiðin vestur er ófær og snjóflóðahætta til staðar, svo sem á Ísafirði og Súðavíkurhlíð. Þar sem samgöngur liggja niðri ber núorðið á vöruskorti í matvöruverslunum á svæðinu. Vænst er þó að úr rætist á morgun; að veður skáni og sam- göngur komist í horf. Kaupa kjúklinga „Í nokkrum tegundum erum við að nálgast vöruskort. Ferskar kjöt- vörur eru búnar að mestu. Við feng- um hins vegar góðan skammt af kjúklingum fyrir helgina og við- skiptavinir kaupa þá ef þeir vilja nýtt kjöt. Við erum hins vegar vel sett með mjólk og slíkar afurðir og búum að sendingum frá Örnu í Bolungarvík. Nýmjólkin sem núna er hér í kælinum er laktósafrí,“ sagði Kristján Kristjánsson, versl- unarstjóri hjá Nettó á Ísafirði, í samtali við Morgunblaðið. Flutningabílar komist af stað í dag „Ástandið er ferlegt og langt síðan við höfum lent í svona ófærð marga daga í röð. Að einn dagur detti út eins og stundum gerist er ekki stór- mál en þetta er öllu verra,“ sagði Hafþór Halldórsson, svæðisstjóri Eimskips á Ísafirði. Vöruflutningar til og frá norðanverðum Vest- fjörðum hafa legið niðri síðan á laugardag, en þá tókst bílstjórum að brjótast vestur í ófærð og leiðindum. Síðdegis í gær var þess vænst að leiðin suður myndi opnast um miðj- an dag í dag og þá ætlaði Hafþór að senda fjóra flutningabíla suður og að sunnan kæmu þrír bílar. Gangi allt eftir yrðu þeir þá komnir hvor í sinn áfangastaðinn undir kvöld og vörur til viðtakenda á fimmtudagsmorgun. Akranes, nýtt flutningaskip Smyril Line, kom í fyrsta skipti til heima- hafnar sinnar, Þorlákshafnar, í gær- morgun. Skipið verður í siglingum á milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Fær- eyjum. Það er 10 þúsund tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið siglir á 20 mílna hraða. Fyrir rekur Smyril Line farþega- ferjuna Norrænu og vöruflutninga- ferjuna Mykines. Síðarnefnda skipið er í föstum siglingum hingað til lands frá Rotterdam. Þorlákshöfn þykir hentugur stað- ur fyrir flutninga á milli Íslands og meginlands Evrópu þar sem um átta klukkustundir sparast með því að þurfa ekki að sigla fyrir Reykjanesið hvora leið. Sérstaklega hefur leiðin verið vinsæl fyrir flutning á ferskum fiski héðan, farið er á miðnætti á föstudögum og dreifing getur hafist á fiskinum um alla Evrópu á þriðju- dagsmorgni. Með siglingum til Hirtshals styttist flutningatími á milli Skandinavíu og Íslands, sem minnkar lagerhald og fjárbindingu innflytjenda. Fram kom í samtali við Lindu Björk Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line, hér í blaðinu í desember að mikilvægt væri að áframhaldandi þróun yrði á höfninni í Þorlákshöfn. Hana þyrfti að stækka. Ljósmynd/Smyril Line Akranes Nýtt flutningaskip, Smyril Line, kom til Þorlákshafnar í gær. Akranes til Þorláks- hafnar í fyrsta sinn „Leiðir í báðar áttir héðan eru lokaðar og þorpið því ein- angrað,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík. Hann vekur athygli á því að staðan í samgöngu- málum kauptúnsins nú sé um margt sambærileg því sem var 16. janúar 1995, þegar snjóflóð féll á Súðavík og 14 manns létust. Þá var vegurinn frá Ísafirði ófær svo að björgunarlið kom sjóleiðina í kauptúnið. „Okkur eru von- brigði að jarðgöng í gegnum fjöllin milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar skuli ekki vera á þeirri samgönguáætlun til næstu ára sem nú liggur fyrir. Allir landsmenn eiga rétt á því að búa við mannsæmandi aðstæður og sam- göngur eru hluti af því,“ segir Bragi. Þess má geta að jarðgangamál voru til umfjöllunar á vettvangi Fjórð- ungssambands Vestfjarða síðasta haust. Þar komu fram vonbrigði sveitar- stjórnarmanna með að þunginn í jarðgangaframkvæmdum næstu árin skyldi verða á Austurlandi, á meðan brýn verkefni af sama meiði vestra þyrftu að bíða áfram. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingar, lagði einnig nýlega fram þingsályktunartillögu um Álftafjarðargöng. Eins og venjan er 16. janúar verður Súðavíkurkirkja opin á morgun fyrir þá sem þar vilja minnast þeirra sem létust í snjóflóðinu fyrir aldarfjórð- ungi. Sagt verður nánar frá náttúruhamförunum í Súðavík árið 1995 í Morgunblaðinu á morgun. Sama staða og fyrir 25 árum SAMGÖNGUR VIÐ SÚÐAVÍK ERU ERFIÐAR Bragi Þór Thoroddsen Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Lokunarpóstur Ófært var í gærdag frá Ísafirði fyrir Arnarnes og um Súðavíkurhlíð inn í Djúp. Einu raunhæfu úrbæturnar eru jarðgöng, sem ekki eru í augsýn. Fagleg þjónusta fyrir fólk í framkvæmdum www.flugger.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.