Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
F á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í kF á k a f e n i 9 1 0 8 R e y k j a v í k
ÚT
SAL
AN
ER
HA
FIN
3 0 - 7 0 %
A f s l á t t u r
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð
og framleidd í Svíþjóð.
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Biskup Íslands hefur skipað sr. Sig-
rúnu Óskarsdóttur sem fangaprest
þjóðkirkjunnar. Hún er fyrsta konan
sem gegnir því starfi en áður hafa
þrír karlar sinnt
því. Sérstakt
fangaprestsemb-
ætti var sett á
laggirnar um ára-
mótin 1970. Síðast
gegndi embættinu
sr. Hreinn Há-
konarson.
Starf fanga-
prests var auglýst
laust til umsóknar
fyrir nokkru og sóttu átta um. Um-
sóknir fóru til matsnefndar, svo sem
reglur gera ráð fyrir, og skilaði hún
niðurstöðu sinni til biskups, að því er
fram kemur á heimasíðu kirkjunnar.
Sr. Sigrún Óskarsdóttir fæddist í
Reykjavík árið 1965. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Laugarvatni 1985 og guðfræðiprófi
frá Háskóla Íslands 1991. Síðar lauk
hún sálgæslunámi í Ósló.
Sr. Sigrún var vígð árið 1991 til
Laugarnessprestakalls sem aðstoðar-
prestur og leysti af sem sjúkrahús-
prestur á Landspítalanum um hríð.
Þá var hún framkvæmdastjóri Æsku-
lýðssambands kirkjunnar í Reykja-
víkurprófastsdæmum frá 1994-1995.
Hún var prestur í norsku kirkjunni
1996-1997 og síðan ráðin sem prestur
íslenska safnaðarins í Ósló frá 1997 til
2001. Síðan var hún skipuð prestur í
Árbæjarsókn í Reykjavík árið 2001
og lét af þeim störfum árið 2015. Þá
rak hún um skeið ásamt öðrum sæl-
keraverslun á Selfossi, Fjallkonuna,
en verslunin seldi meðal annars mat-
vöru beint frá býli. Undanfarin ár
hefur hún verið starfsmaður Útfar-
arstofu kirkjugarðanna. Eiginmaður
hennar er Einar Már Magnússon
byggingatæknifræðingur. sisi@mbl.is
Fyrsta konan í
starf fangaprests
Séra Sigrún Óskarsdóttir skipuð
Sigrún
Óskarsdóttir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Komum fiskiskipa í hafnir Faxaflóa-
hafna, í Reykjavík og á Akranesi,
hefur farið fækkandi undanfarin ár
og í fyrra voru þær færri en nokkru
sinni fyrr í sögunni.
Samkvæmt yfirliti á heimasíðu
Faxaflóahafna sf. voru komur fiski-
skipa í fyrra 331 í samanburði við 449
komur árið 2018. Er fækkunin 26%.
Árið 2010 voru skipakomur 754 og er
því um 56% fækkun að ræða síðasta
áratuginn.
Þessar tölur vekja athygli því í
Reykjavík eru nokkur öflug út-
gerðarfyrirtæki með starfsemi sína.
„Það eru nokkrar samverkandi
ástæður fyrir því að komum fiski-
skipa fækkaði í fyrra,“ segir Gísli
Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóhafna.
Fyrst nefnir hann breytingar á skipa-
stól. Skip hafi verið seld og öðrum
flaggað til Grænlands. Einum togara
hafi verið lagt, Sturlaugi H. Böðvars-
syni. Síðan hafi millilandanir fyrir
vestan og norðan haft einhver áhrif á
komur skipa til Reykjavíkur. Fisk-
kaup, sem gera út Kristrúnu RE, hafi
að mestu landað fyrir norðan og flutt
fiskinn landleiðina í vinnslu.
„Síðan hafa nokkrir smærri báta
ekki skilað sér til okkar, m.a. þar sem
ekki hefur verið veiddur humar í
Faxaflóa a.m.k. 2019. Að ógleymdu
loðnuleysi, sem þýðir að uppsjávar-
skipin hafa ekki verið að veiðum hér
vestanlands,“ segir Gísli.
Fækkar í skipastólnum
Hann bætir því við að þetta séu
reyndar óvenju miklar breytingar á
stuttum tíma og spurning hvernig
þróunin verði á næstu misserum.
Ekki líti vel út með loðnuveiðar á
næstunni.
Til lengri tíma litið bendir Gísli á
að eftirtalin skip hafi horfið úr skip-
stól Reykvíkinga án þess að önnur
hafi komið í staðinn: Ásbjörn, Ing-
unn, Ottó N. Þorláksson, Sturlaugur
H. Böðvarsson (nú Mars), Þerney og
Brimnes. Þá hafi Venus aðeins komið
tvisvar í höfn í fyrra og Víkingur
þrisvar.
Fram kemur á heimasíðunni að á
árinu 2019 komu samtals 1.378 skip
til Faxaflóahafna. Er það fækkun um
97 skipakomur milli ára, eða rúmlega
7%. Mest fjölgaði komum farþega-
skipa á árinu 2019, eða um rúmlega
25%. Tankskip komu 10% oftar og
flutningaskip 3% oftar. Hins vegar
fækkaði mest í komum annarra skipa
(þ.e. skúta, snekkja og skipa sem
flokkast ekki undir ofangreindar teg-
undir), eða um rúmlega 49%. Komum
rannsóknar- og varðskipa fækkaði
um 27%.
Samanlögð stærð skipa sem komu
til Faxaflóahafna árið 2018 var
12.143.107 brúttótonn. Hins vegar
var heildarstærðin komin upp í
13.592.129 brúttótonn árið 2019. Hér
munar mestu um að stórum
skemmtiferðaskipum hefur fjölgað
mikið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppskipun Áhugasamir áhorfendur á Þúfunni fylgjast með löndun afla úr skipi Brims við Norðurgarð á Granda.
Löndunum fiskiskipa
hefur stórfækkað
Komur fiskiskipa til Faxaflóahafna voru 331 í fyrra
Ákvæði um keðjuábyrgð sem sporna
á við mögulegri misnotkun á vinnu-
afli hér á landi hefur verið innleitt í
lög um opinber innkaup, en það er
þáttur í aðgerðum stjórnvalda til að
vinna gegn félagslegum undirboðum
og brotum á vinnumarkaði.
Samkvæmt upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu hafa jafnframt ver-
ið unnar leiðbeiningar, þar sem
fjallað er um keðjuábyrgð og hvern-
ig verktakar og opinberir aðilar geti
uppfyllt lagalegar skyldur sem
stuðla að ábyrgum vinnumarkaði á
Íslandi.
Hið nýja ákvæði um keðjuábyrgð
á einnig að koma í veg fyrir undirboð
og óeðlilega samkeppnishætti á
vinnumarkaði. Það er sagt í sam-
ræmi við stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar þar sem lýst er yfir
vilja til að vinna með aðilum vinnu-
markaðarins að ábyrgum vinnu-
markaði.
Keðjuábyrgðin snýr fyrst og
fremst að verklegum framkvæmd-
um. Hún felur í sér að aðalverktaka
er gert skylt að tryggja og bera
ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort
sem um ræðir starfsmenn hans,
undirverktaka eða starfsmanna-
leigna, sem koma að framkvæmd
samnings fái laun, starfskjör,
sjúkra- og slysatryggingar og önnur
réttindi í samræmi við gildandi
kjarasamninga og lög hverju sinni.
Opinberum aðila sem kaupanda
ber skylda til að gera grein fyrir
ábyrgð aðalverktaka í útboðs-
gögnum. Honum er einnig heimilt,
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum,
að greiða vangoldnar verktaka-
greiðslur til undirverktaka og ann-
arra starfsmanna, sem svara til
launatengdra greiðslna, á kostnað
aðalverktaka, standi hann ekki í skil-
um með greiðslur.
Spornað gegn mis-
notkun á vinnuafli
Ákvæði um keðjuábyrgð komið í lög
Morgunblaðið/Kristinn
Vinnumarkaður Sporna á gegn
misnotkun á vinnuafli hér á landi.