Morgunblaðið - 15.01.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 15.01.2020, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020 ✝ VilhjálmurHúnfjörð Vil- hjálmsson, alltaf kallaður Villi, fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 23. september 1962. Hann lést á Land- spítalanum 1. jan- úar 2020. For- eldrar hans voru Sigurbjörg Lár- usdóttir og Vil- hjálmur Húnfjörð Jósteinsson. Þau festu ráð sitt í Hafnarfirði og þar ólst Villi upp með systk- inum sínum, Lárusi, Kristjáni, Emilíu og Jósep. Kristínar og fjölskyldna þeirra. Vilhjálmur stundaði nám í Víðistaðaskóla og lauk þaðan grunnskólaprófi. Hann lagði stund á nám í málaraiðn og lauk sveinsprófi undir handleiðslu Þorbergs Friðrikssonar, mál- arameistara í Keflavík. Meist- araréttindi hlaut hann árið 1988. Hann stofnaði síðan eigið fyrirtæki undir eigin nafni sem sá um viðhald á byggingum og öðrum mannvirkjum. Sonur hans, Vilhjálmur yngri, fetaði í fótspor föður síns og hafa þeir og Elma, eiginkona Vilhjálms eldri, rekið fyrirtækið saman í áravís. Vilhjálmur var mikið fyrir stangveiði og stundaði hana mikið með bræðrum sínum, vin- um og eiginkonu. Útför hans fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 15. janúar 2020, klukkan 13. Vilhjálmur eign- aðist Vilhjálm, Guð- björgu Lindu, Emelíu Jennu og Sigurjón Baltasar með fyrrverandi sambýliskonu sinni og voru dætur Vil- hjálms yngri þær Alexandra Rós, Rósa María og Em- ilía Rós honum mik- ið yndi. Þann 27. júní árið 2015 gekk Vilhjálmur að eiga æskuástina sína Elmu Björk Diego. Varð hann góður faðir og vinur dætra hennar, Aldísar, Brynhildar og Elsku Villi minn, þetta átti aldrei að fara svona. Við vorum á allt annarri vegferð í lífinu. Það var svo gott að vera konan þín, auðvelt og gaman að búa með þér. Við elskuðum og virtum hvort annað, nutum þess að vera saman og oft voru orð óþörf því augna- ráðið var nóg. Góðhjartaður, þolinmóður, já- kvæður og blíður eru orðin sem lýsa þér. Svo vandaður maður og hrókur alls fagnaðar. Þú varst góður pabbi og elskaðir börnin þín svo heitt. Þú áttir líka pláss í hjartanu þínu fyrir börnin mín, reyndist þeim öllum svo vel, og fyrir það verð ég þér alltaf þakklát. Afa- hlutverkið gaf þér gleði, enda elskuðu barnabörnin okkar afa sinn af öllu hjarta. Takk Villi, elsku sálufélagi minn, fyrir öll okkar yndislegu ár. Hjartað mitt er hjá þér. Ég kveð þig með setningu úr einu af uppá- halds Bubba-lögunum okkar, setningunni sem við sögðum svo oft hvort við annað: „Ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar.“ Þín Elma. Ég man vel augnablikið þegar þú komst í heiminn. Ég man vel klingjandi hláturinn þinn og glampann í augunum. Ég man vel hvað þú varst góður við dýrin, við systkini þín og ömmu og við hana mömmu þína. Ég man vel hvað þú varst hjartahlýr við alla, hvað þú elskaðir börnin þín mikið og hvað þú varst vinmargur. Nú ertu, Villi minn, farinn í Sumarlandið og ég tla að muna eftir fallega brosinu þínu þangað til ég hitti þig þar. Bless, elsku drengurinn minn. Eftir þér sé ég með söknuði sviði um huga fer. Andi minn greinir ófyllt skarð eftir á foldu hér. Samt veit ég hjarta harmslegnu huggun nóga í því, að aftur við finnumst á feginsdegi og fögnum þá saman á ný. (Höf. Úlfur Ragnarsson) Þín mamma. Það er sárt að horfa á eftir Villa bróður yfir móðuna miklu. Við vildum eiga miklu meiri tíma með honum því hann var okkur systk- inunum mikill félagi og vinur. En krabbinn er illvígur óvinur og hafði betur í þessari rimmu. Við systkinin fimm höfum gengið í gegnum súrt og sœtt. Við brœðurnir þrír, Villi, Lalli og Krissi, áttum skemmtileg œskuár í Hafnarfirði. Farnar voru rann- sóknarferðir í Hellisgerði, vaðið í Lœknum og hlaupið undan hamravillingum í Hamrinum. Oft- ar en ekki dró Villi okkur brœðurna til að veiða síli í Hval- eyrarvatni og kola í höfninni. Stundum átti Villi það til að vera heldur kappsamur, detta í Lœkinn eða fljúga fram af kletti og koma blautur heim eða enda á slysa- varðstofunni en hœtti samt aldrei að láta sér detta í hug eitthvað frumlegt og skemmtilegt. Við brœður áttum einnig góða tíma þegar við vorum í sveit í Lund- arreykjadalnum og á Barða- strönd, þar sem synt var í heitum laugum og volgum fjörutjörnum, klifin fjöll og fiskað í lœkjum og vötnum. Það dró ský fyrir hjá fjölskyld- unni á gamlársdag árið 1973 þegar faðir okkar Vilhjálmur dó af slys- förum. Þetta var mikið áfall fyrir okkur og sérstaklega Villa en þeir pabbi voru mjög samrýndir. Fjöl- skyldan hafði þá nýverið flutt í nýtt raðhús í Norðurbœnum í Hafnarfirði og við tók erfiður tími fyrir móður okkar með okkur fimm. Við brœðurnir hjálpuðum eftir megni og Villi hugsaði vel um yngstu systkinin Emmu og Bobba og frœg er sagan þegar hann bjargaði afmœlinu hans Bobba þegar Lalli setti það í poka og henti útum glugga og Villi hljóp hálfan norðurbœinn til að ná pok- anum. Það myndaðist fljótt stór vina- hópur í kringum Villa enda átti hann auðvelt með að vingast við alla. Ýmislegt var brallað á þess- um árum og t.d. var opnað bíó og tónleikasalur í bílskúrnum þar sem selt var inn á gamlar 8 mm hryllingsmyndir og eftirherm- uhljómsveit með pappagíturum sem þóttist spila lög með Slade, sem var uppáhaldshljómsveit Villa. Villi var mikill dýravinur og oft voru dýrin á heimilinu flœk- ingskettir sem hann fann. Eftir að við systkinin urðum fullorðin höfum við verið í góðu sambandi. Áttum um tíma sumarbústað saman þar við áttum góðar sam- verustundir með fjölskyldum okk- ar. Krissi og Villi ráku fyrirtœki saman um skeið og um tíma unn- um við brœðurnir allir saman. Villi var alltaf tilbúinn að rétta okkur systkinunum hjálparhönd og oft reddaði hann blönkum systkinum bíl fyrir lítið eða ekkert. Laxveiðar og snóker voru sameiginleg áhugamál hjá okkur brœðrum og voru veiðiferðir um landið margar hverjar ógleymanlegar. Mikið var hlegið og Villi átti alltaf skemmti- lega sögu að segja. Villi giftist árið 2015 œsku- ástinni sinni Elmu Diego og við systkinin glöddumst mikið yfir þeirra hamingju. Hennar missir og barnanna hans, Villa yngri, Guðbjargar, Emmu og Bassa er mikill og sár og við sendum þeim kœrleik og opinn faðm hvenœr sem er. Elsku Villi, við kveðjum þig í dag með sárum trega. En minn- ingin um þig mun lifa og við œtlum alltaf að brosa þegar við hugsum um skemmtilega hláturinn þinn. Lárus, Kristján, Emilía og Jósep. Í dag mun minn kæri vinur hverfa til sumarlandsins og halda áfram ferðalaginu sem húmoristi mikill og prakkari eins og hann var hér meðal okkar. Þegar fréttir berast af andláti góðs vinar til svona langs tíma, eða 52 ára eins og okkar vinátta stóð, þá verður maður uppi- skroppa með orð. Villi var hjarta- hlýr, umhyggjusamur, skemmti- legur og vildi allt fyrir alla gera. Þegar mér bárust fréttir af andláti hans kom ljóð upp í huga mér sem ég læt hér verða mín minningarorð um minn góða vin. Spámaðurinn um vináttu Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn því að sú vinátta, sem leitar einhvers ann- ars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfiskar. Og gefðu vini þínum það, sem þú átt best. Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni. Hví skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann? Leitaðu hans með áhugamál þín. Því að það er hans að uppfylla þörf þína en ekki tómleika þinn. Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endurnærist. (Höf.: Kahlil Gibran Þýð.: Gunnar Dal) Ég votta þér kæra fjölskylda, Elma, börn og barnabörn, mína dýpstu samúð. Sverrir Hafnfjörð Þórisson. Vilhjálmur Hún- fjörð Vilhjálmsson ✝ Elíza Þor-steinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 28. ágúst 1946. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 1. jan- úar 2020. Foreldr- ar hennar voru Þorsteinn Kr. Þórðarson, f. 18. mars 1917, d. 30. maí 1960, og Guð- finna S. Eyvindsdóttir, f. 3. desember 1921, d. 21. maí 2013. Systur hennar eru 1) Lilja Þorsteinsdóttir, f. 7. júlí 1940, 2) Aðalheiður Þorsteins- dóttir, f. 6. desember 1941, 3) Eygló Þorsteinsdóttir, f. 30. mars 1951, d. 25. desember 2006. Elíza var þrígift, fyrsti mað- ur hennar var Jó- hann Vilberg Árnason, f. 6. febr- úar 1942, d. 14. mars 1970. Dóttir þeirra er Jódís Jó- hannsdóttir, f. 5. febrúar 1966. Ann- ar maður Elízu var Jón Hjartarson en þau skildu. Þriðji maður Elízu var Grétar Þorsteins- son, þau skildu. Elíza flutti ung til Reykja- víkur og starfaði mörg ár við skrifstofustörf hjá VR. Elísa var flugfreyja í yfir 20 ár fyrst hjá Loftleiðum og svo hjá Flug- leiðum auk annarra starfa. Útför Elízu fer fram frá Kapellunni í Fossvogi í dag, 15. janúar 2020, klukkan 15. Elíza móðursystir mín fór ekki alltaf auðveldu leiðina í líf- inu og lífið var henni ekki alltaf auðvelt. Hún kynntist sorginni snemma, missti föður sinn ung og eiginmann sinn og barns- föður ung líka. Þessi sorg var henni förunautur í gegnum lífið og hafði án efa áhrif á hana þó að hún hafi vissulega átt góða tíma með góðu fólki líka. Elíza frænka mín var ein- staklega glæsileg kona og sveipuð dularfullum ævintýra- ljóma í huga okkar sem yngri erum. Hún starfaði lengi sem flugfreyja og heimsótti fjarlæg lönd, m.a. í pílagrímaflugi, og hún sagði okkur frá áhugaverð- um stöðum og átti fagra muni af ferðum sínum um heiminn. Mamma mín og hún voru alla tíð nánar og samgangur mikill á milli þeirra systra. Stundum eyddu fjölskyldurnar saman jólum eða áramótum og þá var kátt á hjalla. Þegar ég fór í menntaskóla í Reykjavík bjó ég um tíma hjá Elízu frænku. Það var notalegt að búa í litla fal- lega húsinu hennar í Vestur- bænum, eiga athvarf uppi á lofti og góðan félagsskap í frænku og hennar fjölskyldu. Hún kenndi mér að strauja skyrtur og sagði mér skrítnar og skemmtilegar sögur og ég naut þess að búa á Brekku- stígnum. Þar átti stórfjölskyldan líka dýrmætar stundir í desember þegar systurnar, afkomendur og frændfólk komu saman til laufabrauðsgerðar árum saman. Ógleymanlegar gleðistundir sem eru dýrmæt minning í dag. Við Elíza frænka fórum eft- irminnilega ferð til New York saman þar sem hún kynnti mér leyndardóma stóra eplisins sem hún þekkti svo vel. Við borð- uðum exótískan mat, skoðuðum listasöfn og minnismerki og hún lagði grunninn að áhuga mínum á þessari stórbrotnu borg sem ég hef svo oft heim- sótt síðan. Hin seinni ár var heilsa Elízu frænku ekki alltaf góð en þrátt fyrir það náði hún að ferðast til fjarlægra landa og hún var dugleg að koma í fjöl- skylduboð. Okkur þótti alltaf vænt um að sjá hana og þær samverustundir eru dýrmætar nú þegar hún hefur kvatt. Mér þótti vænt um hana og ég dáð- ist að þessari fallegu frænku minni sem fetaði ekki alltaf troðna slóð á lífsins vegi. Áhugaverðar og öðruvísi jóla- gjafir rötuðu í pakkana frá henni og þessir uppáhaldshlutir – og það að strauja skyrtur – munu áfram minna mig á Elízu frænku með hlýju í hjarta. Ég þakka henni samfylgdina og veit að nú eru hún og mamma og amma og afi sameinuð í sumarlandinu og vaka yfir okk- ur sem enn eigum stundarkorn eftir hérna megin. Jódísi frænku minni og vini, einkadóttur Elízu, votta ég mína dýpstu samúð. Þær mæðgur voru nánar og sam- rýmdar og missirinn er mikill. Minning Elízu Þorsteinsdóttur lifi. Hulda G. Geirsdóttir. Elíza ÞorsteinsdóttirOkkar ástkæri,HÖRÐUR EINARSSON, Skipalóni 7, Hafnarfirði, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni 24. desember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 17. janúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði eða Heru líknarþjónustu. Ólöf Þórólfsdóttir Einar Þór Harðarson Auður Kristín Árnadóttir Signý Dóra Harðardóttir Einar Ragnarsson Jóna Margrét Harðardóttir Björn Freyr Björnsson Ragnar Þór Harðarson Hanna María Óskarsdóttir barnabörn og aðrir ástvinir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, SVERRIS GUNNARSSONAR frá Hrosshaga. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Ólöf Fríða Gísladóttir Kærleikskveðjur og innilegar þakkir fyrir hlýhuginn og samúðina við andlát og útför elsku Palla okkar, PÁLS ÞORSTEINSSONAR tónlistarmanns, Gula drekans. Kristín Árnadóttir Þorsteinn Pálsson Eva Þorsteinsdóttir Hulda Sif Þorsteinsdóttir Erlendur Þór Gunnarsson Selma Rut Þorsteinsdóttir Árni Davíð Skúlason Fanný Hrund Þorsteinsdóttir Magni Kristjánsson og systrabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS HALLDÓRS TORFASONAR vegaverkstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2 N á Hjúkrunarheimilinu Eir. Ragnheiður Þórarinsdóttir Þórarinn Th. Ólafsson Ingjaldur Ásmundsson Ólína Margrét Ólafsdóttir Ásgeir Þorkelsson Torfi Jóhann Ólafsson Ásdís Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Jarðarför ástkærs eiginmanns míns, HARÐAR ÞÓRHALLSSONAR, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans 4. janúar, fer fram mánudaginn 20. janúar frá Akureyrarkirkju klukkan 13.30. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri. Aðstandendur vilja koma sérstöku þakklæti til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut, starfsfólki á 12E og Sjúkrahótels Landspítalans. Ólöf Hallbjörg Árnadóttir Gunnar Rafn og Guðrún Harpa Vilhjálmsdóttir Hjördís Sævar Harðardóttir og Kári Karlsson Hörður Harðarson og Lára Guðmundsdóttir Þórhallur Harðarson og Aníta Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.