Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
Martin Hermannsson slær ekki
slöku við hjá Alba Berlín en í gær-
kvöldi var hann í stóru hlutverki
þegar þýska liðið lagði Olympiacos
að velli í Aþenu í Euroleague. Mart-
in skoraði 18 stig og var næst-
stigahæstur hjá Alba en gaf einnig
sex stoðsendingar á samherja sína.
Haukur Helgi Pálsson skoraði 11
stig fyrir Unics Kazan gegn Món-
akó í Evrópubikarnum en leikið var
í Rússlandi. Frakkarnir höfðu bet-
ur, 84:78. Haukur tók einnig þrjú
fráköst og virðist vera kominn á
fulla ferð eftir að hafa misst úr leiki
um tíma í vetur.
Alba Berlín vann í Aþenu
EuroLeague
Aþena Martin Hermannsson skor-
aði 18 stig gegn gríska liðinu.
von á. Ásýnd liðsins hefur líka kom-
ið mér á óvart og það hversu heil-
steypt liðið er. Það er erfitt að
finna veikleika á liðinu á þessum
tímapunkti og þetta hefur verið
mun betra en ég bjóst við. Eitt af
því sem hefur svo komið mér mest
á óvart er hversu gríðarlega sterkir
við höfum verið í vörninni. Vörnin
sem liðið spilar er alltaf smá rúll-
etta en varnarleikurinn hefur geng-
ið fullkomlega upp. Við höfum náð
að stilla þetta af á réttum augna-
blikum í leikjunum, menn eru mjög
samtaka, og það er erfitt að finna
gloppur í varnarleiknum. Mark-
varslan hefur líka verið góð en
markverðirnir spila í raun alltaf
bara í sama gæðaflokki og vörnin
er í og báðir markverðirnir eiga
hrós skilið fyrir sína frammistöðu.“
Mikilvægt að nýta hraðann
Ísland er í efsta sæti E-riðils með
4 stig en Ungverjar eru í öðru sæti
með 3 stig. Ungverjarnir eru bæði
stórir og sterkir og Ásgeir segir að
íslenska liðið sé að fara inn í allt
öðruvísi leik en gegn Rússum á
mánudaginn síðasta.
„Ég þekki ekki mjög marga leik-
menn í þessu ungverska liði en
maður kannast við nokkra í gegn-
um Meistaradeildina. Þeir virka á
mann eins og kraftmikið ungverskt
lið með stóra og stæðilega leik-
menn. Þeir eru sterkir, teknískir og
með öfluga markmenn. Píparinn hjá
þeim í hægri skyttunni, Zsolt Bal-
ogh, er algjörlega geggjaður og
hann hefur verið potturinn og pann-
an í þeirra sóknarleik. Þeir eru með
frábæran línumann í Bence Band-
hidi og sóknarleikurinn verður mun
erfiðari en gegn Rússlandi sem
dæmi þar sem Ungverjarnir eru
þéttari og vörnin sterkari. Þeir eru
ekkert sérstaklega fótfráir í vörn-
inni og við þurfum að reyna vinna
meira með hraðann að mínu mati
og vera duglegir að skipta á mönn-
um í sókninni og þreyta þá þannig.“
Ásgeir Örn spilaði stórt hlutverk
með landsliðinu þegar Ísland vann
silfurverðlaun í Peking og brons-
verðlaun á EM í Austurríki árið
2010. Hann segir ákveðin líkindi
með liðinu í dag og á þeim tíma
þegar landsliðið var að ná sínum
besta árangri frá upphafi.
„Það eru klárlega ákveðin líkindi
með liðinu í dag og liðunum sem ég
spilaði með á sínum tíma. Við erum
sem dæmi með mjög afgerandi
sóknarmann í liðinu núna í Aroni
Pálmarssyni. Varnarleikurinn er í
raun sá sami og þegar að við vorum
upp á okkar besta þar sem fókusinn
er á þessa maður-á-mann-vörn og
svo er líka stemningin í liðinu klár-
lega eitthvað sem maður kannast
við. Það er gaman hjá öllum í við-
tölum og menn njóta þess virkilega
að vera þarna, alveg eins og þegar
við vorum að ná þessum árangri
með landsliðinu á sínum tíma,“
sagði Ásgeir Örn í samtali við
Morgunblaðið.
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Í Malmö Kári Kristján Kristjánsson og Aron Pálmarsson í sigurleiknum gegn Rússlandi á mánudaginn.
Ákveðin líkindi með
silfurliðinu í Peking
Varnarleikurinn rúlletta sem hefur gengið fullkomlega upp í Malmö
EM 2020
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Það er margt líkt með íslenska
karlalandsliðinu í handknattleik í
dag og liðinu sem vann til silf-
urverðlauna á Ólympíuleikunum í
Peking 2008 að sögn Ásgeirs Arnar
Hallgrímssonar, fyrrverandi lands-
liðsmanns í handknattleik. Íslenska
liðið hefur farið frábærlega af stað
á EM í Austurríki, Svíþjóð og Nor-
egi og er með
fullt hús stiga í
E-riðli keppn-
innar eftir sigra
gegn Danmörku
og Rússlandi. Ís-
lenska liðið mæt-
ir Ungverjalandi
í lokaleik sínum í
riðlinum í dag en
Ísland er nú þeg-
ar komið áfram í
milliriðla. Sigur
gegn Ungverjum myndi hins vegar
gera það að verkum að liðið fer
með tvö stig inn í milliriðla. Þá væri
liðið einnig í mun betra stöðu að ná
í annað af þeim tveimur sætum sem
í boði eru á EM fyrir undankeppni
Ólympíuleikanna í Tókýó 2020.
„Ef við horfum á síðustu tvo leiki
sem íslenska liðið er búið að spila
þá er ekki annað hægt en að vera
bjartsýnn fyrir Ungverjaleikinn
sem leggst virkilega vel í mig. Við
förum fullir sjálfstrausts inn í þenn-
an leik og ef við náum upp svipaðri
spilamennsku og í fyrstu tveimur
leikjum þá ætti þetta að vera klár
sigur að mínu mati. Guðmundur
Þórður Guðmundsson er búinn að
vera tæp tvö ár með liðið og hefur
á þeim tíma náð að koma inn með
sínar áherslu og annað. Hann vill
spila ákveðinn varnarleik og sókn-
arleik og þetta er í raun bara fyrsta
stórmótið þar sem að liðið er að
uppskera eftir þessar áherslubreyt-
ingar sem orðið hafa á liðinu. Að
sama skapi eru bara tveir leikir
búnir og við þurfum að passa það
að fara ekki fram úr okkur en það
er alveg á hreinu að liðið hefur litið
mjög vel út í þessum fyrstu tveimur
leikjum.“
Ásgeir Örn er á meðal reyndustu
landsliðsmanna Íslands frá upphafi
en hann á að baki 247 leiki þar sem
hann hefur skorað 414 mörk. Hann
viðurkennir að gengi íslenska liðs-
ins á mótinu hafi komið sér á óvart.
„Það hefur komið mér á óvart
hversu góðir við erum. Ég vissi að
við værum með gott lið en að vinna
Dani og slátra Rússum er kannski
ekki alveg eitthvað sem maður átti
Ásgeir Örn
Hallgrímsson
Ísland vann sterkan 5:2-sigur á
Mexíkó í öðrum leik sínum í 3. deild
karla á heimsmeistaramóti 20 ára
og yngri í íshokkíi, en leikið er í
Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ísland
vann Búlgaríu í fyrsta leik og er því
með fullt hús stiga og í toppsæti
riðilsins.
Sölvi Freyr Atlason, Axel Snær
Orongan, Gunnar Aðalgeir Arason,
Atli Þór Sveinsson og Heiðar Örn
Kristveigarson skoruðu mörk Ís-
lands í leiknum.
Ísland mætir Nýja-Sjálandi á
morgun en Nýja-Sjáland tapaði fyr-
ir Mexíkó 0:5.
Vel gengur í Búlgaríu
Ljósmynd/Stefán Örn Sigurðsson
Skoraði Axel Snær Orongan er
einn af lykilmönnum liðsins.
England
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Blackpool – Reading .................................0:2
Reading mætir Cardiff eða Carlisle.
Coventry – Bristol Rovers .......................3:0
Coventry mætir Birmingham.
Newcastle – Rochdale...............................4:1
Newcastle mætir Oxford.
Shrewsbury – Bristol City .......................1:0
Shrewsbury mætir Liverpool.
Tranmere – Watford......................... frestað
Tottenham – Middlesbrough ...................2:1
Tottenham mætir Southampton.
KNATTSPYRNA
EM karla
B-RIÐILL í Vín:
Austurríki – N-Makedónía .................. 32:28
Úkraína – Tékkland ............................. 19:23
Staðan:
Austurríki 3 3 0 0 98:87 6
Tékkland 3 2 0 1 79:76 4
Makedónía 3 1 0 2 79:84 2
Úkraína 3 0 0 3 74:83 0
Austurríki og Tékkland fara í milliriðil
með Króatíu, Hvíta-Rússlandi, Spáni og
Þýskalandi.
D-RIÐILL í Þrándheimi:
Bosnía – Frakkland.............................. 23:31
Portúgal – Noregur.............................. 28:34
Staðan:
Noregur 3 3 0 0 94:80 6
Portúgal 3 2 0 1 83:83 4
Frakkland 3 1 0 2 82:79 2
Bosnía 3 0 0 3 73:90 0
Noregur og Portúgal fara í milliriðil.
F-RIÐILL í Gautaborg:
Sviss – Slóvenía .................................... 25:29
Pólland – Svíþjóð .................................. 26:28
Staðan:
Slóvenía 3 3 0 0 76:67 6
Svíþjóð 3 2 0 1 81:68 4
Sviss 3 1 0 2 77:87 2
Pólland 3 0 0 3 73:85 0
Slóvenía og Svíþjóð fara í milliriðil með
Noregi, Portúgal, Íslandi og Ungverjalandi
eða Danmörku.
HANDBOLTI
Evrópudeildin
Olympiacos – Alba Berlín................... 86:93
Martin Hermannsson skoraði 18 stig,
tók eitt frákast og gaf sex stoðsendingar á
27 mínútum hjá Alba Berlín.
Evrópubikarinn
Unics Kazan – Mónakó ........................78:84
Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig og
tók þrjú fráköst fyrir Kazan.
Svíþjóð
Borås – Nässjö ..................................... 86:60
Elvar Már Friðriksson skoraði 15 stig,
tók fjögur fráköst og gaf níu stoðsendingar
á 22 mínútum með Borås.
KÖRFUBOLTI
Í KVÖLD!
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Borgarnes: Skallagrímur – Grindavík 19:15
Origo-höllin: Valur – Snæfell ...............19:15
Smárinn: Breiðablik – KR....................19:15
Ásvellir: Haukar – Keflavík .................19:15
1. deild kvenna:
Breiðholt: ÍR – Grindavík b..................19:15
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla:
Egilshöll: Þróttur R. – ÍR......................... 19
Egilshöll: Fjölnir – KR ............................. 21
Knattspyrnu-
konan Berglind
Björg Þorvalds-
dóttir er á leið til
ítalska stórliðsins
AC Milan á láni
frá Breiðabliki
samkvæmt heim-
ildum Morgun-
blaðsins/mbl.is.
Berglind fór út að
skoða aðstæður í
Mílanó hjá ítalska stórliðinu á dög-
unum og leist afar vel á. „Ég get
staðfest að ég fór út að skoða að-
stæður hjá félaginu á dögunum og
þar var allt til fyrirmyndar,“ sagði
Berglind í samtali við blaðið í gær.
Samkvæmt heimildum mun fram-
herjinn skrifa undir lánssamning út
tímabilið. bjarnih@mbl.is
Berglindi líst
vel á AC Milan
Berglind Björg
Þorvaldsdóttir