Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Golli
Fyrirliðinn Guðjón Valur í sigurleik gegn Ungverjum á EM 2008.
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Leikurinn gegn Ungverjum í dag er
mikilvægur fyrir margra hluta sakir.
Vinni Ísland þá fer Ísland með tvö
stig í milliriðil og er þá tveimur stig-
um á undan Ungverjalandi, sem er í
kapphlaupi við Íslendinga og fleiri
um að komast í undankeppni Ólymp-
íuleikanna í apríl.
Vinni Ungverjar snýst dæmið við
og þeir fara þá með tvö stig í milliriðil
en Ísland ekkert. Skýringin er sú að
liðin taka ekki með sér stigin gegn
liðunum sem ekki komast áfram. Í
því tilfelli væru það Danir og Rússar
en ljóst er að Rússar munu sitja eftir.
Fari svo að Ísland og Ungverja-
land geri jafntefli fara þau með sitt
stigið hvort í milliriðil og Danir sitja
eftir. Þá væru Ungverjarnir búnir að
safna fjórum stigum í riðlinum en
Danir geta í besta falli náð þremur
stigum með því að vinna Rússa. Ís-
land og Ungverjaland tækju þá með
sér hvort sitt stigið, jafnvel þótt Ís-
land verði þá í efsta sæti riðilsins
með fimm stig af þeim ástæðum sem
áður var minnst á.
Ungverjaland vann Rússland með
eins marks mun og sá leikur þróaðist
á allt annan hátt en leikur Íslands og
Rússlands. Ungverjar höfðu frum-
kvæðið gegn Dönum lengi vel en
tókst ekki að landa sigri og liðin
gerðu jafntefli, 24:24.
Vörn og markvarsla virtist vera í
góðu lagi hjá Ungverjum gegn Dön-
um. Segja má að liðið hafi varist Dön-
um enn betur en Íslendingar gerðu
en sóknarleikur Ungverja gegn Dön-
um var ekki eins góður og sóknar-
leikur Íslands gegn Dönum.
Hafa oft tekist á
Karlalandslið Íslands og Ung-
verjalands hafa mæst glettilega oft á
stórmótum en þessi lið hafa oft verið
á svipuðu getustigi. Fyrst mættust
þjóðirnar á stórmóti árið 1958 þegar
Ísland var með í fyrsta skipti á HM
og Ungverjar unnu 19:16. Ekki verð-
ur hjá því komist að nefna þá stað-
reynd að Ungverjar hafa tvívegis
slegið Íslendinga út í 8-liða úrslitum
á stórmótum eftir mikla spennuleiki.
Í báðum tilfellum hafði Ísland spilað
mjög vel. Annars vegar á HM í Japan
1997 og hins vegar á Ólympíu-
leikunum í London 2012.
Íslendingar hafa líka oft haft betur
í viðureignum liðanna. Í fyrsta leikn-
um á HM 2011 vann Ísland góðan
sigur og sigurinn á HM 1993 var sæt-
ur eftir frábæran lokakafla. Þá vann
Ísland einnig sigur á Ungverjalandi
þegar HM fór fram á Íslandi 1995
þótt niðurstaðan í mótinu hafi verið
vonbrigði. Einn mikilvægasti sig-
urinn gegn Ungverjalandi kom lík-
lega á ÓL 1992 en þá lék Ísland um
verðlaun í framhaldinu. Hér hafa
nokkur dæmi verið nefnd um sigra
og ósigra gegn Ungverjum en er ekki
tæmandi upptalning.
Mikilvæg stig í boði gegn Ungverjum
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
Arnar Davíð Jónsson endaði í 7.-8.
sæti á Brunswick Ballmaster Open-
mótinu í keilu, en það er fyrsta mót-
ið sem hann tekur þátt í á nýju ári.
Arnar Davíð skilaði frábæru skori í
undankeppninni og var hársbreidd
frá því að komast í undanúrslit.
Arnar fór ekki tómhentur heim því
hann fékk 3.000 evrur í verðlauna-
fé. Andrés Páll Júlíusson, Einar
Már Björnsson, Guðjón Júlíusson,
Gunnar Þór Ásgeirsson, Gústaf
Smári Björnsson og Marika Lönn-
roth tóku einnig þátt á mótinu en
ekkert þeirra fór áfram úr undan-
keppni mótsins. sport@mbl.is
Góður árangur hjá Arnari
Ljósmynd/KLÍ
Góður Arnar Davíð Jónsson byrjar
nýja árið á góðum nótum.
og þá hafði Slóvenía betur, 26:25. Í síð-
ustu fjórum leikjum þjóðanna hefur
Ísland unnið tvo leiki, einu sinni hafa
þau gert jafntefli og einu sinni hefur
Slóvenía unnið. Á þeim tíma hefur
aldrei munað meira en einu marki á
liðunum.
Norðmenn unnu alla leiki sína í D-
riðli og líta afar vel út. Þeir hafa endað
í öðru sæti á síðustu tveimur heims-
meistaramótum og ætla sér ekkert
annað en verðlaun. Það verður verðugt
verkefni að mæta þeim. Noregur hafði
betur gegn Portúgal í gær, 34:28. Mik-
ill uppgangur er í portúgölskum hand-
bolta, eins og sigurinn á Frökkum í
fyrstu umferðinni gefur til kynna. Það
verður því alls ekki auðvelt að eiga við
Portúgal. Noregur verður fyrsti and-
stæðingur Íslands og Portúgal sá síð-
asti, vinni Ísland E-riðilinn.
Það er sama hvert litið er í milliriðl-
inum; Ísland á erfiða leiki fyrir hönd-
um. Það er því afar mikilvægt að vinna
Ungverjaland í dag og taka með sér
tvö stig í riðilinn. Verður hann leikinn í
Malmö, líkt og leikir Íslands á mótinu
til þessa.
Í milliriðil I taka Króatía, Spánn og
Austurríki með sér tvö stig. Tékkland,
Þýskaland og Hvíta-Rússland byrja án
stiga. Spánverjar ættu að fara nokkuð
örugglega í undanúrslit á meðan Kró-
atía og Þýskaland berjast væntanlega
um hitt undanúrslitasætið, en millirið-
ill I fer fram í Vín í Austurríki.
EM 2020
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Aðeins eitt laust sæti er í boði í milli-
riðlum á EM karla í handbolta þegar
lokadagur riðlakeppninnar fer fram í
dag. Það hlýtur annaðhvort Danmörk
eða Ungverjaland, en þau bítast um
síðasta sætið í milliriðli II, sem Ísland
hefur þegar tryggt sér sæti í. Norð-
menn og Slóvenar taka tvö stig með
sér í riðilinn en Svíþjóð og Portúgal
byrja án stiga. Lærisveinar Kristjáns
Andréssonar hjá Svíþjóð unnu 28:26-
sigur á Póllandi í gær. Varnartröllið
Jesper Nielsen meiddist í upphitun og
er óttast að hann verði ekki meira með
á mótinu. Það yrði mikið áfall fyrir
Svía, sem hafa ekki verið sérstaklega
sannfærandi til þessa. Þeir verða að
spila mun betur til að eiga einhvern
möguleika á að fara í undanúrslit á
heimavelli.
Hnífjafnir leikir við Slóveníu
Vinni Ísland gegn Ungverjalandi í
dag verður Slóvenía annar andstæð-
ingur íslenska liðsins í milliriðli á
sunnudag. Slóvenarnir líta mjög vel út
undir stjórn Ljubomirs Vranjes, en
hann gerði á sínum tíma garðinn fræg-
an með sænska landsliðinu og var Ís-
lendingum oftar en ekki erfiður. Ísland
og Slóvenía mættust síðast á HM 2017
AFP
Svíþjóð Sænskir lærisveinar Kristjáns Andréssonar eru komnir í milliriðla.
Ísland mætir sterkum þjóðum í milli-
riðli Barist um síðasta sætið í dag
Barist um síðasta lausa
sætið í milliriðli Íslands
Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigur-
jónsson hefur skrifað undir þriggja ára
samning við uppeldisfélagið sitt
Breiðablik. Hann kemur til félagsins
frá Bodø/Glimt í Noregi. Oliver hefur
leikið 66 leiki með Breiðabliki í efstu
deild og skorað fimm mörk. Hann er
24 ára og á að baki tvo A-landsleiki.
Oliver lék aðeins samanlagt 36 mín-
útur með Bodø/Glimt í efstu og næst-
efstu deild Noregs.
Frederik
Schram, einn af
landsliðsmark-
vörðum Íslands
undanfarin ár, er
genginn til liðs við
danska knatt-
spyrnufélagið
Lyngby en þetta
staðfesti félagið á
heimasíðu sinni. Frederik skrifar undir
samning við danska úrvalsdeildarliðið
sem gildir út leiktíðina. Samningur
Frederiks við SønderjyskE rann út um
áramótin en markmaðurinn eyddi fyrri
hluta tímabilsins á láni hjá Lyngby og
þekkir því vel til hjá félaginu. Lyngby
er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeild-
arinnar með 28 stig eftir 20 leiki.
Elvar Már Friðriksson og samherjar
hans hjá Borås unnu afar sannfærandi
86:60-sigur á Nässjö í sænsku úrvals-
deildinni í körfubolta í gær. Elvar hefur
leikið mjög vel á leiktíðinni og hélt
hann góðu gengi sínu áfram og skor-
aði 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf
níu stoðsendingar á 22 mínútum. Bor-
ås hefur unnið þrjá leiki í röð og tíu af
síðustu ellefu og er liðið í toppsætinu
með 38 stig. Elvar gekk í raðir Borås
frá Njarðvík fyrir tímabilið.
LeBron James er kominn í 8. sæti á
listanum yfir þá leikmenn sem gefið
hafa flestar stoðsendingar í NBA-
deildinni í körfuknattleik frá upphafi.
Aðfaranótt þriðjudags fór James upp
fyrir Isiah Thomas, leikstjórnanda
Detroit Pistons, NBA-meistaranna
1989 og 1990, en James er sá eini á
meðal efstu manna sem ekki spilar í
leikstjórnandastöðunni. James er með
9.067 stoðsendingar á þessum tíma-
punkti. Hann hefur jafnframt gefið
flestar stoðsendingar í deildinni á
þessu keppnistímabili. Langefstur frá
upphafi er að sjálfsögðu John Stock-
ton með 15.806 sendingar en Jason
Kidd, sem nú er einn af þjálfurum
James hjá LA Lakers, er í 2. sæti með
12.091. Næstir
koma: Steve
Nash, Mark
Jackson,
Magic John-
son, Oscar
Robertsson og
Chris Paul.
Sá síðast-
nefndi er
því efstur
þeirra
sem spila
í dag.
Eitt
ogannað
C-deildarliðið Shrewsbury tryggði
sér í gær sæti í 4. umferð ensku bik-
arkeppninnar í fótbolta með 1:0-
sigri á heimavelli gegn Bristol City
úr B-deildinni í endurteknum leik
úr 3. umferð. Shrewsbury er eitt
minnsta félagið í C-deildinni og fær
liðið sannkallaðan draumaleik gegn
Liverpool á heimavelli í næstu um-
ferð hinn 26. janúar.
Lærisveinar Josés Mourinhos hjá
Tottenham eru einnig komnir
áfram eftir sigur á Middlesbrough
úr B-deildinni, 2:1, og Newcastle
vann sannfærandi 4:1 sigur á C-
deildarliði Rochdale.
Draumaleikur gegn Liverpool
AFP
Bikarinn Tottenham lenti í erf-
iðleikum gegn Middlesbrough.