Morgunblaðið - 15.01.2020, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Þrátt fyrir að nær 75 ár séu frá lok-
um seinni heimsstyrjaldarinnar eru
ýmis mál henni tengd enn óleyst. Þar
á meðal er eignarhald þúsunda lista-
verka sem skiptu um eigendur á
ýmsan hátt. Flest slík mál varða verk
sem voru í eigu gyðinga og þeir ýmist
skildu eftir er þeir flúðu innrásarheri
nasista, þeir voru neyddir til að selja
eða voru hirt eftir að þeir voru sendir
í útrýmingarbúðir.
Stjórnvöld í Evrópulöndum hafa
tekið á mismunandi hátt á málum
sem tengjast listaverkum sem talin
hafa verið í eigu gyðinga fyrir stríð. Í
umfjöllun The New York Times í vik-
unni segir að þrátt fyrir að pólsk
stjórnvöld hafi lagt sig eftir því að
endurheimta sem mest af þeim þús-
undum listaverka og forngripa sem
var stolið úr söfnum og af íbúum
landsins á stríðstímum sæti stjórn-
völd þar gagnrýni fyrir að hafa gert
lítið í því að finna út hverjir voru rétt-
ir eigendur verka sem enn séu í ýms-
um listasöfnum landsins síðan á
stríðsárunum og víst þykir að hafi
verið tekin með ólögmætum hætti af
gyðingum. Sérfræðingar segja sem
dæmi að sjö slík verk, sem voru í eigu
hollenskra gyðinga, séu í Listasafn-
inu í Gdansk og telja að fleiri slík séu
í pólskum söfnum og ætti að skila til
erfingja fyrrverandi eigenda. Sam-
tök fjölskyldna gyðinga sem töpuðu
listaverkum í stríðinu hafa gert til-
kall til sumra þessara verka. Pólskir
safnamenn segjast vilja skila verkum
ef eignarhald teljist sannað en slíkt
sé erfitt, enda hafi fjöldi skjala um
slíkt glatast.
Greint var frá því í vikunni að
Louvre-safnið í París hefði ráðið sér-
fræðing til að rannsaka þau verk sem
safnið eignaðist á árunum 1933-1945.
Samkvæmt The Art Newspaper var
um 30 listaverkum skilað frá Þýska-
landi til safnsins fyrir nokkrum ár-
um, þar sem þau hefðu verið tekin af
frönskum eigendum, en Louvre hef-
ur ekki enn komið þeim til erfingj-
anna. Þá eru nær 1.800 verk á skrám
safnsins sem kunna að hafa borist frá
fjölskyldum gyðinga.
Þegar slíkum verkum er skilað
selja afkomendur fyrrverandi eig-
enda þau oft á uppboði. Sotheby’s
selur á næstunni þrjú slík, rómuð
verk eftir síð-impressjónistana Paul
Signac og Camille Pissarro, og er tal-
ið að allt að 20 milljónir punda fáist
fyrir þau, um 2,7 milljarðar króna.
efi@mbl.is
Listasafnið í Gdansk
Fágæti Hluti málverksins Kofar við síkið, frá 1638 eftir Jan van Goyen. Það
hefur verið áratugum saman í listasafni í Gdansk. Það var í eigu þekkts list-
munasala í Amsterdam sem lést árið 1940 er hann reyndi að flýja nasista.
Tekist á um eign-
arhald listaverka
Verðmætt „Gelée blanche“ eftir
Pissarro, frá 1888, var skilað til af-
komenda fyrrverandi eigenda sem
selja verkið á næstunni hjá Sothe-
by’s, fyrir allt að 12 milljónir evra.
Á uppboð Þetta málverk eftir Paul
Signac, málað 1887, verður selt.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýning á ljósmyndum Valdimars
Thorlacius verður opnuð á morgun
kl. 17 í Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur. Ber hún for-
vitnilegan titil,
„···“ og ekki annað
hægt en að spyrja
listamanninn út í
merkingu hans.
„Ég er að vísa í
bilið sem kemur á
milli þess að ég
sleppi hendinni af
myndinni og fólk
tekur við og setur
sínar skoðanir á
hana. Þar á milli myndast tómarúm
sem fólk fyllir upp í sjálft, túlkar
myndina sem það sér,“ segir Valdi-
mar.
Allt að 500 íbúar
Á sýningunni má sjá sjónræna
túlkun á upplifun hans af smábæj-
um, fólki, veðri og víðáttu á Íslandi
og heimild um lífið í þorpinu, eins og
segir í tilkynningu en við vinnslu
verkefnisins fór Valdimar á milli
staða sem uppfylltu ákveðin skilyrði
út frá skilgreiningu Hagstofunnar
um stærð og gerð þéttbýliskjarna,
staði með allt að 500 íbúum. Telst
þéttbýli upp að þeim fjölda þorp en
eftir 500 tekur við bær. „Svo eru
einhverjar skilgreiningar með lengd
milli húsa og fjölda íbúa í hverju
húsi,“ bætir Valdimar við.
En hvað er það við þorp sem svo
heillar, Valdimar? Hvers vegna kaus
hann að mynda lífið í þorpum frekar
en á öðrum stöðum? „Mér finnst
eitthvað heillandi við smæðina og oft
hvar þau eru staðsett, hvernig þau
urðu til og í rauninni hvað er að ger-
ast á þessum stöðum sem eru svona
smáir og oft úr alfaraleið,“ svarar
Valdimar sem er Hvergerðingur og
því ekki þorpari sjálfur.
Valdimar segist hafa lagt af stað
með það eitt að markmiði að mynda
þorp. „Ég var ekki búinn að gera
mér í hugarlund hvað ég myndi sjá
eða mynda, ég myndi bara gerast
það sem gerðist á leiðinni og það
sem ég sæi,“ segir hann. Þannig hafi
hann sóst eftir ákveðnu flæði í ljós-
myndaverkinu.
Sýndi á franskri hátíð
Valdimar lærði ljósmyndun við
Ljósmyndaskólann, lauk þaðan
námi árið 2014 og kom útskrift-
arverkið hans, I – Einn/Ein, út í
bókarformi í kjölfar útskriftarinnar
og hlaut styrk úr Minningarsjóði
Magnúsar Ólafssonar sama ár. Ári
síðar, 2015, var opnuð fyrsta einka-
sýning hans í Þjóðminjasafni Ís-
lands með myndum úr útskrift-
arverkinu samhliða útgáfu
forlagsins Crymogeu á annarri út-
gáfu bókarinnar, I.
Útskriftarverkið hefur líka verið
sýnt erlendis og hélt Valdimar m.a.
einkasýningu á því á frönsku
listahátíðinni Les Boreales fyrir
þremur árum. Hann segir „···“ einn-
ig verða setta upp á þeirri hátíð í ár
og að hann sé þegar byrjaður á
næsta verkefni.
Valdimar er spurður að því hvað
hann hafi verið að sýsla áður en
hann hóf nám í ljósmyndun og segist
hann hafa ferðast og unnið við hitt
og þetta, m.a. hannað og smíðað
fyrstu íslensku brimbrettin. Hefur
hann þá verið að mynda brim-
brettamenn og -konur? „Nei, nefni-
lega ekki en ég byrjaði þannig. Það
er skemmtilegra að vera í sjónum,“
svarar Valdimar.
Heillaður af smæð
íslenskra þorpa
Sýningin „···“ opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Ljósmynd/Valdimar Thorlacius
Vetur Tvær af ljósmyndum Valdimars af sýningu sem opnuð verður í dag.
Valdimar
Thorlacius
Nánari upplýsingar um listamann-
inn má finna á vefsíðu hans, valdi-
marthorlacius.com.
Ljósmyndahátíð Íslands er haldin
annað hvert ár, ætíð í janúar. Hátíð-
in stendur næstu fjóra daga og hefst
með opnun sýningar Valdimars í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á
föstudag verður sýningin Afrit opn-
uð í kl. 19 Gerðarsafni, með verkum
sjö listamanna, og á laugardag verða
opnaðar sex sýningar. Það eru Í ljós-
málinu, með myndum eftir Gunnar
Pétursson, og Horft til norðurs, með
verkum eftir Jessicu Auer sem verð-
ur opnuð kl. 14 í Þjóðminjasafni;
sýningarnar Þögult vor og Far
verða opnaðar kl. 15 í Hafnarborg;
sýning Nicholas Giraud verður opn-
uð kl. 17 í Ramskram og sýning
Daniels Reuter í Harbinger kl. 18.
Á sunnudag verður dagskrá um
ljósmyndabækur í Safnahúsinu kl.
14, með stuttum fyrirlestrum og
kynningum. Þá er ljósmyndarýni í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Kastljósið á
ljósmyndun