Morgunblaðið - 15.01.2020, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI
F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L
dfgsdfg
Heimildarmynd um ástarljóð sem
Ólafur Björn Guðmundsson orti til
Elínar Maríusdóttur yfir 60 ára
tímabil verður frumsýnd í Ríkissjón-
varpinu í kvöld kl. 20.20. Leikstjóri
er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir og
var myndin upphaflega sýnd á
RIFF 2015. Ólafur og Elín voru afi
og amma söng- og tónlistarkon-
unnar Önnu Maríu Björnsdóttur
sem samdi tónlist við ljóðin sem
finna má að plötunni Hver stund
með þér sem kom út 2015. „Ég
samdi tónlistina við ljóðin eftir að
amma og afi voru bæði látin. Enginn
vissi af þessum ljóðum fyrr en þau
voru komin á gamals aldur. Ljóðin
fela í sér fallegan boðskap um ást
sem getur vaxið og dafnað í heila
mannsævi,“ segir Anna María.
Í tilefni af sýningu myndarinnar
efnir Anna María, sem flutti nýverið
til Íslands eftir 10 ára búsetu í Dan-
mörku, til tónleika í Iðnó ásamt
hljómsveit mánudaginn 20. janúar
kl. 20. Sveitina skipa auk Önnu Mar-
íu, sem syngur og spilar á píanó,
Andri Ólafsson á bassa, Magnús
Trygvason Eliassen á trommur,
Gunnar Jónsson á gítar, Grímur
Helgason á klarinett, Margrét Arn-
ardóttir á harmonikku, Unnur Jóns-
dóttir á selló, Björn Már Ólafsson á
sög og Jesper Pedersen sem syngur.
Tónskáld Anna María Björnsdóttir.
Hver stund
með þér
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee verður formaður
aðaldómnefndar kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár og jafn-
framt fyrsti þeldökki maðurinn til að gegna því starfi. Lee
mun afhenda Gullpálmann, aðalverðlaun hátíðarinnar fyrir
bestu kvikmynd, undir lok hennar, 23. maí en tilkynnt verður
um aðra dómnefndarmenn um miðjan apríl. Lee frumsýndi
síðast í Cannes kvikmyndina BlacKkKlansman árið 2018 sem
hlaut Grand Prix-verðlaunin og hann hlaut sín fyrstu
Óskarsverðlaun fyrir sömu mynd í fyrra. Sjö kvikmyndir Lees
hafa verið sýndar í Cannes og segir hann í yfirlýsingu að hann
hafi verið hissa, glaður og stoltur yfir því að vera boðin staða
formanns dómnefndar árið 2020. Hátíðin hefði haft mikil áhrif
á leikstjóraferil hans og frama. Fyrsta mynd Lees, She’s Gotta
Have It frá árinu 1986, hlaut Prix de la Jeunesse á hátíðinni og
Do The Right Thing var í aðalkeppni hennar 1989, svo nokkrar
séu nefndar af „jónum“ Lees, eins og hann kallar jafnan kvik-
myndir sínar. Í niðurlagi yfirlýsingar sinnar segir Lee að hon-
um sé heiður sýndur með því að vera fyrsti maðurinn af afr-
ískum uppruna sem situr í sæti formanns dómnefndar.
Fyrsti þeldökki
formaðurinn
AFP
Formaður Leikstjórinn Spike Lee á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2018.
Skipuleggjendur Iceland Airwaves
tónlistarhátíðarinnar hafa tilkynnt
um fyrstu handhafa Airwaves Plus
sjóðsins sem er „nýtt frumkvæði
af hálfu Iceland Airwaves, til þess
gert að styðja við og hlúa að nýju
og upprennandi tónlistarfólki á Ís-
landi“ eins og það er orðað í til-
kynningu. Fyrstu handhafar sjóðs-
ins eru hljómsveitirnar Flammeus
og Blóðmör og Ásta.
„Iceland Airwaves hefur í tvo
áratugi verið mikilvægasti stökk-
pallur íslenskra tónlistarmanna,“
er haft eftir Ísleifi Þórhallssyni,
framkvæmdastjóra hátíðarinnar.
„Við vildum auka okkar stuðning
til þeirra með því að hjálpa þeim á
skipulagðan hátt eftir að hátíðinni
sjálfri lýkur í að taka næstu skref
í þeirra tónlistarferli, hvað sem
þau skref fela í sér,“ segir Ísleif-
ur.
Á síðasta ári var hluti af hverri
seldri Airwaves Plus-uppfærslu
úthlutað til sjóðsins sem var svo
dreift til þriggja hljómsveita sem
voru að koma fram á Iceland
Airwaves í fyrsta skipti árið 2019,
segir í tilkynningunni og að þrjár
hljómsveitir hafi verið valdar með
eftirfarandi hætti: ein valin af al-
menningi, ein af innlendum og al-
þjóðlegum sérfræðingum í tónlist-
arbransanum og ein af Iceland
Airwaves-teyminu.
Hver hjómsveit hlýtur 350.000
kr. í styrk en sjóðurinn 2019 var
samtals 1.050.000 kr.
Sama fyrirkomulag verður haft
á næstu hátíð sem haldin verður í
nóvember og héðan í frá munu
þrjár nýjar og upprennandi hljóm-
sveitir, sem eru að koma fram í
fyrsta skipti á Iceland Airwaves,
hljóta styrk eftir að hátíð lýkur úr
Airwaves Plus-sjóðnum, segir í til-
kynningu.
Ljósmynd/Julie Van Den Bergh
Styrkþegar Hljómsveitirnar Flammeus og Blóðmör og tónlistarkonan Ásta á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í Reykjavík í nóvember fyrra.
Ljósmynd/Ásgeir Helgi Ljósmynd/Mummi Lú
Flammeus, Blóðmör og Ásta
Þrjár hljómsveitir hljóta styrki úr sjóði Iceland Airwaves, Airwaves Plus