Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Reikna má með að komum kín-
verskra ferðamanna til Íslands
muni fjölga mikið á næstu árum.
Þetta þykja fjarska góðar fréttir
fyrir íslenskt at-
vinnulíf enda
Kínverjar þekkt-
ir fyrir að vera
eyðsluglaðir á
ferðalögum sín-
um. Árið 2018
heimsóttu 90.000
Kínverjar Ísland
og gistu að jafn-
aði í sex nætur.
Er reiknað með
að þeir verði 130.000 talsins á þessu
ári og taki fram úr Þjóðverjum sem
þriðji stærsti ferðamannahópurinn.
Sarah Chu segir að þeir Kínverj-
ar sem sækja Ísland heim hafi til-
tölulega langa viðdvöl, skoði landið
vel og verji hlutfallslega meiru af
ferðapeningum sínum í kaup á
varningi og veitingum en gestir frá
öðrum þjóðum. Chu er sérfræð-
ingur hjá sænska ráðgjafarfyr-
irtækinu Nordic Business House
(www.nbh.se) sem sérhæfir sig í
stafrænni markaðssetningu með
áherslu á kínverska neytendur.
Hún heldur erindi á fræðslu-
viðburði kínverska sendiráðsins,
Samtaka ferðaþjónustunnar og Ís-
landsstofu á miðvikudag en þar
verður skoðað hvernig má taka sem
best á móti kínverskum gestum.
Chu segir þurfa að nálgast þenn-
an viðskiptavinahóp með öðrum
leiðum en vestræn fyrirtæki eru
vön enda noti Kínverjar sín eigin
forrit og vefsíður. Stjórnvöld þar í
landi lokuðu snemma fyrir aðgang
að t.d. Google og Facebook, og í
staðinn urðu til leitarvélar eins og
Baidu og samfélagsmiðlar á borð
við Weibo og WeChat. Sýnileiki á
þessum kínversku forritum skiptir
miklu fyrir fyrirtæki sem vilja laða
til sín kínverska viðskiptavini en
hægara sagt en gert fyrir íslenska
stjórnendur að koma fyrirtækjum
sínum þar á framfæri með réttum
hætti. Eins bendir Chu á að kín-
verskum ferðalöngum sé tamast að
nota kínverskar greiðslulausnir og
liðki fyrir viðskiptum ef verslanir
og veitingastaðir geta tekið við
greiðslum í gegnum forrit á borð
við Alipay.
Styðjast við vinsældalista
Að sögn Chu má í grófum dráttum
skipta kínverskum ferðalöngum í
tvo hópa: annars vegar eru þeir
sem halda út í heim í skipulögðum
hópferðum, og hins vegar þeir sem
ferðast á eigin vegum. Eins og gef-
ur að skilja er fyrri hópurinn leidd-
ur um landið af leiðsögufólki sem
sinnir öllum þeirra þörfum og svar-
ar öllum spurningum, en síð-
arnefndi hópurinn reiðir sig m.a. á
kínverska samfélagsmiðla til að
finna áhugaverða viðkomustaði.
„Árið 2018 ferðuðust um 70% kín-
verskra ferðamanna í hópferðum
en við getum reiknað með að á
næsta ári verði hlutfallið komið nið-
ur í 60%,“ segir Chu og bendir á að
tungumálamúrar og lítil reynsla
margra Kínverja af ferðalögum
langt út í heim útskýri hvers vegna
margir kjósa það öryggi og ut-
anumhald sem fylgir hópferðum.
„Eftir því sem kínverskir neyt-
endur verða vanari því að ferðast
öðlast þeir meira sjálfstraust og
treysta sér til að ferðast einir. Má
því vænta þess að vöxturinn muni
verða sterkastur í þjónustu við kín-
verska ferðamenn sem ferðast
sjálfstætt.“
Viðkoma á Íslandi er yfirleitt
hluti af lengra ferðalagi um Evr-
ópu, og segir Chu að þó greina
megi töluverðan áhuga á ferðalög-
um til Íslands þá sé langalgengast
að Kínverjar leiti til hefðbundinna
ferðamanaborga sunnar í álfunni
þegar þeir heimsækja Evrópu í
fyrsta sinn. „Þeir byrja á að heim-
sækja sögufrægar borgir eins og
Róm og París og leita í heimsþekkt
mannvirki og minnisvarða, og ger-
ist kannski ekki fyrr en í síðari
ferðum þeirra til Evrópu að áhugi
vaknar á að upplifa staði á borð við
Ísland þar sem hreinleiki og nátt-
úrufegurð norðurslóða eru í for-
grunni,“ segir hún og bætir við að
þegar Kínverjar ferðist til útlanda í
fyrsta skipti taki þeir stefnuna á
lönd á borð við Japan, S-Kóreu og
Taíland.
Greina má á Chu að hinn dæmi-
gerði kínverski ferðalangur reiðir
sig mjög á þá leiðsögn sem hann
finnur á kínverskum samfélags-
miðlum. Þannig segir hún alengt að
fólk leiti að listum yfir vinsælustu
áfangastaðina í hverri borg eða
hverju landi og gæti þess að missa
örugglega ekki af áfangastöðunum í
efstu sætunum. Fyrir vikið er því
t.d. leitun að þeim kínverska ferða-
manni sem myndi taka það í mál að
sleppa Bláa lóninu. Þegar komið er
inn á veitingastað beitir kínverski
ferðamaðurinn oft sömu nálgun, og
notar netið til að finna vinsælustu
réttina til að þrengja hringinn um
það sem honum hugnast best að
panta. „Þeir fylgja straumnum og
sækja í það sem hæst ber hverju
sinni,“ segir Chu og bætir við að Ís-
land valdi sjaldnast vonbrigðum
enda margt að sjá sem fær kín-
verska gesti til að falla í stafi.
Hvað þarf svo til að taka vel á
móti þessum góðu gestum? Chu
segir gott að fyrirtæki reyni að
gera sig sýnileg með einhverjum
hætti á kínverskum samfélags-
miðlum en þar þurfi þó yfirleitt á
aðstoð sérfræðinga að halda enda
þarf að þýða markaðsefnið á kín-
versku og laga það að því að allt
önnur lögmál gilda um að hámarka
sýnileika á kínverskum vefsíðum
en á þeim stöðum sem íslensk
fyrirtæki eru þegar vön að nota.
„Þú tryggir ekki sýnileika þar með
sömu aðferðum og á Google eða
Instagram, en það þarf heldur ekki
að vera óyfirstíganlegt fyrir litla
íslenska verslun eða veitingastað
að gera sig nægilega sýnileg.“
Margir stjórnendur gætu jafnvel
komist að því að fyrirtækin þeirra
eru þegar sýnileg að einhverju
marki á kínverska internetinu, og
hafa samviskusamir gestir þá sett
inn myndir, umsagnir og leiðbein-
ingar fyrir aðra kínverska ferða-
menn. „Upplýsingarnar eru þó
ekki alltaf réttar eða nægilega ná-
kvæmar og t.d. gæti nafnið á fyrir-
tækinu verið rangt skrifað.“
Chu mælir líka með að við-
skiptavinir hafi greiðan aðgang að
þráðlausri nettengingu, bæði svo
þeir geti stuðst við upplýsingar af
kínverskum miðlum þegar þeir t.d.
velja sér vörur til að kaupa, og líka
til að kínversku greiðslumiðlarnir
virki sem skyldi. Er Kínverjum
mjög tamt að nota snjallsímann
sinn sem greiðslutæki en þurfa til
þess nettengingu. „Þó að forrit
eins og Alipay og WeChat Pay
njóti almennrar útbreiðslu í Kína
þá eru kínverskir ferðamenn reiðu-
búnir að greiða með öðrum leiðum,
s.s. með greiðslukortum frá
UnionPay, Visa eða Mastercard,
eða með gjaldeyri, en þeim þykir
þægilegast að greiða með símanum
ef þess er kostur.“
Til að taka sem best á móti Kínverjunum
Velkomin Með bættum flugtengingum milli Íslands og Kína má reikna með
að komur kínverskra ferðamanna taki kipp, með tilheyrandi tækifærum.
Kínverjar taka senn fram úr Þjóðverjum og verða þriðji fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi
Þeir dvelja lengi og eru eyðsluglaðir en reiða sig á upplýsingar frá kínverskum samfélagsmiðlum
Sarah Chu
Bandarísk samgönguyfirvöld eru
með til skoðunar ábendingar um
meintan galla í bifreiðum rafbíla-
framleiðandans Tesla. Að því er Wall
Street Journal greinir frá bárust 127
ábendingar vegna atvika sem leiddu
til árekstra í 110 skipti og til líkams-
tjóns á fólki í 52 tilvikum, þar sem
bílar Tesla eiga að hafa aukið hrað-
ann án þess að ökumaðurinn gæfi
þeim inn.
Þau mál sem stjórnvöld rannsaka
ná til allra þriggja gerða Tesla-bif-
reiða sem eru á markaði í dag og ef
búnaður bílanna reynist gallaður er
hugsanlegt að þurfi að innkalla u.þ.b.
500.000 bifreiðar, eða nærri alla þá
bíla sem Tesla hefur selt í Bandaríkj-
unum frá því stallbakurinn Model S
kom á markað árið 2012.
Tesla svaraði ekki fyrirspurn WSJ
vegna málsins.
Mörg þeirra atvika sem verið er að
skoða áttu sér stað þegar ökumenn
voru að leggja bílum sínum sem svo
tóku óvænt á rás, oft í gegnum vegg,
upp á gangstéttarkant eða utan í
ljósastaur. Ku greining Tesla á sum-
um þessara atvika hafa leitt í ljós að
ökumenn gáfu bílunum inn, sam-
kvæmt þeim akstursgögnum sem
tölvan í bílunum vistar. Bandarísk
rannsókn frá 1989 leiddi í ljós að í
miklum meirihluta tilvika mátti
rekja óvænta hröðun bifreiða til þess
að ökumenn rugluðust á bensíngjöf-
inni og bremsunni. ai@mbl.is
AFP
Vandi Reynist galli til staðar gæti
það kallað á risavaxna innköllun.
Skoða mögulegan
galla í Tesla-bifreiðum
20. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.92 123.5 123.21
Sterlingspund 160.38 161.16 160.77
Kanadadalur 94.19 94.75 94.47
Dönsk króna 18.281 18.387 18.334
Norsk króna 13.81 13.892 13.851
Sænsk króna 12.952 13.028 12.99
Svissn. franki 127.18 127.9 127.54
Japanskt jen 1.1153 1.1219 1.1186
SDR 169.65 170.67 170.16
Evra 136.62 137.38 137.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.769
Hrávöruverð
Gull 1555.2 ($/únsa)
Ál 1793.5 ($/tonn) LME
Hráolía 64.69 ($/fatið) Brent