Morgunblaðið - 20.01.2020, Side 27
EM 2020
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska landsliðið hefur ekki sagt
sitt síðasta orð á Evrópumóti karla í
handknattleik. Í gær vann Ísland lið
Portúgals 28:25 í milliriðli II og náði
í sín fyrstu stig í milliriðlinum eftir
tvo tapleiki í röð.
Portúgölum hafði hins vegar
gengið flest í haginn því liðið vann
geysilega óvæntan sigur á Frökkum
í riðlakeppninni og fylgdi því eftir
með stórsigri á Svíum í milliriðl-
inum. Íslendingar voru þó miklu
einbeittari í upphafi leiks og gáfu
tóninn með því að komast í 4:0 og
7:1. Fyrsta mark Portúgals kom eft-
ir tæplega tíu mínútna leik.
Vörn íslenska liðsins heppnaðist
mjög vel gegn Portúgal í gær og
sóknarleikur Portúgala var oft
vandræðalegur. Á EM sést vel
hversu misjafnlega hentar að spila á
móti mismunandi mótherjum.
Portúgalar voru í vandræðum gegn
ágengri vörn Íslendinga en fyrir
nokkrum dögum léku Slóvenar sér
að því að fara í gegnum hana. Leik-
skilningur portúgölsku leikmanna
er ekki á jafn háu stigi og hjá þeim
slóvensku. Hinir lágvöxnu og
snöggu Slóvenar lentu svo í vand-
ræðum gegn Ungverjum í gær og
töpuðu þá gegn hávöxnum og sterk-
um leikmönnum.
Ungu mennirnir standa sig
Í síðari hálfleik reyndu Portúgal-
ar að spila 7 á móti 6 eins og þeir
gera svo oft. Hefur það reynst þeim
mjög vel á EM en íslenska vörnin
réði mjög vel við það verkefni í gær.
Réði það úrslitum í síðari hálfleik.
Eins og áður eru Elvar Örn Jónsson
og Ýmir Örn Gíslason í mikilvæg-
ustu hlutverkunum í vörninni. Að-
eins 22 ára gamlir leikmenn og ekki
sérlega þungt í þeim pundið. Öllu al-
gengara er að sjá reynslubolta í
miðri vörn hjá toppliðum í íþróttinni
en Elvar og Ýmir hafa komist mjög
vel frá sínu. Fyrir þeim virðist vera
jafn eðlilegt að leika á stórmóti eins
og Englendingum þykir að hafa
Yorkshire pudding með sunnudags-
steikinni.
Janus Daði Smárason hefur átt
góða spretti í sókninni á mótinu og
hann sprakk virkilega út í gær. Dró
hann vagninn í markaskorun og
skoraði 8 mörk í tíu skottilraunum.
Náðu hann, Aron Pálmarsson og Al-
exander Petersson mjög vel saman.
Alexander átti góðan leik í vörn og
sókn og Aron skoraði mikilvæg
mörk í seinni hálfleik. Þá skoraði
fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson
fimm mörk úr fimm skotum.
Björgvin Páll Gústavsson lék all-
an leikinn í markinu og stóð sig vel
með 12 skot varin og 35% mark-
vörslu. Góð vörn íslenska liðsins
gerði það einnig að verkum að
portúgalska liðið tapaði boltanum
ellefu sinnum í leiknum án þess að
koma skoti á markið.
Ungverjar breyttu stöðunni
Eins og fram hefur komið eru tvö
sæti í boði fyrir Evrópuþjóðir inn í
undankeppni Ólympíuleikanna. Eru
það tvö síðustu sætin sem í boði eru.
Danir eru komnir inn á leikana sem
heimsmeistarar. Evrópuþjóðirnar
sem komnar eru í undankeppnina
eru Frakkland, Spánn, Króatía,
Þýskaland, Noregur og Svíþjóð.
Í okkar milliriðli eru því Slóvenía,
Ungverjaland og Portúgal einnig að
keppa um að komast í undankeppn-
ina. Í hinum milliriðlinum eru það
Austurríki og Hvíta-Rússland sem
eru í 4. og 5. sæti í milliriðli I með 2
stig. Margt á því eftir að gerast áður
en þessi mál skýrast en eftir sig-
urinn í gær er ekki öll nótt úti hjá ís-
lenska liðinu. Liðið þarf þó að vinna
bæði Noreg og Svíþjóð í síðustu
tveimur leikjum sínum til að eiga
raunhæfa möguleika.
Norðmenn eru á mikilli siglingu
og þeim mæta okkar menn á morg-
un. Verður það afar erfiður leikur en
Noregur er á toppnum í riðlinum
með 6 stig. Norðmönnum hefur
gengið illa að landa sigri gegn Ís-
lendingum á stórmótum og vonandi
taka þeir ekki upp á því að breyta
því á morgun. Svíar eru hins vegar
nokkuð frá sínu besta, sérstaklega í
sókninni, og spurning hversu vel
þeir verða stemmdir þegar kemur
að leiknum gegn Íslandi.
Fyrsta tap Slóvena
Ungverjar urðu fyrstir til að vinna
Slóvena á EM þegar liðin mættust í
gær. Ungverjaland hafði betur 29:28
og liðið reif sig upp eftir skell gegn
Norðmönnum. Slóvenar og Ung-
verjar eru þá með 4 stig hvort lið og
eru tveimur stigum á eftir Noregi. Í
síðustu umferð mætast Noregur og
Slóvenía sem gæti orðið áhugaverð
rimma.
Bence Banhidi átti frábæran leik
fyrir Ungverja og skoraði níu mörk
úr tíu skotum. Þá varði Ronald Mi-
kler níu skot í marki Ungverja og
var með 30% markvörslu. Jure Dole-
nec var markahæstur Slóvena með
átta mörk í þrettán skotum.
Svíar sem leika undir stjórn Krist-
jáns Andréssonar eru án stiga á
botni milliriðilsins eftir tap gegn
Norðmönnum í síðasta leiknum í
gær 23:20. Svíar misstu af tækifæri
til að setja riðilinn í algert uppnám.
Hefðu Svíar unnið hefðu öll liðin í
riðlinum verið með annað hvort 4
eða 2 stig. Svo fór þó ekki og Norð-
menn voru yfir allan leikinn. Náðu
fimm marka forskoti nokkrum sinn-
um en hristu Svíana aldrei almenni-
lega af sér. Þegar tvær mínútur voru
eftir fengu Svíar tækifæri til að
minnka muninn niður í eitt mark en
brenndu þá tvívegis af dauðafærum.
Þeir fóru illa með mörg dauðafæri í
leiknum og brenndu til að mynda af
tveimur vítaköstum.
Sander Sagosen var markahæstur
hjá Noregi með 8 mörk en Lucas
Pellas skoraði 5 mörk fyrir Svía.
Sáu við Portúgölum
Eftir tvö töp í röð kom sigur hjá Íslandi á EM Sóknir Portúgala voru oft
vandræðalegar gegn íslensku vörninni Enn möguleiki á sæti í undankeppni ÓL
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Vippa Guðjón Valur Sigurðsson svífur inn úr horninu og skorar eitt fimm marka sinna í Malmö í gær.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
Knattspyrnumennirnir Ingvar Jóns-
son markvörður og Atli Barkarson eru
gengnir til liðs við Víking í Reykjavík
og gerðu báðir samning til þriggja ára.
Ingvar, sem er þrítugur að aldri, var í
EM-hópi Íslands árið 2016. Ingvar
kemur frá Viborg í Danmörku og Atli
frá Fredrikstad í Noregi.
Hlauparinn Trausti Þór Þorsteins
náði besta árangri Íslendings frá upp-
hafi í míluhlaupi þegar hann kom í
mark á tímanum 4:05,58 mínútum í
hlaupi sem fram fór á Staten Island í
New York í Bandaríkjunum í gær.
Trausti varð í öðru sæti í hlaupinu en
hann keppir fyrir Wagner College.
Trausti bætti sinn besta árangur í
greininni um tæpar tvær sekúndur og
þá bætti hann árangur Hlyns Andr-
éssonar frá árinu 2017 um tuttugu
hundraðshluta úr sekúndu.
Snjóbrettakappinn Marinó Krist-
jánsson hafnaði í 5. sæti í brekkustíl
(slopestyle) í Evrópubikar í Vars í
Frakklandi í gær. Er þetta besti árang-
ur sem Íslendingur hefur náð í Evrópu-
bikar sem er næststerkasta mótaröð í
heimi. Marínó fékk 72 FIS-stig inn á
heimslistann fyrir árangurinn. Er hann
í 10. sæti í stigakeppni mótarað-
arinnar í brekkustíl.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir,
landsliðskona í handknattleik, átti
mjög góðan leik fyrir Bourg-De-Péage
sem vann eins marks heimasigur gegn
Besancon 25:24 í frönsku 1. deildinni.
Hrafnhildur var markahæst í liði
Bourg-De-Péage með fimm mörk.
Snorri Einarsson, landsliðsmaður í
skíðagöngu, var meðal keppenda í
heimsbikarnum í Novo Mesto í Tékk-
landi en þar náði hann sínum besta ár-
angri í vetur. Aðstæður voru krefjandi
en Snorri hafnaði engu að síður í 35.
sæti, aðeins 14 sekúndum frá 30. sæt-
inu sem er síðasta sætið til að gefa
heimsbikarstig.
Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik
fyrir Brescia í ítölsku A-deildinni í
knattspyrnu er liðið gerði 2:2-jafntefli
við Cagliari á heimavelli. Mario Balo-
telli, samherji Birkis, fékk rauða
spjaldið í leiknum.
Jón Daði Böðvarsson skoraði fyrir
Millwall þegar liðið vann hans gamla
lið, Reading, 2:0 í ensku B-deildinni í
knattspyrnu. Var þetta fyrsta mark
Jóns fyrir Millwall í deildinni.
Landsliðsmiðherj-
inn Tryggvi Snær
Hlinason lék vel í
sigri Zaragoza á
Gran Canaria
81:62 í spænsku
úrvalsdeildinni í
körfuknattleik.
Skoraði hann
13 stig fyrir
Zaragoza,
varði 3
skot, tók 4
fráköst og
gaf 2 stoð-
sendingar.
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Geysisbikar karla, 8-liða úrslit:
Dalhús: Fjölnir – Keflavík ................... 19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – Þór Ak .... 19.15
MG-höllin: Stjarnan – Valur................ 19.15
Ice Lagoon-höll: Sindri – Grindavík ........ 20
Geysisbikar kvenna, 8-liða úrslit:
Hertz-hellir: ÍR – Skallagrímur.......... 19.15
Í KVÖLD!
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunn-
arsdóttir setti nýtt Íslandsmet í
greininni innanhúss þegar hún
kastaði kúlunni 16,19 metra á há-
skólamóti í Houston í Bandaríkj-
unum um helgina. Erna keppir fyr-
ir Rice University en hún bætti
Íslandsmet Ásdísar Hjálmsdóttur
frá árinu 2017 um 23 sentimetra.
Fyrir gærdaginn átti Erna best
16,13 metra utanhúss í greininni og
hún var því að bæta sinn besta ár-
angur. Erna er aðeins 19 ára gömul
en hún fékk meðal annars brons-
verðlaun á EM U20 ára í fyrra.
Íslandsmet hjá
Ernu í Houston
Ljósmynd/FRÍ
Met Erna Sóley Gunnarsdóttir gæti
náð langt í kúluvarpinu.
Íslenska U20 ára landslið karla í ís-
hokkí er komið upp um deild á HM
eftir 4:1-sigur á Ástralíu í úrslita-
leik 3. deildarinnar í Búlgaríu í
gær. Ísland vann alla fimm leiki
sína á mótinu og leikur í 2. deild B á
næsta ári.
Axel Snær Orongan fór á kostum
á mótinu og var markahæstur og
með flestar stoðsendingar allra.
Skoraði hann átta mörk og gaf átta
stoðsendingar í fimm leikjum. Axel
skoraði tvívegis í úrslitaleiknum en
Heiðar Gauti Jóhannsson og Heiðar
Örn Kristveigarson skoruðu einnig.
Atkvæðamestur
allra á mótinu
Ljósmynd/Íshokkísamband Rúme
Markahæstur Axel Snær Orongan
fór mikinn í Búlgaríu.
Malmö Arena, EM karla, milliriðill II,
sunnudag 19. janúar 2020.
Gangur leiksins: 0:3, 1:5, 3:8, 7:11,
10:11, 12:14, 15:16, 18:19, 20:22,
22:23, 23:25, 25:28.
Mörk Portúgals: António Areia 4/1,
Miguel Martins 4, Fábio Magalhaes
3, Alexandre Cavalcanti 3, Diogo
Branquinho 2, Joao Ferraz 2, Luís
Frade 2, Rui Silva 1, Fábio Antunes 1,
Alexis Borges 1, Daymaro Salina 1,
Belone Moreira 1.
Varin skot: Alfredo Quintana 11.
PORTÚGAL – ÍSLAND 25:28
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Íslands: Janus Daði Smárason
8, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Alex-
ander Petersson 5, Aron Pálmarsson
5, Bjarki Már Elísson 2/2, Arnór Þór
Gunnarsson 1, Sigvaldi Björn Guð-
jónsson 1, Ólafur Guðmundsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
11.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Václav Horácek og Jirí
Novotný, Tékklandi.
Áhorfendur: 6.199.