Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 0. J A N Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 16. tölublað 108. árgangur
MARKAÐSSTARF
ÍSLENDINGA Í
ASÍU SKILAR SÉR
KLAUFA-
GANGUR Í
LEIKHÚSI
LANDFLÓTTA
VEGNA
HÖFUÐSLÆÐU
SÝNING LOTTU 28 ÍRANSKIR SKÁKMENN 14MÁNUDAGSVIÐTALIÐ 11
Reiknað er með því að Kínverjum
sem heimsæki Ísland muni fjölga
mikið á næstu árum en búist er við
að 130 þúsund Kínverjar muni
heimsækja Ísland á þessu ári. Fari
svo taka þeir fram út Þjóðverjum
sem þriðji stærsti ferðamannahóp-
urinn.
90 þúsund Kínverjar heimsóttu
landið árið 2018 og gistu að jafnaði í
sex nætur. Sarah Chu, sérfræðingur
hjá sænska ráðgjafarfyrirtækinu
Nordic Business House, segir Kín-
verja verja tiltölulega löngum tíma
hér, þeir skoði landið vel og eyði
meiru af ferðapeningum sínum en
gestir frá öðrum þjóðum. »12
Búast við 130 þús-
und Kínverjum
Margt má breytast til að frumvarp
um hálendisþjóðgarð, sem Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson um-
hverfisráðherra áformar að leggja
fram á Alþingi, verði að lögum á
vorþingi. Þetta segir Sigurður Ingi
Jóhannsson, samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra og þingmaður
Sunnlendinga.
Hörð andstaða við þjóðgarðs-
málið kom fram á kynningar-
fundum sem umhverfisráðherra
hélt á Suðurlandi í síðustu viku. Í
Biskupstungum óttast fólk að missa
yfirráð sín yfir afréttinum á há-
lendinu og sveitarstjórnarmenn
telja að skipulagsvald sveitar-
stjórna verði skert. Þessum sjón-
armiðum segir Sigurður Ingi mik-
ilvægt að gefa gaum og sjálfur
kveðst hann hafa sem ráðherra
sveitarstjórnarmála lagt áherslu á
styrkingu þess stjórnsýslustigs.
„Við heyrum áhyggjur víða frá
og þjóðgarður verður ekki stofn-
aður nema í góðri sátt við íbúa.
Kynning á málinu er nú í samráðs-
gátt stjórnvalda og eðlilega verður
umhverfisráðherra að taka mið af
umsögnum þar og gagnrýnis-
röddum sem heyrst hafa á kynning-
arfundum.“ »4 og 14
Hlustað verði á gagnrýni
Lög um þjóðgarð varla sett í vor
Endurvinnslan hf. endurgreiddi
2,5 milljarða króna fyrir drykkjar-
vöruumbúðir á liðnu ári. Alls var
skilað 157 milljónum flaskna og
dósa árið 2019 og eru áætluð skil
um 85% af þeim umbúðum sem fóru
á markað í fyrra. Miðað við núver-
andi skilagjald hefur Endur-
vinnslan endurgreitt um 41 milljarð
þau 30 ár sem fyrirtækið hefur
safnað flöskum og dósum.
Helgi Lárusson, framkvæmda-
stjóri, Endurvinnslunnar, segir að
áldós verði að nýrri áldós á 60 dög-
um. Við það sparist mikil orka og
ekki síður hráefni. Ávinningur þess
að endurvinna 85% umbúða sem
skilað er nemi kolefnisjöfnun á við
sjö milljón tré á ári. Orkusparnaður
þess að endurvinna áldósir nemi
orkuþörf um 12 þúsund meðal-
stórra heimila á ári. »6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Enduvinnsla Um 157 milljón dósum og
flöskum var skilað til endurvinnslu.
2,5 milljarðar end-
urgreiddir í fyrra
„Við eigum að vera stolt af þessu og
halda í þetta kerfi,“ segir Helgi Gunn-
laugsson afbrotafræðingur um þá
staðreynd að endurkoma fanga hefur
ekki aukist frá því rafrænt eftirlit og
aukin tækifæri til samfélagsþjónustu
í stað fangavistar voru tekin upp hér á
landi.
Samkvæmt tölum Eurostat, hag-
stofu Evrópusambandsins, var hlut-
fallslegur fjöldi fanga á Íslandi árið
2017 sá minnsti í Evrópu, eða 39 fang-
ar á hverja 100 þúsund íbúa. Til sam-
anburðar er hlutfallið hæst í Litháen
eða 232 á hverja 100 þúsund íbúa en
næstlægsta hlutfallið er í Finnlandi
þar sem 56 fangar voru árið 2017 á
hverja 100 þúsund íbúa.
Helgi segir að minni áhersla á fang-
elsisvistun hafi gefist vel og að ekki
hafi orðið vart við aukna brotatíðni í
kjölfarið. „Finnar voru með talsvert
hærri tíðni en hin löndin á Norður-
löndum en tóku svo upp kerfi þar sem
samfélagsþjónusta og rafrænt eftirlit
gegna stærra hlutverki. Þar féll hlut-
fall fanga án þess að hafa áhrif á af-
brotatíðni. Segja má það sama um okk-
ur. Þessar aðgerðir hafa ekki leitt til
aukinnar brotatíðni,“ segir Helgi. »4
„Við eigum að vera stolt“
Hlutfall fanga á Íslandi það lægsta í Evrópulöndum
Morgunblaðið/Eggert
Fangelsi Hlutfallslega færri dvelja í
fangelsi á Íslandi en í öðrum Evr-
ópulöndum skv. tölum Eurostat.
„Vel gert“ gæti Guðmundur Þ. Guðmundsson,
landsliðsþjálfari karla í handknattleik, verið að
hugsa á þessari mynd sem tekin var í Malmö í
gær ef mið er tekið af handahreyfingunni. Ísland
vann Portúgal 28:25 og nældi í sinn fyrsta sigur í
milliriðlinum á EM. Fyrir aftan Guðmund er einn
reyndasti maður mótsins, Brynjólfur Jónsson
læknir, og yngri menn: Viktor Gísli Hall-
grímsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. »27
AFP
Fyrsti sigurinn
í milliriðlinum
Ágúst Ingi Jónsson
Rósa Margrét Tryggvadóttir
Innheimt gjald í ofanflóðasjóð á
tímabilinu 1998-2019 á verðlagi í des-
ember 2019 nemur alls um 43,4 millj-
örðum króna, samkvæmt upplýsing-
um frá umhverfisráðuneytinu. Um
22 milljarðar hafa á þessum tíma far-
ið í ofanflóðavarnir.
„Þetta hefur alveg legið fyrir.
Þetta er algjörlega óviðunandi,“ seg-
ir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aldís bendir á að hún ásamt fjöl-
mörgum sérfræðingum hafi skrifað
undir áskorun til ríkisstjórnarinnar í
fyrra til að vekja athygli á þessari
staðreynd og hvetja ríkisstjórnina til
að láta fjármuni renna í ofanflóða-
varnir.
„Það er dapurlegt að það hafi ekki
Algjörlega óviðunandi
43,4 milljarðar innheimtir í ofanflóðasjóð frá 1998 en 22 milljarðar hafa farið í
varnir Gleymum stundum hve hættuleg íslenska náttúran er, segir formaður SÍS
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vörn Aðeins um helmingur ofan-
flóðasjóðs hefur runnið í varnir. MRúmir 43 milljarðar … »4
verið hlustað á þessa áskorun fyrr en
núna þegar við verðum vitni að þess-
um atburðum sem hafa átt sér stað,“
segir Aldís. „Því miður er náttúran á
Íslandi þess eðlis að við gleymum því
stundum hversu hættuleg hún getur
verið og þá er hætt við að við sofnum
á verðinum og setjum ekki nægilega
fjármuni í nauðsynleg verkefni.“