Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði Klippt & beygt kambstál fyrir minni og stærri verk Reynsla | gæði | þjónusta Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja, munu framvegis ekki bera konunglega titla sína og hætta að sinna opinber- um konunglegum skyldum sínum í þágu konungs- fjölskyldunnar. Af því leiðir að þau munu ekki lengur þiggja opinbera fjármuni, og leitast eftir því að verða fjárhagslega sjálfstæð. Þó er óljóst hvað þau munu fást við, nú þegar þau hyggjast dvelja jafnt í Kanada sem Bretlandi. Elísabet drottning lýsti brottfalli konunglegra titla hjónanna yfir í yfirlýsingu er út kom á laug- ardaginn var. Óskaði hún þeim alls hins besta, og gerði Boris Johnson forsætisráðherra slíkt hið sama fyrir hönd Bretlands í gær. „Harry, Meghan og Archie munu ávallt vera hluti af fjölskyldunni og okkur öllum kær,“ sagði í yfirlýsingu drottningarinnar. Hertogahjónin munu ekki nota konunglegu titl- ana sem skammstafaðir eru HRH, sem stendur fyrir „yðar konunglega hátign.“ Frá og með vor- inu verða þau kölluð Harry, hertoginn af Sussex og Meghan, hertogaynjan af Sussex. Svipar ákvörðunin til þess þegar Díana prinsessa skildi við Karl prins, árið 1996. Hjónin munu dvelja í Frogmore-húsinu áfram samhliða dvöl í Kanada og hyggjast þá borga til baka kostnað vegna endurbóta á húsinu, sem áður hafði verið greiddur með opinberu fé. Kostnaður- inn hljóðar upp á 2,4 milljónir punda sem nemur tæplega 390 milljónum íslenskra króna. Þau munu einnig greiða leigu fyrir húsnæðið. Fyrrverandi konunglegi fréttaritarinn Dickie Arbiter, tjáði fréttamiðlinum The Sun í gær að enginn meðlimur konungsfjölskyldunnar hefði nokkurn tímann endurgreitt skattfé. Þá hefur Harry einnig verið sviptur hern- aðarlegum titlum sem hann ávann sér eftir að hafa þjónað breska hernum í tveimur leiðöngrum til Afganistans. Hjónin tilkynntu í byrjun janúar að þau vildu draga sig út úr konunglegum störfum. Kom yfir- lýsingin Elísabetu drottningu á óvart og birtist örstuttu síðar yfirlýsing frá embættismönnum drottningarinnar í Buckingham-höll þess efnis að málið væri á byrjunarstigi. Enn er mörgum spurningum ósvarað, til dæmis hvað hjónin munu fást við eftir þessar breytingar á högum þeirra. Trúlofast. Meghan hættir að leika Hittast gegnum sameiginlegan vin 2011 2000-11 Giftist kvikmynda- framleiðandanum Trevor Engelson Fær lykilhlutverk í sjónvarps- þáttunum Suits 15. september 1984 Fæðist í London 2004 Starfar á munaðar- leysingjahæli í Lesotho 2005-06 Herþjálfun í Sandhurst Vekur hneykslan þegar hann klæðist nasistabúningi á grímuballi Janúar 2005 Nóv. 2017 Maí 2019 Október 2019 Brúðkaup íWindsorkastala Sonur, Archie, fæðist Stefna fjölmiðlum fyrir dóm fyrir„linnulausan áróður“. Harry viðurkennir ósætti við Vilhjálm bróður sinn Janúar 2020 Ná samkomulagi við drottninguna um að afsala sér opinberum skyldum, titlum og fjárframlögum 19. maí, 2018 2007, 2012 Gegnir herþjónustu í Afganistan Stofnar Invictus íþróttaleika fyrir særða hermenn 2014 2013 Skilur Starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar 4. ágúst 1981 Fæðist í Los Angeles Fyrirsæta og þjónn Nemur leiklist og alþjóða- samskipti í Northwestern háskóla Heldur úti vinsælu lífsstílsbloggi 1997 Harry prins 6. í erfðaröð bresku krúnunnar MeghanMarkle Hertogaynja af Sussex Júlí 2016 Faðirinn er ljósameistari í sjónvarpi, móðirin félags- ráðgjafi og jógakennari Yngri sonur Karls krónprins Breta og lafði Díönu Spencer Díana lést í bílslysi Engir titlar og engar skyldur  Hertogahjónin afsala sér titlum sínum og hætta opinberum embættisstörfum Fram kemur í skjölum sem hef- ur nú verið lekið að Isabel dos Santos, auð- ugasta kona Afr- íku, hafi eignast öll sín auðæfi með því að arð- ræna þjóð sína. Santos kom að ýmsum arðbærum viðskiptum, meðal annars með olíu og demanta þegar José Eduardo dos Santos, faðir hennar, var for- seti Angóla. Í skjölunum sem var lekið kemur fram að Santos og eig- inmaður hennar hafi keypt ýmsar eignir ríkisins í viðskiptum sem breska ríkisútvarpið, BBC, segir af- ar vafasöm. Santos segir sjálf að ásakanirnar séu falsaðar og hluti af herferð angólskra stjórnvalda gegn sér. Santos býr nú í Lundúnum þar sem hún á fjölmargar fasteignir. Málið er rannsakað sem sakamál í Angóla og hafa eignir Santos þar í landi verið frystar. AFRÍKA Ríkasta kona Afríku arðrændi þjóð sína 75 fangar sluppu úr fangelsi í aust- urhluta Paragvæ nærri landamær- um Brasilíu. Yfirvöld grunar að fangarnir hafi sloppið út um að- alinngang fang- elsisins með að- stoð fangelsisvarða. Jarðgöng sem höfðu verið grafin í fangaklefa fundust við rannsókn málsins, en yfirvöld telja að göngin séu yfir- hylming og að föngunum hafi verið sleppt vísvitandi. Talið er að fjöl- margir af strokuföngunum tilheyri stærstu skipulögðu glæpa- samtökum Brasilíu, PPC. Euclides Acevedo, innanríkis- ráðherra Paragvæ, segir ljóst að fangarnir nutu aðstoðar starfs- manna fangelsisins við flóttann og hefur dómsmálaráðherra landsins fyrirskipað að fangaverðir fangels- isins verði reknir og handteknir. SUÐUR-AMERÍKA 75 fangar flúðu með hjálp fangavarða Lögfræðiteymi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur opinberað málsvörn forsetans við ákæru á hendur forsetanum til embættis- missis. Í málsvörninni segir að ákæran sé „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér forseta og móðgun við stjórnarskrána“. Pat Ci- pollone, lögfræðilegur ráðgjafi Hvíta hússins, fer fyrir lögfræðiteyminu sem er einnig skipað Jay Sekulow, persónulegum lögmanni Trumps, Alan Dershowitz, sem þekktastur er fyrir að verja ýmsa fræga einstak- linga í gegnum tíðina, og Kenneth Starr, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið saksóknari í ákæru Bandaríkjaþings á hendur Bill Clin- ton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1998. Trump er sakaður um að hafa látið frysta neyðaraðstoð til Úkraínu í því skyni að þrýsta á stjórnvöld þar í landi að rannsaka demókratann Joe Biden og son hans Hunter Biden. Joe Biden býður sig fram sem for- setaefni í forkosningum Demókrata- flokksins og verður mögulega and- stæðingur Trumps í komandi forsetakosningum. Trump er einnig ákærður fyrir að reyna að hindra framgang rannsóknar fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, sem ákærði for- setann. „Þetta er ósvífin og ólögmæt til- raun til að snúa við niðurstöðu for- setakosninganna 2016 og til að hafa áhrif á kosningarnar í ár,“ segir í málsvörn forsetans. Ákæran var send til öldungadeild- arinnar sl. miðvikudag og verður tekin fyrir á þriðjudag. Repúblikan- ar eru með meirihluta í öldunga- deildinni og gætu því sýknað forset- ann innan hálfs mánaðar. „Hættuleg árás“ á lýðræðið  Málsvörn Donalds Trumps opinberuð AFP Ákæra Trump er ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.