Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 32
Kammerkórinn Hljómeyki flytur
Path of Miracles eftir breska tón-
skáldið Joby Talbot í Landakots-
kirkju í kvöld kl. 21. Verkið, sem er
17 radda og sungið á ýmsum tungu-
málum, er nokkurs konar ferðalag
eftir Jakobsveginum. Það tekur um
klukkustund í flutningi. Slagverk er
í höndum Franks Aarninks og
stjórnandi er Þorvaldur Örn Dav-
íðsson. Kórinn flytur verkið ásamt
íslenskum verkum á tónleikum í
Minsk í Hvíta-Rússlandi í apríl.
Á Jakobsvegi í Landa-
kotskirkju í kvöld kl. 21
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Íslenska landsliðið er enn með í
baráttunni um sæti í undankeppni
Ólympíuleikanna. Í gær vann Ísland
lið Portúgals 28:25 í milliriðli II á
EM karla í handknattleik og náði í
sín fyrstu stig í milliriðlinum eftir
tvo tapleiki í röð. Er liðið tveimur
stigum á eftir Ungverjum og Sló-
venum en fjórum stigum á eftir
Norðmönnum. »26
Ekki útilokað að ná
sæti í undankeppni ÓL
ÍÞRÓTTIR MENNING
Forskot Liverpool á toppi ensku úr-
valsdeildarinnar í knattspyrnu er
nú 16 stig eftir leiki helgarinnar en
Liverpool tók á móti grönnum sín-
um í Manchester United á Anfield í
gær og vann verðskuldaðan 2:0-
sigur. Liverpool á auk þess leik til
góða og getur því náð 19 stiga for-
skoti á Manchester
City, sem mis-
steig sig gegn
Crystal Palace.
Virgil van Dijk og
Mo Salah skoruðu
mörk Liverpool í
gær, en þau hefðu
getað orðið mun
fleiri, þar sem
liðið skapaði
sér fullt af
færum. »26
Liverpool með 16 stiga
forskot á toppnum
fjallar ekki um einstakt tilefni, held-
ur lýsir því hvað fjöllin eru miklu fal-
legri þegar snjóað hefur í þau.“
Margar limrur verða til í göngu-
túrum. „Mér finnst ágætt að ganga
einn í tvo til fjóra tíma og þá kemur
andinn oft yfir mig,“ segir Óskar og
áréttar að hann setjist aldrei niður í
þeim tilgangi að fara að semja. „Einu
sinni gekk ég Leggjabrjót fram og til
baka og þá kom upp limra um munka
í klaustri. Ég veit ekki hvernig stóð á
því, trúlega var ég orðin þyrstur á
bakaleiðinni við Biskupskeldu.“
Önnur bók er ekki á teikniborðinu.
„Við sjáum til hvernig gengur að
safna,“ segir Óskar, sem hefur starf-
að hjá Húsasmiðjunni undanfarin
tæp 30 ár. „Limran er mjög
skemmtilegt kvæðaform og ég held
áfram að semja þegar tækifæri gef-
ast og ástæða þykir til.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jólin eru að baki en sumir í stór-
fjölskyldu Óskars Jónssonar og vinir
hans tala enn um bókina Limrulyng,
sem hann gaf út fyrir hátíðina. „Ég
ákvað að koma þeim á óvart, valdi
limrur og gaf út þetta úrval, sem ég
hugsaði fyrst og fremst sem jólagjöf
og til heimabrúks,“ segir hann.
Laufey Sigurðardóttir frá Torfu-
felli í Eyjafirði, föðuramma Óskars,
skrifaði mikið í blöð og tímarit,
samdi og flutti þætti í útvarp og
fékkst við ljóðagerð. „Hún átti mjög
auðvelt með að skrifa og ætli skáld-
skapurinn liggi ekki í genunum,“
segir hann. Bætir samt við að hún
hafi fjallað mikið um kristileg mál-
efni en hann yrki á öðrum nótum.
„Ég hef sett saman vísur frá unga
aldri, var fyrst í ferskeytlum en limr-
urnar hafa staðið mér næst í seinni
tíð. Ég átti töluvert safn og bók hef-
ur legið í loftinu í nokkurn tíma, en
ég lét ekki verða af útgáfu fyrr en
nú.“
Fegurðin í snjónum
Enginn sérstakur inngangur er í
bókinni, sem Óskar gefur sjálfur út,
en fyrsta limran útskýrir hvað koma
skal:
Bragð af mínum bestu
í bland við mínar verstu:
Safaríkar, súrar,
sætar, jafnvel klúrar
sem ber af lyngi lestu.
Limrurnar koma af sjálfu sér, að
sögn Óskars, oftast í tengslum við
stað og stund hverju sinni. „Sumir
skilja þær ekki því þeir vita ekki fyr-
ir hvað þær standa, en yfirleitt verða
þær til að gefnu tilefni.“
Í Limrulyngi eru 133 limrur. Ósk-
ar vill ekki gera upp á milli
„barnanna“ sinna og segir það ekki í
sínum verkahring að dæma eigin
verk en eftirfarandi limra sé í uppá-
haldi ásamt mörgum öðrum:
Það fennti í fjöllin í gær
þá var eins og færðust þau nær.
En svo þegar hlýnar og hlánar
í hlíðunum gráminn hann blánar
og brátt aftur sýnast þau fjær.
„Mér finnst þessi limra ágæt,“
segir útivistarmaðurinn. „Hún
Yrkir limrur á leiðinni
Útivistarmaðurinn Óskar Jónsson sendir frá sér bók
Þorsti kallaði fram limru um munka í klaustri
Höfundur Óskar Jónsson er ánægður með fyrstu bók sína.