Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:30-12:30, nóg pláss - Hreyfiö-
salurinn er opinn milli 9:30-11:30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur -
Kraftur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Grandavegi 47
kl.10:15 og Aflagranda kl.10:20 - Félagsvist kl.13:00 - Myndlist kl.13:00
- Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 -
Allir velkomnir –
Boðinn Boccia kl.10.30 Gönguhópur kl.10.30 Bingó (FEBK) kl.13.00
Myndlist kl.13.00 Vatnsleikfimi kl.14.30
Dalbraut 18-20 Myndlist í vinnustofu.
Dalbraut 27 Óli og Embla í setustofu 1. hæð.
Árið 2019 í pílu gert upp, parketsal.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl.
8:50. Ganga ef verður leyfir kl. 10. Byrjendur í Línudansi kl. 10.
Hádegismatur kl. 11:30. Myndlistarnámskeið kl. 12:30. Handavinnu-
hornið kl. 13. Foreldrastund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl.
14:30. Komdu að púsla kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8:30. Hjúkrunarfræðingur
kl. 10:00. Núvitund kl. 10:30. Silkimálun kl. 12:30. Göngutúr um
hverfið kl. 13:00. Handaband kl. 13:00. Bridge kl. 13:00. Bókabíllinn á
svæðinu kl. 13:10-13:30. Skák kl. 14:00. Handavinnuhópur hittist kl.
15:30. Verið öll hjartanlega velkomin.
Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga í
Jónshúsi kl. 11:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Vatnsleikf. Sjál
kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9:30. Kvennaleikf Ásg. kl.11:00.
Zumba salur Ísafold kl. 16:15
Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður
m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Qigong 10:00-11:00 Leikfimi Helgu Ben 11:00-
11:30. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia, kl. 9.30
Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 Kóræfing,
kl. 19.00 Skapandi skrif.
Gullsmára Postulínshópur kl. 9.00. Jóga 9.30 og 17.00 Bridge og
Handavinna kl. 13.00. Félagsvist kl. 20.00.
Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika fra kl 8.00-12.00 Myndmennt
kl 9.00 Gaflarakórinn kl 11.00 Félagsvist kl 13.00 Ganga frá Haukahúsi
kl10.00
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Jóga með
Carynu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Samverustund kl. 10:30. Jóga
með Ragnheiði kl. 11:10 og kl. 12:05. Tálgun – opinn hópur kl. 13:00-
16:00. Frjáls spilamennska 13:00. Liðleiki í stólum 13:30.
Korpúlfar Ganga kl. 10 gengið frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni
í Egilshöll. Skartgripagerð í Borgum kl. 13 í dag og félagsvist kl. 13 í
Borgum. Tréútskurður í umsjón Gylfa kl 13 á Korpúlfsstöðum, og
kóræfing Korpusystkina kl. 16 í dag í Borgum. Allir hjartanslega vel-
komnir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30,morgunleikfimi kl. 9.45,upplestur
kl.11 ,trésmiðja kl. 13-16, Gönguhópurinn kl.13.30, bíó í betri stofunni
kl.15.30.Uppl í s.4112760.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir
Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl.
10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna með
leiðbeinanda á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl,.
18.30. Á morgun þriðjudag verður farið í heimsókln í Grafarvogskir-
kju. Lagt af stað kl. 13.30. Söngur, skemmtun og veitingar. Skráning.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er
félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30
– 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
með
morgun-
nu
✝ Páll Geir Möll-er fæddist
27.10. 1940 á Akur-
eyri, hann varð
bráðkvaddur hinn
7.12. 2019. Palli
eins og hann var
ávallt kallaður var
sonur hjónanna Al-
freðs Möller, f.
30.12. 1909, og
Friðnýjar S. Möller
Baldvinsdóttur, f.
16.10. 1918. Systkini Palla, Lus-
inda Gígja, f. 25.4. 1937, d. 10.9.
1918, Súsanna Jóna, f. 7.9. 1943,
Alma Kristín, f. 21.9. 1945, Erla
Elva, f. 13.9. 1946, Jóhann
Arinbjörn Snorrason, Arna
Möller, f. 8.10. 1965, fyrrver-
andi maki Gylfi Jónasson, nú-
verandi sambýlismaður Klaus
Rydenskog, og Alfreð Möller, f.
12.3. 1970. Barnabörn Guðrún
Elva, f. 23.11. 1978, Íris Rán, f.
16.4. 1980, Andri Þór, f. 13.6.
1988, Gerður Huld, f. 15.9. 1989,
og Sigrún Ýr, f. 24.1. 1991, og
eru barnabarnabörnin orðin 9.
Palli og Gerður hófu búskap
1961 í Oddeyrargötu, þaðan
fluttu þau svo í Þórunnarstræti
91 og voru þar frá 1964-1980
fluttu þau í Hamragerði 20 1980
og voru þar til 2009. Fluttu þau
í Furulund í nokkur ár og svo
þaðan í Brekatún 2.
Páll Geir var jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju 3. janúar
2020.
Gunnar, f. 25.7.
1955.
Palli lærði renni-
smíði og svo síðar
meir ketil- og
plötusmíði. Vann
hann lengi vel á
Vélsmiðju Alta. Þar
lærði hann sína iðn.
Síðustu árin sem
hann vann var
hann hjá Möl og
sandi.
Palli giftist Gerði Guðvarð-
ardóttur, f. 10.1. 1940, d. 10.3.
2019, hinn 18.4. 1962. Börn
þeirra eru Friðný Möller, f.
28.1. 1962, fyrrverandi maki
Elsku pabbi, það er stórt
skarð sem hefur myndast í lífi
mínu, bæði þú og mamma
kvödduð á sama árinu. Þú stóðst
þig eins og hetja í veikindum
mömmu og ég hélt að þú yrðir
hjá okkur í mörg ár til viðbótar,
en svo varð ekki. Þú kvaddir
þennan heim með hraði og er ég
enn að hugsa um sjokkið sem ég
fékk þegar síminn hringdi og
mér var tjáð að þú værir farinn.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem ég á um þig. Sem
dæmi má nefna ferðalögin um
Ísland með tjaldið í skottinu á
bílnum. Útilegurnar voru ávallt
skemmtilegar og spilaðir þú á
munnhörpu og við hin sungum.
En það sem upp úr stendur er
ferðin sem við fjölskyldan fórum
til Ítalíu 1976. Þetta var fyrsta
utanlandsferð sem við fórum í
öll saman.
Þið mamma hélduð áfram að
ferðast um Ísland og smám
saman uppfærðuð þið ferðamát-
ann; frá tjaldi yfir í tjaldvagn,
svo fenguð þið ykkur fellihýsi og
að lokum ferðuðust þið um í
húsbíl og urðuð félagar í hús-
bílafélaginu. Það voru ekki að-
eins ferðalög sem þið tókuð þátt
í með húsbílafélaginu heldur
fóruð þið einnig á samkomur
þar sem var sungið og dansað,
sem ykkur fannst mjög
skemmtilegt.
Þú varst mikill dellukall og
áttir ávallt góðar myndavélar og
vídeóvélar enda til gífurlegt
magn af myndum og vídeó-
myndum af bæði okkur systk-
inunum og barnabörnunum sem
við munum dunda okkur við á
næstunni að fara í gegnum og
rifja þá upp góðar minningar.
Síðustu ár spáðir þú mikið í
rafmagnsbíla og skoðaðir lengi
allar týpur og tegundir sem
komu á markaðinn; hvað þeir
kæmust langt á einni hleðslu,
hversu kraftmiklir þeir væru og
þar fram eftir götunum. Við
fundum marga rafmagnsbíla-
bæklinga heima hjá þér. Á end-
anum léstu draum þinn rætast
og keyptir þér rafmagnsbíl. Á
aðeins níu mánuðum komstu tólf
sinnum suður á bílnum og
keyrðir samtals 16.000 km á
þessum níu mánuðum. Til gam-
ans má nefna að þú áttir Land-
cruiser í 16 ár og hann var að-
eins keyrður 72.000 km þegar
hann var seldur, kallaði ég hann
ávallt bónusbíllinn.
Í 30 ár bjugguð þið í Hamra-
gerðinu og var garðurinn hjá
ykkur eins og lystigarður; þak-
inn blómabeðum, gosbrunni og
hellulagðir fletir til að liggja í
sólbaði á, enda eins og flestir
vita alltaf gott veður á Akur-
eyri!
Ég er mjög ánægð í dag að
þú fékkst að kveðja svona
snöggt og ert kominn til
mömmu sem gerði stundum grín
að því að ég hefði orðið einbirni
ef þú hefðir verið viðstaddur
þegar ég fæddist. Sem betur fer
varð ég það ekki og á ég tvö
yndisleg systkini í dag sem ég
er þakklát fyrir.
Elsku pabbi minn, þín verður
sárt saknað og kveð ég þig með
sorg í hjarta en ylja mér við
þær minningar og þann tíma
sem við fengum saman.
Þín
Friðný (Ninný).
Elsku Palli afi. Hinn 7. des-
ember hringdi mamma í mig og
það óvenju seint miðað við
venjulega og fann ég strax á
mér að það væri eitthvað að, því
mamma hringir oftast ekki í
mig á þessum tíma vegna tíma-
mismunar hjá okkur.
Þegar við systur vorum yngri
eyddum við miklum tíma hjá
þér og ömmu. Um helgar voru
oftar en ekki bakaðar vöfflur og
gert heitt kakó, þó sérstaklega
á veturna. Við lékum okkur í
fallega garðinum ykkar í
Hamragerðinu hvort sem það
var sumar eða vetur. Við slóg-
um upp tjaldi á sumrin til að
leika í og bjuggum til snjóhús
og snjókarla á veturna enda nóg
pláss í garðinum fyrir alls kyns
leiki. Jólum og áramótum eydd-
um við oft hjá ykkur og var út-
sýnið úr Hamragerðinu eins og
best varð á kosið til að horfa á
flugelda.
Nokkrar útilegur fórum við í
með ykkur og ættarmót. Þá var
oftar en ekki munnharpan dreg-
in upp þegar mannfögnuður var
og áttir þú orðið dágott safn af
munnhörpum.
Afi, þú varst ótrúlega ljúfur
og góður maður, hjálpsamur og
ávallt tilbúinn að aðstoða mann
ef á þurfti að halda.
Það er ótrúlega erfitt að
hugsa til þess að bæði þú og
amma séuð farin frá okkur. Árið
2020 verður tómlegt án ykkar.
Hvíldu í friði og ég er viss
um að amma hefur tekið vel á
móti þér.
Kveðja, þín dótturdóttir,
Íris Rán.
Páll Geir Möller
✝ Margrét ÓlafíaGuðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 14. febr-
úar 1930. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli í
Reykjavík 30. des-
ember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Gíslason
sjómaður, f. 1900,
d. 1952, og Guðbjörg Krist-
insdóttir húsmóðir, f. 1904, d.
1969.
Margrét ólst upp í Reykjavík.
Eftirlifandi systir hennar er Ev-
lalía Kristín, f. 1935, eiginmaður
hennar var Birgir G. Alberts-
son, f. 1935, d. 2009.
ár þar til hún hóf störf við bók-
hald og fjárreiður hjá BP olíu-
verslun Íslands, síðar Olís, árið
1953. Þar starfaði Margrét nær
óslitið til ársins 2000 og var
heiðruð á 40 ára starfsafmæl-
inu. Margrét gerði stutt hlé á
störfum sínum fyrir olíufélagið
þegar hún hélt til Danmerkur
árið 1959 og starfaði í And-
elsbankanum í Kaupmannahöfn
í tæpt ár. Kaupmannahöfn var
alltaf í miklum metum hjá Mar-
gréti og hélt hún tengslum við
fyrrverandi samstarfsfólk í
danska bankanum fram á gam-
als aldur.
Margrét var sjálfstæð og
hafði yndi af ferðalögum. Hún
lagðist í mánaðarferðalag um
Evrópu með vinkonum sínum
árið 1958 og upplifði Evrópu
eftirstríðsáranna sem varð
henni afar minnisstæð og ferð-
aðist síðan víða fram á níræðis-
aldur.
Útför Margrétar fór fram í
kyrrþey.
Einkasonur Mar-
grétar er Guð-
mundur Benedikts-
son, f. 1960 (faðir
Benedikt Steinar
Magnússon, f. 1929,
d. 1970). Eiginkona
Guðmundar er Lína
Guðlaug Atladóttir,
f. 1959, börn þeirra
eru Daníel Fannar,
f. 1991, og Sara El-
ísabet Na, f. 2002.
Margrét lauk námi frá Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur (Ingi-
marsskólanum). Hún bætti við
sig ýmiss konar styttra námi yf-
ir ævina, meðal annars í tungu-
málum. Margrét hóf vinnuferil
sinn á skrifstofu Kassagerð-
arinnar og starfaði þar í nokkur
Það er fátt sem tengir fólk
betur saman en matur. Þegar
við borðum saman tengjumst
við sterkari böndum og mat-
reiðsla er ein helsta og elsta
leið okkar til að sýna ást og
umhyggju.
Þannig var það sannarlega
hjá ömmu, sem hafði unun af
því að elda fyrir fólkið sitt.
Þannig var það líka hjá okkur
sem fengum að njóta elda-
mennskunnar. Hvort sem það
var sunnudagskaffi þar sem
boðið var upp á ómótstæðilegar
pönnsur og spjall, kvöldmatur
með kjúklingnum og sveppa-
sósunni sem nærðu bæði lík-
ama og sál eða kjötbollujólin
2004 þar sem veikindi gerðu
það að verkum að ekkert varð
úr jólamatnum en amma, fyr-
irvaralaust, hristi fram úr erm-
inni gómsætar kjötbollur og
spagettí og bjargaði þannig jól-
unum.
Það eru svo margar hlýjar
og góðar minningar sem við
eigum.
Við kveðjum ömmu með
söknuði, þakklæti og ást.
Daníel og Sara.
Nú er komið að kveðjustund.
Við Magga systir mín vorum
alltaf nánar systur og ég kem
til með að sakna hennar mikið.
Í gegnum gleði og sorg höfum
við fylgst að, með væntum-
þykju í garð hvor annarrar.
Magga var fyrirmynd mín allt
frá því við vorum litlar stelpur
á Hverfisgötunni og ég leit upp
til hennar.
Á fullorðinsárum var sam-
gangur á milli heimila okkar
mikill, sérstaklega eftir að við
fluttum báðar í Seláshverfi þar
sem göngufæri var á milli okk-
ar. Á seinni árum heimsóttum
við hvor aðra næstum daglega
og töluðum í síma nokkrum
sinnum á dag. Magga var mikill
stuðningur fyrir mig eftir að
Birgir eiginmaður minn lést.
Samfylgd okkar systra í gegn-
um lífið er mér einstaklega
dýrmæt og þakkarverð. Nú
hefur systir mín fengið hvíldina
og ég kveð hana með þessum
orðum:
Ó, vef mig vængjum þínum
til verndar, Jesús hér,
og ljúfa hvíld mér ljáðu,
þótt lánið breyti sér.
Vert þú mér allt í öllu,
mín æðsta speki’ og ráð,
og lát um lífs míns daga
mig lifa’ af hreinni náð.
Tak burtu brot og syndir
með blóði, Jesús minn,
og hreint mér gefðu hjarta
og helgan vilja þinn.
Mig geym í gæslu þinni.
Mín gæti náð þín blíð,
að frið og hvíld mér færi
hin fagra næturtíð.
(Linda Sandell/Magnús
Runólfsson)
Elsku systir, Guð geymi þig
og varðveiti.
Þín systir,
Evlalía Kristín
Guðmundsdóttir.
Margrét Ólafía
Guðmundsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra horn-
inu efst og viðeigandi liður, „Senda
inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar