Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 ✝ Jón BjörnHjálmarsson fæddist á Dalvík 13. janúar 1956. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 9. janúar 2020. Foreldrar hans voru: Sólveig Ey- feld, f. 17. apríl 1924, d. 12. maí 1981, og Hjálmar B. Júlíusson, f. 16. september 1924, d. 26. apríl 2002. Jón Björn átti fimm systkini. Þau eru: Þórdís, f. 1950, Sólveig, f. 1951, d. 1998, Unnur María f. 1953, d. 2013, Kolbrún, f. 1957, d. 1977, og Hjálmar, f. 1963. Jón Björn kvæntist Brynju Þorvaldsdóttur 13. janúar 2016. Brynja fæddist á Ólafsfirði 4.11. 1956, dóttir Þorvaldar Ingimundarsonar, f. á Ólafs- firði 15.1. 1918, d. 28.10. 1974, og Sigurbjargar Stefánsdóttur, f. að Berghyl í Austur-Fljótum, f. 20.1. 1922, d. 29.1. 2005. Vélskóla Íslands og hlaut meistararéttindi í bifvélavirkj- un 1980, stundaði nám í Land- búnaðarháskólanum á Hvann- eyri 2009-2011 útskrifaðist sem reiðmaður. Jón Björn starfaði við fag sitt hjá Saab, Kristni Guðnasyni, Volvo og Eimskip áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar árið 1998. Jón Björn var hestamaður og gaf sig allan og óskiptan að sínum bústofni. Auk þess var hann mikill áhugamaður um bifreiðaíþróttir og keppti m.a. í Rallykrossi. Mótorhjóla- og skotíþróttum hafði hann einnig mikið dálæti á. Jón Björn og Brynja hófu sambúð á Vífilsgötu 22 í Reykjavík árið 1979. Árið 1981 fluttu þau í Hafnarfjörð og hafa búið þar síðan. Jón Björn greindist með krabbamein í janúar 2016. Honum var gefin von til lífs talin í mánuðum. Hann var hins vegar baráttumaður þar sem meinið þurfti margsinnis að hopa fyrir baráttu hans og lækna. Útför Jóns Björns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20. janúar 2020, og hefst athöfnin kl. 13. Börn Jón Björns og Brynju eru: 1) Dr. Birgir Már Guðbrandsson gigtarlæknir í Nor- egi, f. 11.2. 1976, kona hans er Ing- rid Johannessen tannlæknir, f. 17.12. 1977, barn þeirra: Eirik Brynjar, f. 30.6. 2015. Börn Birgis og fv. eiginkonu hans Ásu Ein- arsdóttur eru þríburarnir Birk- ir Smári, Hlyni Snær, Karitas Ísold, f. 20.12. 2007. 2) Kolbeinn rafiðnfræðingur, f. 5.11. 1981, kona hans er Anna Birna Jónsdóttir starfs- mannastjóri, f. 17.12. 1977, börn þeirra: Birnir Breki, f. 3.8. 2011, Hrafney Tinna, f. 14.1. 2015. Jón Björn ólst upp á Dalvík hjá foreldrum og systkinum. Hann útskrifaðist sem bifvéla- virki frá Iðnskólanum á Akur- eyri vorið 1975, stundaði nám í Elsku Jómbi minn. Það er erf- itt til þess að hugsa að hitta þig ekki þegar við mætum í heimsókn í Fagrahvamminn. Duglegri mönnum hef ég ekki kynnst. Húmorinn þinn og hlátur var einstakur og smitandi og færði okkur öllum gleði hverju sinni. Þú varst einnig stríðinn með eindæmum og var oft gaman að sjá hvernig þú gast gert Kolbein þinn alveg sótillan á stuttum tíma með smá stríðni og þú vissir ná- kvæmlega hvernig þú gast hrekkt hann og hafðir oft gaman af. Þegar við bjuggum hjá ykkur eftir við fluttum heim frá Noregi áttum við oft gott spjall um lífið og tilveruna og hvernig bíl við ættum EKKI að fá okkur og einnig þótti mér vænt um hvað þú varst dug- legur að elda hafragraut ofan í krakkana. Þú varst svo sannarlega barn- góður maður og betri afa hefðu börnin mín aldrei getað óskað sér. Þú gladdir þau með nærveru þinni og þau fundu að þau voru sko alltaf velkomin hjá þér og áttu alltaf sinn stað. Þegar ég reyndi að siða þau til komstu þeim til varnar og skammaðir mig fyrir að vera að láta svona við greyið börn- in. Þetta kunnu þau sko að meta ... og innst inni Jómbi minn og ég líka. Dimma, hundurinn þinn, átt stóran sess í hjarta þínu og þótti mér einstaklega vænt um hana og ykkar vináttu. Ég veit þú misstir mikið þegar hún dó og það tók mig sárt að sjá hvað þetta tók á þig. Þú ert einn sá mesti jaxl og klettur sem ég veit um. Í öllum þínum sáru veikindum kvartað- irðu aldrei, þú nefndir krabba- meinið ekki á nafn, það var í raun eins og það væri ekki til staðar. Ég held reyndar, elsku Jómbi minn, að það hafi haldið þér gang- andi eins lengi og það gerði. Hlýja þín í minn garð og skilningur á mínum aðstæðum oft á tíðum var ómetanlegur. Ég vil hafa þetta lokaorð og láta þig vita að þú lifir í hjörtum okkar allra og við sjáumst aftur síðar elsku vinur. Þín tengdadóttir, Anna Birna. Elsku besti afi okkar. Mikið voru þetta sárar fréttir fyrir okkur þegar mamma sagði okkur að þú værir dáinn. Betri afa hefðum við ekki getað óskað okkur. Við viljum minnast nokkurra atriða sem við munum aldrei gleyma og minningarnar munum geymum við í hjarta okkar um ókomna tíð. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er óteljandi ferðir okkar saman í IKEA til að fá okkur að borða og þú bauðst okkur alltaf upp á ís á eftir, að því þurftum við aldrei að spyrja. Hrafney Tinna spurði mömmu rétt eftir að þú varst dáinn hvort það væri örugg- lega ekki IKEA á himnum því annars fengi afi ekkert að borða. Þú kenndir okkur manngang- inn og áttum við margar stundir saman að tefla eftir matarboð inni í sjónvarpsstofu, það voru svo góðir tímar, elsku afi. Hestaáhuga þínum deildir þú með henni Hrafneyju Tinnu og vissi hún ekkert betra en að mæta eldsnemma á laugardagsmorgni í skonsur til ömmu og taka hesta- fötin með og fara svo með þér á hestakagganum að moka og hleypa út, ef vel viðraði fóruð þið oftar en ekki í stuttan útreiðartúr um svæði Sörla. Þessa tíma elsk- aði Hrafney og mun hún aldrei gleyma þeim. Þú varst duglegur að draga Birni Breka og Kolla á rallíkross- brautina í hrauninu við Hafnar- fjörð og þar áttuð þið þrír oft góð- an tíma saman. Elsku afi okkar, við munum aldrei gleyma tímanum þegar þú varst sem veikastur uppi á spítala en samt tókstu alltaf á móti okkur opnum örmum og alltaf svo glaður að sjá okkur. Faðmlag þitt bros og hlátur gaf okkur meira en allt. Minnisstætt í þessum veikindum var þegar þú baðst Hrafneyju Tinnu að syngja fyrir þig jólalag sem hún gerði svo fallega og texta þessa jólalags setjum við hér und- ir því okkur þótti þetta skilja eftir svo mikla jólagleði í hjarta þínu og hjá okkur einnig. Elsku besti afi Jómbi, við þökk- um þér fyrir allt það góða og fal- lega sem þú gafst okkur. Njóttu tímans á himnum með öllu fólkinu sem er búið að sakna þín og einnig henni Dimmu okkar. Við vitum að þú vakir yfir okk- ur. Á meðan Kári bítur kinn og frostið gegnum allt smýgur. Ég hugsa heim í faðminn þinn og sé í huga mér ljósin. Hríðin blindandi og grimm, ég hef týnt öllum áttum. Jólanóttin er dimm, villir mér sýn. Heim í hlýjuna, ilminn og aftur til þín. Heima sérhver jól, með þér ástin mín. Ég vil dansa um tréð og hlæja með þér. Lífið er ljúfast í desember. (Frostið: Katrín Sif Ingvarsdóttir) Þín barnabörn Birnir Breki og Hrafney Tinna. Elsku besti afi Jómbi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman í hesthúsinu, þar kenndir þú okkur að kemba hest- unum og vildir allaf að við færum á hestbak. Í fyrsta skipti sem Kar- ítas fór á bak plataðir þú hana og sagðist ætla að teyma undir henni en svo léstu hana bara vera eina á hestinum. Mikið var það gaman. Þú varst alltaf að gera ein- hverja nýja spennandi hluti með okkur eins og þegar við fórum með þér á spyrnukeppnir og rall, þetta eru hlutir sem enginn nema þú gerðir með okkur. Og núna getur þú ekki gert alla þessa spennandi hluti með okkur leng- ur. Okkur finnst það mjög leiðin- legt. Við eigum eftir að sakna allra ævintýranna með þér, hlátursins og stríðninnar. Við vildum óska þess að þú hefðir getað lifað leng- ur. Þín afabörn, Hlini Snær, Birkir Smári og Karítas Ísold. Yfir heim eða himin, hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. (Sigurður Nordal) Enginn veit sína ævi fyrr en öll er eða svo er sagt, en það á kannski ekki alltaf við. Í dag kveð ég mág minn og vin til margra ár og er margs að minnast. Jón Björn eða Jómbi kom inn í líf fjölskyldu minnar í kringum 1978. Það gustaði ávallt af honum enda mikill töffari og baráttumað- ur, allt sem hann tók sér fyrir hendur varð að yfirþyrmandi áhugamáli. Hann hafði mjög gam- an af bílum og þá var ekki um ann- að að ræða en að keppa í ralli. Þá tók við mótorhjól og mótorkros- skeppnir sem enduðu ekki alltaf vel. Þá kom inn veiðidellan, þeyst var um fjöll og firnindi, gæsir og rjúpur skotnar, að ég tali nú ekki um hreindýr. Útilegurnar voru ógleymanleg- ar. Eftir að búið var að tjalda og koma Furstanum upp var hlaupið út á völlinn. Þar upphófust slags- mál þar sem Jómbi var skotspónn ungviðisins. Þau hrukku lengst af frá honum, en þegar árin liðu jafn- aðist leikurinn. Að lokum voru það hestarnir sem áttu hug hans og hjarta ásamt barnabörnunum sem hann hafði mikið dálæti á. Jómbi var alltaf tilbúinn að fara með börnin upp í hesthús, kannski bara til að klappa hestunum eða leyfa þeim að komast á bak. Þegar sjúkdómurinn var greindur í upphafi fyrir rétt fjór- um árum var hann á fjórða stigi. Það segir allt um baráttu hans við þennan vágest. Hann hafði betur í það skipti og komst heim til Brynju sinnar. Síðan baráttan hófst hefur hann fengið nokkrar djúpar dýfur en alltaf staðið upp aftur, jafn staðráðinn í að sigra með aðstoð fjölskyldu sinnar. Við gleðjumst yfir minningum sem við eigum um Svíþjóðarferð okkar 2017 sem var alveg frábær. Þar tók sig upp áhugadellan í Jómba, það var að finna verslun sem seldi flottustu byssurnar og fóru Jón og Örn um borgina þvera og endilanga í leit að slíkri. Þegar hún fannst var búið að loka. Svo skelltum við okkur til Tenerife 2018, þar fékk hann þvílíkan áhuga á að eignast gæðaúr sem varð til þess að við lágum öll á gluggum úrabúðanna til að lýsa yfir ánægju okkar með kaup sem að lokum gengu í gegn. Jómbi fagnaði kaupunum með því að fara í parasailing. Ég vona, kæri mágur, að þú haldir áfram að sinna áhugamál- um þínum þar sem þú ert og að Dimma þín sé þér við hlið. Hafðu þökk fyrir allt og allt, hvíl í friði. Regína. Fallinn er frá kær vinur í rúma fjóra áratugi. Jómbi kom í Miðstrætið eins og svo margir haustið 1977. Hann stakk við, enda nýkominn af sjúkrahúsi eftir hörmulegt mótor- hjólaslys þar sem kær systir hans lést eftir að hafa legið meðvitund- arlaus á sjúkrahúsi í þrjá mánuði. Bíll hafði beygt í veg fyrir þau. Hún 19 ára og hann tvítugur. Hann bar harm sinn í hljóði. „Fyrir skemmstu kom heim til mín ungur maður á tveimur hækj- um þeirra erinda að ræða það við mig hvort ekki mundi vera hægt að fá það sett í lög að ekki megi aka mótorhjóli án öryggishjálms og gilti það jafnt um farþega sem ökumann. Þessi ungi maður hafði lent í árekstri á bifhjóli sínu á Skúlagötu í nóvember í haust. Sjálfur var hann með hlífðarhjálm og hélt því lífi, hlaut aðeins nokk- ur slæm beinbrot, eins og hann orðaði það og göngulag hans og limaburður allur bar ótvírætt vott um, en er nú á batavegi. Systir hans, sem var farþegi á mótor- hjólinu, var ekki með hlífðar- hjálm. Hún hlaut höfuðmeiðsli sem leiddu hana til bana loks nú í byrjum febrúar. Ég hét því að taka þetta mál til athugunar og fá til liðs við mig góða menn að gera það sem rétt teldist í málinu,“ sagði Stefán Jónsson á Alþingi í lok febrúar 1977. Málið var orðið að lögum í byrjun maí. Mér líkaði strax vel við Jómba, skemmtilegur náungi, hrókur alls fagnaðar. Hann var bifvélavirki og vann við það. Margs er að minnast frá þessum tíma. Versl- unarmannahelgin ári eftir kynni okkar. Hvort átti að fara á Þjóðhátíð eða eina viku til Aþenu? Ekki spurning, suður í sólina. Þar var okkar maður á heimavelli, leit- aði uppi vin sem hann hafði kynnst á interrail-ferðalagi tveim árum áður, sem leiddi okkur um glæsta sali borgarinnar. Þegar komið var að brottfarardegi hafði Jómbi tekið á sig skuldbindingar, hann var kominn í vinnu á einum barnum. Ráðinn út mánuðinn vegna mikilla hæfileika til að gera ferðamönnum það ljóst að þar inni væri einstök stemning. Smekk- fullt dag eftir dag. Nokkru eftir heimkomuna hitti Jómbi Brynju sína. Þau smullu saman og úr varð ævilöng sam- búð. Birgir sonur Brynju varð fljótt hændur að Jómba og ekki leið á löngu þar til bróðir hans Kolbeinn kom í heiminn. Barna- börnin sóttu í afa, duglegur að fara með þau í húsin og gera eitt- hvað spennandi. Jómba er ég ævarandi þakklát- ur fyrir að hafa kynnt okkur Reg- ínu systur Brynju. Úr varð eig- inkona, svili og mágkona. Lífið rennur áfram og áratug- irnir herða hraðann eftir því sem þeim fjölgar. Jómbi tekur ást- fóstri við hesta, baktería frá barn- æsku sem faðir hans kveikti. Ég hlustaði á sögurnar, ættboga hrossanna, hæfileika þeirra, en mesta eftirtekt fengu svaðilfarir sem fylgdu glímu hans við gæð- ingana. Þótt klárinn skutlaði hon- um af sér sleppti hann ekki taumnum. Að gefast upp hafði hann aldrei lært. Það kostaði að húð flettist af síðu, rif brotnuðu og fleira. Jómbi var kröfuharður við sig og sína auk annarra sem hann umgekkst. Hann lét ekki koma sér úr jafnvægi. Það sást best þegar hann var greindur með krabbamein. Í meðferð sem stóð með hléum í fjögur ár var sjaldn- ast hægt að sjá á honum að þar færi helsjúkur maður. Stundaði vinnu nánast til dauðadags, sinnti hestunum og því sem þurfti. Hann lét slæmar fréttir frá læknum ekki slá sig út af laginu. Það væri þeirra og hans að koma sér í lag. Hann missti ekki móðinn þegar honum voru færðar helfregnir. Læknar skyldu fá að vinna fyrir kaupinu sínu. Það gerðu þeir svo sannarlega. Jón Björn Hjálmarsson. Nú er lokið okkar samveru. Takk fyrir. Þú skilur eftir þig gott lífsstarf og kæra fjölskyldu, sem þú hefðir svo sannarlega átt að njóta miklu lengur. Örn Pálsson. Ég gæti skrifað svo margt um vináttu mína við Jómba. Hann var móðurbróðir minn en einnig minn nánasti aðstandandi og vinur. Hann var alltaf svo góður við dæt- ur mínar eins og hann væri afi þeirra. Það var alltaf eitthvað í gangi hjá honum og aldrei logn- molla, annaðhvort var hann í vinnunni eða í hesthúsinu. Hann átti sínar allra bestu stundir með hestinum sínum rauðstjörnótta og tala nú ekki um með tíkinni Dimmu sem fór með honum hvert fótmál. Hann var svo litríkur og uppátækjasamur eins og þegar hann setti upp hindranir í gerðið hjá sér og fór að æfa hindrunar- stökk. Ég var mjög forvitin og brunaði upp í hús til að sjá herleg- heitin því engum myndi detta þetta í hug nema honum. Þar æfði hann af kappi, kampakátur, og sagði að þetta væri frábær leið til þess að auka fjölbreytni í þjálfun reiðhestsins. Jómbi var alltaf að miðla og var víðlesinn og forvitinn. Oftast þeg- ar ég kom með bílinn minn í við- gerð til hans vildi hann sýna mér hvernig hlutirnir voru gerðir. Maður kann orðið eitt og annað, svo mikið er víst. Við töluðum mikið um alls konar, t.d. brask og brall, reiðmennsku og pólitík eða hundaþjálfun. Hann var alltaf að spá og spekúlera. Eitt uppáhalds- orðatiltækið hans var „þeir fiska sem róa“, þetta sagði hann ætíð þegar eitthvað gekk upp og lýsir honum líka vel. Jómbi greindist með ólæknandi krabbamein fyrir fjórum árum og barðist hann alla daga við meinið og kvartaði aldrei. Það fylgdi hon- um æðruleysi fyrir svona hlutum sem sneri að honum sjálfum, hann var mjög harður við sjálfan sig og ósérhlífinn og þar af leiðandi þoldi hann ekki leti og ómennsku. Jómbi var skemmtilegur og tryggur vinur. Húmorinn missti hann aldrei og var hann með hnyttin tilsvör alveg fram á síð- asta dag. Lífið verður svo sann- arlega fátæklegt án hans. Við fjöl- skyldan kveðjum hann með miklum trega en erum svo sann- arlega þakklát fyrir að hafa haft hann í lífinu og fengið svo margt sem hann hefur gefið okkur. Takk vinur minn fyrir allt. Elsku Jómbi, minning þín lifir. Friðdóra Friðriksdóttir. Það hlýtur að vera óraunveru- leg tilfinning að horfast í augu við dauðann. Að undirbúa og sætta sig við hið óhjákvæmilega. En lífið er því miður ekki alltaf réttlátt. Jómbi háði hetjulega baráttu við krabbamein en þrátt fyrir mikla þrautseigju kom að því að hann laut í lægra haldi og kvaddi okkur allt of snemma. Þegar ég lít til baka birtast mér góðar minningar þar sem alltaf var líf og fjör í kringum Jómba. Hann kom brosandi til dyra og var alltaf eitthvað að bardúsa. Þegar ég kom í heimsókn var allt- af eitthvað nýtt og spennandi í bíl- skúrnum og það er óhætt að segja að hann lifði lífinu til fulls. Jómbi var ótrúlega natinn við barnabörnin sín, sýndi þeim mik- inn kærleika og gaf þeim rými í lífi sínu. Alltaf voru þau velkomin með honum hvert sem hann fór og virtist hann hafa verulega gaman af samverunni. Hann var til að mynda duglegur að taka þau með sér upp í hesthús, á verkstæðið og á rallý og spyrnukeppnir. Börnin mín voru ótrúlega lánsöm að eiga hann sem afa og munu minning- arnar um afa Jómba verma hjörtu þeirra um ókomna tíð. Að kveðja Jómba í síðasta sinn var bæði sárt og erfitt því við viss- um það bæði að þetta væri síðasta kveðjustundin og að við ættum ekki eftir að sjást aftur. Það er erfitt að sleppa þeim sem manni þykir vænt um. Við sjáumst í næsta stríði, Jómbi minn, og sofðu vært. Margir gráta bliknuð blóm. Beygja sorgir flesta. Án þess nokkur heyri hljóm, hjartans strengir bresta. Valta fleyið vaggar sér votum hafs á bárum. Einatt mæna eftir þér augun, stokkin tárum. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kring um höll, sem hrunin er, hugann læt ég sveima. Þú, sem heyrir hrynja tár, hjartans titra strengi, græddu þetta sorgarsár, svo það blæði’ ei lengi. (Erla) Ég votta Brynju, Kolbeini, Birgi og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau á þessari stundu. Ása Einarsdóttir. Fallinn er frá góður maður, Jón Björn. Ég á margar góðar minningar um Jómba, ein af þeim fyrstu er þegar hann var að keppa í ral- lakstri og ég lítill pjakkur að horfa á keppnina. Þetta var á þeim tíma sem mótorsport var mjög vinsælt á Íslandi og hafði ég gaman af. Í kjölfarið mátti ég aldrei missa af mótorsportsþættinum þegar sýnt var frá ralli það árið enda þurfti ég að sjá hann Jómba keppa. Ég hef alla tíð haft mjög gaman af því að tala um íþróttir en Jómbi hafði nú kannski ekki mestan áhuga á þeim. En alla tíð hlustaði hann á mig segja sögur og beið þolinmóður eftir að ég kláraði. Þegar ég hafði lokið máli mínu kom hann ávallt með tvær til þrjár hestasögur til að passa upp á það að ég áttaði mig á því að hesta- íþróttir væru stærri en flestar íþróttir á Íslandi. Þó að ég hafi kannski ekki haft mikinn áhuga á hestum gat ég stundum sagt hverjir voru Íslandsmeistarar í hinum og þessum greinum tengd- um hestaíþróttum þar sem Jómbi hafði sagt mér það. Jómbi átti líka mjög auðvelt með að tala við fólk og koma með skemmtilegar sögur. Ein af þeim er sú þegar hann kynnti mér stríðsbókaflokkinn sem hann hafði verið að lesa, um fyrri heimsstyrjöldina. Tveimur tímum seinna hafði hann sagt mér upp og ofan af þessum bókum svo að ég þurfti aldrei að lesa þær. Elsku Brynja, Kolli, Biggi og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum en minning um góðan mann mun alltaf lifa í hjarta okkar. Örn Arnarson. Jón Björn Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.