Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 8

Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum ekki alveg búin að ákveða hvernig því verður komið fyrir, við getum ekki gert út öll þessi skip til lengdar og þurfum að stokka upp í útgerð- arrekstrinum með vorinu. Við keyptum á síðasta ári frystitogara frá Grænlandi og núna er hann kominn í fullan rekstur hjá okkur með meiri afköst en við vorum með áður, þannig að við verðum að breyta til í togararekstrinum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjarnar. Um tíma stóðu yfir viðræður milli Þorbjarnar og Vísis um sameiningu, en ekkert varð úr því. Spurður hvort eitthvert ákveðið atriði hafi orðið til þess að fallið var frá áform- unum, segir Gunnar svo ekki vera. „Við náðum bara ekki samstöðu um það. Þessi fyrirtæki passa mjög vel saman og eru í svipuðum verk- efnum. Við erum búin að vinna mjög mikið saman í gegnum tíðina og þó að okkur hafi ekki tekist að ná sam- an um sameiningu höfum við áform um að auka samstarf. Það sem við fengum út úr þessum viðræðum var að nú þekkjum við betur rekstur hvert annars og jafnvel betur okkar eigið fyrirtæki.“ Skipað var um 40 starfsmönnum fyrirtækjanna í viðræðuhópa og skiluðu þeir af sér margskonar til- lögum um tilhögun reksturs og telur Gunnar sumar þeirra geta nýst þó að af sameiningu verði ekki. Hins vegar útilokar hann ekki að ein- hvern tímann í framtíðinni verði reynt á sameiningaviðræður á ný. Þorskurinn stór Er framkvæmdastjórinn er spurður um tilhögun veiða í ljósi þess að tog- urum landsins hafi á tímabili gengið verr að ná þorski segir hann fyrir- tækið hafa lagt áherslu á að frysti- togararnir taki ýsuna, ufsann, karf- ann og aðrar tegundir og að línu- skipunum sé beint yfir í þorskinn, lönguna og keiluna. „Þá höfum við verið að eltast við stærri þorsk. Fiskurinn hefur verið mjög stór undanfarin ár, miklu stærri heldur en hann var fyrir um tíu árum.“ Það er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hvort stærri þorskstofn og stærri þorskur tengist stöðu loðnu- Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is U m 300 starfa hjá Þorbirni í Grindavík, þar af um 150 á sjó, og er fyrirtækið fyrirferðarmikið í heima- byggð. „Við gerum út þrjá frystitogara og þrjú línuskip. Reyndar vorum við að fjárfesta í litlu trollskipi frá Vestmannaeyjum og fáum hann núna í vor. Við erum stofnsins, þó að líklega verði aldrei einhver ein skýring í þeim efnum. „Ég er einn af þeim sem hafa haft þá skoðun. Ég hef rætt þetta við sérfræðinga í greininni, fiskifræð- inga, og þeir gera ekki mikið við þessa skoðun. En það hefur alltaf verið þannig einhvern veginn gagn- vart rækjunni. Rækjustofninn stækkaði þegar þorskstofninn minnkaði og núna þegar þorskstofn- inn hefur stækkað hefur rækju- stofninn minnkað. Þannig að manni finnst vera einhver tenging á milli. En það var hérna mjög stór loðnustofn áður þó það væri stór þorskstofn. Ef við förum aftur til áranna ’81 eða ’82 þegar loðnan hrundi síðast, þá var þorskstofninn mjög stór. Hann er í dag aðeins stærri heldur en þá.“ fullyrðir Gunnar. Skattar skekkja samkeppnisstöðu Stærri þorskstofn getur hins vegar verið mikill kostur um þessar mund- ir eftir að verð á þorski hefur farið hækkandi á mörkuðum undanfarin misseri. Gunnar telur hins vegar ekki verðið hátt heldur að verðið hafi verið of lágt og að um sé að ræða eðlilega hækkun. „Þegar mikil veiði var í Barentshafi lækkaði verð á þorski mjög mikið, allt of mikið. Hausaður og slægður fiskur frá Noregi dró verð niður, það var of- framboð. Þessi fiskur hríslaðist um alla markaði og það fóru allir að framleiða ódýrar vörur úr þessum fiski. Þetta gerði greininni erfitt fyrir. Núna síðustu misseri hefur verð verið að hækka. Bara á árinu 2018 hækkaði þessi fiskur um 40 til 45% og hækkaði aftur í fyrra. Aðrar af- urðir hafa verið að hækka í kjölfar- ið, en það er engin afurð búin að hækka eins mikið. Þannig að núna finnst mér verð á þorski orðið eðli- legt en aftur ámóti hafa neytenda- markaðirnir ekki alveg samþykkt þetta enn þá. Vonandi tekst okkur að sannfæra alla um að það kostar að veiða þennan fisk og koma hon- um á markað.“ Einn þeirra kostnaðarliða út- gerða sem hefur hækkað á und- anförnum árum er opinbergjöld svo sem kolefnisgjald sem hækkað hef- ur mjög mikið og segir fram- kvæmdastjórinn aukna skattheimtu hafa mikil áhrif á rekstrarskilyrðin. „Hún hefur skekkt samkeppnis- hæfni okkar gagnvart Norð- mönnum sem eru okkar helsti keppinautar á fiskmörkuðunum. Norðmenn búa svo vel að þeir þurfa ekki að borga kolefnisgjald, þeim tekst með klókindum að fella það niður. Þeir borga ekki veiðileyfagjöld eins og við gerum sem er mjög íþyngjandi sérstaklega fyrir bolfisk- vinnsluna á Íslandi. Meirihluti allra veiðigjalda má rekja til bolfiskveiða og þegar menn tala um að veiði- gjöldin hafa lækkað, þá hafa þau lækkað vegna þess að afkoman á árinu sem veiðigjaldið er miðað við versnaði.“ ESB styrkti vinnslurnar En það var ekki bara það að fisk- urinn úr Barentshafi hefði lækkað verðið að sögn Gunnars sem bendir á að Evrópusambandið hafi ráð- stafað miklum fjármunum í það að „byggja upp alls konar vinnslur úti um allar þorpagrundir í Evrópu, bjóðandi styrki og vaxtalaus lán. Þetta hvatti menn til þess að byggja upp og núna standa þessar vinnslur yfir fiskmörkuðum okkar eins og hungraðir úlfar og rífa til sín allt sem þær geta náð í. Þetta gerir okk- ar vinnslum mjög erfitt fyrir því þær búa ekki við eins góð kjör.“ Hann segir að á hinn bóginn hafi hugsanlega myndast einhverjar tekjur fyrir Íslendinga þegar Evr- ópusambandið hefur styrkt vinnslur til tækjakaupa þar sem íslensk fyrirtæki hafi selt hátæknibúnað til Evrópu. „Þeirra vinnslur eru miklu betur útbúnar en nokkurn tímann okkar. Þeir vinna þetta heldur ekki bara á virkum dögum, heldur er unnið í vöktum. Þannig eru þeir að framleiða miklu meira magn og geta gert þetta ódýrari en við getum gert.“ Sala á tæknibúnaði í fiskvinnslu er hins vegar einskiptis viðskipti, að sögn Gunnars. „Við ætlum að selja fiskafurðir inn á þennan markað á hverju einasta ári um ókomin ár. Þannig að ég held að ráðamenn verði líka að horfa á það hvort þeir ætli að drepa þetta alveg í dróma með skattlagningu eða hvort þeir ætli að opna augun fyrir því að þetta getur ekki haldið svona áfram mikið lengur enda eru mörg fyrirtæki sem hafa eingöngu byggt á vinnslu sjáv- arafurða að gefast upp.“ Undirbúningur mikilvægur Borið hefur á umfjöllun um Grinda- vík að undanförnu sökum kviku- söfnunar í nágrenni bæjarins og tilheyrandi jarðskjálftum. Jafnvel hefur verið rætt um að það kunni að koma til rýmingar bæjarins og hefur Þorbjörn gert áætlanir um hvernig fyrirtækið mun bregðast við mögulegri rýmingu eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á starf- semi Þorbjarnar. „Við reiknum ekki með að þetta hafi mikil áhrif á veiðarnar sjálfar, en ef illa færi gæti það haft áhrif á hvar við getum landað og jafnvel hvar við getum unnið aflann. Í dag erum við með þrjár vinnslur, tvær vinnslur hérna í Grindavík og eina í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hérna í Grindavík höfum við verið að vinna úr þorsk-, löngu- og keiluaflanum og í Vogunum aukaafurðir. En ann- ar afli, fiskurinn af línuskipunum, hefur farið á markaðinn. Frysti- togararnir hafa bara fullunnið sínar afurðir úti á sjó og landa bara beint í gám til útflutnings. Spurningin er; getum við unnið aflann í Grindavík? Ef við getum ekki unnið hann hérna gætum við hugsanlega unnið eitthvað í Vog- unum, aukið vinnsluna þar. Það sem við réðum ekki við myndum við setja á fiskmarkað, en þá hefur maður mestar áhyggjur af starfs- fólkinu sem vinnur hjá okkur í vinnslunni. Ef við myndum ekki geta unnið aflann þyrftum við ekki allt þetta fólk. Starfsfólkið býr allt í Grindavík og það þyrfti þá að flytj- ast líka.“ Hann kveðst þó mæta ástandinu með miklu jafnaðargeði „en ég tek samt undir það að við þurfum að vera viðbúnir því að flytja ef í harð- bakkann slær“. Morgunblaðið/RAX Samkeppnin fer harðnandi Ekkert varð af sameiningu Þorbjarnar og Vísis í Grindavík. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir að ekkert stakt atriði hafi valdið því að ekkert varð úr áformunum. Hann lýsir einnig áhyggjum sínum af samkeppnisstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Gunnar Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar, segir að offramboð á þorski hafi lækkað verð mikið, en nú sé það að ná jafnvægi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.