Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í lok janúar var gerður samstarfs- samningur á milli Íslenska sjáv- arklasans og nýstofnaðs sjáv- arklasa í New Haven í Connecticut, sem fengið hefur nafnið Long Island Sound Ocean Cluster. Er þetta fimmti bandaríski klasinn sem gerist systurklasi Íslenska sjáv- arklasans. Dr. C. Patrick Heidkamp hefur haft veg og vanda af stofnun nýja klasans en hann er prófessor við So- uthern Connecticut State University og var það í gegnum kennslustörf hans að Heidkamp fékk mikinn áhuga á sjávarútvegstengdri nýsköp- un á Íslandi. Sérsvið hans er hag- fræðileg landafræði sem m.a. skoðar tengsl landfræðilegra aðstæðna og matvælaframleiðslu af ýmsum toga. „Ég varð þess fljótt áskynja að marg- ir nemendur mínir höfðu lítið ferðast út fyrir Bandaríkin, eða jafnvel ekki út fyrir Connecticut, og mig langaði að bjóða þeim upp á tækifæri til að nýta þekkinguna úr náminu á er- lendri grundu og víkka sjóndeild- arhringinn. Varð úr að heimsækja Austfirði einu sinni á ári í náms- ferð sem spannar rúmlega tvær vik- ur, þar sem nem- endur sitja tvö fræðileg nám- skeið og leysa verkefni. Verður þetta sumar það ellefta í röðinni sem við sækjum Ísland heim.“ Það var í gegnum þessar náms- ferðir að Heidkamp fræddist æ betur um íslenskan sjávarútveg og kynntist starfi Íslenska sjávarklasans. Hann var ekki lengi að koma auga á hvernig sams konar umgjörð utan um sprota- starf gæti nýst vel á Long Island So- und-svæðinu, en þar er m.a. töluvert um skelfiskræktun, löng hefð fyrir útgerð og áhugaverð tækifæri í rækt- un á þara. Það styður líka við sjávar- útvegstengda starfsemi á svæðinu að þaðan er stutt á verðmæta markaði eins og stórborgirnar Boston og New York, og ekki nema tæplega tveggja tíma akstur frá New Haven að John F. Kennedy-flugvelli. Halda hraðal fyrir nemendur Þegar er búið að tryggja sprotanum allháa upphæð til að koma starfsem- inni af stað. Bara fyrsta árið hefur Heidkamp úr samtals 400.000 banda- ríkjadölum að moða, jafnvirði um 50 milljóna króna, þökk sé styrkjum frá bæði frá nýsköpunarverkefni stjórn- valda í Connecticut og frá háskól- anum þar sem hann starfar. Verður fjármagnið m.a. nýtt til að finna hent- ugt húsnæði og setja um leið af stað sprotahraðal. „Í hraðlinum munu há- skólanemendur móta markaðs- hugmyndir fyrir þararæktunargeir- ann og í framhaldinu að bestu verkefnin hljóta stuðning til áfram- haldandi þróunar,“ segir Heidkamp og bendir á að þarinn í Long Island Sound sé til margra hluta nytsam- legur. „Af þeim verkefnum sem þeg- ar eru komin á legg má nefna fram- leiðslu þara-snakks, svk. „jerky“ og þara spaghettís. Þarinn hefur líka eiginleika og efni sem koma í góðar þarfir við blöndun snyrtivara og lyfja, og er hægt að nota þara sem hráefni í framleiðslu lífplasts (e. bioplastics), og líftextílefna (e. biotextiles).“ Þá grunar Heidkamp að neytendur í stórborgunum í kring, verandi mjög áhugasamir um heilsusamlegt og um- hverfisvænt mataræði, muni ólmir vilja prufa t.d. þara-bjór, eða þara- gos. „Hjá Íslenska sjávarklasanum fékk ég að smakka gos sem inniheld- ur kollagen sem fengið er úr hliðaraf- urðum fiskvinnslu og ég hugsa að hip- sterunum í Brooklyn þætti mjög gaman að fá eitthvað því líkt í hillur verslana, nema blandað þara.“ Hafa reynslu af ræktun í sjó Eins reiknar Heidkamp með að ótal tækifæri komi í ljós í hvers kyns at- vinnustarfsemi sem tengist sjónum. „Byggðirnar umhverfis Long Island Sound eru t.d. þekktar fyrir mikinn áhuga á skemmtisiglingum og má sjá bæði seglbáta og spíttbáta á ferð, og fólk að skemmta sér á sjóskíðum. Eins er New Haven mikilvæg höfn fyrir skipaflutninga og aldrei að vita hvaða möguleika það gæti skapað.“ Heidkamp vonast til að íslensk ný- sköpunarfyrirtæki geti tekið þátt í starfi klasans í Long Island Sound, og eins vill hann endilega að íslenskir aðilar nýti sér þá þekkingu sem orðið hefur til í New Haven og nágrenni. „Nú þegar er einn af fyrrverandi nemendum mínum að taka þátt í til- raunum með þararæktun á Vest- fjörðum og nær þar að nýta bæði menntunina sem hann fékk og þá reynslu sem menn hafa nú þegar af ræktun þara og hvers kyns sjáv- arlandbúnaði í Long Island Sound. Þar hafa nokkrar kynslóðir lært af reynslunni t.d. hvernig þarf að laga ræktunina að sjávarbotninum á hverjum stað, og hvaða skilyrði í sjó henta best til ræktunar, s.s. með hlið- sjón af seltu og næringarefnum.“ Geta vonandi miðlað þekkingu til Íslands Í nýjum sjávarklasa mitt á milli Boston og New York verður fyrst um sinn lögð áhersla á tækifæri á sviði þara- og skelfiskræktunar. Ljósmynd/Wikipedia – Tony (CC) Eitt af kennileitum New Haven er þessi viti við hafnarmynnið. C. Patrick Heidkamp Nemendur Heidkamps með nýja bók um Íslenska sjávarklasann. Bókin verður notuð sem kennsluefni og kemur í góðar þarfir í viðskiptahugmyndahraðli sem haldinn verður á næstunni. Long Island Sound-klasinn er þegar ágætlega fjármagnaður. Ljósmynd / C. P. Heidkamp Í New Haven er mikilvæg gámahöfn og stutt á dýrmæta markaði. Ljósmynd / C. P. Heidkamp Þarabóndi að störfum. Áhugaverð grein með vaxtartækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.