Morgunblaðið - 07.02.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.02.2020, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 13 Vottaðir suðumenn / viðurkenndir af fjórum flokkunarfélögum Sími 863 5699 • www.kafari.is Bryggjuþil: Ástandsskoðun og skýrslugerð, tillögur að úrbótum, viðgerðir vegna tæringar og ákomu, fórnarskaut Almenn þjónusta við skip og útgerðir: Botnskoðun, fórnarskaut, botnþrif, botnlokar, pólering á skrúfu, botnstykki Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E vrópska sjávarútvegssýningin; Seafood Processing Global og Seafood Expo Global, mun á næsta ári flytja frá Brussel til Barselóna. Ísland hefur verið mjög sýnilegt á þessum risaviðburði allt frá því fyrsta sýningin var haldin árið 1993, og alla jafna eru um 20-30 ís- lensk fyrirtæki með fulltrúa á ís- lenska básnum sem Íslandsstofa stýrir auk þess sem nokkur fyrirtæki hafa sína eigin bása. Berglind Steindórsdóttir, verk- efnastjóri hjá Íslandsstofu, er í lyk- ilhlutverki á viðburðinum og hefur haldið utan um íslenska básinn. Hún segir að orðrómur um mögulega flutninga hafi verið á kreiki í nokkur ár enda viðburðurinn búinn að sprengja utan af sér sýningarhall- irnar í Brussel. „Um er að ræða stærstu sjávarútvegssýningu heims sem vaxið hefur ár frá ári. Ég man að þegar Ísland var fyrst með sinn þjóð- arbás var viðburðurinn í einni sýning- arhöll en í dag dreifist hann yfir átta hallir og má segja að sýningin sé ein- hvern veginn úti um allt,“ segir hún. „Þá hefur lengi verið kurr í gestum og sýnendum yfir því að á meðan við- burðurinn stendur yfir hækkar verð á gistingu í Brussel upp úr öllu valdi, sem eykur kostnaðinn við sýning- arhaldið og bætir örugglega ekki að- sóknina.“ Munu endurnýja þjóðarbásinn Í Barselóna bíður risastór nútímaleg sýningarhöll, Fira de Barcelona, þar sem viðburðurinn getur rúmast í þremur höllum í stað átta. Tíminn á síðan eftir að leiða í ljós hvort að hót- elin í Barselóna stilla álagningunni í hóf þegar fulltrúar sjávarútvegsfyr- irtækja streyma þangað frá öllum heimshornum. „Skipuleggjendur við- burðarins senda út skoðanakönnun í lok hverrar sýningar til að sjá hvar má gera betur og var könnunin löngu búin að leiða það í ljós að fólk var al- veg til í að fara með dagskrána eitt- hvert annað.“ Fira de Barcelona er á besta stað í þessari fallegu katalónsku borg. Er hálftíma gangur niður að höfninni og tekur 20 mínútur að ferðast með al- menningssamgöngum að Sagrada Família. Í ljósi þess að íslenski þjóðarbásinn hefur verið með frá upphafi hefur hann notið ákveðins forgangs við val á sýningarstæði, og átt auðveldara með að komast að þar sem umgjörðin er best og mest um að vera. Berglind segir að þess verði gætt að koma til móts við elstu sýnendur á nýja staðn- um og gætu flutningarnir þýtt að hægt verði að þjappa íslenska sýn- endahópnum betur saman. „Á und- anförnum sýningum hefur það gerst að alllangt hefur verið á milli íslensku sýnendanna og ímynda ég mér að í Fira de Barcelona geti íslenskir þátt- takendur verið nær hver öðrum. Þá verður tækifærið notað til að upp- færa ásýnd íslenska þjóðarbássins en núverandi hönnun hefur þjónað hlut- verki sínu vel undanfarin fjögur skipti.“ Tímasetning viðburðarins helst óbreytt, og verður sýningin 2021 haldin dagana 27. til 29. apríl. Berg- lind reiknar með að heilt á litið muni yfirbragð viðburðarins verða eins á nýja staðnum og þeim gamla, og ósennilegt að miklar breytingar verði á sýnenda- eða gestahópnum. „Það gæti orðið ögn meira ferðalag fyrir ís- lenska fulltrúa að ferðast til Barse- lóna enda flogið beint til Brussel en allar líkur á að til að komast til Barse- lóna verði að millilenda. Eins hefur mörgum sýnendum og gestum í Mið- Evrópu þótt hentugt að geta farið til Brussel á bíl, en verða sennilega að taka flugvél til Barselóna.“ Kína sækir á Evrópska sjávarútvegssýningin er sú stærsta sinnar tegundar og gefst þar tækifæri til að sjá allt það nýjasta og besta í greininni, og rækta tengsla- netið um leið. Stór hópur Íslendinga heimsækir viðburðinn ár hvert og gildir það sama um sýninguna í Bost- on. Bandaríska sýningin er þó ekki sú næststærsta, heldur er það sýningin í kínversku hafnarborginni Qingdao og aldrei að vita nema asíski viðburð- urinn taki bráðum fram úr þeim evr- ópska. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja í Qingdao hefur verið mun minni en á hinum viðburðunum en Berglind seg- ir íslenskum sýnendum í Kína fjölga jafnt og þétt og megi reikna með um 8-10 íslenskum fyrirtækjum á sýning- unni í október á þessu ári. Þeir sem sýnt hafa í Kína virðast hafa átt erindi sem erfiði en Berglind bendir á að þó tækifærin í Asíu séu áhugaverð þá séu þar veiddar aðrar fisktegundir en í löndunum við Atl- ants- og Miðjarðarhafið og þarfir sjávarútvegsfyrirtækja þar ekki endilega þær sömu og þeirra sem sækja stóru sjávarútvegssýningarnar í Evrópu og Bandaríkjunum. „Að því sögðu þá má vænta töluverðrar eft- irspurnar eftir alls kyns tækni tengdri fiskvinnslu enda er hagkerfi Asíu í hraðri þróun og byggist starf- semi í sjávarútvegi í þeim heimshluta æ minna á ódýru vinnuafli og meira á tækjum sem auka afköst og gæði.“ Frá Brussel til Barselóna Breytingar á stærstu sjávarútvegssýningu Evrópu ættu m.a. að þýða að íslenskir sýn- endur geta færst nær hver öðrum. Morgunblaðið/Eggert Berglind segir orðróm um mögulega flutninga hafa verið lengi á kreiki enda sýningin í Brussel búin að sprengja utan af sér húsnæðið sem þar er í boði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.