Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í
slenskir fiskútflytjendur þurfa að
gæta sín að sofna ekki á verð-
inum heldur búa í haginn fyrir
þær umbúðabreytingar sem eru
framundan á alþjóðlegum markaði
með sjávarafurðir. Nú þegar hafa
stjórnvöld víða um heim í hyggju að
ýmist banna eða setja notkun frauð-
plasts miklar skorður og neytendur
gera jafnframt þá kröfu til verslana
að fiski og annarri matvöru fylgi sem
minnst af plastumbúðum. Gömlu
frauðplastkassarnir eru á útleið og
umhverfisvænni umbúðir að ryðja sér
til rúms.
Magni Þór Samsonarson og Har-
aldur E. Jónsson, viðskiptastjórar hjá
Kassagerðinni, segja að það hafi fyrst
mátt greina breytingar og áhuga hjá
íslenskum fiskvinnslum fyrir um
tveimur árum, samhliða vitundar-
vakningu í umhverfismálum. Kassa-
gerðin hefur átt í samstarfi við
sænska framleiðandann Stora Enso
undanfarin tvö ár og á þeim tíma
kynnt innlendum framleiðendum
pappakassa sem geta komið í stað
frauðkassanna. Kassarnir kallast Eco
Fish Box, þeir eru sterkbyggðir,
vatnsþéttir og henta undir fisk og
önnur matvæli. „Viðskiptavinir okkar
hafa sýnt þessu mikinn áhuga og hafa
nokkrir þeirra gert prófanir með út-
flutning á kældum fiski í þessum
kössum. Prófanirnar hófust fyrir um
ári og lofa góðu,“ segir Magni.
Kjörinn fyrir gámaflutninga
Það var Vísir sem reið á vaðið í des-
ember 2018 með tilraunasendingu til
Frakklands. Kom strax í ljós að papp-
írsumbúðir henta vel til gámaflutn-
inga þar sem kælikeðjan helst órofin.
Magni segir Eco Fish Box örlítið dýr-
ari en dæmigerðan frauðplastkassa,
en á móti komi að hann taki sjö sinn-
um minna pláss en frauðkassi í flutn-
ingi og geymslu. „Eco Fish Box rúm-
ast líka betur í gámi, og ef við berum
þessa lausn saman við 5 kg frauð-
kassa er hægt að stafla þremur hæð-
um hærra á brettið ef fiskurinn er í
Eco Fish-kassa. Umbúðirnar má svo
endurvinna með sama hætti og
drykkjarfernur og ætti það að spara
viðtakendum endurvinnslu- og urð-
unarkostnað sín megin,“ segir Magni
og bendir á að víða um heim sé frauð-
plastsúrgangur heilmikið vandamál.
„Í hafnarborginni Boulogne-sur-
Mer, miðstöð viðskipta með sjávaraf-
urðir í Frakklandi, er mikill áhugi á
Eco Fish Box. Hafa aðilar á þeim
markaði óskað eftir því við sína við-
skiptavini á Íslandi að þeir fái fiskinn
sinn í Eco Fish Box,“ segir Haraldur
og skýtur því inn að margir franskir
fiskkaupmenn telji líklegt að þarlend
stjórnvöld banni frauðplastskassa áð-
ur en langt um líður. „Í New York er
búið að banna einnota plast og um
áramótin verða innflutningi matvæla
í frauðplasti settar þröngar skorður.
Kalifornía vill ekki heldur sjá frauð-
plast og vitum við um dæmi þess að
seljendur hafa hreinlega gripið til
þess ráðs að smygla frauðplasts-
kössum til Bandaríkjanna með því að
pakka þeim inn í pappírsumbúðir.
Fyrirtækin IKEA og COOP í Svíþjóð
sem við þekkjum öll, hafa alfarið
bannað notkun á frauðplasti í sínum
rekstri. Eins hafa bresku versl-
unarkeðjurnar Sainsbury’s og Ice-
land áætlanir um að minnka plast-
notkun verulega á næstu árum.“
Kælikeðjan þarf að virka
Eco Fish Box frá Stora Enso veitir
ekki sömu hitaeinangrun og frauð-
plast en Magni segir það ekki koma
að sök svo fremi sem fiskurinn sé
fluttur í hitastýrðum gámi. „Það sem
útflytjendur þurfa að gera er að
krefjast þess af flutningsfyrirtækj-
unum að gætt sé vandlega að hita-
stiginu allt ferðalag fisksins á mark-
að. Frekar en að pakka fiskinum inn í
þykkar og óæskilegar frauðplast-
umbúðir til þess að einangra hann
gegn of miklum kulda eða of miklum
hita ef hann skyldi standa óvarinn í
lengri eða skemmri tíma, verður
hreinlega að passa upp á órofna kæli-
keðju alla leið í hendur kaupanda.“
Hitaeinangrunin er það eina sem
frauðplastskassar hafa fram yfir Eco
Fish Box, að sögn Magna. „Eco Fish-
kassar ráða vel við raka og bleytu og
eru á margan hátt sterkbyggðari en
frauðplastskassarnir. Frauðkassinn
brotnar við högg, en það gerir pappa-
kassinn ekki. Möguleikar á áprentun
eru líka mun meiri á pappakassa
heldur en á frauð og hægt er að
prenta nánast hvað sem er á pappann
í miklum gæðum, t.d. vörumerki, leið-
beiningar og fleira.“
En hvað um flugið? Eitt er jú að
senda fisk í kæligámi með skipi, beint
inn á Evrópumarkað, og annað að
senda hann með flugvél vestur um
haf. Magni segir að það sé ekkert sem
segi að ógerlegt sé að nota Eco Fish
Box undir flugfiskinn, og hafa þegar
verið gerðar tilraunir í þá veru sem
sýna að varan skilar sér í góðu
ástandi. „Það þarf bara að ganga
þannig frá farminum að engin hætta
sé á verulegum hitasveiflum í aðra
hvora áttina,“ segir Haraldur.
Það sem kaupendur vilja
Hvað um vanafasta kaupendur?
Frægt er þegar íslenskir fisk-
framleiðendur tóku í notkun nýja
kælitækni sem gat komið svo mikilli
kæliorku í fiskflökin að ekki þurfti að
setja ís með ofan í kassana. Þegar
kaupendur fengu fiskinn í hendurnar
og sáu hvergi örðu af ís héldu þeir að
eitthvað hefði farið úrskeiðis við
flutningana, ísinn bráðnað og fisk-
urinn hitnað. Gripu sumir seljendur
því til þess ráðs að setja nokkra ís-
mola með fiskinum til þess eins að
geta sannað að varan væri í lagi.
Magni segir þetta viðhorf á und-
anhaldi og kaupendur sjávarafurða
almennt mjög vel með á nótunum
þegar kemur að áhrifum nýjustu
kælitækni og kostum flutninga á fiski
þar sem ís er óþarfur. „Þá er áhuginn
á pappírsumbúðum mikill og ef mað-
ur fylgist með kaupendum að skoða
sig um á fiskmörkuðum þá staldra
þeir gjarnan við þegar þeir sjá fisk í
Eco Fish Box og hafa á orði að þetta
sé sá kassi sem þeir vilja sjá meira af í
framtíðinni.“
Pappakassarnir ryðja sér til rúms
Morgunblaðið/Eggert
Haraldur og Magni segja stjórnvöld víða um heim vera að setja sig í stellingar til að banna notkun frauðplastumbúða. Vissara er fyrir seljendur sjávarafurða að leiða þróunina frekar en elta hana.
Eco Fish Box frá Stora
Enso þykir henta vel
undir kældan fisk og
hefur ýmsa kosti fram
yfir frauðplastið. Ekkert
segir að sterkir og
vatnsþéttir kassar úr
pappír geti ekki líka
dugað í flutninga á fiski
með flugi.
Eco Fish Box hefur gefið góða raun til þessa og fellur í kramið hjá kaupendum.
Umræðan um skaðsemi plastmengunar hefur varla farið fram hjá lesendum
og hafa stjórnvöld m.a. gripið til þess ráðs að banna einnota plast og plast-
poka. Magni segir það sæta furðu að plastspori sjávarútvegsins hafi ekki ver-
ið gefinn meiri gaumur enda noti greinin gríðarlegt magn plastumbúða og er
næstum allur unninn ferskur fiskur fluttur úr landi í frauðkössum. „Enn sem
komið er hefur aðeins einn útflytjandi, Premium Iceland ehf., tekið þessi mál
rækilega í gegn og valið að nota einvörðungu pappírsumbúðir utan um fisk til
útflutnings, á meðan flest önnur fyrirtæki í greininni fara rólega af stað. Inn-
anlands hafa þó nokkrir sýnt þessu áhuga og m.a. Fisherman ehf., sem hefur
stóra hlutdeild á innanlandsmarkaði, tekið þessa kassa í notkun.“
Segir Magni að það myndi vera íslenskum sjávarútvegi til sóma að hraða
þróuninni og vera í leiðandi hlutverki frekar en að skipta ekki um umbúðir
fyrr en eftir að kaupendur krefjast þess. „Betra væri að bregðast við fyrr í
ferlinu með umhverfisvænum umbúðum og vera lausir við frauðið áður en
það verður bannað um allan heim.“
Plastnotkun sem lítið er rædd