Morgunblaðið - 04.03.2020, Page 1

Morgunblaðið - 04.03.2020, Page 1
KÓRÓNUVEIRU- FARALDUR 16 staðfest tilfelli kórónuveirusmits á Íslandi 4 smitaðir komu frá Þýskalandi 12 smitaðir komu frá Veróna 230 sýni rannsökuð frá upphafi 300+ einstaklingar í sóttkví Morgunblaðið/Árni Sæberg Alls voru í gær sjö ný kórónuveirusmit stað- fest af sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Eru smit því orðin 16 talsins hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, við Morg- unblaðið seint í gærkvöldi. „Þau eru með það sem kalla má hefðbundin flensueinkenni, ekki mikið veik,“ segir Víðir og bætir við að fólkið, karl og kona á sex- tugsaldri, hafi komið hingað til lands frá Ver- óna á Ítalíu og í gegnum München í Þýska- landi. Aðspurður segir hann nú búið að greina um 230 sýni hér á landi. „Þetta er í raun alveg Staðfest kórónuveirusmit orðin 16 talsins hér á landi ótrúlegur fjöldi sem búið er að skoða. Þessir tveir einstaklingar sem hér um ræðir eru hluti af þessum hópi sem við erum búin að fylgjast með og voru í sóttkví,“ bætir hann við. Þá segir hann nú einungis tímaspursmál hvenær einstaklingur smitast innanlands. „Það styttist í það.“ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann reiðubúinn til að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að tryggja lausafé í fjármálakerfinu. Viðbúið sé að útbreiðsla kórónuveir- unnar muni hafa talsverð áhrif á ís- lenskt efnahagslíf til skamms tíma. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði óvænt vexti í gær í þeirri viðleitni að örva hagkerfi landsins. Fjármálamark- aðir brugðust hins vegar illa við ákvörðuninni, ekki síst þegar Jerome Powell seðlabankastjóri gaf til kynna að ekki væri von á frekari lækkun 18. mars næstkomandi. Ás- geir Jónsson segir að vaxtaákvörðun verði ekki flýtt hér á landi en niður- staða peningastefnunefndar er væntanleg 18. mars. Hann segir íslenskt efnahagslíf vel í stakk búið til að takast á við möguleg áhrif af útbreiðslu kórónu- veirunnar. Líkur séu á að áhrifin af faraldrinum verði mest á fyrstu vik- unum. Ferðaþjónustan sé sér- staklega útsett fyrir þeim, ekki síst vegna þess að mjög hafi dregið úr ferðalögum sökum hennar. Seðla- bankinn muni hins vegar tryggja að bankakerfið verði vel í stakk búið til að tryggja lausafjárstöðu fyrirtækja í greininni og að með því sé hægt að styðja þau gegnum þá erfiðleika sem nú steðji óneitanlega að. Ásgeir segir mikinn viðskipta- afgang gera Seðlabankanum kleift að bregðast með afgerandi hætti við ef þörf krefur. Seðlabankinn í startholunum  Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur áhrif á mörkuðum víða um heim  Seðlabankastjóri segir að grip- ið verði til aðgerða til að tryggja lausafjárstöðu í fjármálakerfinu  Stýrivextir ekki lækkaðir að sinni MKórónuveirusmit á Íslandi »4, 6 og ViðskiptaMogginn Ásgeir Jónsson M I Ð V I K U D A G U R 4. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  54. tölublað  108. árgangur  ÓVISSA HEFUR AUKIÐ LÍKUR Á SAMDRÆTTI MÆTA ORKUSKIPTUM FLYTUR JÓHANNESAR- PASSÍU J.S. BACHS VILJA STÆKKA VIRKJANIR 11 TÓNLEIKAR Í KVÖLD 28VIÐSKIPTAMOGGINN A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is stundaheimili víðast hvar á höfuð- borgarsvæðinu og Akranesi verða lokuð frá og með 9. mars og búast má við að grunnskólar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi lokist fljótlega vegna þess að ræstingar falla að mestu niður. Frá sama tíma verður lokað á ýmsa opinbera þjónustu, svo sem við útgáfu vegabréfa og öku- skírteina. Losna ekki undan skattframtali Aðildarfélög BSRB standa al- mennt saman að skæruverkföllum í tvo daga í viku frá 9. mars og út mánuðinn og síðan að ótímabundnu allsherjarverkfalli frá 15. apríl. Stærsta félagið, Sameyki - stéttar- félag í almannaþjónustu, boðar hins vegar til ótímabundins verkfalls hjá ríki og sveitarfélögum á tiltekna þjónustuþætti frá og með 9. mars. Starfsemi heldur áfram hjá Skatt- inum, Tollinum og sýslumannsemb- ættum en útlit er fyrir að flestar al- mennar afgreiðslur lokist og afgreiðslur í síma skerðist. Þó að verkfall hefjist 9. mars mun það ekki hafa áhrif á almenn framtalsskil þar sem skattframtölum er skilað raf- rænt. Hins vegar skerðist framtals- þjónusta sem veitt er í síma og fólk getur ekki fengið aðstoð í af- greiðslum Skattsins. »11 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skæruverkfall félaga úr tveimur stéttarfélögum sem eru fjölmennir á Landspítala, Sjúkraliðafélagi Ís- lands og Sameyki, mun hafa mikil áhrif, ekki síst nú þegar mikið álag er á spítalanum vegna kórónuveir- unnar. „Það mun trufla mikið klín- íska þjónustu og stoðþjónustu sem er dreifð um allan spítalann,“ segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri mannauðsmála á Landspítala. Verkföll félaga innan BSRB munu strax hafa áhrif á daglegt líf fólks, ef til þeirra kemur. Nefna má að frí- Mikil áhrif á starfsemi Landspítala  Frístundaheimilum lokað um leið og verkfall Sameykis hefst og skólar fylgja í kjölfarið  Ekki verða gefin út vegabréf, ökuskírteini eða vottorð í verkfalli BSRB Morgunblaðið/Eggert Landspítali Verkfall kæmi sér illa vegna kórónuveirunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.