Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Pantaðu tíma í göngugreiningu hjá okkur s. 533 1314 Við erum hér til að aðstoða þig! -- Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég stend fyrir hagsmunabaráttu bænda. Við þurfum að hafa sterk sam- tök. Nú er komin öflug stjórn sem ég hef með mér. Þetta er ekki eins manns verk,“ segir Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnesi, sem í gær var kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. Gunnar bauð sig fram á móti Guð- rúnu S. Tryggvadóttur sem tók við for- mennsku fyrir ári þegar Sindri Sigur- geirsson hætti og sneri til annarra starfa. Guðrún hafði þá verið varaformaður. Gunnar var kosinn með 29 atkvæðum á búnaðarþingi í gær en Guðrún fékk 21 atkvæði. „Ég fékk hvatn- inu til framboðs ótrúlega víða að. Ég treysti á að baklandið sé gott og við getum dregið Bændasamtökin meira fram í forystu fyrir hagsmunagæslu allra bænda á Ís- landi. Það verður meginverkefnið,“ segir Gunnar. Hann nefnir í tengslum við þetta straumlínulögun á félagskerfi bænda sem búnaðarþing fjallaði um. Konur í meirihluta í stjórn Stjórn Bændasamtakanna var öll endurnýjuð. Með Gunnari eru í nýju stjórninni Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjár- og nautgripabóndi í Butru í Fljótshlíð, Halla Eiríksdóttir, sauðfjár- bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggja- bóndi hjá Græneggjum í Eyjafirði, og Hermann Ingi Gunnarsson, nautgripa- bóndi í Klauf. Gunnar vekur athygli á því að nú skipi konur meirihluta stjórn- ar Bændasamtakanna í fyrsta skipti. Það séu tímamót þótt þingið hafi fellt konu úr formannsstóli. Gunnar er 56 ára að aldri. Hann stofnaði garðyrkjubýlið Ártanga á árinu 1986 og rekur það ásamt konu sinni, Sigurdísi Eddu Jóhannesdóttur. Hann hefur unnið mikið að félagsmál- um. Er formaður Sambands garð- yrkjubænda og var um tíma í sveit- arstjórn og oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps og formaður Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga. Gunnar Þorgeirsson Sinni hagsmunagæslu fyrir alla bændur landsins  Gunnar Þorgeirsson hefur verið kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands Á alþjóðlegum degi heyrnar í gær létu Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands (HTÍ), Sinfóníuhljómsveitin og Vinnueftirlitið mæla heyrn hjá nokkrum meðlimum hljómsveit- arinnar og hávaða á sviðinu í kring- um hljóðfæraleikarana í Hörpu. Tilgangurinn var að vekja athygli á mikilvægi heyrnarverndar. Í ljós kom, sem reyndar var vitað áður, að sums staðar við sviðið er hávað- inn yfir hættumörkum og á ein- staka stað nærri sársaukamörkum. Kristján Sverrisson, yfirlæknir HTÍ, segir að sem vinnuveitandi sé Sinfónían til fyrirmyndar þegar kemur að heyrnarvernd og hljóð- vist starfsfólks. Noti hljóðfæraleik- ararnir sérstaka tónlistartappa í eyrun og skjöldum sé stillt upp fyr- ir aftan hnakkann á þeim. Flestir hljóðfæraleikararnir sem prófaðir voru reyndust hafa ágæta heyrn en nokkrir ætla að koma í ítarlegri heyrnarmælingu. Kristján segir að á milli 15 og 20 þúsund Íslendingar séu með skerta heyrn og þurfi heyrnarbætandi aðgerðir til að lifa óheftu lífi. Með öldrun þjóðarinnar stækki þessi hópur hratt. Auk öldr- unar séu hávaði og sjúkdómar helstu orsakir heyrnarskerðingar hér á landi. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Heyrnar- vernd í heiðri höfð Mældu hávaða í Hörpu og heyrn hljóðfæraleikara Sinfóníunnar á degi heyrnar í gær Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Enn hefur ekki verið hægt að finna hvað veldur því að tugir olíublautra fugla hafa fundist í Vestmanna- eyjum, Reynisfjöru og Víkurfjöru. „Við höfum verið að reyna að finna út hvað veldur þessu. Við höf- um ekki fundið uppruna olíunnar enn sem komið er,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir, teymisstjóri hjá Um- hverfisstofnun. Hún segir stofnun- ina vinna úr þeim tilkynningum sem berast og leita frekari leiða til þess að upplýsa málið. „Við fáum gervihnattamyndir frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA) í hverjum mánuði og við fáum aukamyndir og þeir greina fyr- ir okkur hvort einhverja olíu sé að sjá á myndunum. Það hefur ekki verið,“ útskýrir Sigurrós. Þá fór fulltrúi Umhverfisstofn- unar með TF-EIR, þyrlu Landhelg- isgæslu Íslands, í síðustu viku í leit að uppruna mengunarinnar. Var flogið umhverfis allar eyjar Vest- mannaeyja og að Reynisfjöru en sú leit bar ekki árangur. Gefast ekki upp „Það er eiginlega ráðgáta hvað veldur þessu. En við erum ennþá að fá tilkynningar,“ segir Sigurrós sem bætir við að stofnunin muni áfram sinna málinu í samstarfi við Gæsluna og EMSA. „Við erum að reyna að finna út úr þessu og ætlum ekki að gefast upp fyrr en við finnum orsakavaldinn.“ Ekki er vitað hvort olíumengunin á fyrrnefndum stöðum tengist, en töluvert hefur borið á olíublautum sjófuglum undanfarið og hefur ástandið verið viðvarandi allt frá áramótum. Flestir fuglanna hafa fundist við höfnina í Heimaey og í Klaufinni, rétt við Stórhöfða. Olíumengun sögð ráðgáta  Tilkynnt um tugi olíublautra sjófugla frá áramótum Ljósmynd/Umhverfisstofnun Óhreinir Engin skýring hefur fund- ist á því að fuglar séu olíublautir. Neyðarlínu barst í gær tilkynning um alvarlegt vinnuslys kl. 14.30 á bygg- ingarsvæði í Mosfellsbæ. Voru þá tveir erlendir karlmenn við vinnu í nýbyggingu í Krikahverfi þegar steypt gólfplata féll skyndilega á þá. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um líðan mannanna í gærkvöld, en þeir voru báðir fluttir með alvarlega áverka á sjúkrahús. Talsverðan tíma tók að losa annan mannanna. Lögregla og slökkvilið voru með mikinn viðbúnað vegna slyssins. Þá voru einnig sérþjálfaðir rústabjörg- unarmenn við vinnu á vettvangi sem og áfallateymi frá Rauða krossinum. Tildrög slyssins voru ekki ljós þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Alvarlegt vinnuslys  Tveir urðu undir steyptri gólfplötu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.