Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Heilbrigðisyfirvöld segja að aldrað
fólk, 80 ára og eldra, sé í mestri hættu
af þeim sem smitast af kórónuveir-
unni. Er talið að allt að 15% þeirra
sem fá sjúkdóminn á þessum aldri
muni látast. Af þeim sem látist hafa
nú þegar eru 22% á níræðisaldri. Lík-
urnar á dauða vegna veirunnar
minnka niður í 8% fyrir fólk sem smit-
ast á aldrinum 70-79 ára, 3,6% fyrir
fólk á aldrinum 60-69 ára og 1,3% fyr-
ir fólk á aldrinum 50-59 ára. Dánarlík-
ur yngri kynslóða og barna eru á
bilinu 0,2 til 0,4%. Dánarlíkur aukast
verulega ef fólk sem smitast er með
aðra sjúkdóma, ekki síst hjarta- og
æðasjúkdóma, sykursýki og öndunar-
færasjúkdóma. Þá eru karlar nokkru
fleiri en konur í hópi hinna látnu.
Hrafnistuheimilin hér hafa sent frá
sér tilkynningu þar sem minnt er á að
íbúar á dvalarheimilum aldraðra og
hjúkrunarheimilum eru í sérstökum
áhættuhópi og þeim tilmælum beint
til fólks sem er með kvefeinkenni,
flensulík einkenni eða hefur ferðast
nýlega til skilgreindra áhættusvæða
að gæta varúðar og koma ekki í heim-
sóknir. Má segja að þetta gildi al-
mennt um allar heimsóknir til aldr-
aðra borgara.
Nær 100 þúsund smitaðir
Ekkert lát er á útbreiðslu kórónu-
veirunnar um heimsbyggðina. Eru
löndin þar sem hennar hefur orðið
vart nú orðin yfir 60 svo staðfest sé.
Í gær hafði verið tilkynnt um yfir
92 þúsund tilfelli smits, flest í Kína,
rúmlega 80 þúsund. Í Suður-Kóreu er
fjöldi smitaðra um 5 þúsund, 2 þús-
und á Ítalíu og um fimmtán hundruð í
Íran. Í Frakklandi, á Spáni og í
Þýskalandi eru vel á annað hundrað
manns í hverju landanna með veir-
una. Í Bretlandi eru tilfellin orðin yfir
50 og stjórnvöld þar sögðu í gær að ef
fram héldi sem horfði gætu allt að
20% vinnuafls í landinu þurft að vera í
sóttkví þegar faraldurinn næði há-
marki.
Margir hlutfallslega á Íslandi
Á Norðurlöndum voru í gær flest
tilfelli í Noregi, 25. Í Svíþjóð voru þau
15, í Finnlandi 6 og í Danmörku 4. Til-
fellin 14 á Íslandi eru því há tala í
samanburðinum, hvað þá ef miðað er
við hlutfallslegan mannfjölda. Helst
má skýra háar tölur á Íslandi með
ferðagleði landsmanna, enda smituð-
ust þessi 14 öll erlendis, flest á sama
stað á Ítalíu, og svo því að heilbrigð-
iskerfið og almannavarnir hafa haldið
mjög vel utan um málið. Hér á landi
er fyrir hendi áreiðanlegri vitneskja
um stöðuna en í mörgum öðrum lönd-
um. Mjög líklegt er að óskráð og
óþekkt tilfelli séu allmörg í ýmsum
löndum, þar á meðal þar sem engin
tilfelli hafa verið kynnt.
Í gær var vitað um yfir þrjú þúsund
dauðsföll vegna kórónuveirunnar.
Allur þorri þeirra var í Kína, um 2.800
manns. Í Íran höfðu 66 látist, 52 á
Ítalíu, 28 í Suður-Kóreu, 6 í Banda-
ríkjunum og 3 í Frakklandi. Tæplega
50 þúsund manns sem fengið hafa
veiruna hafa náð sér að fullu.
Aldrað fólk er í mestri hættu
Flestir sem deyja af völdum kórónuveirunnar eru 80 ára og eldri Aðrir sjúkdómar auka dánarlíkur
Varúðar sé gætt við heimsóknir til aldraðra Tilfellum fjölgað ört í okkar heimshluta síðustu daga
Kórónuveirusmit og dauðsföll
Staðfest smit
Einkennalaus
Dauðsföll
ÍTALÍA
Smitaðir: 2.502
Látnir: 79 ÍRAN
Smitaðir: 2.336
Látnir: 77
JAPAN
Smitaðir: 293
Látnir: 6
Til viðbótar eru
706 farþegar
skemmtiferða-
skipsins Diamond
Princess smitaðir
og 6 þeirra látnir
ÍSLAND
Smitaðir: 16
Látnir: 0
Í sóttkví: um 350
Tekin sýni: yfir 200
SAMTALS Á HEIMSVÍSU
Smitaðir:
92.818
Látnir:
3.159
KÍNA
Smitaðir: 80.151
Látnir: 2.945
Þar af 67.217 smitaðir
og 2.835 látnir
í Hubei-héraði
SUÐUR-KÓREA
Smitaðir: 5.186
Látnir: 28
Dánarlíkur eftir aldurshópum Fjöldi smita á megnlandi Kína Samanburður við Sars og Mers
Kórónuveirusmit í nokkrum löndum
80 ára og eldri 15-20%
76-79 ára 8,0%
60-69 ára 3,6%
50-59 ára 1,3%
40-49 ára 0,4%
30-39 ára 0,2%
20-29 ára 0,2%
10-19 ára 0,2%
0-9 ára *
Hlutfall smitaðra sem látast af völdum
kórónuveirurnar
*Engin skráð dauðsföll
SPÁNN
Smitaðir: 153
Látnir: 0
ÞÝSKALAND
Smitaðir: 196
Látnir: 0
DANMÖRK
Smitaðir: 6
Látnir: 0
SVÍÞJÓÐ
Smitaðir: 21
Látnir: 0
NOREGUR
Smitaðir: 32
Látnir: 0
FRAKKLAND
Smitaðir: 204
Látnir: 4
21.1. 28.1. 4.2. 11.2. 18.2. 25.2. 3.3. Kórónuveiran Sars-veiran Mers-veiran
100.000
75.000
50.000
25.000
0
BANDARÍKIN
Smitaðir: 118
Látnir: 7
80.151
48.200
2.945
Fjöldi stað-
festra smita
Fjöldi smita á
hverja milljón íbúa
Suður-Kórea 5.186 100,3
Kína 80.151 56,1
Ísland 16 43,9
Ítalía 2.502 41,5
Íran 2.336 28,1
Fjöldi smita Dauðsföll91.320
3.118 8.096 774 2.494 858
SARS-far ald urinn herjaði á Kína
og Hong Kong í um átta mánuði
árin 2002 og 2003 Heimildir: Johns
Hopkins-háskólinn,
WHO og BBC
Tölur voru sóttar
kl. 22.00 í gær.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forvörn Fátt er jafn mikilvægt í baráttunni við smit af völdum kórónuveir-
unnar og hreinlæti. Handþvottur er lykilatriði í því sambandi.
Á vegum Lögreglustjórans á Suð-
urlandi var í gær fundað með
fulltrúum allra sveitarfélaga í um-
dæminu, hvar farið var yfir allar
helstu viðbúnaðaráætlanir vegna
kórónuveirunnar. Á Suðurlandi eru
þrjár almannavarnanefndir, það er
í Árnessýslu, Rangárvalla- og Vest-
ur-Skaftafellsýslu og Austur-
Skaftafellssýslu, það er sveitarfé-
laginu Hornafirði. Skv. lögum eru
sveitarfélögin á þessu svæði sem
eru fjórtán alls – ábyrg fyrir allri
áætlanagerð og innviðum í al-
mannavarnamálum á sínu svæði,
en þegar kemur að beinum að-
gerðum á óvissu- eða hættustigi
lúta þær stjórn lögreglu.
„Í sjálfu sér eru skilaboð okkar
hér á Suðurlandi hin sömu og al-
mannavarnadeild Ríkislögreglu-
stjóra og heilbrigðisyfirvöld hafa
komið með síðustu daga vegna
veirunnar,“ segir
Oddur Árnason,
yfirlögreglu-
þjónn á Suður-
landi, í samtali
við Morgun-
blaðið í gær.
„Sóttvarnalækn-
ir og sá starfs-
maður okkar
sem sinnir al-
mannavarnamálum hafa gert
ákveðnar áætlanir í héraði og til að
myndaum höfum við tekið frá
nokkrar byggingar sem nota
mætti sem sóttkví ef slíkar að-
stæður mynduðust. Ég reikna þó
frekar með að fólk hér á svæðinu,
svo sem erlendir ferðamenn,
myndu þó frekar leita til Reykja-
víkur þar sem hótel við Rauðar-
árstíg hefur verið leigt sem sótt-
varnahús.“
Nokkrar byggingar fráteknar
fyrir fólk sem fer í sóttkví
FUNDUÐU MEÐ ALMANNAVARNANEFNDUM Á SUÐURLANDI
Oddur
Árnason
Kórónuveirusmit á Íslandi
Ekki hefur verið
tekin ákvörðun
um hvenær Eim-
skip sendir menn
til Kína til að
reynslusigla
flutningaskipinu
Dettifossi, sem
sjósett var í
fyrra.
Edda Rut
Björnsdóttir,
markaðs- og samskiptastjóri Eim-
skips, segir að búist sé við því að
Dettifoss verði afhentur um miðjan
annan ársfjórðung líðandi árs. „Við
höfum ekki tekið ákvörðum um að
senda starfsfólk út,“ segir hún og
vísar til þess að kórónuveiran hafi
sett strik í reikninginn, en Kína er
skilgreint svæði með mikla smit-
áhættu, eins og fram kemur á vef
Embættis landlæknis.
steinthor@mbl.is
Reynslusigling
Dettifoss í biðstöðu
Kína Dettifoss í
burðarliðnum.