Morgunblaðið - 04.03.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
Jón Magnússon, fyrrverandi al-þingismaður, gerði á blog.is að
umræðuefni að Katrín Jakobsdóttir
hefði lýst „því yfir að hún væri hug-
myndafræðilega
skyld þeim Bernie
Sanders hinum am-
eríska og Varoufakis
hinum gríska.
Bernie Sanders er
maður sem dásamar
kommúnistastjórn-
irnar á Kúbu og
Venesúela. Vegna
óstjórnar í Vene-
súela streyma hing-
að hælisleitendur
sem flýja dýrðar-
ríkið, sem ætla má
að þau Bernie og
Katrín hafi svo mikl-
ar mætur á. Þá vill
Bernie þessi gera allt fyrir alla á
annarra kostnað eins og góðir sósíal-
istar gera jafnan þangað til þeir eru
búnir með peninga annarra.
Svo er það hugmyndafræðilegiskyldleiki forsætisráðherra og
fyrrum fjármálaráðherra Grikk-
lands Varoufakis sem fór úr ríkis-
stjórn róttæks sósíalistaflokks, af því
að hann var ekki nógu róttækur fyr-
ir kommúnistann Varoufakis. Va-
roufakis hefur mikið og stórt horn í
síðu frjálsrar samkeppni og mark-
aðsbúskapar. En sú hugmynda-
fræðilega nálgun hans fellur heldur
betur í kramið hjá íslenska forsætis-
ráðherranum.
Íslenski heilbrigðisráðherrann,flokkssystir forsætisráðherra,
framkvæmir nú sem mest hún má
stefnu þeirra Katrínar og Varoufak-
is með þeim afleiðingum að fjöldi
fólks er á biðlista eftir bráðaaðgerð-
um og þarf að bíða mánuðum og
jafnvel árum saman sárþjáð eftir
nauðsynlegum aðgerðum af því að
vondu kapítalistarnir á Íslandi mega
ekki græða og þá er betra að velja
dýrari valkost jafnvel þó að útlendir
kapítalistar græði.“
Jón
Magnússon
Ekki leiðum
að líkjast
STAKSTEINAR
Katrín
Jakobsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Með opnun veitingastaðar á Ránar-
götu 4 við Arnarnesvog í Garðabæ
eykst umferð við Sjálandsskóla og
aukin hætta verður á slysum við
skólann, að mati Foreldrafélags
skólans. Í opnu bréfi félagsins, sem
rætt var í bæjarráði Garðabæjar í
gær, kemur einnig fram að mengun
muni aukast og bílastæðapláss fyrir
starfsfólk og foreldra/forráðamenn
við skólann verði takmarkað.
Á fundinum fól bæjarráð bæjar-
stjóra að ræða við fulltrúa í stjórn
foreldrafélagsins til að fara nánar
yfir með hvaða hætti megi tryggja
sem best öryggi barna á skólalóð
Sjálandsskóla. Bæjarráð vísaði er-
indinu til tækni- og umhverfissviðs í
tengslum við undirbúning að gerð
umferðaröryggisáætlunar Garða-
bæjar.
Yfirskrift bréfs foreldrafélagsins
er „tryggjum öryggi nemenda við
Sjálandsskóla í kjölfar opnunar veit-
ingastaðar með vínveitingaleyfi við
hlið skólans.“ Bent er á að veitinga-
staðurinn sé með sali fyrir hópa og
muni umferð á skólalóð aukast á
skólatíma, t.d. vegna ráðstefna,
funda og erfidrykkja. Lagðar eru
fram tillögur um notkun á bílastæð-
um skólans, merkingar og lýsingu.
Í bréfinu segir meðal annars: „Þá
þykir okkur í stjórn foreldrafélags-
ins skjóta skökku við að veitinga-
staður með vínveitingaleyfi sé stað-
settur við hlið grunnskóla. Við lýsum
því yfir miklum áhyggjum af því að
nærumhverfi skólans verði ekki eins
öruggur staður og verið hefur hing-
að til. Einnig teljum við óæskilegt að
auglýsingar (t.d. áfengisauglýsingar
á bílum birgja) verði fyrir augum
grunnskólabarnanna.“ aij@mbl.is
Vilja tryggja öryggi við Sjálandsskóla
Með opnun veitingastaðar við Arnarnesvog eykst umferð við skólann
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig-
urðardóttir, vígði tvo guðfræðinga
og tvo djáknakandidata, í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík sl. sunnudag.
Pétur Ragnhildarson var vígður
sem æskulýðsprestur í Guðríðar-
kirkju og Fella- og Hólakirkju, í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
og Þóra Björg Sigurðardóttir var
vígð til prestsþjónustu í Garða- og
Saurbæjarprestakalli, Vestur-
landsprófastsdæmi.
Vígsluvottar voru sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson, sr. Arna
Ýrr Sigurðardóttir, sr. Arnfríður
Guðmundsdóttir, sr. Elínborg
Sturludóttir, sr. Karl Valgarður
Matthíasson, sem lýsti vígslu, og sr.
Þráinn Haraldsson. Djákna-
kandidat Anna Hulda Júlíusdóttir
var vígð til þjónustu við orlof aldr-
aðra á Löngumýri í Skagafirði, og
djáknakandidat Jóhanna María
Eyjólfsdóttir var vígð sem djákni til
þjónustu í Áskirkju í Reykjavíkur-
prófastsdæmi vestra.
Sr. Elínborg Sturludóttir þjónaði
fyrir altari og Dómkórinn söng.
Tveir prestar og tveir
djáknar vígðir til starfa
Ljósmynd/Hreinn Hákonarson
Vígsla Guðfræðingar og djáknar ásamt vígsluvottum í Dómkirkjunni.