Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 Undanfarið hefur nokkur umræða verið um upprunaábyrgðir, þ.e. svokölluð „græn skírteini“ og viðskipti orkufyrirtækja með þau. Hagsmunasamtök, ein- staka stjórnmálamenn og stöku fjölmiðlar, sem að öllu jöfnu vilja láta taka sig alvarlega, hafa afvegaleitt umræðuna með því að rugla saman annars vegar viðskiptum með upprunaábyrgðir og hins vegar skuldbindingum þjóða tengdum heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda út í and- rúmsloftið. Sjálfsagt gengur þeim sem slíkan málflutning stunda mis- jafnt til, eftir því hver á í hlut, en niðurstaðan er líklega sú að fáir vita hvernig raunverulega er í pottinn búið. Sumir hverjir telja hér eitt- hvað ógreint og óeðlilegt á ferðinni, enda gjarnan spilað á þjóðernis- hyggju og stolt okkar af hreinni náttúru Íslands í hinni afvegaleiddu umræðu. Tvö kerfi Mikilvægt er að hafa í huga að samkvæmt gildandi löggjöf eru í gildi tvö ólík kerfi sem oft er ruglað saman. Annars vegar er um að ræða kerfi um upprunaábyrgðir og hins vegar kerfi um heimildir til los- unar gróðurhúsa- lofttegunda. Kerfið um upp- runaábyrgðir, sem byggist á lögum nr. 30/2008, er valkvætt og kveður á um út- gáfu framseljanlegra upprunaábyrgða til framleiðenda raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum, eins og t.d. Landsvirkj- unar. Þetta eru hin svokölluðu „grænu skírteini“ sem orkufyr- irtæki er framleiða græna orku geta selt á markaði sem myndast hefur með þau. Upprunaábyrgðirnar gegna því hlutverki að sýna kaup- anda fram á að tiltekið hlutfall eða magn orku hafi verið framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum. Í framkvæmd á regluverkið að gera það að verkum að endurnýjanlegi uppruninn verði að sjálfstæðri sölu- vöru sem hægt er að selja óháð orkunni sem hann tilheyrði upp- haflega. Þannig er neytendum sjálf- um gefinn kostur á að greiða fyrir hana sem á móti gerir endurnýjan- lega orku verðmætari og þar af leið- andi eftirsóknarverðari fram- leiðsluvöru. Sala slíkra skírteina hefur hins vegar engin áhrif á skuld- bindingar Íslands í loftslagsmálum, né þeirra sem þau kaupa. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að umhverfissóðar geti með kaupum á slíkum upprunaábyrgðum hvít- þvegið sig með hreinleika Íslands, hvað þá að orkuframleiðendur sem framleiða orku með mengandi hætti geti gert slíkt hið sama. Þeir geta ekki nýtt sér upprunaábyrgðirnar til mótvægis við losun í þeirra rekstri. Upprunaábyrgðirnar nýtast eingöngu endanlegum notendum orkunnar. Kerfið um loftslagsheimildir, þ.e. um losun gróðurhúsalofttegunda, sem byggist á lögum nr. 70/2012, er á hinn bóginn óvalkvætt (skyldu- bundið) en í því er svokölluðum los- unarheimildum, sem eru framselj- anlegar og fer fækkandi með hverju árinu, úthlutað eða þær boðnar upp. Fyrirtækjum sem undir kerfið falla er síðan gert skylt að standa skil á losunarheimildum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Í grófum dráttum virkar kerfið þannig, svo sem nánar er fjallað um í lögunum, að ýmsum iðnaði og flugrekendum er gert skylt að standa skil á los- unarheimildum í samræmi við losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Ár- lega er svo ákveðinn heildarpottur af losunarheimildum sem fer minnk- andi með hverju ári og er los- unarheimildum annars vegar endur- gjaldslaust úthlutað til fyrirtækja og hins vegar eru þær boðnar upp. Hugmyndin er því sú að með færri losunarheimildum verði þær verð- mætari (dýrari) og fyrirtæki hafi því aukinn hvata til að draga úr mengun sinni, til þess að þurfa ekki að kaupa losunarheimildir á markaði eða á uppboðum. Fyrirtæki hafa jafn- framt hvata til að draga úr mengun umfram þær losunarheimildir sem þeim er úthlutað til að geta selt um- framheimildir sínar á almennum markaði. Rétt er að halda því ræki- lega til haga að fyrirtæki í mengandi starfsemi sem þurfa á losunarheim- ildum að ræða, geta á engan hátt uppfyllt þá skyldu með kaupum á upprunaábyrgðum frá t.d. Lands- virkjun. Þau kaup minnka ekki skyldur þeirra í tengslum við losun. Hvað væri best? Í umræðunni hefur sú staðreynd alveg orðið útundan að allt rafmagn sem heimili og fyrirtæki á Íslandi (önnur en stórnotendur) nota er upprunavottað rafmagn. Stóriðjan hér á landi hefur ekki verið tilbúin að bæta við það orkuverð sem hún greiðir og fá upprunavottorðin með í kaupunum. Í þeim tilvikum situr Landsvirkjun því uppi með þau vott- orð sem sannanlega eru verðmæti. Er eðlilegt að Landsvirkjun geri ekkert með þau verðmæti? Hendi þeim eða jafnvel gefi stóriðjunni? Svari hver fyrir sig, en augljóslega væri einfaldast að allir kaupendur orku af Landsvirkjun fengju ein- ungis upprunavottað rafmagn til að nota hér á landi, en fyrir það þarf að greiða. Meðan svo er ekki hlýtur Landsvirkjun að koma upprunavott- orðunum í verð með öðrum hætti svo sem gert er nú. Með því há- markar hún afrakstur auðlinda í þágu eigandans, íslensku þjóð- arinnar. Eftir Helga Jóhannesson » Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að umhverfissóðar geti með kaupum á slík- um upprunaábyrgðum hvítþvegið sig með hreinleika Íslands. Höfundur er yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Tvenn lög – tvö ólík kerfi Helgi Jóhannesson Það liggur í mannlegu eðli að halda að sér höndum á tímum óvissu. Athafnamaðurinn setur áform um fjárfestingar í nýjum tækjum á ís og fjölskylda sem hugar að íbúðakaupum hikar og bíður þess að framtíðin skýrist. Á tímum óvissu er lítið hægt að fullyrða annað en að líkur séu á því að efnahagsleg umsvif minnki. Jafnvel hagfræð- ingar, sem eru sannfærðir um að hægt sé að setja allt efnahagslífið inn í reiknilíkan og spá fyrir um framtíð- ina, játa sig sigraða. Spámódel hag- fræðinga (sem sumir hverjir telja sig eiga sæti á bekk með raunvís- indamönnum) eru ófullkomin. Óvissa í efnahagsmálum er oft vegna athafna eða athafnaleysis stjórnvalda. Brexit og viðskiptadeil- ur Bandaríkjanna og Kína, hafa valdið efnahagslegum höfuðverkjum í flestum löndum heims. Pólitískur óstöðugleiki hefur leikið mörg lönd grátt í gegnum söguna. Efnahags- legar hörmungar eru fylgifiskur stríðs og átaka. Þannig skapar maðurinn sjálfur óvissu. En sumt er ekki á mannlegu valdi. Náttúran veltir ekki fyrir sér stöðunni á hlutabréfamörkuðum og lætur sér þróun efnahagsmála í léttu rúmi liggja. Náttúruhamfarir, felli- byljir, eldgos, flóð, þurrkar, skógar- eldar og önnur óáran, eru oft þungur baggi fyrir einstök lönd og land- svæði, stundum heiminn allan. Far- sóttir ógna lífi og heilsu. Í heimi nú- tímans, þar sem fólk ferðast frjálst milli landa, getur veirusótt orðið að heimsfaraldi, sem hefur ekki aðeins alvarlegar afleiðingar á líf ein- staklinga heldur teflir í tvísýnu efna- hagslegum stöðugleika og lífkjörum almennings. Kórónuveiran (Covid-19) Faraldur Covid-19 af völdum nýrrar kórónuveiru sem á uppruna sinn í Wuhan-héraði í Kína hefur breiðst hratt út. Vonir um að hægt væri að hemja útbreiðsluna rættust ekki. Líklega sleppur ekkert land undan veirunni. Hér verður ekki gert lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni. Veirusótt sem verður faraldur er al- varleg. Ekki verður annað séð en að viðbrögð íslenskra yf- irvalda hafi verið fum- laus og hnitmiðuð. Og að líkindum er það undir hverju og einu okkar komið hvernig til tekst í baráttunni. En það er nauðsyn- legt að gera ekki meira úr hættunni en efni standa til. Í gær- morgun (þriðjudag) höfðu verið staðfest smit af völdum veir- unnar í 90.936 ein- staklingum í heiminum öllum, að því er fram kemur á vef BBC. Lang- flestir hinna smituðu eru í Kína (80.151), síðan í Suður-Kóreu (4.812), Ítalíu (2.036) og í Íran (1.501). Stað- fest dauðsföll eru 3.117 – langflest í Kína. Til samanburðar er vert að hafa í huga að á hverju ári veikist um einn milljarður manna af inflúensu á hverju ári. Milli 290 og 650 þúsund deyja en stofn veirunnar er mis- alvarlegur. Vanmetin áhrif Margt bendir til að stjórnvöld og viðskiptalífið í heild sinni hafi van- metið áhrif kórónuveirunnar – áhrif- in geta orðið meiri, dýpri og lang- vinnari en nokkur reiknaði með. Liðin vika var sú versta á hluta- bréfamörkuðum í Bandaríkjunum frá fjármálakreppunni 2008. Þrjár helstu vísitölur hlutabréfa lækkuðu um 10% eða meira, þrátt fyrir nokkra hækkun fyrir lok markaða á föstudag. Peter Dixon, hagfræðingur hjá Commerzbank, segir í viðtali við tímaritið National Review um helgina að staðan sé ólík aðstæðum í fjármálakreppunni 2008. Þá hafi fjármálamarkaðir brugðist við því sem var að gerast en nú séu þeir að bregðast við því sem gæti gerst. „Það er nær ómögulegt fyrir fjár- festa og greiningaraðila að gera skynsamlegar spár um hvað gæti gerst – við erum í blindflugi.“ Hversu alvarleg eða langvarandi efnahagslegu áhrifin eru veit enginn. Kórónuveiran kemur hins vegar á vondum tíma fyrir efnahag heimsins. Hagvöxtur hefur farið minnkandi í Kína og þrátt fyrir að vextir dansi um og undir núllinu hefur hagkerfi Evrópusambandsins ekki náð nauð- synlegri viðspyrnu. Hagfræðingar keppast við að uppfæra spár sínar og forystumenn ríkisstjórna um allan heim klóra sér í kollinum yfir því til hvaða aðgerða sé hægt að grípa. Vextir verða a.m.k. ekki keyrðir mikið niður til að örva efnahagslífið. OECD hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir heiminn og hefur hún ekki verið lægri frá fjármálakreppunni. Samkvæmt upplýsingum Bloom- berg-upplýsingaveitunnar er fram- leiðsla verksmiðja í Kína aðeins 60- 70% af getu. Í Kína eru framleiddar mikilvægar neytendavörur og íhlutir fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Fall í framleiðslu hefur áhrif á þessi fyrirtæki, s.s. Apple, og neyt- endamarkaði í flestum löndum. Vísbendingar eru um að áhrif kór- ónuveirunnar – að minnsta kosti til skamms tíma – kunni að vera meiri en fjármálakreppunnar fyrir 12 ár- um. Misjöfn staða Sum ríki standa veikar efnahags- lega en önnur. Í Evrópu hafa flest smit verið á Ítalíu, enn sem komið er. Ítalía hefur í mörg ár barist við króníska stöðnun og má vart við áföllum vegna kórónuveirunnar. Á síðasta ári var framleiðsla ítalska hagkerfisins sú sama og fyrir 15 ár- um og 4% minni en 2007 í aðdrag- anda fjármálakreppunnar. Atvinnu- leysi viðvarandi. Atvinnuleysi meðal 25 ára og yngri er um 29% og er hvergi meira í Evrópusambandinu nema á Spáni og Grikklandi. Verg landsframleiðsla dróst saman á síð- asta ársfjórðungi liðins árs. Það eykur vanda Ítala að þeir geta ekki gripið til peningalegra aðgerða. Verkfærin eru öll í höndum Seðla- banka Evrópu og stýrivextir eru þegar mjög lágir (sumir neikvæðir). Svigrúmið í ríkisfjármálum er ekk- ert. Skuldir ítalska ríkisins eru um 133% af vergri landsframleiðslu – langt yfir ofan 60% viðmið Evrópu- sambandsins. Aðeins Grikkland er í verri stöðu. Ólíkt Ítalíu er efnahagsleg staða Íslands sterk. Þótt enn sé ekki að fullu hægt að átta sig á hvaða áhrif kórónuveiran hefur á efnahag okkar erum við í stakk búinn til að grípa til ráðstafana og getum beitt verkfær- um sem standa Ítölum ekki til boða, jafnt í peningamálum og ríkisfjár- málum. Mestu áhyggjurnar eru af nei- kvæðum áhrifum veirunnar á ferða- þjónustuna. Samstillt átak einkafyr- irtækja og ríkisins í markaðssetningu lands og þjóðar hefur áður skilað gríðarlegum ár- angri. Þann leik verður að end- urtaka. En fleira þarf að koma til. Endurskoða þarf ýmis sérgjöld sem lögð eru á ferðaþjónustuna samhliða því að losa um lausafjárkröfur bank- anna til að gera þeim mögulegt að auka útlán til fjárfestinga – ekki að- eins í ferðaþjónustu heldur á öllum sviðum atvinnulífsins. Við getum orðað þetta sem svo að verið sé að hleypa súrefni inn í efnahagslífið. Ís- lensk stjórnvöld geta auðveldlega skrúfað frá fleiri súrefniskrönum, líkt og ég hef margoft bent á í ræðu og riti. Til þess þarf vilja og stefnu- festu. Viðbrögð markaðsaðila um allan heim við útbreiðslu kórónuveirunnar sýna hve mikil áhrif sálarástand – væntingar um framtíðina – hefur á framvindu efnahagsmála. Bjartsýni ýtir undir efnahagslegar athafnir. Svartsýni og óvissa draga úr fram- kvæmdavilja sem að öðru óbreyttu leiðir til verri lífskjara almennings. Oftar en ekki er sálarástand í beinu samhengi við störf og stefnu stjórn- valda. Eftir Óla Björn Kárason » Bjartsýni ýtir undir athafnir. Svartsýni og óvissa draga úr fram- kvæmdavilja. Sálar- ástand er oft í beinu samhengi við störf og stefnu stjórnvalda. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Sálrænt heilbrigði efnahagsmála AFP Faraldur „Margt bendir til að stjórnvöld og viðskiptalífið í heild sinni, hafi vanmetið áhrif kórónuveirunnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.