Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 16
Nú er orðið nokkuð ljóst að annað árið í röð bregðast loðnuveiðar til vansa fyrir land og þjóð. Mér datt svona í hug, þar sem við erum báðir fyrrverandi sjó- menn, þú skipstjór- alærður og ég með of- urlítil vélstjóraréttindi og var bæði á gömlum síðutogurum, vertíðar- og síldarbátum, að við hefðum ekki komist hjá að fylgjast með og taka þátt í ýmsum veiðiskap. Hér ætla ég ekki að segja þér fyrir verkum og dettur það auðvitað ekki í hug, en ég eins og fleiri ber ofurlítinn ugg í brjósti yfir yfirvofandi loðnubresti annað árið í röð. Þar af leiðir að ég vildi koma til þín smá hugleiðingum til verulegrar umhugsunar. Eins og við báðir vitum eru vísindamenn mistækir eins og aðrir menn, sbr. loftslagsvána, og þar með einnig fiski- og sjáv- arútvegsfræðingar. Nú tek ég það skýrt fram að ég er ekki að tala niður til þessara manna, en öllum getur orð- ið á í messunni. Miðað við að vel á ann- að hundrað þúsund tonn af loðnu hef- ur verið leyft að veiða þegar magnið í sjónum hefur mælst yfir 400 þús. tonn og meira, væri þá ekki úr vegi nú, þegar mælingar sýna 250 þús. tonn, að þú tækir af skarið og leyfðir upp á þitt eindæmi veiðar á 30- 40 þús. tonnum af loðnunni nú í vetur, sem er jú ekki nema brot af leyfilegum afla síðustu ára. Sjáum svo til að ári. Einnig legg ég til að fyrir þann pening sem síast inn í ríkissjóð sem afrakstur af þessum veiðum hlutist þú til um, Kristján Þór, að ellilífeyrisþegum yrði umbunað með mannsæmandi launum og þá sérstaklega þeim í tugum þús- unda talið sem lifa „lífinu“ undir hung- urmörkum. Af því ég þekki þig dálítið frá fyrri tíma taldi ég mér óhætt að viðra þetta við þig. Með fullri virðingu. Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Því ekki að heimila veiðar á 30 til 40 þús. tonnum af loðnu? Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Nokkur orð til sjávarútvegsráð- herra Kristjáns Þórs 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Elías Elíasson er ekkert að skafa utan af hlutum í grein sinni í Morgunblaðinu þriðjudaginn 25. febr- úar síðastliðinn: „Þar kom að því. Stefna ESB í raforkumálum, innleidd hér með orkupökkum, er farin að ýta stóriðjunni úr landi og fyrst í röð- inni er álverið í Straumsvík. Þetta er búið að liggja í loftinu í mörg ár en Landsvirkjun reynir enn að telja þjóðinni trú um að það sé ekki raforkuverðinu að kenna hvernig komið er. Nú er það orðið alveg skýrt. Landsvirkjun telur sér skylt samkvæmt reglum ESB að blóðmjólka viðskiptavini sína svo lengi sem þeir tóra.“ Ég á erfitt með að skilja þessa óskilgreindu reiði. Staðreyndin er sú að ESB kom mér vitanlega hvergi nærri samningum Lands- virkjunar og ISAL árið 2010. Á hvern hátt tilvera orkupakka 1 og 2 í raforkulögunum 2003 hafði bein áhrif á samningsgerðina þyrfti Landsvirkjun að svara fyrir, en mér er mjög til efs að þar sé á ferðinni eitthvert orsakasamhengi. Til að útskýra mál sitt birtir Elías tvö línurit úr skýrslu frá US EIA (Energy Information Agency) Annual Energy Outlook 2020. Fyrra línuritið sýnir þróun ál- verðs í USD/tonn frá 1. janúar 1989 til okkar tíma og þróun neysluvísitölu í Bandaríkjunum yf- ir sama tímabili með upphafs- punkt í 1200 USD/tonn, en af hverju að nota það gildi og þann upphafspunkt veit ég ekki? Seinna línuritið sýnir spá um þróun á gasverði í USD/MBTU á svo nefndum Henry Hub gas- markaði í Louisiana USA. Þar kynnir Elías hvernig gasverð á mörkuðum breytist með framboði á olíu og gasi. Til dæmis er óvissubil árið 2050 áætlað (-68%; +77%). Í skýrslu US EIA er einn- ig sýnt sama óvissubil fyrir verð á almenn- um raforkumarkaði, en það er miklu minna eða aðeins (-6%; +9%). Þar er að öllum líkindum virkni raforkumarkaða í gangi, sem milda áhrif ytri breytinga svo sem verð á gasi og olíu. Út frá línuritunum á það síðan að vera lesandans að finna út hvernig breytileikinn kemur fram í raforkusamningi Landsvirkjunar og ISAL frá árinu 2010. Mér tókst það ekki greiðlega, enda marg- víslegar og mismunandi einingar á ferð, svo ég greip til þess ráðs að búa til nýtt línurit sem ætlað er að útskýra að hvaða leyti téður samningur er erfiður ISAL, sbr. meðfylgjandi mynd. Samningurinn er víst trún- aðarmál, en forsendur mínar eru að umsamið raforkuverð 2010 hafi verið 32,06 USD/MWh og það breyst síðan með vísitölu neyslu- verðs í Bandaríkjunum. Þetta er sýnt með bláu línunni á meðfylgj- andi mynd. Þar er einnig er sýnd þróun raforkuverðs ef álverð- stenging hefði gilt, með brúnu lín- unni. Tölur fyrir árið 2020 eru ágiskaðar enda er árið enn ekki liðið. Einnig eru sýnd þrjú síðustu árin á undan 2010 ef samning- urinn hefði gilt á því tímabili, svona til viðmiðunar, en raunveru- leikinn var vitaskuld annar á þeim tíma. Á myndinni kemur berlega fram að árið 2011 hefur verið hagstætt ISAL en strax árið 2012 fer að síga á ógæfuhliðina vafalaust vegna áhrifa af stóraukinni ál- framleiðslu Kínverja eins og reyndar Elías útskýrir í grein sinni. Þessi slagsíða heldur síðan áfram næstu 9 árin fram til dags- ins í dag og er raforkuverðið núna orðið 38 USD/MWh, en hefði verið 27 USD/MWh með álverðstenginu í samningnum 2010 eða 30% lægra. Ég ætla að láta hjá líða að ræða loftslagsstefnur eða áhrif hækk- unar á gengi krónunnar á samning Landsvirkjunar og ISAL en gríp næst niður í eftirfarandi klausu í grein Elíasar: „Íslenska raf- orkukerfið gegnir því hlutverki einu að flytja orku fallvatna og jarðvarma til notenda og virkj- anirnar hafa það hlutverk eitt að breyta þessari orku í flutnings- hæft form sem er rafmagn. Það er því rétt að eðli máls að líta á virkjanir sem hluta flutningskerf- isins fremur en sem fram- leiðslueiningar fyrir vöru, enda eru þær frá náttúrunnar hendi misdýrar og geta því ekki keppt hver við aðra á grundvelli jafn- stöðu.“ Vegna þessa telur Elías að það sé tómt mál að tala um mark- aðsvæðingu á Íslandi að hætti ESB. Elías hefur skrifar margar áhugaverðar greinar sem birst hafa í fjölmiðlum á undanförnum árum og hef ég lesið þær allar. Ekki í nokkurri þeirra hefur hann haldið fram þessari skoðun sinni. Þetta kemur allt í einu núna. Þarna er kannski komin skýring á því af hverju hann er svo mikið á móti orkupökkum Evrópusam- bandsins ESB. Þar er gerður skýr greinarmunur á framleiðslueiningu (virkjun), flutningskerfi, dreifi- kerfi og markaði og er nú búið að taka upp þessa skilgreiningu nán- ast í öllum ríkjum heims með góð- um árangri og samstöðu. Sam- kvæmt staðhæfingu Elíasar virðist hann vilja leggja niður virkj- unarfyrirtækin eins og t.d. Lands- virkjun og kannski að leggja þau inn í Landsnet og búa síðan til al- íslenskt raforkukerfi sem við öll getum verið stolt af? Miðstýrt, sem flestar þjóðir eru á fullu að leggja af. Enginn innflutningur á einhverju útlensku Evrópusam- bands-rugli? Er það virkilega hug- myndin? Svo segir Elías að það sé „tómt mál að tala um markaðsvæðingu að hætti ESB“. Vonandi fer hönn- un Landsnets á nýjum raf- orkumarkaði að líta dagsins ljós, en þeir hafa fengið útlendinga til að vinna verkið. Hvað segir Elías um það? Eftir Skúla Jóhannsson »Ég á erfitt með að skilja þessa óskil- greindu reiði. Stað- reyndin er sú að ESB kom hvergi nærri samn- ingum Landsvirkjunar og ISAL árið 2010. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Um raforkuverð ISAL í samningi við Landsvirkjun Raforkuverð í samningi Landsvirkjunar og ISAL 2010 Meirihlutinn i borgarstjórn er að spilla Elliðaárdalnum með raski því sem mun fylgja fyrirhuguðum fram- kvæmdum þar. Þetta fallega útivist- arsvæði virðist ekki eiga að fá að vera í friði. Borgarstjórnarmerihlut- inn má vart sjá auðan blett í borgar- landinu án þess að þurfa að fara í framkvæmdir þar. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Vanhugsað rask   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.