Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
Gamlárskvöldin á Hellu og
seinna í Mosfellsbænum voru
mikil stuðkvöld þar sem börnin
þín og afkomendur komu saman
og borðuðu góðan mat, horfðu á
skaupið og þeir sprengjuóðu
skutu upp flugeldum.
Þegar þið fluttuð í Mos-
fellsbæinn var ég átta ára og
naut þess að geta skottast yfir
til ykkar. Ég eignaðist Dóru
sem hálfgerða stóru systur og
við stunduðum íþróttir saman af
kappi og brölluðum ýmislegt
enda bara tvö ár á milli okkar.
Í gagnfræðaskóla kenndir þú
mér stærðfræði. Þótt það væri
stundum svolítið skrýtið að hafa
ömmu sína sem stærðfræði-
kennara kom það sér oftast bara
vel og þú varst góður kennari. Í
fyrsta bekk í menntaskóla fékk
ég líka stundum að koma til þín
fyrir próf og við gátum hlegið að
því eftir eitt af fyrstu stærð-
fræðiprófunum þegar kennarinn
sagði yfir allan bekkinn: „Ég
myndi halda að ég væri lélegur
stærðfræðikennari nema af því
að Hulda fékk 9.“ En ég hafði
einmitt setið heilt kvöld með þér
til að fá hjálp fyrir prófið.
Í seinni tíð var alltaf notalegt
að koma til þín á Dalbrautina.
Stundum komum við í sunnu-
dagskaffi og hittum þá líka fleiri
í fjölskyldunni. Mér þótti líka
gott að koma á öðrum tímum og
nýtti stundum tækifærið þegar
ég var í bænum að renna við svo
við gætum setið í rólegheitum
og spjallað. Við gátum alltaf tal-
að saman um allt milli himins og
jarðar og urðum aldrei uppi-
skroppa með umræðuefni.
Þú varst ákveðin og fórst oft
langt á þrjóskunni, gerðir það
sem þú ætlaðir þér. Þú elskaðir
að ferðast og það var yndislegt
að fá að fylgjast með og sjá ykk-
ur njóta í þessum ferðum sem
þú, Jóna og Mossi fóruð á fjar-
lægar slóðir.
Elsku amma mín, við fjöl-
skyldan erum þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum með þér.
Þín mun verða sárt saknað en
minningin um þig mun lifa.
Hulda Margrét Rúts-
dóttir og fjölskylda.
Hvernig verða sunnudagar án
ömmu á Dalbrautinni eða ömmu
köku eins og við kölluðum hana
oft? Við frændurnir höfum alist
upp við þá hefð að fjölskyldan,
mæður okkar og systkini þeirra,
hittast hjá ömmu á sunnudög-
um. Alltaf boðið upp á kökur og
spjallað um allt á milli himins og
jarðar. Því amma elskaði að hafa
okkur hjá sér og sagði í rauninni
aldrei nei við okkur; svona eins
og ömmur eiga að vera. Hún var
líka alltaf til í að spjalla við okk-
ur og hlusta á það sem við höfð-
um fram að færa. Okkur fannst
líka gaman að heyra sögur af
börnunum hennar sem hafa
stundum verið dálítið stríðin og
miklir prakkarar þó svo að þau
vilji ekki kannast við það í dag.
Á jólunum var hún alltaf
heima hjá Hálfdáni og Darra
þannig að jólin verða skrýtin án
hennar en sem betur fer er
mamma búin að læra að búa til
jólasósuna hennar ömmu. Síðan
hittumst við öll á jóladag þar
sem boðið var upp á hangikjöt
og mokkafrómas sem við héld-
um að enginn kynni að búa til
nema amma. Á stórafmælum
ömmu fórum við öll saman til út-
landa og það var rosalega gam-
an. Þar var amma heldur betur í
essinu sínu, með öll börnin sín
og tengdabörn með sér og okkur
yngstu barnabörnin. Við erum
búnir að fara með henni til
Grikklands, Frakklands og Ítal-
íu.
Amma prjónaði flottustu vett-
lingana og áttu allir afkomendur
hennar vettlinga frá henni. Hún
varð heldur aldrei pirruð þó svo
að við týndum vettlingunum,
sem gerðist mjög reglulega,
heldur prjónaði bara nýja fyrir
okkur. Hún hafði mikinn áhuga
á tónlist og studdi okkur líka
alla í tónlistarnám og aðstoðaði
Jóhannes og Hálfdán við að
eignast píanó.
Amma var eiginlega bara allt-
af nálægt okkur og það verður
skrýtið að hafa hana ekki hjá
okkur. Hvort sem það er á stór-
viðburðum í lífi fjölskyldunnar,
fermingu Hálfdánar núna um
páskana, afmælum og öðrum há-
tíðum. En ekki bara það heldur
líka í daglegu lífi okkar. Takk,
elsku amma, fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir okkur.
Jóhannes Kári, Hálfdán
og Darri.
Anna Margrét eða Anna
Magga eins og hún var yfirleitt
kölluð hefur kvatt þennan heim.
Hún var eiginkona Hálfdánar,
sem var yngstur föðursystkina
minna, en þau eru öll látin.
Á ættarmóti afkomenda
tengdaforeldra hennar, þeirra
Kristínar Gunnarsdóttur og
Guðmundar Jóhannessonar á
Auðunarstöðum í Víðidal, fyrir
fimm árum rifjaði Anna Magga
upp fyrstu kynni sín af verðandi
eiginmanni sínum og stórfjöl-
skyldu hans. Á gamansaman
hátt sagði hún frá því þegar
hún, 18 ára menntaskólamær,
hitti Hálfdán, fimm árum eldri
háskólanema, á 1. desember-
dansleik á Hótel Borg árið 1950.
Þegar þau skelltu sér á dans-
gólfið kom í ljós að sveitastrák-
urinn hafði aldrei stigið dans
fyrr á ævinni. Þótti ýmsum það
kynlegt í ljósi þess að Guðmund-
ur faðir hans hafði á sínum tíma
farið sérstaka ferð til Reykjavík-
ur til að læra dans og í sveitinni
gengu sögur um að hann klædd-
ist silkisokkum á sunnudögum.
Ekki gengur allt í erfðir. Fiski-
sagan um þetta nýja ástarsam-
band flaug norður í Húnaþing
og það fylgdi sögunni að bónda-
sonurinn frá sjálfstæðisheim-
ilinu á Auðunarstöðum hefði lent
í slagtogi við kommúnistastelpu
úr Reykjavík og var þá m.a. vís-
að til þess að afi hennar var
Ottó J. Þorláksson, fyrsti for-
maður ASÍ. Anna Magga sagði
svo frá því hvernig fyrstu kynn-
in við stórfjölskylduna hefðu –
þrátt fyrir allt – gengið stór-
slysalaust fyrir sig og reyndar
orðið að ævilangri vináttu.
Með Önnu Möggu er genginn
síðasti einstaklingurinn í hópi
barna og tengdabarna Kristínar
og Guðmundar á Auðunarstöð-
um. Hennar verður sárt saknað
í stórfjölskyldunni enda var hún
glaðvær, skemmtileg, fyndin og
hvers manns hugljúfi. Við Sig-
ríður Dúna sendum börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Friðrik Sophusson.
Anna Magga vinkona mín og
hennar fjölskylda fluttu á Hvols-
völl árið 1956 og áttu þar heima
í fimm ár. Ég kynntist henni þar
fljótlega og í 30 ár fögnuðu fjöl-
skyldur okkar áramótum saman,
ýmist á Hvolsvelli, Hellu, Vík í
Mýrdal eða Mosfellsbæ, eftir því
sem búseta var hverju sinni. Það
var stundum um langan veg að
fara. Sérstaklega eru eftirminni-
leg áramótin þegar fjölskyldan
hennar, þá búsett í Vík, mætti
ekki á Hvolsvöll eitt gamlárs-
kvöldið fyrr en fjórum tímum á
eftir áætlun. Íslensk ófærð und-
ir Eyjafjöllum.
Ég var að grúska í gömlum
kveðskap nú á dögunum og fann
þá afmælisljóð sem maðurinn
minn hafði sent Önnu Möggu
29.5. 1982. Þar stendur m.a.
þessi lýsing:
Hún er löngum létt í spori.
Lýsir fasið dug og þori.
Eins og blær af ungu vori
ofinn sé í hug og mál.
Enda býr þar enginn sori,
aðeins traust og veglynd sál.
(Bj.H)
Árin liðu og börnunum fjölg-
aði svo nóg var að gera hjá
Önnu Möggu, að elska þau og
koma þeim áfram í lífinu,
mennta þau öll og gera þau að
þeim dyggu þjóðfélagsþegnum
sem þau eru. Anna Magga og
Hálfdán stefndu að því að
ferðast meira erlendis eftir
langa starfsævi. Þá kom babb í
bátinn á tímabili. Veikindi gerðu
vart við sig á okkar bæjum. Við
urðum svo uppteknar af eigin-
mönnunum að ekki gafst tóm til
heimsókna eða neins gjálífis.
Svo var það fyrir 19 árum að við
Anna Magga hittumst aftur og
þá í Reykjavík. Hún bjó á Dal-
brautinni og ég í Sólheimunum.
Þá tókum við upp létt hjal. Við
höfðum um margt að spjalla;
fjölskyldumál, fjarlæg lönd og
fyrirbæri í daglega lífinu. Anna
Magga sat ekki iðjulaus. Í fé-
lagsmiðstöðinni handan götunn-
ar var aðstaða fyrir listsköpun
af ýmsu tagi. Hún valdi list-
málun og vann þar mörg verk.
Fossar voru þau viðfangsefni
sem heilluðu hana mest. Anna
Magga fór nú að ferðast aftur.
Það voru ekki neinar smáferðir
sem hún fór í með Jónu dóttur
sinni og manni hennar. Hún
naut þess að sigla um Miðjarð-
arhafið á glæsiskipum og grísku
eyjarnar voru í miklum metum.
Mörg voru póstkortin sem hún
sendi mér frá fjarlægu löndun-
um: Peking í Kína 2007, Tyrk-
landi 2004, Grikklandi 2002 og
svo mætti lengi telja. Hún hafði
meira að segja sofið í bedúína-
tjaldi í Afríku! Ég naut góðs af
ferðasögunum þegar heim var
komið. Þær urðu svo lifandi í
frásögn hennar.
Síðasta kortið frá henni var
dagsett 8.11. 2019 og sent frá
Dúbaí. Þaðan var svo ferðinni
heitið til Indlands. Allt lék í
lyndi. Mér komu í hug, þegar ég
las enn eitt kortið, orð Stefáns
G.: „Það tekur tryggðinni í skó-
varp, sem tröllum er ekki vætt.“
Ekki eitt í dag og annað á morg-
un.
Heim komst hún á tilsettum
tíma. En þá fór að styttast hjá
henni í þá ferð sem bíður okkar
allra. Það er gott að hún ratar
víða þegar þau hjónakornin fara
að ferðast á englavængjunum.
Ég þakka Önnu Möggu af al-
hug fyrir mig og mína fjöl-
skyldu. Ég bið að Guð og gæfan
fylgi stóra afkomendahópnum
hennar.
Margrét Björgvinsdóttir.
Ætli það hafi ekki verið um
eitthvert helgarkveld síðla
hausts 1950 að hávaxinn og
myndarlegur viðskiptafræðinemi
úr Háskólanum brá sér inn á
Hótel Borg í Reykjavík. Sam-
kvæmt okkar fornu trúarbrögð-
um hafa örlagadísirnar verið að
verki, því nákvæmlega það sama
kveld lagði þangað leið sína ung
Reykjavíkurmær. Þar í salnum
mættust augu þeirra beggja,
með þeim afleiðingum að þau
tóku að stíga saman dans þar á
gólfinu. Allt frá þessum atburði
má orða það svo, að þau hafi
„dansað saman“ svo lengi sem
bæði lifðu. Sá „ævidans“ var
stiginn í takt og það án feil-
spora.
Hver eru þau sem hér er ver-
ið að segja frá? Jú, maðurinn
var Hálfdán Guðmundsson frá
Auðunarstöðum í Víðidal. Þrátt
fyrir ættartengsl við Björn Páls-
son á Löngumýri, þá voru marg-
ir þessara manna hin mestu ljúf-
menni og má þar nefna
bróðurson Hálfdánar, sem var
Friðrik Sophusson, fv. ráðherra.
Þessi Reykjavíkurmær var
Anna Margrét Jafetsdóttir. Að
henni stóðu sterkir stofnar. Ja-
fet faðir hennar var sonur Ottós
N. Þorlákssonar, fyrsta forseta
ASÍ. Ottó var náskyldur hinni
miklu íþrótta- og ungmenna-
félagskempu Sigurði Greipssyni
í Haukadal. Beinn karlleggur
Jafets verður rakinn í gegnum
Gísla Markússon á Sandi á
Rauðasandi, sem var stefnufast-
ur kappi á Sturlungaöld. Móðir
Önnu Margrétar var Guðrún
Rútsdóttir hjúkrunarkona.
Beinn kvenleggur hennar geng-
ur í gegnum Steinunni konu sr.
Björns á Melstað, Jónssonar
Hólabiskups Arasonar, en þeir
voru myrtir af íslenskum land-
ráðamönnum 1550. Var það gert
í nafni erlends konungs og þess
kristna sértrúarsafnaðar sem
kenndur er við Lúther.
Fljótt verð ég að fara yfir
sögu, eða til ársins 1968 en þá
flytur fjölskyldan hingað að
Hellu. Hálfdán gerist skattstjóri
okkar Sunnlendinga og Anna
Margrét kennari. 1980-1984 er
hún skólastjóri hér, eða til þess
er þau flytja á höfuðborgar-
svæðið. Það var að vísu reynt að
fá aðra til að sækja um skóla-
stjórastarfið gegn henni, því
sumum þótti ekki við hæfi að
sósíalisti stýrði skóla í samfélagi
sjálfstæðismanna.
Öll skólastjóraár Önnu Mar-
grétar kenndi ég hér við skól-
ann. Áður hafði ég starfað undir
stjórn tveggja annarra skóla-
stjóra og var annar þeirra Val-
geir Gestsson á Varmalandi.
Margt var líkt með þeim tveim-
ur. Þau bæði umgengust okkur
kennarana með vinsemd og báru
fyrir brjósti velferð okkar, þar
með efnahagslega afkomu. Skól-
unum stjórnuðu þau af festu og
Anna Margrét innleiddi nokkra
nýjung í skólastarfinu. Ef Önnu
Margréti þótti eitthvað miður
fara, þá gat hún orðið „þung á
brúninni“ og án nokkurs hávaða
talaði hún tungumál sem allir
skildu og fylgdi svo orðum sín-
um eftir.
Vel man ég þau þorrablót
sem við kennararnir héldum
sameiginlega í húsi þeirra hjóna,
en að vísu lentu öll matreiðslu-
verkin á konunum. Minnisstæð-
astur er mér þar hinn ósýnilegi
kærleikur, sem stafaði út frá
Hálfdáni og það hversu þægi-
lega skemmtilegur hann var í
samræðum við okkur kennar-
ana.
Djúpt þakklæti er grópað í
huga minn til þeirra hjóna,
vegna þess viðmóts og velvilja
sem þau sýndu mér alla tíð. Þau
voru umfram allt ákaflega góðar
manneskjur.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.
Anna Margrét var einn af
okkar framsæknu forystumönn-
um í þorpinu Hellu á Rangár-
völlum. Hún starfaði alla mína
skólagöngu við Grunnskólann á
Hellu, fyrst sem kennari en síð-
ar skólastjóri. Það sópaði að
henni þrátt fyrir að öll fram-
ganga hennar einkenndist af yf-
irvegun og hógværð. Hún naut
virðingar langt út fyrir veggi
skólans.
Okkur Önnu Margréti varð
strax vel til vina eftir að hún
byrjaði að kenna mínum bekk
stærðfræði. Hún var einstaklega
góður og umhyggjusamur kenn-
ari og hvatti okkur til dáða. Það
varð leikur einn að leysa þrautir
stærðfræðinnar undir hennar
stjórn. Síðasta veturinn okkar í
skólanum, 1983-1984, urðum við
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
Önnu Margréti sem sögukenn-
ara. Ég gleymi aldrei fyrsta tím-
anum. Inn gekk leiftrandi sögu-
maður sem talaði af innlifun um
upphaf nútímamenningar í
Mesópótamíu. Áhugi hennar
smitaði út frá sér og vakti löng-
un til frekari þekkingaröflunar.
Stundin þegar hún kom með
sendinguna með niðurstöðum
samræmdu prófanna úr Reykja-
vík inn í skólastofuna er líka
ógleymanleg. Mér er samt
minnisstæðast hve Önnu Mar-
gréti var umhugað um að öllum
hefði gengið eins og best varð á
kosið. Umhyggja hennar fyrir
nemendum var fölskvalaus.
Undir forystu Önnu Margrétar
voru líka skipulagðar reglulegar
leikhúsferðir til borgarinnar og
hugað að félagslífi nemenda.
Þegar fundum okkar Önnu
Margrétar bar saman á síðustu
árum ræddum við um árin á
Hellu og skemmtum okkur yfir
sögum af óstýrilátum nemend-
um og kennurum. Pólitíkin í
þorpinu var líka rædd. Það var
örugglega ekki alltaf tekið út
með sældinni að vera skólastjóri
í litlu þorpi þar sem hart var
tekist á. Þeir sem ekki fylgdu
hinum hefðbundnu pólitísku
straumum í þorpi Ingólfs Jóns-
sonar, ráðherra og forvars-
manns kaupfélagsins, þurftu svo
sannarlega að standa í lappirn-
ar. Haft var fyrir satt að Anna
Margrét væri áskrifandi að
Þjóðviljanum. Heimilin sem
hann keyptu mátti telja á fingr-
um annarrar handar. Það var þó
bót í máli að eiginmaður Önnu
Margrétar, Hálfdán Guðmunds-
son skattstjóri, var áskrifandi að
Morgunblaðinu. Rótgróið íhalds-
þorpið átti dálítið erfitt með að
átta sig á þessum blaðakaupum.
Það var ekki laust við að sum-
ir íbúanna óttuðust stundum
óæskileg áhrif kennaranna á
okkur börnin. Sumir kennararn-
ir hikuðu heldur ekki við að
ræða stjórnmál við okkur og oft
var harkalega tekist á í kennslu-
stofunum. Þessar rökræður
veittu okkur krökkunum nýja
sýn á málin og voru okkur mik-
ilvægt veganesti. Að skólagöngu
lokinni vorum við mörg hver
þrautþjálfuð í rökræðum. Anna
Margrét ræddi hins vegar aldrei
stjórnmál við okkur. Hún var of
mikil fagmanneskja til þess.
Anna Margrét og Hálfdán
voru mikils virt á Hellu. Sam-
félögum sem auðnast ábyrgt og
framsækið forystufólk, sem
hvetur samferðamenn sína til
dáða og skapar umhverfi fyrir
rökræður, farnast vel. Fyrir það
ber að þakka. Fjölskyldu Önnu
Margrétar vottum við Felix inni-
lega samúð.
Baldur Þórhallsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ARDÍS GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Heimabæ, Hvallátrum,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn
22. febrúar.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 6. mars klukkan 13.
Valtýr Eyjólfsson
Eyjólfur V. Valtýsson Ludene Valtýsson
Sigurður H. Valtýsson Siv E. Sæmundsdóttir
Bylgja Valtýsdóttir Jóhann Sigurþórsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Ökrum,
Höfðagrund 14b, Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 5. mars klukkan 13.
Ingiríður B. Kristjánsdóttir Ólafur Ólafsson
Smári H. Kristjánsson Nikolína Th. Snorradóttir
Guðjón Kristjánsson Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðrún H. Kristjánsdóttir Vicente Carrasco
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
ÞÓREY ÖNUNDARDÓTTIR
frá Neskaupstað,
Klapparstíg 1, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn
9. mars klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað.
Baldur Bjarnason
Ásdís Rósa Baldursdóttir Kristján Gíslason
Guðrún Baldursdóttir Gísli Sverrir Árnason
Björg Baldursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn