Morgunblaðið - 04.03.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
✝ HallfríðurTryggvadóttir
fæddist 24. maí
1942 á Akureyri.
Hún lést af slysför-
um á heimili sínu í
Reykjavík 20. febr-
úar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Tryggvi
Jónsson bifvéla-
virki frá Ystabæ í
Hrísey, f. 3. októ-
ber 1911, d. 26. des 1992, og Elín
Ólafsdóttir frá Burstafelli í
Vopnafirði, f. 3. janúar 1916, d.
1960-61. Síðan lá leið hennar í
Myndlista- og handíðaskólann í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
sem vefnaðarkennari árið 1963.
Hún var við nám í Kennaraskóla
Íslands veturinn 1977 og lauk
þaðan handavinnukennaraprófi.
Hallfríður var vefnaðarkenn-
ari við Húsmæðraskólann á
Varmalandi í Borgarfirði 1963-
66. Hún vann við iðjuþjálfun á
Kleppsspítala 1966-69 og á
Hrafnistu í Reykjavík 1969-73.
Hún var stundakennari í
Kvennaskólanum í Reykjavík
1977-78. Hún var í ritnefnd
Hugar og handar frá 1966.
Hallfríður starfaði lengst af
sem handmenntakennari við
Kennaraháskóla Íslands.
Útför Hallfríðar fer fram frá
Neskirkju í dag, 4. mars 2020,
klukkan 15.
12. september
2000. Systur Hall-
fríðar eru Ásrún, f.
22.11. 1939, Mar-
grét, f. 18.1. 1946,
og Þóra, f. 15.10.
1952.
Hallfríður giftist
Sveini Sveinssyni
12. nóv. 1966. Þau
skildu.
Hallfríður var
gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar
1959 og var í Húsmæðraskól-
anum Ósk á Ísafirði veturinn
Elsku Halla systir mín er farin
frá okkur alltof snemma. Hún var
stóra systir mín, 10 árum eldri en
ég, næstelst af okkur systrum og
mín helsta fyrirmynd. Þegar ég
var smástelpa fóru hún og Ása að
heiman og eftir vorum við Magga
á Brekkugötunni.
Það var alltaf mikill spenning-
ur þegar þær systur komu heim í
jólafrí og alltaf var eitthvað fal-
legt og framandi í jólapökkunum
handa litlu systrunum.
Hún hafði gaman af því að
ferðast og þegar hún fór til Lond-
on kom hún við í Carnaby Street
og keypti handa mér föt sam-
kvæmt nýjustu tísku.
Hún var mikill fagurkeri og
fylgdist alltaf vel með tískunni.
Halla elskaði að fara á flóamark-
aði og ekki eru fáir dýrgripirnir
sem hún kom með heim og deildi
með okkur.
Hún hafði yndi af gróðri og
blómum, sem garðurinn á Suður-
götu bar glöggt vitni um. Heimili
hennar var einstakt og uppfullt af
fallegum munum.
Halla var snillingur í höndun-
um og það er mikið til af fallegu
handverki sem liggur eftir hana.
Það síðasta sem hún gerði fyrir
fjölskylduna var teppi sem hún
prjónaði handa nýfæddum syni
Jennýjar Höllu.
Halla var mikill náttúruunn-
andi og elskaði að fara í berjamó.
Síðan gerði hún rifs- og hrúta-
berjahlaup sem hún deildi milli
vina og ættingja.
Þegar ég fór að heiman í
Kennaraskólann leigði ég her-
bergi á Kleppsveginum fyrstu
tvö árin og var í fæði hjá henni og
Svenna þáverandi manni hennar.
Þegar þau seinna keyptu íbúð á
Suðurgötu hjálpuðum við Lárus
þeim við málningarvinnuna. Þeg-
ar við giftum okkur var brúð-
kaupsveislan haldin heima hjá
þeim.
Halla var höfðingi heim að
sækja og góður kokkur og ekki
eru fáar veislurnar á Suðurgöt-
unni sem hún hélt fyrir fjölskyld-
ur okkar systra og vini sína fyrir
utan áramótagleði þar sem allt
kvenfólkið fékk pelsa sem hún
átti, til að klæðast þegar horft var
á flugeldana af svölunum með út-
sýni yfir Tjörnina.
Laufabrauðsgerð var fastur
liður hjá okkur fyrir jólin og þá
var það alltaf Halla sem flatti út
og við hin skárum út. Síðustu jól
flöttum við báðar út kökurnar, nú
verður mitt hlutverk að sjá um
það og reyna að hafa þær eins
þunnar og hún gerði.
Halla hefur alltaf skipað stór-
an sess í lífi mínu og fjölskyldan
mín var líka hennar fjölskylda.
Þegar tengdabörn og barnabörn
bættust í fjölskylduna eignuðust
þau einnig stað í hjarta hennar.
Ég skírði dóttur mína í höfuðið á
henni og síðan skírði hún dóttur
sína Hallfríði og það var ánægju-
leg stund þegar Jenný Halla til-
kynnti henni nafnið á aðfanga-
dagskvöld. Það var falleg
jólagjöf.
Frá því að við Lárus fluttum
aftur til Reykjavíkur hefur Halla
alltaf verið hjá okkur á aðfanga-
dag. Fyrir tveim árum ferðaðist
hún með okkur til nöfnu sinnar í
Stokkhólmi og hafði mjög gaman
af þeirri heimsókn.
Við öll í fjölskyldunni kveðjum
elsku Höllu okkar með sárum
söknuði og minningin um hana
mun ávallt lifa með okkur.
Þóra Tryggvadóttir
og fjölskylda.
Halla frænka, móðursystir
mín, hugsaði alltaf um smáatriðin
í öllu sem hún gerði. Hvort sem
það var handavinna, matargerð
eða annað. Allt lék í höndum
hennar. Hún var ótrúlegur kar-
akter sem skipaði stóran sess í
mínu lífi og átti stað í hjarta
mínu. Halla var svo mikið meira
en bara frænka mín, hún var ein
af mínum stærstu fyrirmyndum
og alltaf til staðar fyrir mig og
okkur í fjölskyldunni, boðin og
búin að hjálpa. Skyndilegt fráfall
hennar var mikið áfall og ég á erf-
itt með að trúa að ég eigi ekki eft-
ir að hitta hana aftur. Síðustu
daga hef ég huggað mig með öll-
um fallegu minningunum um þær
stundir sem við áttum saman.
Heimilið mitt er fullt af kveikjum
að fallegum minningum um hana
Höllu. Í fataskápnum mínum
hanga föt á herðatrjám sem hún
hafði heklað utan um, í skúffun-
um liggja litlir lavender-ilmpokar
sem hún saumaði úr silki og
skreytti með blúndu og perlum.
Selskapstöskur úr strútsleðri og
snákaskinni, glingrið og skartið í
skartgripaskríninu mínu – alls-
kyns fínerí sem hún hafði búið til
eða átt sjálf og laumað að mér í
gegnum tíðina. Allt úthugsað og
smekklegt og fallegt, alveg eins
og hún sjálf.
Ég mun sakna þess að koma í
heimsókn til hennar í Suðurgöt-
una. Háaloftið ævintýralega með
pínulitlu hurðinni, garðurinn með
jarðarberjabeðinu og rifsberjar-
unnunum sem svignuðu undan
berjaþunga öll sumur. Gróður-
húsið með ilmandi rósunum og
blómabeðin með litríkum túlípön-
um. Allt sem hún átti hugsaði hún
svo vel um.
Árum saman geymdi hún mat-
arstell Ellu ömmu fyrir mig og
passaði upp á að bæta við það
diskum og skálum sem hún fann
á nytjamörkuðum. Halla fann
nefnilega ótrúlegustu hluti á flóa-
mörkuðum eða í Kolaportinu.
Jólagjafirnar sem ég fékk frá
henni sem barn voru til dæmis
aldrei barbiedúkkur eða pony-
hestar heldur gamalt postulíns-
dúkkustell eða saumaskrín fullt
af tölum og smáhlutum. Á kort-
inu stóð alltaf „Til nöfnu, frá
Höllu“.
Þegar ég var lítil ákvað ég að
ef ég skyldi eignast dóttur ætti
hún að heita Hallfríður og þegar
við tilkynntum Höllu frænku
nafnið grét hún af gleði. Hallfríð-
ur mín minnir mig svo oft á Höllu
frænku og ég hef stundum sagt
að sum karaktereinkenni hljóti
að fylgja nafninu. Stórir og miklir
karakterar þurfa stórt og mikið
nafn.
Í Stokkhólmi logar Hölluljós í
gömlum messingkertastjaka úr
Suðurgötunni. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa átt hana að og mun
sakna hennar sárt.
Þar til við hittumst aftur, elsku
Halla mín.
Þín nafna,
Jenný Halla.
Hún Halla frænka, eins og hún
var alltaf kölluð heima hjá okkur,
var bæði fín frú og skvísa. Þegar
ég hitti hana í fyrsta sinn vorið
1997, í afmælisboði á fallega
heimilinu hennar í miðborg
Reykjavíkur, þá sá ég að Halla
var heimskona með afar fágaðan
smekk og ég fann á mér að það
yrði gaman að kynnast henni bet-
ur. Í þessu sama boði hitti ég líka
í fyrsta sinn hana Ásu, tilvonandi
tengdamóður mína og systur
Höllu. Það fór ekki á milli mála að
með þeim systrum voru miklir
kærleikar og samgangur þó þær
væru á margan hátt ólíkar eins
og ég átti eftir að komast að síð-
ar.
Þau urðu fleiri boðin heima hjá
Höllu, gjarnan matarboð, og þá
var fallega lagt á borð, með
straujuðum dúkum, fallegu
postulíni og silfurhnífapörum. Á
boðstólum var ætíð eitthvað ljúf-
fengt sem kætti bragðlaukana.
Katla fæddist í lok árs 1998 og
ekki leið á löngu áður en Halla
var búin að prjóna fallegan kjól á
stúlkuna. Lítill bróðir, Tryggvi,
kom í heiminn 16 mánuðum síðar
og að sjálfsögðu barst fljótlega
listilega prjónaður samfestingur
á hann. Gjafirnar frá Höllu voru
alltaf fallegar, kortin handgerð,
jafnvel með ísaumi og nutum við
öll góðs af natni og einstakri
smekkvísi hennar. Á haustin
færði Halla okkur sultur og hlaup
sem hún sauð upp úr berjum sem
hún tíndi, rifsi, bláberjum og
hrútaberjum.
Fína frúin Halla var engin
dekurrófa því hún var hörkudug-
leg og ósérhlífin, eins og þær
systur allar fjórar. Hún vílaði
ekki fyrir sér að mála veggi, ham-
ast í garðverkum og skríða undir
birkihríslum í leit að hrútaberj-
um af svo miklu kappi að hún
kom blóðrisa undan þeim. En
þegar tilefni gafst klæddi hún sig
upp á, fór í leðurstígvél, setti á sig
loðkraga og varalit og þá var sko
eftir henni tekið.
Það var dýrmætt að fá að
kynnast Höllu og við þökkum fyr-
ir það í dag, öll þrjú. Systrum
hennar og fjölskyldum þeirra
vottum við innilega samúð. Bless-
uð sé minning Höllu frænku.
Jóhanna Björk, Katla
og Tryggvi.
Við viljum minnast ástkærrar
móðursystur okkar Hallfríðar,
sem við kölluðum alltaf Höllu,
með þakklæti í huga fyrir þær
góðu stundir sem við áttum með
henni. Halla var einstaklega lífs-
glöð kona sem gaf mikið af sér.
Sú mynd sem kemur gjarnan í
hugann þegar við hugsum til
Höllu er af henni gangandi gal-
vösk inn í húsið okkar í Njarðvík
með sitt breiða lífsglaða bros og í
æpandi sebramynstruðum al-
klæðnaði frá Marimekko. Þetta
var Halla okkar í hnotskurn. Hún
var mikil smekkkona sem naut
lífsins og heimtaði að aðrir nytu
þess með sér, og með Höllu var
ekki annað hægt. Minnisstæð eru
gamlárskvöldin hjá Höllu á Suð-
urgötunni, en það var gjarnan
samkomustaður fjölskyldunnar
og var alltaf nóg af kræsingum.
Við krakkarnir hlökkuðum alltaf
til að fara til Höllu, horfa á sjón-
varpsdagskrá kvöldsins, dansa
gömlu dansana í stofunni og
borða góðan mat, ekki síst fylltu
krústöðurnar hennar, sem okkur
bræðrunum fannst einfaldlega
besti matur í heimi.
Á seinni árum, þegar við höfð-
um fullorðnast, enduðu gamlárs-
kvöldin gjarnan á því að allir
stóðu í röð á svölunum íklæddir
hlýjum og notalegum pelsum og
fylgdust með flugeldum borgar-
búa. Þá hafði Halla stundað það
um skeið að kaupa á fornsölum
forláta pelsa sem hún gerði upp.
Hún var komin með dágott safn
enda mikil handverkskona hún
Halla okkar, eins og allir sem
þekktu hana vita.
Halla átti engin börn en barn-
laus var hún var ekki. Við frænd-
systkinin, alls átta börn systra
hennar, vorum eiginleg börn
Höllu, enda kom hún alltaf fram
við okkur eins og við værum
hennar eigin. Hún var alltaf tilbú-
in að rétta hjálparhönd, hvort
sem var að passa okkur eða okk-
ar börn, hjálpa með fataviðgerð-
ir, gefa góð eldhúsráð, og jafnvel
að hýsa okkur þegar þörf var á.
Höllu verður sárt saknað. Við
munum líklega enn um sinn horfa
ósjálfrátt eftir henni þegar við
förum í bæinn í von um að hitta á
hana í einum af hennar daglegu
göngutúrum um miðborgina. Ef-
laust munum við enn heyra rödd
hennar þegar við erum að fletja
út laufabrauð um jólin þar sem
hún segir okkur hvað hún fékk
margar kökur úr hverri uppskrift
og minnir okkur á að hafa þær
nógu þunnar, enda innrætt í okk-
ur frá blautu barnsbeini að laufa-
brauð sem er ekki hálfgegnsætt
er eiginlegur brauðhleifur. Og
auðvitað á eftir að útkljá hver eigi
að gera hrútaberjahlaupið góða
sem Halla sá öllum fyrir. Allt
þetta og meira er til marks um að
þótt Halla sé nú farin frá okkur
þá gaf hún okkur svo margt að
hún verður ávallt með okkur í
hug okkar og hjarta.
Maríella, Páll og Tryggvi.
Leiðir okkar Höllu lágu fyrst
saman í Kennaraháskóla Íslands
haustið 1985 þar sem hún kenndi
textílmennt um langt árabil.
Halla var mikil handverkskona,
listræn, vandvirk og mikill fag-
urkeri. Segja má að allt hafi leikið
í höndum hennar.
Alltaf var gaman að koma á
fallegt og smekklegt heimili
Höllu og njóta hennar einstöku
gestrisni; sitja við handsaumaðan
dúk, silfurborðbúnað og rjúkandi
rétti borna fram á postulínsdisk-
um. Glaðværðin réð ríkjum, enda
var Halla skemmtileg og átti auð-
velt með að sjá kímnar hliðar
mannlífsins. Ekki spillti að hafa
viðkomu á fögrum sumardegi í
garðinum sem hún sinnti af mik-
illi natni og listfengi og þar rækt-
aði hún auk þess bæði jarðarber
og rósir.
Það var gott að leita til Höllu
um hvaðeina og má segja að hún
hafi verið mín Leiðbeiningastöð
heimilanna. Mátti þá einu gilda
hvort um var að ræða matseld,
blettahreinsun, sultugerð eða
handverk hvers konar. Á öllu
kunni hún skil og treysta mátti
ráðum hennar þar sem hún var
ætíð hrein og bein í samskiptum
og mjög úrræðagóð. Þá var Halla
mjög gjafmild og naut ég þess
ríkulega, ýmist færði hún mér
gjafir unnar af henni sjálfri eða
sérvaldar af einstakri smekkvísi
og hugulsemi.
Halla var mikil heimskona og
víðlesin. Hún ferðaðist víða, m.a.
til framandi landa og naut þess
mjög. Hún var góður ferðafélagi
og var árviss viðburður að heim-
sækja í sumarbústað sameigin-
lega vinkonu okkar. Var sú ferð
ætíð mikið tilhlökkunarefni þar
sem allt var samkvæmt föstum
hefðum sem við allar kunnum að
meta.
Að leiðarlokum er margs að
minnast og margs að sakna en
efst í huga er þakklæti fyrir
trausta vináttu á langri samleið
og þá umhyggju sem Halla ætíð
sýndi mér.
Blessuð sé minning Hallfríðar
Tryggvadóttur.
Systrum Höllu og fjölskyldum
þeirra sendi ég einlægar samúð-
arkveðjur.
Heiðrún Kristjánsdóttir.
Andlát Höllu fyrrverandi sam-
starfskonu minnar kom á óvart
og varð allt of fljótt. Við vorum
samkennarar í kennaramenntun-
inni í 22 ár en á seinni árum urðu
kynni okkar nánari. Við deildum
áhuga á handverki og þar hafði
Halla sannarlega yfirburði. Það
var með ólíkindum hvað hún var
fróð og áhugasöm um allt sem
sneri að handverksfaginu. Ef mig
vantaði heiti á saumgerð eða
vinnuaðferð hringdi ég gjarnan í
Höllu.
Hún elskaði að fara á allra
handa markaði og fann þar
marga dýrgripina. Halla var
næm á allt sem unnið var í hönd-
um og voru það ómetanleg verð-
mæti í hennar huga.
Undirrituð á ýmsa muni sem
hún hefur gefið mér í gegnum tíð-
ina; tvinnakefli, tölur, þræði,
nálabréf, stoppugarn, hárnet og
sokkabönd. Margt sem yngri
kynslóðir þekkja ekki. Í síðustu
heimsókn sinni færði hún mér
þrjá stoppuhnalla. „Ég hef engin
not fyrir þá, þeir eru miklu betur
geymdir hjá þér.“
Minningarnar streyma fram.
Matarboð með handsaumuðum
og stífstraujuðum eðaldúkum og
servíettum. Silfurborðbúnaður
og sparistell. Allt fallega sett
fram. Það var þekking, færni og
umhyggja í öllu.
Jólagjafir fyrir fjölskylduna.
Hún pússaði upp gamla kopar-
muni svo þeir urðu sem nýir og
hún prjónaði, saumaði og heklaði
undurfallega muni til að gefa
börnum, öðrum fjölskyldumeð-
limum og vinum. Allt var unnið af
alúð.
Halla var framúrskarandi
hannyrðakona og fagurkeri, fróð-
leiksfús og hjálpsöm.
Ég sakna hennar en minning-
arnar eru allt um kring.
Hvíl í friði.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Við fráfall Hallfríðar Tryggva-
dóttur, Höllu vinkonu minnar, er
heimurinn snauðari en áður.
Við Halla kynntumst á síðari
hluta síðustu aldar þegar við báð-
ar störfuðum við Kennaraháskóla
Íslands.
Hún var góð samstarfskona,
elskuleg, hjálpleg og trygg.
Höllu var margt til lista lagt;
hún var mikil handavinnukona,
enda textílkennari til margra ára,
og allt lék í höndunum á henni.
Hún naut sín við matargerð, var
afar gestrisin og átti einstaklega
fallegt heimili. Smekkleg var
hún, útsjónarsöm og nýtin. Hún
hafði líka ýmsar skemmtilegar
ástríður, t.d. þótti henni afskap-
lega gaman að tína ber og vinna
úr þeim, og nutu margir sultunn-
ar hennar. Alltaf voru krukkurn-
ar fallega skreyttar. Hún naut
þess líka að finna skemmtilega
hluti á fornsölum og antíkmörk-
uðum og færa vinum sínum. Hún
hafði næmt auga, fann alls kyns
gersemar sem tóku stakkaskipt-
um þegar Halla hafði hreinsað og
pússað.
Garðinn sinn, bæði frændgarð-
inn og skrúðgarðinn, ræktaði
Halla af kostgæfni. Halla og syst-
ur hennar voru afar nánar,
systrabörnin voru henni kær,
hún fylgdist vel með framgangi
þeirra og þroska og átti við þau
góð samskipti.
Það voru líka ófáar stundir
sem Halla vann í garðinum við
heimili sitt í Suðurgötu enda bar
hann af öðrum görðum í nágrenn-
inu.
Liljur vallarins, sem hún rækt-
aði þar og dreifði til vina, munu í
sumar blómstra víða og vekja
minningar um ljúfa konu.
Halla stundaði leikfimi í
Íþróttahúsi Kennarahásólans
fram á síðasta dag og hélt utan
um leikfimihópinn um tíma. Stórt
skarð er nú höggvið í þann hóp og
er hennar sárt saknað. Leikfimi-
systurnar biðja fyrir samúðar-
kveðjur til ættingja Höllu. Minn-
ingin um góða konu mun lifa.
Megi hún hvíla í friði.
Brynhildur Briem.
Hallfríður
Tryggvadóttir
✝ Eggert SnorriMagnússon
fæddist í Stykk-
ishólmi 12. apríl
1931. Hann lést á
Vífilsstöðum 22.
febrúar 2020.
Eggert var son-
ur Magnúsar Ein-
arssonar og Krist-
ínar Jóhannes-
dóttur. Hann átti
bróður, Einar
Ólaf, og uppeldissystur,
Hrefnu Þorvarð-
ardóttur. Þau eru
bæði látin.
Eggert giftist
Hrefnu Lárus-
dóttur 18. sept-
ember árið 1953.
Börn þeirra:
Kristín Magnea og
Páll Ármann.
Útförin fer
fram frá Garða-
kirkju í dag, 4.
mars 2020, klukkan 13.
Ég kynntist Eggerti og
Hrefnu 1971 þegar dóttir þeirra
Kristín Magnea og ég fórum að
vera saman. Ég fór fljótlega að
vinna með Eggerti við smíðar og
kynntist þar hversu vandvirkur
og góður fagmaður hann var.
Smíðin og vinnan var einnig hans
helsta áhugamál, ásamt fjöl-
skyldunni og að byggja upp fal-
legt heimili. Ekki var hann mjög
hrifinn af fjallaferðum og flandri
tengdasonarins, fannst stundum
að hann ætti að verja tímanum
frekar við að klára eitthvað
heimavið. Þó hafði hann oft gam-
an af því að fara eitthvað eða
koma með ef hægt var að fá hann
af stað og engin verk lágu fyrir.
Ég lærði margt af Eggerti þótt
ég væri sjálfur smiður. Heim-
sóknir hans fóru oft í úttektir á
því sem verið var að gera og
ábendingar.
Hann var útsjónarsamur og
aldrei voru læti eða hamagangur.
Hann hélt stanslaust áfram, vann
sér í haginn og tileinkaði sér það
sem honum fannst til bóta. Hann
var vinsæll og hjálplegur. Hann
hafði mikið að gera við að smíða
innréttingar fyrir vini og vanda-
menn. Eggert og Hrefna Lárus-
dóttir, sem var hans happ í lífinu,
voru miklir hólmarar enda bæði
fædd og uppalin í Stykkishólmi.
Það voru skemmtilegar fjöl-
skylduferðirnar sem farnar voru
á Silfurgötu 1 í Stykkishólmi. Þar
áttu þau hlut í æskuheimili
Hrefnu. Voru þar mörg handtök
Eggerts. Hann ólst aftur á móti
upp í Tanga. Ég þakka þér fyrir
farsælt samstarf og samfylgdina
á stórum hluta ævi minnar. Ég
votta Hrefnu og fjölskyldu inni-
lega samúð.
Valur.
Eggert Snorri
Magnússon