Morgunblaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
Börn hafa alltaf
verið mitt líf og yndi,
ég elska að gefa
börnum alla þá at-
hygli, ást og tíma
sem ég mögulega get og þú varst
þar engin undantekning. Aðstæð-
ur voru þannig að þú ólst upp að
mestu leyti hjá afa og ömmu á
Stillholtinu fram að táningsárum.
Þú varst þriggja ára þegar ég
kynntist Gulla og með ykkur tókst
alveg einstök vinátta. Lena okkar
var aðeins þriggja mánaða þegar
hann lést og þú reyndist henni alla
tíð sem besta stóra systir og oft
hefur þú yljað henni með sögum af
pabba hennar. Þú varst svo fynd-
in, skemmtileg, hlý og alltaf glöð.
Á milli ömmu og þín var ein-
stakt samband sem hélst alla tíð
og það er svo gaman að fletta
skilaboðabókunum sem þið voruð
með.
„Amma, ég fer í sund, kem á
eftir, ég tók 50 krónur í koppnum,
er það í lagi? Ef ekki þá geturðu
lögsótt mig, Ester.“
„Elsku besta hunangsflugan
mín. Ég fór til Stínu, hringdu í
mig. Þín akfeita amma.“
Svo komu unglingsárin, með
sínum hættum. Þú áttir alltaf gott
með að læra og tókst alltaf mál-
stað þeirra sem minna máttu sín.
Þú gekkst í hvaða verk sem var
og vílaðir ekki fyrir þér að klippa
steypustyrktarjárn og vinna aðra
erfiðisvinnu. Slípirokkur var þitt
uppáhaldsverkfæri, þú hafðir svo
gaman af að gera upp hluti. Alltaf
varstu tilbúin að rétta mér hjálp-
arhönd sama hvað það var og
ósjaldan komstu með hluti frá Bú-
kollu sem þú hélst að ég gæti not-
að á saumastofunni. Þú sýndir líka
styrk þinn og umhyggju í verki
þegar við önnuðumst mömmu síð-
ustu vikurnar.
Á milli okkar var strengur sem
aldrei slitnaði og ástin og virðingin
var gagnkvæm þó að stundum
Ester Ósk Liljan
Óskarsdóttir
✝ Ester Ósk Lilj-an Óskarsdótt-
ir fæddist 21. febr-
úar 1982. Hún lést
14. febrúar 2020.
Útförin fór fram
25. febrúar 2020.
hafi verið stríð. Í
október komstu til
mín og sagðir mér að
þú ætlaðir að segja
skilið við fyrra líf-
erni, þetta skyldi
takast núna og ég sá
breytinguna sem
orðin var og ég ætl-
aði svo að standa
með þér. Heimili
mitt hefur alltaf ver-
ið opið ykkur Arnari
Óla.
Fyrir síðustu jól vorum við að
skreyta greinar til að setja á leiði
ástvina okkar og við ákváðum þá
að þetta skyldum við gera saman
hér eftir. Ekki hvarflaði að mér að
þetta yrðu síðustu jólin okkar
saman.
Þú blómstraðir þegar þið Tóti
eignuðust Arnar Óla, sólargeisl-
ann ykkar. Þú ætlaðir að vernda
hann fyrir hættum unglingsár-
anna og vera heil til staðar fyrir
hann og þú varst svo ánægð þegar
þú sagðir mér í janúar að Arnar
hefði farið á fótboltaæfingu. Ég
veit að það mun hjálpa honum á
þeim erfiða tíma sem framundan
er að hafa eitthvert áhugamál.
Elsku hjartans Arnar Óli minn,
mínar dýpstu samúðarkveðjur,
frænka mun alltaf vera til staðar
fyrir þig.
Ég bið algóðan Guð að gefa ást-
vinum Esterar styrk og ég veit að
sólargeislinn hennar – sem hún
elskaði alveg út í geim og aftur
heim eins og hún sagði svo oft – á
eftir að veita okkur styrk.
Dýrð þín er nú í himnaríki hátt
hefst nú þín ganga beint í sólarátt.
Lendur að skoða víðar Guðs um geim
gengur á ljós, nú ertu komin heim
(Ásdís Friðbertsdóttir)
Elsku Ester Ósk mín, ég kveð
þig með einni af bænunum okkar:
Vertu í faðmi frelsarans
falin allar stundir.
Í vængjaskjóli væru hans
vaktu og sofðu undir.
Hvíl í friði, elsku stóra stelpan
mín.
Þín
Kristín Aðalsteinsdóttir
(Stína).
Sigurður Pét-
ursson var fæddur
20. september
1944. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1964 og cand.mag.-
prófi í fornklassískum tungu-
Sigurður
Pétursson
✝ Sigurður Pét-ursson fæddist
20. september
1944. Hann lést 26.
janúar 2020.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hins
látna.
málum í Árósum
árið 1973.
Sama ár hóf Sig-
urður kennslu við
Háskóla Íslands og
var lektor í forn-
grísku og latínu til
ársins 2014. Sig-
urður var ókvænt-
ur og barnlaus.
Sigurður Péturs-
son, fyrrverandi
lektor við Háskóla
Íslands, lést 28. janúar sl., út-
för hans fór fram í kyrrþey að
hans ósk. Ævistarf Sigurðar
var fyrst og fremst innan
veggja HÍ þar sem hann
kenndi latínu og forngrísku um
áratugaskeið. Sigurður nýtti yf-
irburðaþekkingu sína á klass-
ískum fræðum meðal annars til
rannsókna á latínukveðskap Ís-
lendinga á árabilinu 1550-1800.
Hann var frumkvöðull á því
sviði, greinasafn hans kom út
árið 2014 og heitir Latína er
list mæt.
Fyrir rúmum fjórum áratug-
um var ég nemandi Sigurðar í
HÍ, hann var afar farsæll og
skemmtilegur kennari og ein-
staklega hlýr persónuleiki; hóg-
vær í allri framgöngu með
mikla kímnigáfu. Kennslan fór
fram í aðalbyggingu háskólans,
þá var lítil kaffistofa í kjall-
aranum, oft voru kaffitímarnir
drjúgir hjá okkur nemendunum
og Sigurði og spjallað um flest
annað en hin fornklassísku
tungumál. Á þessum árum
stofnuðu latínu- og grískunem-
ar í HÍ skemmtifélag sem hét
Carpe diem, þar dró Sigurður
vagninn og var formaður fé-
lagsins um skeið.
Ég minnist Sigurðar Péturs-
sonar með mikilli hlýju og þökk
fyrir horfna tíma. Á skilnaðar-
stund spretta fram vísuorð eftir
rómverska skáldið Horatius:
Integer vitae, scelerisque pu-
rus Grímur Thomsen þýddi
fyrsta erindi kvæðisins á þessa
leið:
Vammlausum hal og vítalausum
fleina
vant er ei, boglist þarf hann ei að
reyna,
banvænum þarf hann oddum
eiturskeyta
aldrei að beita.
Bjarki Bjarnason.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
MÁLMFRÍÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 9. mars klukkan 13.
Þórhildur Þórðardóttir Þór Jóhannsson
Hálfdán Karl Þórðarson Freyja Árnadóttir
Jökull Ingvi Þórðarson Snædís Ögn Flosadóttir
og barnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar
✝ Skúli fæddist23. desember
1946. Hann lést 18.
febrúar 2020 á
heimili sínu á Úlf-
arsfelli. Foreldrar
Skúla voru Grímur
S. Norðdahl, bóndi
á Úlfarsfelli, og
kona hans Ragn-
heiður Guðjóns-
dóttir Norðdahl,
sem bæði eru látin.
Skúli átti tvö hálfsystkini
sammæðra, sem bæði eru látin,
Veru Aðalbjörnsdóttur, maki
Ragnar Gunnarsson, og Sverri
Aðalbjörnsson, maki Freyja
Jónsdóttir. Alsystkini Skúla eru
Ingibjörg Norðdahl, maki Daní-
el Þórarinsson, Guðmundur
Norðdahl maki Guðbjörg S.
Birgisdóttir, og Guðjón Norð-
dahl, maki Auðbjörg Pálsdóttir.
Skúli ólst upp fyrstu árin á
Nýbýlavegi 50 í Kópavogi, en
síðan fluttist fjölskyldan að ætt-
arjörð föður hans, Úlfarsfelli í
Mosfellssveit árið 1961 og bjó
hann þar alla tíð
síðan. Hann vann
almenna verka-
mannavinnu lengst
af hjá Álafossi, síð-
ar Ístexi, ásamt bú-
störfum.
Skúli var fé-
lagslyndur og fór
árlega í sum-
arferðir Iðju, félags
verksmiðjufólks.
Hann stundaði
sundlaug Mosfellsbæjar reglu-
lega og hafði mörg áhugamál.
Söfnun á tónlist, einkum ís-
lenskri, kvikmyndum, bæði á
spólum og diskum, hafði hann
ástundað um árabil. Síðar bætti
hann við módelbílum, traktorum
og skipslíkönum en einnig ölk-
rúsum og mynt.
Skúli var mikill dýravinur og
hafði ætíð hund á heimilinu. Síð-
asti hundurinn lifir húsbónda
sinn.
Útför Skúla verður frá Lága-
fellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 4.
mars 2020, klukkan 15.
Nú er hann Skúli okkar fall-
inn frá. Þetta verður tómlegt.
Enginn Skúli á Úlfarsfelli leng-
ur. Skúli var sérstakur og við
eigum eftir að sakna hans mjög
mikið. Hann var einstaklega
ljúfur maður.
Mestallan starfsaldur sinn
vann hann á Álafossi, síðar Ís-
tex.
Eftir að hann hætti á Álafossi
fann hann sér alltaf eitthvað að
gera. Sumt var eins og eftir
stundaskrá. Til að mynda fór
hann eldsnemma á morgnana í
sund og á laugardögum fór
hann í Safnaraklúbbinn.
Skúli hafði einstaklega gam-
an af tónlist og átti mikið hljóm-
plötu- og diskasafn. Hann
þekkti flest íslensk lög og texta.
Ef tónlist byrjaði að hljóma
söng hann fyrst með og svo
komu upplýsingar um texta- og
lagahöfunda. Síðan hélt söng-
urinn áfram en gat verið smá
falskur. Þennan áhuga færði
hann svo lengra. Hann átti allt-
af góðar græjur. Á tímabili fór
hann með plötur og diska og
spilaði fyrir dansi fram á nótt.
Skúli gerði þetta nokkrum sinn-
um fyrir starfsfólkið á Álafossi
og víðar.
Hann var laginn við að tengja
hljómtæki og var gjarnan kall-
aður til ef einhver var í vand-
ræðum með slíkt.
Skúli var laginn smiður og
smíðaði t.d. eigin hendi nýja
glugga í allt húsið á Úlfarsfelli.
Hann smíðaði einnig ýmsa hluti,
sem við nutum góðs af, t.d.
lampa, hillur, fallega málaða
bakka o.fl. Þetta gaf honum
heilmikið síðustu árin. Hann
kom sér upp góðum smíðakjall-
ara og átti flest tæki sem á þarf
að halda.
Þar dundaði hann sér mikið
og útbjó jólagjafir og ýmsa hluti
fyrir vini sína.
Nú síðustu árin átti söfnunin
hug hans allan. Til viðbótar við
hljómplöturnar og diskana byrj-
aði Skúli að safna bjórkönnum,
síðan komu alls konar gamlir
módelbílar, traktorar og stærð-
arinnar skip. Hann var sem
sagt ótrúlegur safnari.
Elsku Skúli, við eigum eftir
að sakna þín. Hafðu þökk fyrir
allar góðu samverustundirnar.
Guðjón, Auðbjörg
og Einar.
Kær vinur og mágur er fall-
inn frá og það má með sanni
segja að dauðinn gerir ekki allt-
af boð á undan sér. Það kom því
mjög á óvart þegar sonur minn,
Aðalbjörn Jón, tilkynnti mér lát
frænda síns Skúla á Úlfarsfelli,
en fyrir nokkrum dögum töl-
uðum við Skúli saman í síma og
þá var allt í lagi hjá honum.
Hann talaði um að skreppa í
Kolaportið strax og veður og
færð leyfðu og þá kæmi hann
við í kaffi. Hann sagðist hlakka
til þegar snjóa leysti og hann
kæmist auðveldlega ferða sinna
og farfuglarnir kæmu í mýri og
tún.
Ég kynntist Skúla þegar
hann var barn að aldri en þá bjó
fjölskylda hans í Kópavogi, en
nokkrum árum seinna fluttu
þau á óðal feðranna að Úlfars-
felli í Mosfellssveit, þar sem
faðir Skúla, Grímur Norðdahl,
var fæddur og uppalinn. Þar
hófu foreldrar Skúla, Ragnheið-
ur og Grímur, blandaðan bú-
skap og gerðu miklar endur-
bætur á jörðinni og tóku Skúli
og systkini hans virkan þátt í
því.
Eins og gengur og gerist
fluttu systkinin að heiman öll
nema Skúli, hann bjó áfram
heima hjá foreldrum sínum á
Úlfarsfelli og var þeim stoð og
stytta. Eftir að búskap var að
mestu hætt vann Skúli á Ála-
fossi og þar vann hann allt til
loka starfsaldurs.
Með fullri vinnu og í fríum
gerði hann upp húsið á Úlfars-
felli sem afi hans og amma
byggðu, skipti um glugga og
endurnýjaði þak svo eitthvað sé
nefnt, en í þessar endurbætur
fór mikill tími og kostnaður.
Skúli var laghentur og listfeng-
ur enda átti hann ekki langt að
sækja það, en foreldrar hans
höfðu auga fyrir öllu sem fellur
undir list. Faðirinn bæði teikn-
aði og málaði og móðirin saum-
aði glæsifatnað ásamt því að
teikna skartgripi. Skúli útbjó
sér dálítið verkstæði í kjallara
hússins og smíðaði þar marga
góða hluti sem hann gaf vinum
sínum.
Þar má nefna nautshorn sem
urðu að blómavösum í höndum
Skúla og hina ómetanlegu tré-
bakka með máluðum kirkjum og
húsum.
Hann hafði mjög gaman af
gróðri og gróðursetti bæði tré
og blóm í garðinum við húsið
sitt og úti í matjurtagarðinum
óx rabarbari sem aldrei fyrr,
margar húsmæður nutu góðs af
þegar tími sultugerðar hófst að
áliðnu sumri.
Skúli elskaði tónlist og átti
mikið og gott safn bæði af tón-
list og myndböndum. Hann
safnaði einnig bílamódelum og
drykkjarmálum og glösum sem
öll höfðu sína sögu að segja.
Hann hafði gaman af að sjá
nýja staði og kynnast menningu
annarra þjóða og ferðaðist tals-
vert bæði erlendis og um Ísland
á þeim ferðum tók hann margar
ágætar myndir en myndin af
Látrabjargi og lundunum þrem-
ur er líklega sú allra besta.
Hann átti líka mikið af minja-
gripum sem hann keypti á ferð-
um sínum. Hann var mikill
dýravinur og átti oftast bæði
hund og kött sem hann hélt
mikið upp á.
Skúli var tryggur vinum sín-
um og aldrei heyrði ég hann
hallmæla nokkrum manni. Hann
átti marga góða vini og kunn-
ingja.
Hann var afar hjálpsamur og
gott að leita til hans ef sjón-
varpið var með einhverja kenjar
eða myndspilarinn fór í verkfall,
þá var Skúli snar í snúningum
og kom í hvelli að aðstoða sína
gömlu mágkonu, eftir að Skúli
hafði meðhöndlað þau brást
ekki að þessi undratæki sáu sitt
óvænna og unnu sitt tilætlaða
starf.
En nú er komið að leiðarlok-
um og Skúli kemur ekki framar
við í kaffi og spjall.
Ég veit að það verður tekið
vel á móti honum þar sem við
öll mætum um síðir.
Freyja Jónsdóttir.
Skúli frændi er allur. Við
kveðjum einstakling sem hafði
sterkan persónuleika, hann
hafði nefnilega sína stæla. „Það
hafa allir sína stæla,“ sagði
Skúli eitt sinn þegar hann heim-
sótti okkur á Skaftafell á Sel-
tjarnarnesi þegar ég var krakki.
Ég velti því lengi fyrir mér
hvað hann meinti með þessu.
Skúli var hálfbróðir föður míns,
Sverris Aðalbjörnssonar heitins,
og var tíður gestur á heimili
okkar og héldum við systkinin,
Freyja, móðir mín, sem og faðir
minn mikið upp á hann.
Ein af sterkustu minningum
mínum um Skúla frænda er
þegar hann bjó tímabundið hjá
okkur á Skaftafelli og vann í Ís-
birninum. Ísbjörninn var frysti-
hús í göngufæri við æskuheimili
mitt.
Þetta mun hafa verið
snemma á sjöunda áratugnum,
fljótlega eftir að Bítlarnir gáfu
út fyrstu plötuna sína.
Skúli sló ekki slöku við að
spila bítlatónlist og eflaust eitt-
hvað fleira af popplögum en ég
greindi ekki muninn. Ég man
bara að þegar ég vildi sýna
hversu fullorðin ég væri þá
fussaði ég og sagðist ekki þola
þetta bítlagarg. Hann lét það nú
ekki á sig fá og þeytti skífum
eins og enginn væri morgun-
dagurinn. Hann safnaði plötum
og síðar kassettum, myndbönd-
um, geisladiskum og plakötum.
Hann átti því orðið afar stórt og
mikið safn af öllu sem tengdist
tónlist, auk þess sem hann safn-
aði bílum og ýmsu fleiru.
Hann lét heldur ekki sitt eftir
liggja í að fylgja tískustraumum
þessa tíma, sítt hár, litrík föt og
svo framvegis.
En Skúli var ekki bara safn-
ari og tónlistarunnandi, honum
var margt til lista lagt og hann
var líka barngóður. Okkur
systkinum þótti gaman að fá
Skúla í heimsókn því hann var
ólatur að leika við okkur grísl-
ingana og fékk það hlutverk
stundum að passa okkur.
Minningin um sérstakan
mann lifir, hvíldu í friði, Skúli
frændi.
Ragnheiður J. Sverrisdóttir
(Jonna frænka).
Elsku yndislegi Skúli okkar.
Okkur þótti leiðinlegt að heyra
um skyndilegt andlát þitt. Það
var alltaf svo gaman að ferðast
með þér. Síðasta ferðin okkar
var síðastliðið haust, við hittum
þig í Kolaportinu í síðasta sinn
núna í janúar, þá varstu svo
hress og kátur. Við töluðum oft
saman í síma. Okkur systur
langar að kveðja þig með þessu
versi:
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Okkur langar að senda systk-
inum þínum, Guðmundi, Ingi-
björgu og Guðjóni, og fjölskyld-
um þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Þínar vinkonur,
Bára og Alda.
Skúli G. Norðdahl