Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.03.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020 ALLT Í FERMINGAR- VEISLUNA Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á ALLTIKOKU.IS Frábært úrval af fermingarstyttum sykurskreytingum servíettum – löberum Sjón er sögu ríkari, kíktu við ! Yfir 12.000 vörunúmer Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Tenórsöngvarinn Benedikt Krist- jánsson flytur Jóhannesarpassíu Bach í framsetningu fyrir einsöng, sembal og slagverk ásamt þeim Elina Albach, sembal- og orgelleikara og Philipp Lamprecht, slagverksleikara í Hallgrímskirkju kl. 20 í kvöld, mið- vikudag. Er þetta óhefðbundin túlk- un á passíunni sem oftast er flutt af kór, sinfóníu og sögumanni. Þá taka kirkjugestir þátt í söngnum með Benedikt en slíkt er ekki venjan. Um upphafið að þessu verkefni segir Benedikt að stjórnandi tón- listarhátíðar í Þýskalandi hafi komið að orði við hann eftir tónleika hans og spurt hvort þessi útfærsla á Jóhann- esarpassíu væri raunhæf. „Þá hugsaði ég málið aðeins og var tiltölulega viss um að þetta væri vel útfæranlegt, sem þetta var,“ segir hann. Benedikt segir upplifun áhorfenda af hans útfærslu á passíunni vera nokkuð frábrugðna þeirri hefð- bundnu. Hann segir afl kórsins sem vanalega syngur vera mun meira en hans eigið. „Það er mjög auðvelt að finna fyrir múgæsingu þegar 100 manns eru að syngja beint fyrir framan þig,“ segir hann um túlk- unina á krossfestingu Krists. „En ég nota allt öðruvísi meðöl til að fá þessa tilfinningu fram.“ Hann segir að auðveldara sé fyrir áhorfendur að halda einbeitingunni á hans útfærslu. „Athyglin er alltaf bara á einni manneskju allan tím- ann.“ Það sé ólíkt því sem gerist þeg- ar stór kór og hljómsveit koma fram þó auðvitað sé athyglin líka á undir- spilurunum tveimur sem koma fram með Benedikt. „Ég vona að þá sé auðveldara að taka á móti textanum og innihaldinu.“ Leiklistarleg áskorun Benedikt segir mikla áskorun að sinna mismunandi hlutverkum í framsetningunni. „Hvernig er ég að fara að því að gera þennan karakter öðruvísi einungis með minni rödd,“ er eitt af því sem hann þurfti að velta fyrir sér í undirbúningnum. Hann þurfi að taka að sér ólík hlutverk, meðal annars kvenhlutverk og hlut- verk Jesú Krists auk hlutverks sögu- manns. „Þetta er áskorun raddlega en einnig leiklistarlega séð.“ Benedikt segir liggja vel fyrir sér að túlka Jóhannesarpassíu enda var faðir hans prestur og biskup og móð- ir hans söngkona. „Síðan ég byrjaði að syngja sjálfur hefur þessi tónlist höfðað mest til mín. Bæði hvað varð- ar tónlist og trú.“ Honum finnst hann ekki einungis vera að syngja heldur einnig að bera út boðskapinn sem passían inniheld- ur. „Í þessari útfærslu taka áhorf- endur þátt í söngnum sem er ná- kvæmlega eins og Bach hafði hugsað þetta frá upphafi en er sjaldan gert. Það undirstrikar að við sem mann- eskjur erum ekki aðeins að taka á móti tónlistinni sem neytendur held- ur erum við einnig gerendur,“ segir hann. „Jesú dó á krossinum fyrir okkur og við ættum að taka þátt í þessari sögu með þakklæti í huga.“ Athygli fylgir verðlaununum Benedikt er búsettur í Þýskalandi og hefur komið fram og sungið víðs- vegar um Evrópu og í Bandaríkj- unum, bæði með hljómsveitum og sem einsöngvari í mörgum af kunn- ustu tónleikahúsum heims. Túlkun Benedikts og félaga á Jó- hannesarpassíu Bach hlaut nýlega hin virtu þýsku Opus Klassik verð- laun í flokknum framsæknir tón- leikar. Benedikt segir það þýðingar- mikil verðlaun og þeim fylgja mikil athygli. „Þetta eru langstærstu verð- launin í klassískri tónlist í Þýska- landi,“ segir hann en verðlaunaaf- hendingin er í beinni útsendingu í sjónvarpi þar í landi en fjöldi tónlistarmanna innan og utan Þýska- lands keppast um þau. Benedikt, Albach og Lamprecht hafa flutt passíuna víða og fram- undan eru nokkrir tónleikar í vor og sumar, þar á meðal í Elphilhamonie í Hamborg og á Bachfest í Leipzig. „Áskorun raddlega en einnig leiklistarlega séð“  Benedikt Kristjánsson flytur Jóhannesarpassíu Bachs í Hallgrímskirkju Óvenjulegt Benedikt Kristjánsson flytur hina þekktu passíu J.S. Bachs ásamt orgelleikara og ásláttarleikara. i8 Gallery tekur eins og mörg undanfarin ár þátt í hinni viða- miklu listkauspefnu Armory Show í New York. Kaupstefnan hefst í dag, með opnun fyrir boðsgesti, og er síðan opin fyrir almenning út næstu helgi með sýningum fjölmargra kunnra galleríia sem og sýningum sem sýningarstjórar setja saman og annarri dagskrá. Að þessu sinni kynnir i8 verk fimm listamanna. Þar á meðal eru ný vatnslitaverk eftir Ólaf Elíasson, skúlptúr eftir Alicja Kwade og nýtt myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson, það fimmta í röðinni Me and My Mother sem hann hóf að gera árið 2000. Einnig eru sýnd verk eftir B. Ingrid Olson og Yui Yaegashi. Morgunblaðið/Einar Falur Myndlist Frá sýningarrými i8 Gallery á Armory Show í New York fyrir nokkrum árum. i8 tekur þátt í Armory Show Birta Guðjóns- dóttir, sýningar- stjóri og mynd- listarmaður, hefur verið ráðin listrænn stjórn- andi Listar án landamæra. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra lista- manna. Hátíðin hefur verið haldin síðan 2003 og sýnir hún allar list- greinar. Birta er einn reyndasti sýningarstjóri landsins. Síðustu ár hefur hún stýrt yfir 40 sýningum í helstu listrýmum og listasöfnum hérlendis sem og víða erlendis, m.a. í Berlín, Amsterdam, Melbourne, New York og á Norðurlöndunum. Birta mun stýra List án landamæra Birta Guðjónsdóttir Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Tónlistarsjóði fyrir fyrri hluta þessa árs. Hlutverk sjóðsins er að efla ís- lenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tón- sköpun þeirra. Alls bárust 139 umsóknir um rúm- ar 128 milljónir króna. Til úthlutunar voru rúmlega 22 milljónir króna til 90 verkefna. Hæsta styrkinn, 800 þús- und kr., hlaut Múlinn jazzklúbbur. 600 þúsund kr. styrk hlutu Reyk- holtshátíð 2020 og HIMA – Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu. Þá hlutu nokkur verkefni styrk upp á 500 þúsund kr: Aldrei fór ég suður, Klassískir tónleikar á Hin- segin dögum 2020, Íslensku tónlist- arverðlaunin 2020, Kammermúsík- klúbburinn, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Starf Sinfóníu- hljómsveitar unga fólksins 2020 og Töfrahurð – börnin tækla tónskáldin 2020. Allnokkur verkefnu hlutu styrki að upphæð kr. 400 þúsund, þar á meðal: Umbra, Upptaktur/Hörpustrengir, Vordagskrá Tónlistarfélags Akur- eyrar, Malarastúlkan fagra – sviðs- uppsetning, Söngsveitin Fílharmónía, Freyjujazz, RASK, Tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar tónlistarskólanna, Schola cantorum, Syngjum saman: íslensk lög þýdd og túlkuð á íslenskt táknmál, Raflost 2020, Maximus Musicus, Les Fréres Stefson – Snælda 2, Kammerkórinn Cantoque, 15:15 tónleikasyrpan, Sauðatónar, Saga Borgarættarinnar – kvikmynda- tónleikar, PRISM- 6 harpists from Iceland, Söngkeppnin Vox Domini 2020, Berjadagar, Barokkbandið Brák og Á ljúfum nótum í Fríkirkj- unni. Aðrir hlutu lægri styrki. Að auki er þegar ráðstafað 25 milljónum til átta fastra þriggja ára samninga. Þar á meðal fá Kammer- sveit Reykjavíkur, Caput, Myrkir músíkdagar og Stórsveit Reykjavíkur fjórar milljónir hver á tímabilinu, Sumartónleikar í Skálholti 3,5 millj- ónir, Jazzhátíð Reykjavíkur 2,5 millj- ónir, Nordic Affect og landbyggðar- tónleikar FÍH 1,5 milljónir. 128 milljónum úthlut- að úr Tónlistarsjóði  Hæsta styrkinn nú hlaut Múlinn Morgunblaðið/Arnþór Djassað Frá tónleikum ASA tríós í Múlanum jazzklúbbi í Hörpu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.