Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 04.03.2020, Síða 32
Hljómsveitin HÓBiT fagnar plötunni sinni Japl með útgáfutónleikum á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 20, en tónleikarnir eru hluti af tónleika- dagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Hljómsveitina skipa Helgi Rúnar Heiðarsson á saxófóna, Tómas Jónsson á píanó og farfísu, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Óskar Kjartansson á trommur. HÓBiT með útgáfu- tónleika á Múlanum MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Valskonur tryggðu sér í gærkvöld annan deildarmeistaratitil sinn í röð í Dominos-deild kvenna í körfu- bolta með 84:77-sigri á KR á heima- velli. Þótt enn séu fjórar umferðir eftir getur KR ekki náð Valsliðinu. Valur hefur aðeins tapað tveimur leikjum af 24 og unnið KR fjórum sinnum. Helena Sverrisdóttir skor- aði 23 stig og tók tíu fráköst. » 26 Valur deildarmeistari annað árið í röð ÍÞRÓTTIR MENNING Sara Björk Gunnarsdóttir, lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu, er mætt til Spánar ásamt íslenska landslið- inu sem mætir Norður-Írlandi í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti í dag. Hún þekkir ekki nýjustu sam- herjana. „Þar sem ég spila í Þýska- landi sé ég minna af þessum leik- mönnum sem spila heima á Íslandi. Þær hafa hins vegar staðið sig það vel að þær eru komnar í hópinn og það verður gaman að sjá hvernig þær munu standa sig í landsliðinu. Það er alltaf spennandi að fá inn nýja leik- menn,“ segir Sara Björk. »27 Alltaf spennandi að fá inn nýja leikmenn Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þyrluflugmaðurinn Sverrir Einisson sinnir sjúkraflugi í Norður- Þýskalandi, en hefur flogið fyrir fyrirtæki í Evrópu síðan hann var í þyrluflugsnámi í Danmörku 2005- 2007. „Ég hef sinnt ýmsum verk- efnum í Danmörku, Hollandi, Nor- egi, Englandi, Nígeríu, Þýskalandi og á Spáni,“ segir hann. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga. Sverrir var í áratug í olíu- pallaflugi í Danmörku, Noregi, Hol- landi, Englandi, Nígeríu og Póllandi, sinnti útsýnisflugi á Costa del Sol á Spáni og hefur flogið sjúkraflug í Þýskalandi frá 2018. Hann segir að einna erfiðast hafi verið að fljúga í hitanum í Nígeríu. „Nígeríumenn framleiða daglega um 250 þúsund tunnur af olíu frá aðeins einum olíu- palli og þangað flaug ég tvær flug- ferðir á dag, hvora í um tvo og hálfan tíma. Það var erfitt að fljúga í 35 stiga hita og engin loftkæling í vél- unum. Svolítið öðruvísi en annars staðar, en engu að síður áhugavert.“ Úr vélsmíði í flugið Sverrir ólst upp í Þingeyjarsveit og lærði vélsmíði í Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Hann vann lengi sem vélsmiður, en segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á flugi. „Ég hug- leiddi að verða þotuflugmaður, en svo velti ég þyrluflugi fyrir mér og frjálsræðinu sem því fylgir. Sjái maður fallegan stað í náttúrunni er sjálfsagt að lenda þar ef það er leyfi- legt. Um þetta leyti kynntist ég kon- unni minni, Eriku Angelu Brynjars- dóttur, hún hvatti mig til þess að láta drauminn rætast og þess vegna fluttum til Danmerkur.“ Haustið 2004 fór Sverrir í fyrsta reynsluflugið í þyrlu. „Ég féll fyrir þyrlunni um leið, komst inn í skóla á Jótlandi sumarið eftir og hef verið heillaður síðan af þessari blöndu af tækjaáhuga og útivist.“ Vinnan hefur stundum verið sveiflukennd og sú staða hefur kom- ið Sverri einna mest á óvart. At- vinnuöryggið hjá til dæmis olíu- fyrirtækjunum sé ekki mikið. Eins sé hætta á að þyrluflugmenn festist í vinnu á ákveðinni tegund af þyrlu og eigi því erfiðara með að fá starf á annarri tegund, kosti fyrirtækið ekki réttindanámið. Þyrlu- flugmaður, sem fljúgi í áhöfn megnið af ferlinum, eigi líka erfitt með að komast að í þyrluflugi þar sem að- eins einn flugmaður sé um borð. „Þetta er sökum þess að oft er mun- ur á verkefnum og einnig oft launa- munur. Forsvarsmenn fyrirtækja telja gjarnan að þyrluflugmenn, sem eru vanir áhafnarsamstarfi, hafi ekki þá reynslu og getu sem þurfi til að fljúga einir og fari annað þegar önn- ur vinna bjóðist. En þetta er skemmtileg vinna og félagsskap- urinn er góður. Það getur verið krefjandi að fljúga í slæmu veðri en á móti kemur að það er sérstaklega gaman að fljúga í góðu veðri.“ Hann bætir við að í olíupallaflugi sé flugið nauðsynlegt fyrir starfsmenn til að komast í og úr vinnu á hafi úti og þetta fólk sé oft hrætt við að fljúga, sérstaklega í óstöðugu flugi. „Þyrlan er leið eins og að taka strætó í vinn- una, gefandi er að bjarga manns- lífum í sjúkrafluginu og gaman er að veita fólki þá gleði, sem það öðlast í þyrluflugi,“ segir hann. Sverrir og Erika eiga sjö börn á aldrinum tveggja til nítján ára og fjölskyldan hefur verið á ferð og flugi, en þau halda heimili á Íslandi og í Þýskalandi. „Börnin eru heims- borgarar og fljót að aðlaga sig breyttu umhverfi,“ segir Sverrir. „Þau hafa til dæmis lært mörg tungumál, sem kemur sér alltaf vel.“ Sverrir sameinar úti- vist og tækjaáhuga Norðursjór Daniel Scherer og Sverrir Kr. Einisson sækja veikan sjómann.  Hefur sinnt verkefnum víða í Evrópu og Nígeríu Í Noregi Sverrir flaug H225 Super Puma í olíupallafluginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.