Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. M A R S 2 0 2 0
Stofnað 1913 68. tölublað 108. árgangur
TVÆR KONUR
NÁ HUNDRAÐ
ÁRA ALDRI Í DAG
ÓLJÓS MÖRK
SKÁLDSKAPAR
OG VERULEIKA
ÓSKANDI AÐ
GETA KLÁRAÐ
ÞETTA TÍMABIL
DOLOR Y GLORIA 28 JÓN DAÐI HJÁ MILLWALL 26MERKISAFMÆLI 11 OG BAKSÍÐA
Í dag, 20. mars, eru vorjafndægur. Það merkir að dagurinn er
um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jarðarkringlunni
og möndull hennar lóðréttur. Það var kl. 03.50 í nótt sem
tímaskilin urðu og héðan í frá fer norðurhvel jarðar að snúa
hlið sinni í átt að birtunni. Í dag kemur sólin í Reykjavík upp
kl. 07.27 og sest í kvöld kl. 19.45. Úr þessu verða skrefin í átt
til lengri birtutíma æ stærri með hverjum degi. Veitir ekki af
slíku eins og ástand mála í samfélaginu er nú. Bjart og fallegt
var á Eyrarbakka í vikunni þegar myndin var tekin
Vorjafndægur í dag og sólin sést hærra og hærra á lofti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölmörg þjónustufyrirtæki grípa
nú til þess ráðs að stytta afgreiðslu-
tíma eða skella tímabundið í lás. Er
það gert til þess að draga úr rekstr-
arkostnaði, einkum launum. Hafa
verslanir í Kringlunni brugðið á það
ráð að hafa lokað á sunnudögum og
stytta afgreiðslutíma í lok dags aðra
daga vikunnar. Bláa lónið hefur
styttra opið og hefur eftirspurn þar
dregist gríðarlega saman. Þá hafa
veitingahús og hótel lokað dyrum
sínum fyrir gestum.
Á það m.a. við um Bergsson mat-
hús í Templarasundi. Þá hyggjast
stærstu hótelkeðjur landsins loka
mörgum hótelum; Center-Hótelin
fimm, Íslandshótel fjórum til fimm
og Keahótelin a.m.k. einu hóteli. Þá
greindu Icelandair-Hótelin frá því í
gær að tveimur hótelum yrði lokað;
Konsúlat og Marina-hótelunum.
Á Laugaveginum í gær mátti víða
sjá tilkynningar í búðargluggum um
tugprósenta afslátt. Margar versl-
anirnar stóla á erlenda ferðamenn.
Hafa á boðstólum minjagripi og föt.
Bjarni Jónsson, eigandi Nordic
Store-keðjunnar, hyggst tímabundið
hafa lokaðar fjórar verslanir af sex í
miðborginni. Það stefni að óbreyttu í
hörmulegt ár í ferðaþjónustu.
50% fjölgun verslana
Sambærilegum verslunum og
Nordic Store í miðborginni, sem
bjóði einkum vörur til erlendra
ferðamanna, hafi fjölgað úr 40 í 60 á
síðustu árum, eða um 50%.
Fyrir vikið hafi skapast offram-
boð á verslunum í miðborginni. Sú
þróun hafi að hans mati kallað á leið-
réttingu áður en faraldurinn kom til.
Forsendan fyrir þessu aukna
framboði hafi verið áframhaldandi
10-20% fjölgun ferðamanna og veik-
ara gengi krónunnar. Hins vegar
hafi ferðamönnum fækkað um 15-
20% í fyrra. Þá sé að óbreyttu útlit
fyrir enn frekari fækkun í ár.
Veiran að sækja í sig veðrið
Á upplýsingafundi almannavarna
og sóttvarnalæknis í gær kom fram
að kórónuveiran er að sækja í sig
veðrið hér á landi. Aldrei hefur verið
tilkynnt um jafn mörg ný smit og í
gær, 80 samtals. Staðfest var á
fundinum að erlendur ferðamaður
sem lést fyrir norðan fyrr í vikunni
hefði að öllum líkindum látist af
völdum veirunnar. Þrátt fyrir þetta
verður aðgerðum gegn veirunni ekki
breytt í stórum atriðum á næstu
dögum.
Útgöngubann eins og gripið hefur
verið til í sumum nágrannalandanna
er ekki á dagskrá. Fram kom að lík-
legt væri að faraldurinn næði há-
marki hér á landi í lok fyrstu viku
aprílmánaðar. Þá yrðu um 40 sjúk-
lingar á sjúkrahúsi. Önnur verri spá
gerir ráð fyrir allt að 110 sjúklingum
á sjúkrahúsi á þeim tíma.
Talsmenn hjúkrunarheimila
landsins segja að með því að loka
fyrir aðgang utanaðkomandi sé ver-
ið að fórna minni hagsmunum fyrir
meiri. Sérhver heimsókn auki líkur
á smiti og sé því reynt að takmarka
þær af fremsta megni.
Lítið hefur verið um svör frá ís-
lenskum ráðamönnum varðandi
áhrif ferðabanns Evrópusambands-
ins vegna kórónuveirufaraldursins á
Ísland. Hvorki utanríkisráðuneytið
né dómsmálaráðuneytið hafa getað
veitt mbl.is svar við fyrirspurnum
vegna málsins.
Tveir dagar eru liðnir síðan Evr-
ópusambandið tilkynnti um ákvörð-
un sína þess efnis að loka ætti ytri
landamærum sambandsins næstu 30
daga.
Loka og stytta afgreiðslu
Icelandair-Hótelin loka tveimur hótelum sem eru með um 200 herbergi í boði
Fjórar Nordic Store-verslanir lokaðar tímabundið Ástæðan er offramboð
MKórónuveira »2, 4, 6 og 12-14.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verslun Gestum í verslunarmið-
stöðvunum hefur stórfækkað.
Hjúkrunarfræðingur á bráða-
móttöku Landspítalans í Fossvogi
hefur greinst með smit af kór-
ónuveirunni. Unnið var að því í gær
að rekja ferðir hans og meta þörf fyr-
ir sóttkví annarra starfsmanna spít-
alans. Líklegt þótti að 2-3 aðrir
hjúkrunarfræðingar yrðu sendir í
sóttkví. Þá hefur einnig komið upp
smit á veiru- og sýklafræðideild
Landspítalans og hafa fjórir starfs-
menn deildarinnar verið sendir í
sóttkví.
Ellefu manns, læknar, sjúkraflutn-
ingamenn, hjúkrunarfræðingar og
annað heilbrigðisstarfsfólk hafa síðan
á þriðjudag verið í sóttkví á Húsavík
vegna návígis við erlenda ferðamann-
inn sem fyrstur hér á landi er talinn
hafa látist af völdum veirunnar. Fleiri
sem sinntu honum eru í heimasóttkví.
Þrír starfsmenn Alþingis hafa
greinst með veiruna. Af þessum sök-
um hefur starfsáætlun þingsins verið
breytt. Einungis verður um sinn boð-
að til þingfunda um mál sem tengjast
kórónuveirufaraldrinum. »2 og 6
Starfsmaður
á bráðamót-
töku smitaður
Verið að meta þörf
fyrir sóttkví annarra