Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.03.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Við erum hér til að aðstoða þig! -- • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fáir fara varhluta af kórónuveirufaraldrinum og samkomubanninu sem hófst á mánudag. Vegna þess hófu liðsmenn á vegum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar í gær útkeyrslu á matvælum og nauðsynjum til þeirra sem reiða sig á slíkt. Hefur samkomubannið komið í veg fyrir að þeir sem þurfa á slíkum úthlut- unum að halda geti nálgast þær með hefð- bundnum leiðum. Um nokkur hundruð heimili á höfuðborgarsvæðinu er að ræða og því ljóst að verkefnið er ærið, en hópur sjálfboðaliða vinnur að því. Heimsending hafin á matarúthlutunum Morgunblaðið/Eggert Keyra til nokkurra hundraða heimila Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ellefu manns, læknar, sjúkraflutningamenn, hjúkr- unarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk, hafa síðan á þriðjudag verið í sóttkví vegna COVID-19 á Hótel Cape Húsavík. Fólk þetta var allt í návígi við karl og konu sem leituðu ásjár á Sjúkrahúsinu á Húsavík sl. mánudag, en þar lést maðurinn að talið er vegna veirunnar. Alls 21 sinnti umræddu fólki og þau sem ekki eru á hótelinu eru í sóttkví á heimilum sínum á Húsavík og þar í grennd. „Í sjálfu sér er ekki yfir neinu að kvarta, við erum hér í góðu yfirlæti,“ segir Rúnar Traustason sjúkraflutn- ingamaður. „Hver er í sínu herbergi og gæta þarf mjög að hreinlæti, til dæmis þvottum og að vera með grímur þegar er farið fram í sameiginlega rýmið og matsalinn. Annars sinnir hver hér sínum verkefnum eins og tök eru á í gegnum síma, tölvur og fjarfundabúnað. Ljósleið- arastrengur sem liggur héðan frá hótelinu á sjúkrahúsið var virkjaður og þannig geta læknarnir, hjúkrunarfólkið og aðrir sem hér eru sinnt sínum skjólstæðingum eða öðrum þeim verkefnum sem upp koma. Annars er rólegt hjá mér, hef nóg að lesa og finn margt forvitnilegt á net- inu,“ segir Rúnar. Bætir við að fjölmargar stuðnings- yfirlýsingar hafi borist síðustu sólarhringa og þyki sér og sínum vænt um þær. sbs@mbl.is Ellefu saman í sóttkví  Heilbrigðisstarfsfólk á hóteli á Húsavík  Sinntu manni sem lést líklega af COVID  Eru með grímur í góðu yfirlæti Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hressandi Rúnar Traustason sjúkraflutningamaður fær sér frískt loft, en hann er á Hótel Cape Húsavík. Evrópusam- bandið(ESB) féll í gærkvöld frá út- flutningsbanni til EFTA-ríkjanna á tilteknum hlífð- arbúnaði sem notaður er í störf- um heilbrigðis- starfsfólks, svo- sem á grímum og hlífðarbúnaði. Eins og greint var frá á mbl.is í gær hafði ESB bannað birgjum í löndum innan sambandsins að selja slíkan hlífðarbúnað út fyrir sambandið, þar á meðal til Íslands. Bárust fréttir af birgjum hér á landi sem selt höfðu allar sínar vörur en fengu ekki keyptar fleiri frá birgjum sínum er- lendis, sökum reglnanna. Sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, um miðjan dag í gær, þetta vera brot á EES- samningnum og var þetta leiðrétt með ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í Brussel í gærkvöld, sam- kvæmt tilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu. „Ég fagna því að Evrópusam- bandið hefur ákveðið að standa við skuldbindingar sínar gagnvart EFTA-ríkjunum og viðurkennt stöðu okkar og réttindi á innri mark- aðinum,“ sagði Guðlaugur í gær- kvöld. Sölubann ESB afnumið  Utanríkisráðherra fagnar ákvörðuninni Guðlaugur Þór Þórðarson Þrítugur karlmaður sem handtek- inn var fyrir utan skemmtistaðinn Pablo Discobar í fyrrinótt í tengslum við eldsvoða sem kom þar upp er sá sami og stal steypubíl í síðustu viku og olli stórhættu þar sem hann keyrði á ofsahraða á móti umferð á Sæbraut. RÚV greindi frá þessu í gær en þetta hefur ekki fengist staðfest hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn á vettvangi eftir að hann hafði stöðvað bílinn en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann var svo aftur handtekinn á vettvangi eldsvoðans í nótt að því er RÚV greinir frá. Hann var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær úr- skurðaður í fjögurra vikna síbrota- gæslu. Úrskurðaður í fjögra vikna síbrotagæslu Kórónuveiran bitnar einnig á heil- brigðisstarfsfólki. Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítalans í Foss- vogi hefur greinst með smit. Unnið var að því í gær að rekja ferðir starfsmannsins og meta þörf á sóttkví fyrir aðra starfsmenn. Smit kom svo upp á veiru- og sýklafræðideild Landspítala í gær. Sökum þess hafa fjórir starfsmenn deildarinnar, sem er við Barónsstíg, verið settir í sóttkví. Þetta staðfesti Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á deildinni, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta kom því miður upp. Sem betur fer gerðist þetta á Barónsstíg en ekki í Ármúlanum. Þetta verður til þess að álagið eykst eitthvað,“ segir Karl og bætir við að í kjölfarið hafi verið ákveðið að senda fjóra starfsmenn deildarinnar í sóttkví. „Það var gert um leið og ljóst var um smit,“ segir Karl. Spurður hvort starfsemin muni raskast mikið vegna þessa kveður Karl nei við. Verði smitin hins vegar fleiri sé óumflýjanlegt að álagið auk- ist á þá starfsmenn sem fyrir eru. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var það hjúkrunarfræðingur sem smitaðist á bráðamóttöku Landspít- alans. Síðdegis í gær var útlit fyrir að ekki hefðu fleiri smitast en ljóst þótti að minnst 2-3 aðrir hjúkrunar- fræðingar yrðu sendir í sóttkví. Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðalækninga, sagði að það væri vitaskuld slæmt að tilvik sem þetta hefði komið upp. Hann sagði að engir læknar á bráðamóttöku hefðu orðið útsettir fyrir smiti. Fjórir í sóttkví á veiru- og sýkladeild  Smit einnig greint á bráðamóttöku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.