Morgunblaðið - 20.03.2020, Side 10

Morgunblaðið - 20.03.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við uppfært áhættumat að magn laxeldis í opnum sjókvíum verði ekki meira en 106.500 tonn á landinu öllu, sem er aukning frá fyrra mati sem gerði ráð fyrir að hámarksframleiðslumagn fiskeldis yrði 71 þúsund tonn. Kom þetta fram á fundi stofnunarinnar í gær þar sem Ragnar Jóhannsson, sviðs- stjóri fiskeldissviðs, kynnti nýtt áhættumat á erfðablöndun og ráð- leggingar stofnunarinnar. Ragnar sagði raunverulega aukningu vera 20% þar sem fyrra mat miðaði við framleiðslu en hið nýja miðaði við hámarkslífmassa samkvæmt áhættumati erfðablönd- unar. Í ráðgjöfinni segir að fram- leiðsla sé nú reiknuð sem 80% af hámarkslífmassa en hafi áður verið lögð að jöfnu. 71 þúsund tonn jafn- gildi því 88,75 þús. tonna lífmassa. Takmarkanir í Djúpinu Heildarmagn sem leyfilegt verð- ur að framleiða á Vestfjörðum verður samkvæmt ráðgjöfinni 61.500 tonn en fyrri ráðgjöf nam 50 þúsund tonnum. Stofnunin leggur til að hámarks- lífmassi í Önundarfirði fari úr engu í 2.500 tonn. Í Ísafjarðardjúpi fer ráðgjöfin úr engu í 12 þúsund tonn. Þar er lagt til að eldi verði ekki stundað nær veiðiám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æðey og Hólma- sundi. Þá er óbreyttur hámarkslífmassi í Tálknafirði, Patreksfirði og Pat- reksfjarðarflóa, samtals 20 þúsund tonn og á það einnig við um Arn- arfjörð þar sem hámarkið er 20 þúsund tonn. Einnig er óbreytt ráðgjöf í Dýrafirði, 10 þúsund tonn. Mikil aukning á Austurlandi Á Austfjörðum er einnig lagt til að auka leyfilega hámarksfram- leiðslu úr 21 þúsund tonnum í 42 þúsund tonna hámarkslífmassa. Ráðlagður hámarkslífmassi í Berufirði er nú 7.500 tonn, en var 6.000. Í Fáskrúðsfirði er ráðgjöfin upp á 12 þúsund tonn og 16 þúsund í Reyðarfirði, en á þessum tveimur svæðum var eldri ráðgjöf upp á 15.000 tonn samtals. Fyrir Seyðis- fjörð er ráðgjöfin 6.500 tonn, en var engin áður. Ekki er ráðlagt að eldi verði starfrækt í Stöðvarfirði frekar en áður. Aukið laxeldi verði leyft  Hafrannsóknastofnun uppfærir áhættumat  Um 20% aukning  Tólf þúsund tonn í Ísafjarðardjúpi  Miðað er við lífmassa, en áður var miðað við framleiðslu mörkun di í Ísafjarðardjúpi Hafrannsóknastofnun leggur til að eldi verði ekki stundað nær veiðiám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æðey og Hólmasundi Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Heimild: Hafrannsókna- stofnun urn HólmasundÍsafj Tillaga um tak á fi skel Ög es örður Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eldiskvíar í sjó Laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um afla á fiskveiðiárinu 2020/21 verður gefin út í byrjun júnímánaðar. Að þessu sinni verður ráðgjöfin gefin út án þess að Alþjóðahafrannsókna- ráðið (ICES) fjalli um hana áður. Röskun hefur orðið á starfi ICES í Kaupmannahöfn vegna kórónu- veirunnar og tafir gætu orðið á ráð- gjafaverkefnum sem ICES hefur unnið fyrir Evrópusambandið, Bret- land og Noreg auk Íslands. Vegna álags á ICES og hugsanlegra rask- ana í starfi Hafrannsóknastofnunar af völdum kórónuveirunnar var ákveðið að hafa þennan háttinn á í ár. Að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, er samningur í gildi milli íslenskra stjórnvalda og ICES um að ráðið fari yfir ráðgjafarferlið. Nú hafi sjávar- útvegsráðherra tilkynnt að í ljósi að- stæðna verði ekki farið fram á slíkt. Sigurður segir að farið verði eftir vinnureglum sem samþykktar hafa verið í rýninefndum ICES, en veiði- ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir jafnframt á alþjóðlega við- urkenndum viðmiðum. Nú er togararall, eða stofnmæl- ing botnfiska, í gangi og fljótlega hefst netarall. Gögn úr togararall- inu eru byrjuð að berast í höfuð- stöðvar Hafró við Skúlagötu. Þar segir Sigurður að gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana og margir vinni heima þessa dagana. Þetta sé meðal annars gert til að tryggja ör- yggi gagnavinnslufólks, til dæmis þeirra sem sjá um aldursgreiningar á fiski. Ráðgjöf án aðkomu ICES Morgunblaðið/Eggert Togararall Rannsóknarliðið um borð í rs. Bjarna Sæmundssyni.  Gagnavinnslufólk sérstaklega varið hjá Hafrannsóknastofnun Órofin keðja flutninga á sjó og af- hendingaröryggi er lykilatriði í starfsemi Faxaflóahafna þessa dag- ana, að sögn Gísla Gíslasonar, hafn- arstjóra Faxaflóahafna. Fyrirtækið hefur ásamt skipafélögunum verið í sambandi við sóttvarnayfirvöld og hafa reglur verið hertar og gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja öryggi í flutningum til og frá land- inu og nauðsynlega þjónustu við skip. Gísli nefnir að sé grunur um smit um borð í flutningaskipi sem komi til landsins fái skipið ekki að koma upp að bryggju, en fulltrúar sótt- varnayfirvalda fari um borð. Áhöfn skipsins fari í einangrun eða sóttkví eftir ákvörðun sóttvarnalæknis og skipt verði um áhöfn skipsins. Á heimasíðum Samskipa, Eim- skips og Faxaflóahafna eru upplýs- ingar um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til. Á heimasíðu Sam- skipa segir m.a. að vöruflutningar til og frá landinu séu grunnþjón- usta sem mikilvægt sé að raskist ekki. Meðal annars hafa heimsóknir gesta í fyrirtækið verið takmark- aðar og sömuleiðis aðgangur gesta um borð í skip Samskipa. Allir gest- ir um borð í skip Samskipa þurfa að svara spurningalista vegna veir- unnar. Þá mega áhafnir ekki fara frá borði í erlendum höfnum. aij@mbl.is Hertar reglur til að tryggja vöruflutninga Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, hefur sent kæru til at- vinnu- og nýsköpunarráðuneytisins vegna afskipta Matvælastofnunar á jörð sinni. Eins og frá hefur verið greint í Morgunblaðinu telur stofn- unin að bleikjueldi sem fengist er við í tjörn í bæjarlæknum á Völlum þurfi leyfi sem útgefið kostar tæplega 500 þúsund krónu. Því unir Bjarni ekki og telur í kæru sinni til ráðuneytisins MAST fara offari og krefjast leyfis og gjalda án lagastoðar. Mótmælir jafnframt þeirri staðhæfingu lög- fræðings MAST að eldisfiskur úr tjörninni hafi verið seldur almenn- ingi. Í kærunni segir að lög þau um MAST og fiskeldi gildi „ekki yfir heimarækt á fáeinum fiskum í tjarnabúskap eins og komist er að orði. Gengið sé að rétti almennings með smásmyglislegum aðgerðum því lengi hafi tíðkast að setja fisk í læki, tjarnir og vötn án þess að spyrja kóng eða prest. Boð MAST um að loka starfseminni sé sömuleið- is marklaust, undirritað af fagsviðs- stjóra fiskeldis en ekki forstjóra eins og vera ber. Fagsviðsstjórinn sé um- boðslaus undirmaður, eins og segir í kærunni. Þar er líka minnt á þær leiðbeiningar sem MAST hefur gefið út þar sem segir að matvælalöggjöf- in nái ekki til framleiðslu sem miðast við einkaneyslu eða er undir smá- ræðismörkum. Allt sé þetta í bága við stjórnsýslulög – og reglur þeirra um rannsókn, jafnræði og meðalhóf. Í svona málum beri líka að meta all- an vafa almenningi í vil Ráðherrann beint „Samkvæmt mínum upplýsingum ætlar Bjarni Óskarsson að kæra mig beint sem ráðherra vegna þessa máls. Ég mun því ekki tjá mig efn- islega um þetta mál, en tel eigi að síður fullt tilefni til að fara yfir mála- vöxtu,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ráðherra segir tilefni til að fara yfir málavöxtu  Afgreiðsla MAST á fiskeldinu á Völlum kærð til ráðuneytis Bjarni Óskarsson Kristján Þór Júlíusson BRUNCH Allar helgar kl. 11:00-16:00 Amerískar pönnukökur Beikon, egg og ristað brauð Franskt eggjabrauð Hafragrautur Skyr Omeletta Big Brunch Eggs Benedict Gerðu þér dagamun og komdu á Sólon Borðapantanir í síma 562 3232

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.