Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
SAMNINGAR VIÐ
ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG
• Fagleg þjónusta
• Vönduð vinnubrögð
• Frítt tjónamat
Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is
HSRETTING.IS
547 0330
LÁTTU OKKUR
UM MÁLIÐ
• BÍLARÉTTINGAR
• PLASTVIÐGERÐIR
• SPRAUTUN
Hægt er að bóka tjónaskoðun hjá okkur á netinu
„Eiginfjárstaðan er mjög góð og
með því að skera niður eins og kost-
ur er getum við lifað lengi. Við erum
vel settir. Við vorum búnir að undir-
búa okkur fyrir mikinn samdrátt á
þessu ári en þó ekki svona mikinn.
Við byrjuðum að hagræða áður en
WOW air féll en sáum svo hvernig
salan var stöðugt að dragast saman.
Áður en kórónufaraldurinn hófst
gerðum ráð fyrir allt að 40% sam-
drætti í ár,“ segir Bjarni.
Borgar sig ekki að hafa opið
„Mars, apríl og maí eru langléleg-
ustu mánuðir ársins í versluninni í
miðborginni. Höggið verður því ekki
endilega svo mikið. Ef verslunin
minnkar enn frekar á þessum mán-
uðum borgar sig ekki að hafa opið.
Maður metur stöðuna. Áætlanir
breytast hratt þessa dagana. Við
vorum komin með gott rekstrarlíkan
sem hefði virkað vel ef árið hefði ver-
ið eðlilegt. Við vonumst til að geta
keyrt á því þangað til faraldrinum
lýkur. Við höfum stillt upp nokkrum
sviðsmyndum um þróunina. Í þeirri
verstu lokum við einhverjum búðum
til frambúðar en það er ekki líkleg
niðurstaða,“ segir Bjarni.
Gæti bjargað árinu
Að óbreyttu verði sumarið „ekkert
sérstaklega gott“.
Júlí, ágúst og september séu
stærstu mánuðirnir í versluninni.
„Þótt veltan minnki töluvert þessa
mánuði verða þeir góðir í verslun-
inni. Svo vonar maður að haustið
verði óvenjugott en árið í heild verð-
ur mjög lélegt,“ segir Bjarni.
Við fækkun ferðamanna bætist
miklar kostnaðarhækkanir, ekki síst
vegna launahækkana. Hækkun
taxtalauna vegi þungt í versluninni.
Laun í greininni séu hlutfallslega lá
og hækkunin 8-9% á ári 2019-22.
Á svipuðum slóðum og 2016
Hann segir aðspurður að gengis-
lækkunin muni tvímælalaust styrkja
ferðaþjónustuna.
Árið 2016 hafi verið „langbesta“
árið í ferðaþjónustu en þá hafi geng-
ið verið á svipuðum slóðum og nú.
„Svo skipti máli að fá Bandaríkja-
mennina. Árið 2016 voru þeir um
40% af ferðamönnum sem komu til
landsins,“ segir Bjarni.
Með falli WOW air varð töluverð
fækkun í þessum hópi en áform um
ný flugfélög byggðu meðal annars á
flugi til Bandaríkjanna.
Varðandi framboðið á verslunum
bendir Bjarni á að með Hafnartorgi
hafi bæst við um átta þúsund fer-
metrar af verslunarrými. Svo komi
fjögur þúsund fermetrar til viðbótar
við nýjar höfuðstöðvar Landsbank-
ans. Auk þess standi nokkur þúsund
fermetrar af nýju verslunarhúsnæði
auðir á Hverfisgötu.
Erfiðast í litlum plássum
Til samanburðar hafi verið 20-30
þúsund fermetrar af góðu verslunar-
rými á Laugavegi.
„Það er augljóst að það er ekki
hægt að hafa allar þessar verslanir
opnar fyrir ferðamenn. Það er hrein-
lega ekki svo mikil verslun að það
standi undir leigu og síhækkandi
launakostnaði. Það er sérstaklega
erfitt að reka lítil pláss því þar vegur
launakostnaður hlutfallslega svo
þungt,“ segir Bjarni.
Icewear hagræðir í rekstri
Aðalsteinn Ingi Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Icewear, segir fyrir-
tækið hafa hagrætt vegna minnk-
andi eftirspurnar í kjölfar
kórónuveirunnar. Næsta skref verði
að stytta opnunartíma, ef þörf kref-
ur. Ekki hafi verið tekin ákvörðun
um frekari aðgerðir að sinni. Ef
starfsfólkið veikist muni það auðvit-
að hafa áhrif á reksturinn og opn-
unartímann. Á þessari stundu séu
ekki áform um að loka verslunum.
„Við lifum í voninni að þetta rétti
úr sér. Hvort sem við erum að tala
um 8 vikur eða 8 mánuði hlýtur að
koma að því að hlutirnir fara í rétta
átt aftur,“ segir Aðalsteinn Ingi.
Alls fimmtán verslanir eru í
Icewear-keðjunni og eru þar af átta í
miðborg Reykjavíkur. Áformað er að
opna 16. verslunina í Kringlunni í
apríl. Þá er keðjan með vefverslun.
Staðan endurmetin daglega
Jón Andrés Valberg, fram-
kvæmdastjóri Bolasmiðjunnar, sem
rekur níu verslanir á Laugavegi og
Skólavörðustíg, sagði engar ákvarð-
anir hafa verið teknar um að loka
verslunum. Staðan sé nú endurmetin
nánast daglega, enda sé skammt
stórra högga á milli.
Þá buðu verslanir í keðjunni
Lundinn mikinn afslátt og í einni var
starfsmaður fjarverandi. Ekki náðist
heldur í fulltrúa þeirrar keðju.
Einnig má nefna að Cintamani-
keðjan fór nýlega í gjaldþrot.
Fleiri fataverslanir sem stóla á
ferðamenn hafa verið í rekstrar-
erfiðleikum. Vandinn er meðal ann-
ars lítið eigin fé en verslunin hefur
vaxið gríðarlega á fáum árum. Fjár-
festingin hefur verið mikil.
Það framboð byggði á spám um
fjölgun ferðamanna sem ekki reynd-
ust vera raunhæfar.
Offramboð kallar á uppstokkun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Laugavegurinn í gær Þótt færra fólk sé á ferli í miðborginni en fyrir faraldurinn er hún ekki orðin mannlaus.
Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store-keðjunnar í miðborginni, segir of margar verslanir á svæðinu
Hann muni tímabundið loka fjórum verslunum vegna mikils samdráttar út af kórónufaraldrinum
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjórum verslunum af sex í Nordic
Store-keðjunni verður lokað tíma-
bundið vegna kórónuveirunnar.
Keðjan er með nokkrar verslanir í
miðborginni. Meðal þeirra eru stórar
verslanir á Laugavegi 4-6, Lauga-
vegi 18 og Laugavegi 95-99.
Verslun Nordic Store á horni
Lækjargötu og Austurstrætis er ef
til vill sú sýnilegasta í keðjunni.
Bjarni Jónsson, eigandi Nordic
Store, segir ástæðuna mikinn sam-
drátt í sölu til ferðamanna. Það
stefni í hörmulegt ár í íslenskri
ferðaþjónustu.
Bjarni bendir á að sambærilegum
verslunum og Nordic Store í mið-
borginni, sem bjóði einkum vörur til
erlendra ferðamanna, hafi fjölgað úr
40 í 60 á síðustu árum, eða um 50%.
Fyrir vikið hafi skapast offramboð
á verslunum í miðborginni. Sú þróun
hefði að hans mati kallað á leiðrétt-
ingu áður en faraldurinn kom til.
Forsendan fyrir þessu aukna
framboði hafi verið áframhaldandi
10-20% fjölgun ferðamanna og veik-
ara gengi krónunnar. Hins vegar
hafi ferðamönnum fækkað um 15-
20% í fyrra. Þá sé að óbreyttu útlit
fyrir enn frekari fækkun í ár. Gengið
hafi byrjað að styrkjast 2017 og haft
mikil áhrif á reksturinn.
Bjóða mikinn afslátt
Ekki þarf að hafa mörg orð um
ástæðuna. Síðustu daga hefur lokast
fyrir flugumferð til landsins sem
birtist í því að sárafáir ferðamenn
voru á ferðinni í miðborginni um há-
degisbilið í gær. Skilti sem auglýstu
mikinn afslátt voru áberandi.
Bjarni segir samdráttinn ekki
ógna rekstri Nordic Store.
Lífeyrissjóðurinn Gildi er kominn í
hóp stærstu hluthafa trygginga-
félagsins VÍS eftir að sjóðurinn þre-
faldaði eign sína í félaginu. Í við-
skiptunum keypti sjóðurinn um 5%
hlut í félaginu og á eftir þau 7,9%
hlut. Aðeins tveir lífeyrissjóðir halda
á stærri hlut í kjölfar viðskiptanna,
þ.e. Lífeyrissjóður starfsmanna rík-
isins með 9,44% hlut og Frjálsi líf-
eyrissjóðurinn með 8,86% hlut. Þá er
Lífeyrissjóður verslunarmanna með
litlu minni hlut en Gildi eða 7,87%.
Í tilkynningu sem send var Kaup-
höll Íslands kemur fram að Gildi hafi
fyrir viðskiptin átt 54,3 milljónir
hluta í VÍS en að eftir viðskiptin sé
hluturinn kominn í 154,3 milljónir
hluta. Kaupin námu því samtals 100
milljónum hluta. Dagslokagengi VÍS
var 8,45 í Kauphöll í dag. Kaupverðið
hefur því getað numið 845 milljónum
króna.
Á sama tíma og tilkynningin frá
VÍS var kynnt var upplýst að sjóð-
urinn Premier Miton Group PLC
hefði selt ríflega 177 milljónir hluta í
félaginu en sjóðurinn var þriðji
stærsti hlutahafi VÍS með 7,23% hlut
í félaginu.
Gildi hefur áður verið í hópi
stærstu hluthafa VÍS en sjóðurinn
seldi sig niður í félaginu í kjölfar
átaka í eigendahópi fyrirtækisins
þar sem einkafjárfestar með hjónin
Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur og
Guðmund Örn Þórðarson í broddi
fylkingar.
Gengi hlutabréfa VÍS hefur fallið
mjög að undanförnu og nemur lækk-
unin frá ársbyrjun 22%. Síðustu 12
mánuði hefur félagið lækkað um
tæplega 33%. ses@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Uppstokkun Lífeyrissjóðir hafa nú
tögl og hagldir í tryggingafélaginu.
Gildi bætir veru-
lega við sig í VÍS
Þriðji stærsti
hluthafinn með
7,9% í félaginu