Morgunblaðið - 20.03.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með áralanga reynslu
að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa
og bilanagreina bílinn þinn
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151tímapantanir
Lausnir á biðlista barna
Mistök urðu við birtingu greinar Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings og
borgarfulltrúa Flokks fólksins, „Lausnir á löngum biðlista barna“, sem birt-
ist í blaðinu í gær. Rétt er setningin svona:
„Á næsta fundi borgarstjórnar hyggst ég leggja fram tillögu um að vel-
ferðarráð leiti eftir að formgera samstarf skólaþjónustu og Þroska- og hegð-
unarstöðvar (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem
aðkoma barnalæknis er nauðsynleg.“
Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Tuttugasta mars ár
hvert er Alþjóðadag-
ur franskrar tungu
haldinn hátíðlegur
víðast hvar í heim-
inum. Að þessu sinni
er hátíðin sérstök að
því leyti að nú eru 50
ár liðin frá því að
undirritaður var í
Niamey, höfuðborg
Níger, sáttmálinn sem gat af sér
Alþjóðastofnun franskrar tungu.
Áttatíu og átta ríki, fylkis-
stjórnir eða áheyrnarlönd með
rætur í frönsku eiga nú aðild að
Alþjóðastofnun franskrar tungu.
Franska er opinbert tungumál í 32
ríkjum og fylkjum og rúmlega 300
miljónir manna tala frönsku, sem
þannig situr í fimmta sæti yfir al-
gengustu tungumál í heimi.
Franska er, ásamt ensku, eina
málið sem talað er í fimm heims-
álfum. Því skipar franska annað
sæti í alþjóðlegum stofnunum og
fjölmiðlum, það þriðja þegar kem-
ur að samskiptum á viðskiptasviði
og fjórða sæti hvað varðar fjölda
notenda á vefnum.
Það segir sitt um sterka stöðu
frönsku og þrótt hennar að hún er
í öðru sæti yfir þau mál sem flestir
í heiminum læra í skólum, með
tæplega 130 miljónir nemenda og
900.000 kennara. Franskir grunn-
og framhaldsskólar sem starf-
ræktir eru erlendis eru 520 að tölu
með 370.000 nemendur og á vegum
Institut de France eru reknar 98
kennslustofnanir og 400 á vegum
Alliance Française með samtals
620.000 nemendur.
Sú veröld sem á frönsku að sam-
nefnara er fjölskrúðug, sannkölluð
deigla ýmissa menningarheima og
margbreytilegustu samskipta.
Innan þessarar veraldar fara fram
samvinna og samneyti sem veita
sköpunargleðinni útrás í bók-
menntum, leikhúsi, kvikmyndum,
dansi eða sjónlistum og bregða
upp tiltekinni húmanískri sýn á
heiminn. Svo vitnað sé í Jean Et-
hier-Blais, rithöfund frá Québec:
„Engin bönd milli fólks eru jafn-
næm og traust eins og tungu-
málið.“
Franska er tungumál menning-
ar, samskipta og tengsla og hefur
alltaf átt vísan stað á Íslandi, þá
ekki síst vegna frönsku sjómann-
anna sem hingað komu á þorsk-
veiðar áratugum saman, vegna
Alliance Française í Reykjavík,
sem sett var á stofn 1911, vegna
frönskumælandi sjóliða og foringja
úr sjóher Kanada sem dvöldust á
Íslandi í síðari heimsstyrjöld og
vegna Frönsku kvikmyndahátíð-
arinnar, sem nýlega átti 20 ára af-
mæli, en ekki síst vegna þeirra
fjölmörgu þekktu Íslendinga sem
hafa lagt rækt við frönsku, allt frá
Vigdísi Finnbogadóttur til Katr-
ínar Jakobsdóttur, að ógleymdum
þeim Auði Övu Ólafsdóttur, Hall-
grími Helgasyni, Sigurði Árna Sig-
urðssyni, Agli Helgasyni og Krist-
ínu Jóhannesdóttur, svo aðeins
örfá nöfn séu nefnd.
Hátíð franskrar tungu snýst
ekki einvörðungu um að gera veg
frönsku sem mestan heldur er þar
haldið á loft fjölbreytni tungumál-
anna og fjöltyngi. Það er í þeim
anda sem unnið er að LEXIU, ís-
lensk-franskri veforðabók, á veg-
um Stofnunar Vigdísar Finn-
bogadóttur með sameiginlegum
fjárstuðningi franskra og íslenskra
stjórnvalda. Fullgerð verður þessi
orðabók ómetanlegt verkfæri fyrir
þýðendur, nemendur og alla
áhugamenn um franska og ís-
lenska tungu.
Í þeim hnattvædda og samofna
heimi sem við hrærumst í á okkar
dögum opnar kunnátta í frönsku
dyr að nýju rými, því frönskumæl-
andi, með margháttað aðgengi að
annars konar menningu, öðrum
tungumálum og öðrum hug-
myndum. Og það er ekki lítils um
vert því eins og malíska skáldið
Amadou Hampâté Bâ orðaði það
svo fallega: „Teppi eru fögur af lit-
skrúði sínu. Eins er því farið með
mannfólkið …“
Eftir Graham Paul
og Anne-Tamara
Lorre
» 20. mars ár hvert er
haldið upp á franska
tungu víða um heim.
Anne-Tamara Lorre
Höfundar eru Graham Paul er sendi-
herra Frakklands og Anne-Tamara
Lorre er sendiherra Kanada á Ís-
landi.
Graham Paul
Ríki og héruð með aðild að Alþjóðastofnun franskrar tungu.
Aðilar (þjóð/fylki)
Aukaaðilar
Áheyrnaraðilar
Brottvikning
Hátíð franskrar tungu
Ég veit ekki hvort
þú áttar þig á því en
þín elskulegheit geta
sannarlega skipt sköp-
um um líðan fólks.
Klappaðu sjálfum
þér og samferðafólki
þínu á bakið með hug-
arfari raunverulegrar
velvildar, umhyggju
og hlýju. Verum
ófeimin við að sjá
hvert annað með hjartanu.
Því að með þinni fögru og gefandi,
umvefjandi og nærandi nærveru,
orðum og bænum, trú, von og kær-
leika, getur þú borið smyrsl á og
grætt flakandi sár og þerrað svo
mörg harmanna tár sem geta um
síðir orðið að gimsteinum í rósa-
kransi lífsins.
Viljirðu vera eitthvað í þessum
heimi eru peningar, velgengni, við-
urkenningar, veraldleg virðing eða
völd ekki leiðin. Heldur útbreiddur,
miskunnsamur og umvefjandi, fyr-
irgefandi, fórnfús og friðgefandi
kærleikans faðmur sem krefst ekki
endurgjalds.
Því að fórnandi kærleikur knýr
fram kraftaverk svo við komumst af
og lífi höldum. Gleymum því ekki að
lifa, taka tillit, njóta og þakka, sam-
an, sama hvað.
Allt sem við þurfum á ævigöng-
unni er: Virðing og virk hlustun. Það
að setja sig inn í aðstæður fólks.
Reyna að skilja. Vera
jákvæður, upp-
byggilegur og uppörv-
andi. Með umvefjandi
kærleika og brosi.
Hjartans hlýju og hrósi.
Fyrirgefðu og þér
mun fyrirgefið verða.
Brostu og til þín verður
brosað. Faðmaðu og þú
munt faðmaður verða.
Uppörvaðu og þú munt
uppörvaður verða.
Gefðu og þér mun gefið
verða. Elskaðu og þú
munt elskaður verða. Syngdu og það
verður tekið undir með þér. Farðu
með bænirnar þínar og finndu frið-
inn flæða um þig. Leitastu við að lifa
í kærleika og sátt við Guð og alla
menn og þér mun líða svo miklu,
miklu betur.
Með kærleikans faðmlagi, sam-
stöðu og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Gildi kærleikans
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Með kærleika getur
þú borið smyrsl á og
grætt flakandi sár og
þerrað svo mörg harm-
anna tár sem geta um
síðir orðið að gimstein-
um í rósakransi lífsins
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS