Morgunblaðið - 20.03.2020, Síða 21
átti m.a sérmerkt borð í kaffi-
stofunni, við lítinn fögnuð ann-
arra, og var ávallt sökuð um allt
sem gert var á hag annarra
starfsmanna, sem reyndist líka
oftar en ekki rétt vera.
Árið 2004 var mér falið að
taka við stjórn D-vaktar og hef
verið þar síðan. Þegar ég kom
þangað var Tolli aðstoðarvarð-
stjóri þar og áttum við afar far-
sælt samstarf þar í 14 ár og get
ég ekki annað en dáðst að því
að hann veitti sjálfum sér aldr-
ei afslátt í nokkrum hlut þegar
kom að samanburði við unga
fólkið, svo eftir var tekið, þá
sérstaklega af því sjálfu. Hann
átti mjög auðvelt með að starfa
með öllum og get ég staðfest
að það var alveg gagnkvæmt.
Tolli tilheyrði svokölluðum að-
gerðarflokki hjá okkur og
fannst mörgum yngri lögreglu-
manninum það áhugavert að
við skyldum mæta með mann á
sjötugsaldri til æfinga og verk-
efna, en hann var í flokknum
allt þangað til í fyrra, og sló
hvergi af.
Þegar aðstæður sem þessar
koma upp, vinnufélagi á besta
aldri fellur frá, koma margar
minningar fram s.s. löggumót í
fótbolta, D-vaktar ferðir á
Grenivík, gönguferðir og vinnu-
ferðir í Fögruhlíð og Tómasar-
haga svo eitthvað sé nefnt og
engri þeirra myndi ég viljað
hafa misst af.
Læt ég hér staðar numið í
hraðferð minni um Tolla á þess-
ari stundu en ljóst er að við sem
eftir erum ættum að huga enn
meira að því en áður að enginn
veit sína ævina, og reyna að
njóta þess sem við höfum, áður
en hún öll er.
Sendum við Önnu og öðrum
ættingjum og vinum innilegar
samúðarkveðjur og minningin
lifir um vin sem fannst lífið ekki
vera flókið.
Hermann og Þuríður.
Kveðja frá Lögreglufélagi
Eyjafjarðar
Í starfi lögreglumanna erum
við reglulega minnt á hverful-
leika lífsins, en þó kom það eins
og reiðarslag þegar fréttist að
Þórarinn Jóhannesson væri lát-
inn eftir skamma baráttu við
veikindi.
Þórarinn, alltaf kallaður Tolli,
gekk í lögregluna á Akureyri
árið 1985 og var þar enn við
störf er hann lést. Hann átti
góðan og flekklausan feril,
starfaði lengstum á vöktum í al-
mennri deild en síðustu árin í
dagvinnu. Oft var gantast með
það á stöðinni að hann væri
maðurinn með löngu starfslýs-
inguna, en þegar leysa þurfti
einhver ný verkefni var við-
kvæðið oft „Tolli bjargar
þessu“.
Tolli var vinsæll meðal sam-
starfsmanna sinna og er nú sárt
saknað. Bæði af þeim sem unnu
með honum í áraraðir en einnig
af nýjustu starfsmönnunum, en
nýliðum tók hann alltaf einstak-
lega vel og þeir nutu þess að
vinna með og læra af honum.
Tolli sinnti félagsmálum lög-
reglumanna á Akureyri af mikl-
um dug, þá sérstaklega orlofs-
málum. Hann lagði alla tíð
metnað og alúð í orlofshús fé-
lagsins og verður seint fullþakk-
að fyrir alla þá vinnu sem hann
leysti þar af hendi.
Það verður fátæklegt á stöð-
inni án Tolla en við minnumst
hans með hlýju og þakklæti.
Fjölskyldu Tolla vottum við
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Lögreglufélags
Eyjafjarðar,
Kári Erlingsson,
formaður.
Með nokkrum orðum langar
okkur að minnast Þórarins Jó-
hannessonar, lögreglumanns
8505, góðs samstarfsfélaga okk-
ar hjá embætti Lögreglustjór-
ans á Norðurlandi eystra sem
lést 11. mars sl. eftir skammvinn
veikindi. Þórarinn, eða Tolli eins
og hann var alltaf kallaður, var
félagi okkar á lögreglustöðinni á
Akureyri og hóf störf þar árið
1985. Hann var virtur af sam-
starfsmönnum sínum, ungum
sem eldri og öllum sem hann
starfs síns vegna hafði afskipti
af. Tolli var maður sem leysti öll
vandamál sem komu á hans borð
og ævinlega með sínu einstaka
jafnaðargeði. Hann var ofurdug-
legur, glaður í vinnunni og hvers
manns hugljúfi og bar bjartsýni
í hús þegar hann mætti á
morgnana. Þegar maður hitti
Tolla í fyrsta skipti leið manni
eins og maður hefði þekkt hann
í áratugi. Allt sem hann gerði
var gert á jafnréttisgrundvelli
og skipti engu hvort um var að
ræða nýliða í starfi eða marg-
reyndan. Það er mannkostur
sem eftir er tekið og þannig var
hann Tolli okkar, vissi einhvern
veginn allt og gerði og gat allt
sem varðaði starfið og öll störf
unnin í samstarfi og samráði alla
tíð.
Hann starfaði lengst af í al-
mennu deild lögreglunnar og
lengi á A-vaktinni en eftir að
hann átti kost á því að vinna
dagvinnu, þá tók hann því fagn-
andi og sinnti margvíslegum
störfum hjá okkur á lögreglu-
stöðvum á öllu starfssvæðinu en
aðalstarfsstöð þó á Akureyri.
Hann var nefnilega líka hús-
vörður hjá embættinu og yfir-
smiður meðfram öllu hinu og í
raun fátt sem ekki féll undir
starfslýsinguna. Hann var ein-
hvern veginn alltaf til staðar,
alls staðar.
Við fórum saman í fræga Pól-
landsferð í september 2018 sem
lengi verður í minnum höfð, A-
vaktin á Akureyri og margir
bættust í hópinn, yngri og eldri
ásamt fangavörðum á Akureyri
og var Tolli okkar þar með
fremstu mönnum, hress og kát-
ur. Í þessari ferð var margt
brallað, skoðað og gert sem við
höfum nú undanfarna daga
hugsað um og bjarta minn-
inguna um Tolla, dansandi
hressan og kátan. Þannig viljum
við minnast hans og þessara
gleðistunda með honum. Við
þökkum fyrir að hafa fengið að
deila þessum tíma með honum.
Skál fyrir þér vinur og takk.
Hvað gerðist, við spyrjum, hvers
vegna vinur?
Af hverju er náttúran svona gerð?
Svo stutt er síðan, við sátum með
kaffið
kortlögðum næstu Póllandsferð.
Við félagar syrgjum, svo sáran við
söknum,
sjá stólinn þinn auðan erfitt er.
En eitt er á hreinu, í hjarta okkar
áttu
ávallt þann stað sem hæfir þér.
Gleðinnar gjafi, gegnheill í öllu,
gladdir og kættir alla hér.
Duglegur dáður, faðir og afi,
fremstur í röð, já það fannst mér.
Þú varst góður vinur, vildir gott
gera.
Gafst af þér tíma, ræddir mál.
Með lausnirnar varstu, mældir og
spáðir.
Það var inngreypt í þína sál.
Gleðinnar gjafi, gegnheill í hjarta,
gladdir og kættir alla hér.
Mættir að morgni með brosið bjarta
og barst inn bjartsýni með þér.
Við félagar syrgjum, svo sárt þín við
söknum,
sjá stólinn þinn auðan erfitt er.
En eitt er á hreinu, er aftur við vökn-
um
við munum aldrei gleyma þér.
Við munum aldrei gleyma þér.
(AJ)
Við vottum fjölskyldu Tolla
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd A-vaktar og Pól-
landsfaranna,
Aðalsteinn
Júlíusson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
✝ Hreiðar Holmfæddist 14.
apríl 1928 og ólst
upp í Reykjavík.
Hann lést 3. mars
2020.
Foreldrar hans
voru Gunnlaugur
Pétur Holm og Sig-
rún Guðmunds-
dóttir.
Systkini: Guð-
björg, látin, Herdís,
Ásgeir og Reynir.
Hreiðar giftist Sigríði Ólafs-
dóttur 27. september 1952, hún
lést 13.10. 2013.
Börn þeirra eru Ólafur Ey-
vinds Hreiðarsson, maki Helga
Ingibjörg Kristjánsdóttir, þau
eiga fjögur börn. Pétur Sophus
Holm, maki Elena Holm hann á
tvö börn.
Sigfús Hreiðarsson, látinn,
maki Anna Hafliðadóttir, þau
áttu þrjú börn. Sigrún Sophia
Hreiðarsdóttir,
maki Bryngeir
Torfason, þau eiga
þrjú börn. Elín
Hreiðarsdóttir,
maki Júníus Ólafs-
son, hún á þrjú
börn.
Hreiðar fór í Vél-
skóla Íslands.
Lengst af starfaði
hann hjá Sambandi
íslenskra sam-
vinnufélaga sem yfirvélstjóri á
fraktskipum þeirra.
Hreiðar og Sigríður hófu bú-
skap í Sörlaskjóli en bjuggu síð-
ar á Kleppsvegi en lengst af
bjuggu þau á Háaleitisbraut
123.
Síðustu árin áður en Sigríður
lést bjuggu þau á Boðagranda 2
en Hreiðar bjó síðustu ár á
Hrafnistu við Brúnaveg.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu verður útförin í kyrrþey.
Eiginkona mín Regína og Sig-
ríður, eiginkona Hreiðars, voru
miklar vinkonur. Sú vinátta hófst
áður en Regína náði tvítugsaldri
og entist óslitið þar til Sigríður
lést. Þann tíma sem við Hreiðar
vorum starfandi var ekki mikið
um samgang okkar í milli. Hreið-
ar sem vélstjóri á fragtskipum
var fjarri sínu heimili langtímum
saman og ég upptekinn í minni
vinnu. Eftir að Hreiðar kom í
land hóf hann að iðka golf og
hafði mikla ánægju af.
Þegar ég lauk minni starfsævi
sagði Regína að ég ætti að nýta
minn frítíma með því að fara
iðka golf eins og Hreiðar. Ég
hafði ekki mikla trú á mér við
slíka iðju. Hefi aldrei verið mikill
íþróttamaður. Mig klæddi best
að ganga um Heiðmörkina og
njóta tilverunnar þar. En ég lét
tilleiðast og þáði boð Hreiðars að
fara með honum á golfvöllinn.
Hann sýndi ótrúlega þolinmæði
við að leiðbeina mér og telja í
mig kjark. Þetta er upphaf þess
að árum saman mættum við í
Oddi og lékum okkar 9 holur.
Þar fékk ég að kynnast mann-
kostum Hreiðars og úr varð vin-
átta sem aldrei bar skugga á.
Það sem einkenndi Hreiðar var
einstök snyrtimennska. Hann
kom sér upp golfbíl þar sem
hann átti erfitt með að ganga
golfbrautirnar. Bíllinn var rauð-
ur að lit og hans fyrsta verk áður
en við hófum leik var að strjúka
af öll óhreinindi þannig að reið-
skjóti okkar gljáði í ferð okkar
um svæðið.
Eitt var það í fari Hreiðars
sem vakti í senn aðdáun mína og
öfund. Hann var listamaður í eðli
sínu. Eftir hann liggja ótal
myndir sem hann gerði í sínum
frítíma á sjó eða landi. Þær eru
listavel gerðar hvort sem um var
að ræða svarthvítar teikningar
eða að hann notaði pensilinn.
Margar þeirra tengdust sjónum
eins og eðlilegt er. Hann hefði
áreiðanlega komist langt á sviði
málaralistarinnar ef hann hefði
valið þá leið að lífsstarfi.
Við Regína færum börnum
Hreiðars og öðrum afkomendum
innilegar samúðarkveðjur.
Þórður Haukur Jónsson.
Kæri Hreiðar minn. Mig lang-
ar að minnast þín með nokkrum
orðum. Þú hafðir sæti þitt við
hliðina á mér matsalnum hérna á
Hrafnistu sem ég nefni á þýsku
Rabennest sem er alveg út í
hött. Nafnið Hrafnista var valið
fyrir þetta dvalarheimili því
Hrafnista er lítil eyja norðvestur
af Skotlandi. Þar bjuggu afar
fengsælir fiskimenn. Þess vegna
var þetta nafn valið og þykir mér
vel við hæfi. Ég sendi hér nokk-
ur orð úr Jóhannesi 6. 44 (í laus-
legri þýðingu minni): „Enginn
getur komið til mín nema fað-
irinn, sem sendi mig, leiðbeini
mér.“ Hvíl þú í Guðs friði, kæri
Hreiðar minn. Ég er viss um að
tekið var vel á móti þér í hinu
efra.
Þín
Ingrid María Paulsen.
Hreiðar Holm
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, stúpmóður,
ömmu og langömmu,
ÓLAFÍU KATRÍNAR HANSDÓTTUR,
sem lést mánudaginn 9. febrúar.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins
Grundar, Reykjavík.
Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir
Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson
Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir
Valdís Brynja Þorkelsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og
fallegar kveðjur vegna andláts okkar
ástkæru
DAGBJARTAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við Hrafnistu í
Hafnarfirði, einkum starfsfólki Bylgjuhrauns,
fyrir alúð og góða umönnun hennar undanfarin ár.
Guðmundur Unnarsson Kristín Sveinsdóttir
Guðfinna Eyjólfsdóttir Sigurður G. Marteinsson
Jón Þór Eyjólfsson Kolbrún Ögmundsdóttir
Emil Þór Eyjólfsson Jónína Valtýsdóttir
Erla Eyjólfsdóttir Ingi Gunnlaugsson
Eydís Eyjólfsdóttir Stefán G. Einarsson
Ómar Þór Eyjólfsson Þórey S. Þórðardóttir
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BIRGIR BJARNASON
Aðalstræti 20, Bolungavík,
áður bóndi á Miðdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungavík
12. mars. Jarðsungið verður frá Hólskirkju Bolungavík
laugardaginn 21. mars klukkan 14.
Vegna sérstakra aðstæðna þarf að takmarka fjölda í kirkju.
Útförinni verður útvarpað í bíla fyrir utan kirkju sem og yfir
Bolungavík.
Jónína Birgisdóttir
Lárus Guðmundur Birgisson Hugrún Alda Kristmundsdóttir
Guðný Eva Birgisdóttir Elías Þór Elíasson
barnabörn, makar og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
ÞÓRDÍS STEINUNN SVEINSDÓTTIR,
Sólvangi,
áður Smárahvammi 4,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 15. mars.
Ingibjörg Jónsdóttir Guðmundur Rúnar Árnason
Sigurður Jónsson Helga Arna Guðjónsdóttir
Tryggvi Jónsson Guðrún Elva Sverrisdóttir
Bryndís Magnúsdóttir Úlfar Hinriksson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku pabbi minn, bróðir okkar og mágur,
GUÐMUNDUR S. INGIMARSSON
Tunguheiði 6, Kópavogi,
andaðist á líknardeildinni í Kópavogi
þriðjudaginn 10. mars.
Sökum aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey
en minningarathöfn verður auglýst síðar.
Alexander Már Guðmundsson
Guðrún Kristinsdóttir Helgi Stefánsson
Alexander Ingimarsson Edda Ástvaldsdóttir
Birna Rúna Ingimarsdóttir Friðþjófur Th. Ruiz
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HERDÍS ÓLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
ljósmóðir,
lést sunnudaginn 8. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðmundur Sigmarsson
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar