Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 29

Morgunblaðið - 20.03.2020, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020 Gerður Kristný, rithöfundur og skáld, var beðin um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilisins í sam- komubanninu. „Nú er lag að lesa bækurnar sem við höfum ekki lagt í til þessa. Rétt áður en Bókasafn Norræna hússins skellti dyrum sínum í lás nældi ég mér í Magnet, 880 blaðsíðna skáld- sögu eftir einn uppáhaldsrithöf- undinn minn, Norðmanninn Lars Saabye Christensen. Bókin fjallar um ástir háskóla- nema sem halda saman til náms í San Francisco. Ég er réttbyrjuð á bókinni og líst feikivel á hana. Stíllinn er jafnleikandi léttur og norsk geit í hlíðum Sognsfjarðar. Ég á góðar minningar úr BSRB- verkfallinu haustið 1984 þegar ég las Fjallkirkju Gunnars Gunn- arssonar. Veirutímabilsins 2020 skal ég minnast fyrir þær sakir að þá las ég Magnet. Síðan má geta þess að Bókasafn Norræna hússins er ekki læstara en svo að starfs- mennirnir aka nú bókum og kvik- myndum heim til korthafa þessi dægrin. Það er erfiði að láta sér leiðast þessa dagana.“ Mælt með í samkomubanni Löng Lars Saabye Christensen skrifaði skáldsöguna Magnet sem er 880 bls. „Það er erfiði að láta sér leiðast“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Rithöfundur Gunnar Gunnarsson. Gerður Kristný Lestur Starfsfólk bókasafns Nor- ræna hússins keyrir bækur heim. Kórónuveiru- faraldurinn mun að öllum líkind- um koma harka- lega niður á kvikmyndafram- leiðslu í heim- inum, þar sem hætt hefur verið við frumsýn- ingar í kvik- myndahúsum og þeim jafnvel lokað víða um lönd. Kvikmyndaverið Universal er eitt þeirra sem leitað hafa leiða til að draga úr högginu og koma kvik- myndum sínum til áhorfenda. Hef- ur sú lausn verið fundin að gera nokkrar kvikmyndir aðgengilegar í streymisveitum og -leigum og í dag verða þrjár slíkar í boði, Emma, The Hunt og The Invisible Man. Ekki fylgir sögunni hvort þessar myndir verða til leigu utan Banda- ríkjanna en þar verður hægt að leigja þær í tvo sólarhringa í senn fyrir tæpa 20 dollara, jafnvirði um 2.800 króna. Mun verðið jafngilda tveimur bíómiðum í Bandaríkjun- um, svk. frétt á vefnum Indie Wire. Anya Taylor-Joy leikur Emmu. Þrjár frá Universal settar fyrr á leigu Upptökum á fjölda danskra kvikmynda og sjónvarpsþátta hefur verið aflýst eða frestað vegna kórónu- veirunnar sem nú geisar. Í frétt Politiken kemur fram að meðal mynda sem hættar eru í framleiðslu í bili er kvikmynd um Margréti fyrstu Danadrottningu í leikstjórn Charlotte Sieling þar sem Trine Dyrholm átti að fara með titilhlut- verkið. Meðal annarra leikara er Tinna Hrafnsdóttir. „Þetta er mikið áfall. Við Sieling höfum látið okkur dreyma um þessa mynd í rúm 10 ár og unnið hörðum höndum að henni síðustu fimm árin. Við höfðum aflað 65 milljóna danskra kr. í verkefnið, sem er einsdæmi á Norðurlöndum þegar kemur að kvikmynd í leik- stjórn konu,“ segir Lars Bredo Rah- bek, framleiðandi myndarinnar. Trine Dyrholm Margréti fyrstu slegið á frest Möðrudal, Stórval, mest rými og í lokin eru nokkrar sögur af listmál- aranum. Bókin gefur góða mynd af lífi Sig- mars. Eðlilega er mest fjallað um bílslysið, þegar hann missti báða fæturna, og afleiðingar þess. Það er átakanleg frásögn, en þar, eins og í öðru, er Sigmar æðrulaus og ásakar engan nema þá helst sjálfan sig. Upprifjun á innbrotum í Model- skartgripi, verslun hans og verk- stæði, auk annarra er einnig viða- mikil og jafnvel um of, en þar er þó gaman að sjá þess getið hvaða þátt Björn Ágústsson, úrsmiður í Meba, Margir hafa hrasað ílengri eða skemmritíma á lífsins leið enmun færri hafa misst fótana í orðsins fyllstu merkingu, stuðst við gervifætur í yfir hálfa öld og hjólastól í um 12 ár, og samt spjarað sig í lífsins ólgusjó. Þistil- firðingurinn Sigmar Ó. Maríusson gullsmiður er einn þessara einstak- linga og hann hefur frá mörgu að segja, áföllum og gleðistundum, þeg- ar hann lítur yfir farinn veg. Sigmar er glettinn, sögumaður góður, ágæt eftirherma (þó það skili sér ekki í bókinni) og kann vel að koma fyrir sig orði eins og glöggt kemur fram í æviminningum hans og 85 ára afmælisriti, Siddi gull, eftir Guðjón Inga Eiríksson. Höfundur tekur fram í formála að ekki sé um ævisögu að ræða og það er rétt. Þistilfirðingurinn rifjar með- al annars upp æskuárin, drauga- gang, fjölskyldulífið, samskipti við dýr og menn, slysið, ævistarfið, áhugamálin, misindisfólk og kynlega kvisti. Þar fær Stefán Jónsson frá átti í að upplýsa málið. Gullsmiður- inn segir líka skemmtilegar sögur af Hemma túkalli og Pétri Hoffmann, „félagsheimilinu“ og ógeðs- klúbbnum. Eins vekur hann athygli á gildi íþróttaiðkunar sinnar eftir slysið, en um tíma átti hann Íslands- met í sínum þyngdarflokki í bekk- pressu og keppti á fyrsta ólympíu- móti fatlaðra, sem var haldið 1980. Sigmar hefur orðið fyrir mörgum áföllum, en aldrei bugast heldur eflst við hverja raun. Þetta kemur skýrt fram í bókinni. Hann er einnig þakklátur öllum fyrir veittan stuðn- ing. Þar er eiginkonan heitin Þórdís Jóhannsdóttir, „hornsteinninn í fjöl- skyldunni“, á efsta stalli, en hún var í jeppanum, þegar ekið var á hann, komin þrjá mánuði á leið. Jákvæðnin í garð samferðafólks skín í gegn og almennt ber Sigmar öllum vel söguna. Hann sér skoplegu hliðarnar á málum, gantast með „samskiptatækni“ bænda í Þistil- firði, svonefndar sprengingar, og furðar sig á skriffinnskunni vegna gjafar til Þjóðminjasafnsins, sem minnir á fyrstu viðbrögð Vísinda- siðanefndar/Persónuverndar við boði Kára Stefánssonar til að skima fyrir kórónuveirunni hérlendis. Bókina prýða margar myndir, ekki síst af velgjörðarfólki Sigmars. Nafnaskrá fylgir, bæði manna og staða, auk efnisyfirlits. Frásögnin veitir góða innsýn í líf Sigmars, sigra hans og sorgir, og er í raun mann- bætandi lestur. Gullsmiður Sigmar Ó. Maríusson sést við störf sín á kápu bókarinnar. Harmsaga, glettni og hetjudáð Ævisaga Siddi gull bbbmn Eftir Guðjón Inga Eiríksson. Bókaútgáfan Hólar 2020. 215 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.