Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Síða 12
Þ
að var vorið 1974 að sextán ára
gamall piltur, Ragnar Guðni Ax-
elsson að nafni, hoppaði upp í
strætó í Árbænum og hélt með
leið 10 niður í miðbæ Reykjavíkur,
þangað sem hann átti metnaðarfullt erindi.
„Ég man þetta eins og gerst hefði í gær,“ rifjar
hann upp nú, 46 árum síðar. „Lagið When I’m
a Kid með Demis Roussos var í útvarpinu og
það ómaði í höfðinu á mér allan daginn. Svei
mér þá ef ég heyri það ekki ennþá. Þetta var
grískur söngvari, mjög vinsæll á þessum tíma.
Svona Kristján Jóhannsson á sterum.“
Ragnar fór úr vagninum á Lækjartorgi,
ásamt Bjarna Óskarssyni æskuvini sínum, og
hélt tindilfættur sem leið lá í vestur í átt að
Morgunblaðshöllinni í Aðalstræti. Vopnaður
myndavél föður síns. Tilgangurinn var að sækja
um sumarstarf sem íþróttaljósmyndari á Morg-
unblaðinu. Hans fyrsta mynd hafði þá þegar
birtst í blaðinu en skömmu áður hafði Ágúst
Ingi Jónsson blaðamaður gefið sig á tal við
Ragnar á handboltaleik með liðinu hans, Fylki, í
Laugardalshöllinni. Ágúst Inga vantaði mynd
úr leiknum og sá þennan unga pilt með mynda-
vél á áhorfendapöllunum. Úr varð að Ragnar
kom með filmuna niður á Mogga og myndin var
birt.
Í því ljósi átti Ragnar ekki von á þeim hóf-
stilltu viðtökum sem hann fékk á ljós-
myndadeild blaðsins. Sveinn Þormóðsson ljós-
myndari varð fyrir svörum og þegar Ragnar
bar brattur upp erindið svaraði hann, stuttur í
spuna: „Nei, vertu úti, vinur.“
Fékk Óla K. í fangið
Ekki var um annað að ræða en að halda aftur
sem leið lá upp í Árbæ en á leiðinni út úr hús-
inu rakst Ragnar á annan mann, í orðsins
fyllstu merkingu. Hann kom hlaupandi fyrir
hornið og keyrði beint á unga manninn. Eftir
að hafa náð áttum rak maðurinn upp stór
augu. „Rosalega ertu með fína myndavél!“ Það
varð til þess að þeir tóku tal saman en mað-
urinn var enginn annar en Ólafur K. Magn-
ússon, ljósmyndari Morgunblaðsins til áratuga
og þá þegar goðsögn í lifanda lífi.
Ólafur fór með Ragnar inn á íþróttadeild
blaðsins, þar sem hann hitti blaðamennina
Steinar J. Lúðvíksson og téðan Ágúst Inga.
„Það varð mér til happs að Kristinn Bene-
diktsson ljósmyndari var nýhættur og ákveð-
ið var að senda mig á Víkingsleik í fótbolt-
anum til reynslu. Þar náði ég mynd af
umdeildu atviki, þar sem sást að leikmaður
hafði látið sig falla til að krækja í víti. Ætli
það sé ekki besta íþróttamynd sem ég hef tek-
ið,“ rifjar Ragnar upp hlæjandi. „Myndin hitti
í mark og ég var ráðinn áfram um sumarið.“
Auk þess að mynda kappleiki fékk Ragnar
það hlutverk fyrsta sumarið á Mogganum að
framkalla filmur fyrir Ólaf K. og Svein. „Óli
var frábær maður og varð minn lærifaðir.
Sveinn var erfiðari. Fljótlega hafði Steinar J.
Lúðvíksson á orði við mig að ég tæki ekki leng-
ur eins góðar myndir og í upphafi. Ég svaraði
því til að það væri ekki skrýtið, Sveinn léti vall-
arverðina alltaf reka mig upp í stúku. Það mál
var leyst.“
Íþróttir voru ær og kýr Ragnars þetta
fyrsta sumar en hann spreytti sig þó á öðrum
verkefnum; skundaði til dæmis á Þingvöll og
myndaði 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar í
gríð og erg. „Pabbi skutlaði mér þangað og það
var ógleymanlegur dagur.“
Keyrði próflaus til að byrja með
Þegar Ragnar er spurður hvort ekki hafi verið
flókið fyrir sextán ára gamlan ljósmyndara að
koma sér milli staða færist glott yfir andlit
hans. „Ég skammast mín fyrir það í dag en ég
keyrði próflaus á Austin Mini í nokkra mánuði
fram að sautján ára afmælinu. Réð svo sem al-
veg við það enda hafði ég lært að keyra í sveit-
inni austur í Öræfum og var orðinn fullnuma
ökumaður. Metnaðurinn var mikill og ég lét
ekki prófleysið stöðva mig; keyrði hins vegar
alltaf mjög hratt svo löggan tryði því að ég
væri með bílpróf. Það slapp. Ætli þetta sé ekki
öruggleg fyrnt?“ spyr hann sposkur.
Vonandi! ljúkum við sundur einum munni.
Sem betur fer var Ragnar kominn með bíl-
próf þegar hann var stöðvaður fyrir of hraðan
akstur. „Það var ein lögga sem lagði mig í ein-
elti á þessum tíma og tókst loksins að ná mér
fyrir of hraðan akstur. Við hefndum okkar, fé-
lagarnir, með því að setja kartöflu í púströrið
hjá honum. Þegar við keyrðum framhjá hafði
hann tekið megnið af bílnum í sundur til að
finna hvað væri að. Hann uppgötvaði það á
endanum og lét okkur vera eftir þetta. Við urð-
um reyndar ágætis vinir. En þarna lauk
glæpaferli mínum.“
Hann hlær.
Ragnar gengst við því að hafa verið „svolítill
villingur“. „Mest var það þó bara meinlaust
grín og svo var okkur ekki alls varnað; ef
þannig lá á okkur þá gátum við tekið heilu og
hálfu dagana í að hjálpa gömlum konum að
fara yfir götuna.“
Íþróttaáhugi Ragnars var ósvikinn en hann
æfði sjálfur fótbolta af kappi með Fylki á þess-
um tíma og átti eftir að leika með meist-
araflokki. „Ég lék líka einn fyrstaflokksleik í
handbolta en þá kom eitthvert tröll og steig á
tána á mér og ég ákvað að hætta. Handbolti
væri ekki fyrir mig. Ég hafði alltaf miklu
meira gaman af fótboltanum.“
Það þarf að
drepa mig til
þess að ég tapi
þessum leik
Fáir menn hafa sett sterkari svip á Morgunblaðið undanfarna
áratugi en Ragnar Axelsson ljósmyndari, RAX, en hann kom
fyrst til starfa á blaðinu sumarið 1974. Ragnar sagði starfi sínu
lausu um síðustu mánaðamót og snýr sér nú alfarið að lífs-
verki sínu; að mynda mannlífið á norðurslóðum. Hann
kveður Morgunblaðið með söknuði og virðingu enda hefur
vegferðin verið ævintýraleg, svo vægt sé til orða tekið.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Við kennslu í ljósmyndasögu hef ég óhikað
sagt Ragnar Axelsson hæfileikaríkasta ljós-
myndarann, og þann með „besta augað“
sem fram hefur komið í íslenskri ljós-
myndun, allar götur síðan sá fyrsti, Sigfús
Eymundsson, var og hét. Stór orð, kann
einhver að segja, en ég get vísað í sitthvað
til að styðja við þau. Læt þó nægja að benda
á að árið 2014 kom út í hinni víðfrægu og
áhrifamiklu frönsku ritröð Photo Poche
bók um Ragnar og verk hans. Það var 144.
bókin í röðinni sem gefin er út á vegum
Frönsku ljósmyndamiðstöðvarinnar og
fjalla bækurnar um bestu ljósmyndara sög-
unnar. Ragnar var einungis fjórði ljós-
myndarinn frá Norðurlöndum sem varð
þess heiðurs aðnjótandi að verða valinn til
útgáfu í þessari ritröð.
Það verða vitaskuld viðbrigði fyrir okkur
samstarfsfólk Ragnars að hafa hann ekki
lengur við hlið okkar á ritstjórninni, því
ekki er hann bara besti ljósmyndari lands-
ins – og langreyndasti fréttamaður blaðsins
úti á vettvangi, heldur er hann líka svo
kappasamur og ástríðufullur í starfi að
hann hefur alltaf hrifið aðra með sér, með-
vitaður um það hlutverk okkar að skrá
samtímis flæði daganna fyrir lesendur okk-
ar og sögu þjóðarinnar. Og vitaskuld munu
lesendur sjá mun á blaðinu, annað væri ekki
hægt – en það er ögrandi áskorun fyrir
stjórnendur og ljósmyndara blaðsins að
fylla skarðið gæðaefni.
Það er skiljanlegt eftir hátt í 46 ár hér á
Morgunblaðinu að RAX kjósi nú að breiða
út vængina og taka flugið, við að taka ein-
ungis þær myndir sem hjarta hans kallar á.
Hann á nú blómlegan feril á alþjóðlegum
vettvangi, virtur og dáður, hefur sent frá
sér margrómaðar bækur og fleiri eru í
burðarliðnum, auk sýninga sem ferðast
milli landa. Hann byrjaði árið 1986 á
merkri heimildaskráningu mannlífs og
náttúru sem ekki sér fyrir endann á. Um
sýn hans skrifaði hinn merki ljósmyndari
Mary Ellen Mark: „Ragnar Axelsson er ljós-
myndari sem býr í senn yfir djúpri ástríðu
og hefur köllun. Í verkum hans mætast vís-
indalegur áhugi og merkileg listsköpun.
Hann segir okkur sannleikann um það sem
er mikilvægast hér í heimi; honum er annt
um heiminn og fólkið sem hann byggir –
hvað meira er hægt að biðja um?“
Einar Falur Ingólfsson
Einstök sýn á heiminn
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020