Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Síða 18
„Þegar ég keypti íbúðina og flutti inn í hana haustið 1996 leit ég á þessa gömlu símahillu og hugsaði: "Á þessari hillu verður að vera svartur skífusími!" Svo fór ég í Kolaportið og keypti þar þennan síma. Hann er enn í góðu lagi. Það er bara verst að mér skilst að á næsta ári breytist símakerfið svo þá verður víst ekki lengur hægt að nota svona skífusíma,“ segir Una Margrét. Myndina af Jesú keypti Una Margrét í Kolaport- inu. „Maður sér oft gamlar helgimyndir í ramma, en mér fannst þessi dálítið sérstök og frumleg. Fjölskyldan er að biðja borðbæn þegar Jesús kemur að borðinu. Enginn sér hann nema litla stúlkan sem dregur fram stól handa honum. Ég hef hvergi séð þessa mynd fyrr eða síðar. Við höf- um hana í bókaherberginu okkar niðri í kjallara.“ Una Margrét hefur oft reynt að breyta í stofunni en það hefur ekki komið vel út. Sóf- inn í stofunni fékk hún gefins frá gamalli samstarfskonu. Í eldhúsinu er innrétting frá sirka 1960. Hún hefði frekar vilja hafa upprunalega innréttingu en segir að þessi geri sitt gagn. Hún ætlar ekki að skipta henni út fyrir svarta nútímainnréttingu. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020 LÍFSSTÍLL Hér má sjá listaverk eftir móður Unu Mar- grétar, Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. „Kannan og bollinn eru afmælisgjöf frá vinkonu minni, Hildigunni Jónsdóttur sem á heima í Reykjadal. Hún keypti þetta í búð fyrir norðan sem heitir "Bakgarður Tante Grethe" (oft bara kölluð Bakgarðurinn) og ég er sérlega hrifin af þeirri búð, enda hittu kannan og bollinn alveg í mark.“ Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 DANSKIR DAGAR Í HÖLLINNI Við fögnum 55 ára sameiginlegri sögu Húsgagnahallarinnar og danskrar hönnunar. Við bjóðum upp á spennandi tilboð fyrir lifandi heimili. Vertu eins og heima hjá þér – komdu við og fáðu þér sæti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.