Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 20
arkitektar á seinni árum hafa lagt áherslu á þann stíl. Unu Margréti finnst þessi tíska kulda- leg og óskar þess að hún fari að renna sitt skeið á enda. Hnaut um ástina heima Una Margrét er gamaldags og fastheldin og að eigin sögn sérvitur. Þegar ég spyr hana hvernig hún hafi hnotið um eiginmann sinn kemur í ljós að hann er frændi hennar og fann hún hann á æskuheimili sínu. „Við kynntust heima hjá mér. Með nokkrum hléum bjó ég í foreldrahúsum til þrítugs. Síðasti veturinn minn þar var veturinn 1995-96 þegar ég var 29 ára. Þá kom Eiður til að leigja hjá okk- ur því hann er frændi minn. Mamma vissi af honum en við höfðum aldrei sést. Hann átti heima á Akureyri. Hann kemur þarna um haustið, en hann er sex árum yngri en ég. Þegar við Eiður hittumst fyrst var það þann- ig að mamma sagði: „Þetta er Una Margrét, dóttir okkar,“ og þá sagði Eiður: „Una! Það er bara eins og skáldið Davíð Stefánsson segir …“ og fór svo með allt ljóðið „Til Unu“. Það var einmitt ástarljóð. Margar stelpur hefðu hugsað að hann væri snarruglaður. Ég var hinsvegar nógu sérvitur til að vita að það væri kostur að hann kynni ljóð eftir Davíð Stef- ánsson utan að,“ segir hún og hlær. Það hefur ekkert stoppað þig þegar kom að ástinni að þið væruð skyld? „Nei nei, ég vissi að þessi skyldleiki væri al- veg leyfilegur. Ég lærði það í skóla. Ég hafði passað suma frændur hans sem eru jafnskyldir mér en ég veit ekki hvort hann hefði verið jafn- spennandi ef ég hefði passað hann þegar ég var 13 ára og hann sjö ára,“ segir hún á léttum nót- um. Una segir að eiginmaður hennar verði heltek- inn þegar hann fær áhuga á einhverju og þegar þau kynntust þá var Davíð Stefánsson átrún- aðargoð hans. „En svo varð Halldór Laxness næsta átrún- aðargoð og þá fór hann að safna bókum hans og í dag eigum við um 600 bækur eftir hann,“ segir hún. Þegar Una er spurð að því hvort hún sé mikið að færa til hluti og breyta kemur í ljós að hún er vanaföst og því er yfirleitt alltaf allt á sama stað. „Í stofunni hef ég hugsað um að breyta til. Gallinn er að þegar ég hugsa hvernig ég gæti breytt þá kemst ég að því að þetta er þægilegast svona eins og það er. Það eina sem hefur breyst í stofunni er að skápurinn með glerhurðinni var á öðrum stað. Ástæðan fyrir því er að það kom bullandi myglusveppur. Ég hefði séð að vegg- urinn var orðinn svolítið svartur í hornunum. Ég hafði ekkert velt þessu fyrir sér fyrr en móð- ir mín gerði athugasemd við þetta. Svo var sér- fræðingur kallaður til. Þegar sérfræðingurinn skoðaði myglusveppinn setti hún á sig andlits- grímu og sagði svo með miklum undrunar- hreim: „Já!! Og er enginn veikur?“ Hún sagði líka að þetta væri einn versti myglusveppur sem hún hefði séð. En við fundum ekki fyrir neinum veikindaeinkennum. Þá kom í ljós að það var mikil mygla í veggn- um og því þurfti að taka íbúðina í gegn, skrapa málninguna af, setja efni á og mála svo með myglusveppadrepandi málningu. Í framhaldinu þurftum við að þrífa allt og líka allar bækurnar með myglusveppaeyði. Það var mikið verk,“ segir hún en síðan er liðinn um það bil einn og hálfur áratugur og síðan þarna hefur aldrei komið upp mygla aftur. „Við höfðum ekki hugað nógu vel að því að lofta út. Ég er kulsækin og vil helst ekki opna glugga en við fundum leið og loftum nú út á dag- inn meðan við erum í vinnu. Þakið hafði lekið, þannig byrjaði rakinn. Svo var gert við þakið og rakinn varð eftir. Þá verða myglusveppir kátir.“ Þið vanaföstu hjónin eruð ekkert að íhuga að flytja? „Nei, ég býst við því að búa í þessari íbúð það sem ég á eftir ólifað. Kannski þarf maður ein- hvern tímann að flytja í þjónustuíbúð en ég efast frekar um það. Mér líst alltaf svo illa á breytingarnar. Ég er ekki mikið fyrir þær,“ segir hún. Hver er þinn uppáhaldsstaður á heimilinu? „Uppáhaldsstaðurinn minn er uppi í rúminu. Því að þessi ágæta íbúð hefur einn galla og verð- ur svolítið köld á veturna. Þess vegna les ég mikið í rúminu á kvöldin. Þá er yfirleitt hlýjast í svefnherberginu. Svo er bókaherbergið í uppá- haldi. Mér finnst notalegt að taka eina og eina bók úr skápnum. Stundum förum við með tvo kaffibolla og konfekt og sitjum þar saman. Það er svolítið eins og að fara á kaffihús heima hjá sér.“ Hvað drífur þig áfram í lífinu? „Það er það að ég er svo lífsglöð og finnst lífið dásamlegt. Ég hef vissulega upplifað tímabil þar sem mér leið hræðilega og þess vegna kann ég að meta lífið. Þótt að lífið sé fullt af hryllingi þá er það fullt af fegurð. Ég er alin upp í um- hverfi lista og það er það umhverfi sem ég sæki í. Sem endurspeglar heimilið,“ segir hún. Tóbakshornið í íbúðinni á sér sögu en hjónin reykja þó ekki. Pípuna erfði Una Margrét eftir föður sinn. „Þetta er Remington-ritvél pabba míns, Jóns Óskars, sem var rithöfundur, fæddur 1921. Hann hefur líklega eignast vélina á 5. eða 6. áratugnum og not- aði hana fram yfir 1960. Svo seldi hann Brynjari Viborg frænda mínum hana fyrir lítið þegar hann (pabbi) fékk sér nýja ritvél. Eftir að pabbi dó (árið 1998) gaf Brynjar mér Remington-ritvélina.“ Una Margrét og Eiður eru mikið bókafólk en gallinn við þessa ástríðu er hvað bækurnar taka mikið pláss. Blái liturinn fer vel við bókahillurnar. Morgunblaði/Arnþór Birkisson 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020 LÍFSSTÍLL Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com ICQC 2020-2022

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.