Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Qupperneq 22
Lissabon. AFP. | Í fátækrahverfi norður af Lissabon virða ferðamenn fyrir sér stóra veggmynd af konu, sem dregur af sér hvíta grímu. Verkið er öflugt tákn í hálfgerðu „bannhverfi“, sem hefur verið breytt með list. Myndin eftir angólsk-portúgölsku listakon- una Nomen er án vafa „það mikilvægasta“ fyr- ir íbúana í félagsíbúðunum í Quinta do Mocho vegna þess að hún „dregur saman sögu okkar“ segir leiðsögumaðurinn Emanuela Kalemba í heimsókn í hverfið. „Hún er tákn fyrir félagslegu grímuna, sem íbúar í hverfinu þurfa að setja upp utan þess. Þegar við sækjum um vinnu eða að komast inn í skóla þurfum við oft að gefa upp rangt heimilisfang til að komast hjá því að segja hvaðan við erum,“ segir Kalemba, sem er á fertugsaldri, við hóp um fimmtíu ferðlanga, sem margir eru í regngöllum. Félagsíbúðirnar eru í klasa fjögurra hæða bygginga, sem reistar voru um aldamótin á milli flugvallarins og miðborgarinnar til að hýsa þrjú þúsund manns, sem flestir koma frá fyrrverandi nýlendum Portúgala í Afríku. Atvinnuleysi, glæpir og skortur á almenn- ingssamgöngum hafa gert að verkum að litið er á hverfið sem „bannsvæði“ sem ekki sé óhætt að fara til og leigubílstjórar neita að aka þangað. Árið 2014 ákváðu borgaryfirvöld að bæta ímynd hverfisins og buðu innlendum og erlend- um listamönnum að mála veggmyndir og kalla nú hverfið „stærsta útilistaverkagallerí Evrópu“. Á meðal verkanna eru dúfa í regnbogalitum, afrísk kona með marglitan túrban og svarthvít mynd af Bob Marley. Listamennirnir eru frá Angólu, Brasilíu, Frakklandi, Ísrael, Líberíu, Perú, Portúgal, Rússlandi, Salvador, Spáni og Úrúgvæ og verk þeirra laða nú hundruð gesta til Quinta do Mocho. Celso Rodrigues eftirlaunaþegi undraðist að tekist hefði að umbreyta frekar sorglegu og hnignandi hverfi og sagði að útkoman væri stórkostleg. „Við leysum ekki öll vandamál með því að setja málningu á veggina,“ sagði leiðsögumað- urinn Kalemba, en bætti við að listaverkin hefðu breytt hugarfari margra og veitt íbúun- um „smá sjálfsvirðingu“ með því að „sýna um- heiminum að hverfið er að breytast“. Eftir að listaverkin komu til sögunnar er strætó farinn að ganga í hverfinu, menningar- viðburðum hefur fjölgað og dregið úr tíðni glæpa að sögn yfirvalda á staðnum. AFP Ferðamaður með regnhlíf við verk eftir úrúgvæska listamanninn Mariu Noe. Íbúi í Quinta do Mocho lítur út um glugga við hlið verks eftir franska listamanninn Maye. Sutt er síðan ekki þótti óhætt að fara inn í hverfið Quinta do Mocho í Sacavem í útjaðri Lissabon, en vegglistaverk hafa breytt ímynd hverfisins. Mynd af Don Kíkóta og Sansjó Pansa eftir portúgalska listamanninn Slap. Listaverk eftir líberíska listamanninn Arcy (t.v.) og Portúgalann Huariu í Quinta do Mocho. Portúgalski listamaðurinn Acer ásamt hundi sínum við eigið verk. Kona hengir upp þvott við verk eftir portúgalska listamanninn Bordalo II. Myndin af svartri konu, sem tekur af sér grímu hvítrar konu, er meðal fjölda útiverka í hverfinu Quinta do Mocho. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020 LÍFSSTÍLL Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. • Meltingarvandamálum • Magaónotum • Uppþembu • Erfiðum hægðum • Sveppasýkingum • Húðvandamálum • Andlegri vanlíðan 1 hylki á dag – 2 mánaða skammtur Án: mjólkurafurða, glúteins, gers, soya og rotvarnarefna Öflugur asídófílus PRÓGASTRÓ GULL innheldur gall- og sýruþolna mjólkursýrugerla með asídófílus sem margfaldar sig í þörmunum. Öflugir gerlar bæta þarmaflóruna og eru góðir gegn:

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.