Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Qupperneq 24
Hvernig væri að nota tímann og prófa
alls kyns nýjar uppskriftir? Fáðu ætt-
ingja til að kaupa í baksturinn og skilja
eftir við útidyrnar og þá er bara að hefjast
handa. Nóg af kökuuppskriftum má finna á
netinu og ef þið eruð fleiri saman í sóttkví er
tilvalið að vera með eitt kökuboð á dag.
Einnig er tilvalið að prófa alls kyns upp-
skriftir að góðum kvöldverði. Til dæmis mætti
hafa rétti frá fjórtán mismunandi löndum, fjór-
tán daga í röð!
Ein kaka
á dag kemur
skapinu í lagTil eru ýmsar bækur sem mætti lesa til að
stytta sér stundirnar. Til dæmis bækur um
heimsfaraldra! Ein er sú bók sem mikið er
talað um um þessar mundir og nefnist The
Eyes of Darkness eftir Dean Koontz frá 1981.
Þar lýsir höfundur veiru sem á að hafa verið bú-
in til af kínverskum stjórnvöldum, rétt fyrir utan
Wuhan-borg og nefnist Wuhan-400.
Einnig má bæta á listann bókunum Superbugs,
eftir Matt McCarthy, Plágan eftir Albert Camus,
The Stand eftir Stephen King og Ástin á tímum
kólerunnar eftir Gabriel García Márquez. Þetta
ætti að duga í hálfan mánuð.
Bækur um
faraldra
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2020
LÍFSSTÍLL
Það er róandi að sitja og prjóna.
Ef þú kannt handtökin er tilvalið
að prjóna loksins sokkana sem þú
hefur lengið ætlað þér að prjóna.
Fyrir lengra komna eru fjórtán
dagar nægur tími til að prjóna eina
lopapeysu.
Auðvitað má líka sauma út og
hekla og ef þú kannt það ekki
er alveg víst að það má læra
af netinu.
Sokkarnir sem
þú ætlaðir
alltaf að prjóna
Þótt maður sé heima í sóttkví er það
engin afsökun fyrir að hreyfa sig ekki.
Það eru jú 24 tímar í sólar-
hringnum og það þarf að
fylla þá alla. Taktu einn
tíma á dag frá fyrir lík-
amsrækt. Eina sem þú
þarft er motta á gólfið,
tónlistina í botn og byrja
að hamast. Hlauptu á
staðnum, sippaðu,
gerðu hnébeygjur,
armbeygjur og
„burpees“. Ekki er verra að lyfta léttum
lóðum. Þú þarft jú að brenna öllum kök-
unum sem ég stakk upp á að þú bakaðir!
Engin afsökun
Föndur er alltaf skemmtilegt og þar sem
styttist í páskana er tilvalið að blása úr
nokkrum eggjum, skella í góða omme-
lettu og mála svo eggin í öllum regnbog-
ans litum.
Fyrir þá metnaðarfyllri er sniðugt að
útvega sér trönur, pensla og olíuliti og
reyna fyrir sér í myndlistinni. Nóg er að
stilla upp flösku, ávöxtum og blómum á
viskustykki og byrja svo!
Að sjálfsögðu er líka hægt að byrja á
verkefnum sem setið hafa lengi á hak-
anum, eins og að mála barnaherbergið
eða þvottahúsið.
Páskaegg eða
þvottahúsið?
Líklega er sú dægrastytting sem flestir kjósa sér sú að
horfa á skjá af einhverju tagi ef maður er fastur heima í
hálfan mánuð. Þá er gott að hámhorfa á allar þær seríur
sem einhvern veginn fóru framhjá þér. Þeir sem eiga eftir
að horfa á Peaky Blinders, Crown eða Game of Thrones
eiga notalegar stundir framundan í sóttkvínni. Einnig
skaltu horfa á Exit, norska þáttinn sem er að gera allt vit-
laust.
Hvernig væri svo að setjast niður og „skæpa“ við vini
og vandamenn, bæði innanlands og utan! Loksins gefst
góður tími til að spjalla við fólk sem þú hefur trassað
lengi.
Tölvan verður lífsnauðsynleg í sóttkví. Maður þarf jú að
fylgjast með fréttum af kórónuveirunni og lífinu fyrir utan
veggina. Samfélagsmiðlarnir verða bjargvættir til að fá að
vera með í samfélagi mannanna, að minnsta kosti rafrænt.
Hámhorf og skype
Að lifa
af sóttkví
Mörg hundruð Íslendingar eru nú í sóttkví af völdum
kórónuveirunnar; sumir smitaðir og lasnir en flestir eru
í sóttkví til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar skæðu.
Líklegt er að fólki fari fjölgandi sem þarf að þrauka fjórtán
daga sóttkví, annaðhvort einir eða fleiri saman.
Morgunblaðið ákvað að koma með nokkrar góðar
hugmyndir að því hvernig mætti lifa af sóttkví
án þess að deyja úr leiðindum!
Hótelrúmföt
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Sérhæfum okkur í sölu á rúm-
fatnaði og öðru líni fyrir hótel