Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 8. MARS 2020
Skeifunni 8
Sími 588 0640 casa.is
Borðstofuborð
DESALTO
SKIN Hönnun: Marco Acerbis
NAVER COLLECTION
PLANK GM3200 Hönnun: Nissen & Gehl
KNOLL INTERNATIONAL
TULIP Hönnun: Eero Saarinen
RODAM
CAMPA Hönnun: Designschneider Berlin
DEXO
COCOON Hönnun:Tonetti design
Í heimildamyndinni Vasulka-
áhrifunum er tvinnað saman lífi og list
þessara heimsfrægu og óvenjulegu
listamanna, Steinu og Woody Va-
sulka, en Woody lést í desember á síð-
asta ári.
Leikstjóri myndarinnar, Hrafnhild-
ur Gunnarsdóttir, er þessa dagana á
faraldsfæti á milli kvikmyndahátíða
með myndina sem hefur verið vel tek-
ið alls staðar.
„Þau voru enduruppgötvuð nýlega, en ég hef þekkt
Steinu frá árinu 1987. Ég hef alltaf kunnað að meta
hennar bardús og grúsk, eins og hún myndi orða það,“
segir hún.
„Þau hafa alltaf verið í mikilli tilraunamennsku og eru
miklir frumkvöðlar í sinni list. Steinu fannst hún gleymd
í seinni tíð og ég ákvað að mynda þau, en þau áttu gríð-
arlega mikið efni, enda miklir safnarar. Ég byrjaði á
myndinni árið 2014 og svo fóru hlutirnir að gerast,“ segir
hún.
„Steina sagði við áhorfendur beint á Skype þegar við
frumsýndum myndina í Tékklandi: „ég vissi ekki að
Hrabba ætlaði að búa til sápuóperu um okkur“,“ segir
Hrafnhildur og hlær en bætir við að Steina hafi verið
sátt.
Bardús og grúsk
Hrafnhildur
Gunnarsdóttir
Vasulka-áhrifin, ný íslensk heimildamynd um vídeólistamennina og
hjónin Steinu og Woody Vasulka, verður sýnd á RÚV 9. mars.
Listamennirnir Steina og
Woody Vasulka voru miklir
frumkvöðlar í vídeólist.
„Þú hefur ekkert að gera á Wil-
lys, þú færð þér einhvern lítinn
penan bíl sem eyðir litlu.“ Þetta
var svarið sem Íris nokkur fékk
frá karlmönnum í kringum sig
þegar hún viðraði þá von sína að
eignast Willys-jeppa. Sá hún
ástæðu til að deila þessu með
Velvakanda í Morgunblaðinu fyr-
ir þrjátíu árum, 8. mars 1990.
„Alveg dæmigert fyrir karla
hvað bílarnir skipta þá miklu. Þú
getur búið við hliðina á manni
sem á Fiat Uno og þú tekur eftir
honum nokkrum mánuðum
seinna en ef hann væri á nýjum
BMW þá vissir þú ættartöluna
fyrir kvöldmat. Karlar virðast
vera metnir núorðið eftir bíl-
unum,“ sagði Íris. „Svo var það
einn vinur minn sem keypti sér
bíl af nýjustu gerð. Var hann
marga klukkutíma að bóna hann
og pússa. Hitti ég hann að máli
daginn eftir. Settist ég inn í bíl-
inn með kókflösku í hendi. Sýnd-
ist mér pilturinn vera á nálum
og bað hann mig kurteislega að
drekka kókið úti.“
En einhvern veginn varð Íris
að komast yfir Willys-jeppann
sinn. Og fékk hugmynd:
„Kannski ég ætti að setja auglýs-
ingu í einkamál. Óska eftir að
kynnast ungum manni sem á
Willys-jeppa. Vinsamlegast
sendið mynd af jeppanum ásamt
frekari upplýsingum ...“
GAMLA FRÉTTIN
Ekkert að
gera á Willys
Íris okkar hefði örugglega fílað sig í strimla í þessum forláta Willys-jeppa.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Stephen Colbert
sjónvarpsmaður og spéfugl
Ólafur Elíasson
myndlistarmaður
Óskar Guðjónsson
tónlistarmaður